Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 10
.10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. september 1958 Lííshagsmunir Islendinga og hin nýja fiskveiði lögsaga þeirra Undir þessari fyrirsögn birt- ist rétt fyrir síðustu mánaða- mót grein á fremstu síðu í norska blaðinu „Sogningen“. Greinin er skrifuð af íslendingi búsettum í Noregi, og birtist hér í lauslegri þýðingu. íslendingar verða nú að standa í harðri baráttu um réttinn til að fá ;að lifa í landi sínu sem fr.iáls þ.ióð. Þetta er baráttan um hina nýju fiskveiðjlögsögu við ísland. Það má segja að fiskveiðar og fiskiðnaður séu hinn efna- hagslegi grundvöliur sem þjóð- in byggi tilveru sína á, þar sem 96% ,af öllum útflutningi er fiskur og fiskafurðir. Án þessa útflutnings væri ekki hægt sem stendur, að halda i uppi nútíma menningarþjóðfé- lagi. Fiskur og fiskafurðir hafa meiri þjóðfélagslega þýðingu fyrir íslendinga, heldur en trjá- vöruiðnaðurinn fyrir Norð- menn. Þegar maður veit þess- ar staðreyndir, þá er iíka hæg- ara að skilja ástæðuna fyrir útvíkkun fiskveiðilögsögunnar 1. sept. við ísland. Afiamagnið á íslandsmiðum hefur farið minnkandi hin síð- ■ari ár. Og þrátt fyrir að ís- 'lendingar stunda nú veiðarnar á fyrsta flokks skipUm, þar sem nútímatækni er beitt til hins ítrasta, þá hefur afli hvers einstaks skips ekkj aukizt, heldur beiniínis minnkað. Þess- ar staðreyndir liggja að baki þeirri nauðsyn að' færa fisk- veiðilögsöguna út í 12 sjó- mílur. Þegar nú íslendingar stíga þstta þýðingarmikla spor sem varðar lífshagsmuni þjóð- arinnar í nútið og framtíð, þá er ekki úr vegi að athugaður sé hinn landfræðjlegi réttur til útfærsiunnar. Það ísiand sem er ofansjávar' stendur á voldugum land- grunnsfæti sem hallar út í haf- dýpið. Inn í þennan fót lands- ins skerast svo sumsstaðar smáfirðir neðansjávar. Landa- fræðilega séð, er ekki á því minnsti vafi, að landgrunnið tilheyrir landjnu, enda er það óaðskiljaniegur hluti af íslandi. Ef við flettum svo upp í sög- unni, þá sjáum við að allt frá því um árið 1700 og framundir árið 1900, er 16 sjómílna land- helg'i við ísland en er þá breytt í aðeins 3 sjómílur, með verzl- unarsamningum milii Dan- merkur og Bretlands. Með útfærslu hinnar nýju fiskveiðilögsögu í 12 sjómílur, taka ekki íslendingar í sínar hendur nú, nema dálitinn hluta af því landgrunni sem þeir eiga. Fyrir utan þessa línu eru mörg ágæt fiskimið, þar sem aðrar þjóðir geta enn um sinn fiskað, eða þar til ísienzku þjóðinni hefur fjölgað svo, að hún verður nauðbeygð til að færa fiskveiðilögsöguna lengra út. Sú fiskvejðilögsaga sem ís- lendingar taka nú í sínar hend- ur, hún er það lágmark sem miðað er við, svo þjóðin geti haldið áfram að byggja upp nútíma þjóðfélag í landi sínu. Þetta verða hinar Norðurlanda- þjóðirnar að skilja, ef norræn«>- samvinna á einhverntíma að verða meira en nafnið tómt. Þegar íslendingar færðu út fiskveiðilandhelgina 1952 úr 3 sjómílum í 4 sjómilur, þá settu Bretar löndunarbann á íslenzk- an fisk um iangan tíma. Nú hefur timinn sannað, að útfærslan 1952 hefur ekki að- eins komið íslendingum einum að gagni, helduj- ölium öðrum þjóðum sem fiskveiðar stunda á ísiandsmiðum. Samkvæmt brezkum uppiýs- ingum jókst aflamagnið á ís- iandsmiðum hjá brezkum tog- urum eftjr útfærslu iandhelg- innar 1952. Þegar þessar sað- reyndir eru athugaðar, þá væri engin fjarstæða að láta sér til hugar koma, að útfærslan nú i 12 sjómílur, mundi verða til þess að auka aflamagnjð, ekki aðeins innan þessarar línu, heldur lika utan hennar. Sem sagt, likurnar mæla með því, að útfærslan verði til hagsbóta fyrir allar þjóðir sem fiskveið- ar stunda á íslandsmiðum. Norðmenn og annarra þjóða fólk ættu að hugleiða þá stað- reynd, að einu sinni var Norð- ursjórinn fiskauðugt haf, svo fiskauðugt að annars staðar var ekki hægt að finna betri fiskimið. En hvað er Norður- sjórinn nú? Hann er uppurið haf, þar sem ofveiðin og rán- yrkjan er búin að eyðileggja fiskimiðin. Og þetta skeði vegna þess, að engin þeirra þjóða sem land eiga að Norðursjón- um, höfðu framsýni og dugnað til þess að færa út fiskveiði- landhelgina, eins og þörf var á til að vernda fiskistofnana. Og í dag eru það þessar sömu .þjóðir sem ekki skilja ennþá þá nauðsyn að friða fiskimið gegn rányrkju. Ef þær skildu svona einfaldar staðreyndir, þá ættu þær að rísa úr sætum sín- um í virðingarskyni við íslend- inga þann dag sem þeir færa út fiskveiðiiögsöguna við ís- land í 12 sjómílur. íslendingar eiga aðeins sex varðskip sem jafnframt eru björgunarskip, til að verja landhelgina, ásamt iítilii flugvél. Þetta er ekki mikill floti, móti stríðsskip- um Breta sem þeir segjast ætia að sénda á Islandsmið. En ég held að íslendingar óttist ekki árás frá Bretum. fsiand er of þýðingarmikið fyrir Atlanzhafs- bandalagið til þess að Bretar geti leyft sér slika áhættu. Beiti Bretar íslendinga ofbeldi, þá er varla hægt $ð búast við því, að langt framhald verði á veru íslands í bandalaginu. Afkomendur víkinganna, sem fyrir meira en þúsund árum tóku sig upp frá ætt og óðali, vegna þess að þejr vildu ekki þola órétt, og iögðu á Atianz- hafið, svo þeir mættu iifa á- fram sem frjálsir menn. Það er þetta fólk sem í dag stendur saman sem einn maður, á- kveðið að verja rétt sinn. Slinde 23. ágúst 1958. Arinbjörn Kúld. Átökin um Kvemojeyju Framhald af 6. síðu ásjár, og Eisenhowep :og Dull- es hafa ekki sparað óljósar hótanir i garð Kína. Philip Deane, fréttaritari óháða brezka blaðsins Observer í Washington, sagði á laugar- daginn, að Bandaríkjastjórn hafi ákveðið að iáta gera kjarnorkuárásir á virki og samgöngumiðstöðvar á strand- lengju Kína gegnt Taivan, ef skotið verði á bandarískt lið, sem reyni að koma birgðum á land á Kvemoj. Deane segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin að undirlagi yfirforingja flughersins og flotans gegn andstöðu æðstu manna iand- hersins. Flota- og flugforingj- arnir í Washington teija að þeim gefist nú tækifæri til að sanna þá kenningu sína, að flugher og floti geti háð styrj- öld með kjarnorkuvopnum án þess að landher þurfi að koma til skjalanna. Stríðssinnarnir i landvarnaráðuneytinu njóta stuðnings Dullesar, sem álítur að Bandaríkin verði um fram allt að sýna „festu“, svo að kalda stríðið lognist ekki útaf. rátt fyrir áratugs haturs- áróður gegn Kína hefur ekki tekizt að fá bandarískt aimenningsáiit til að fallast á að hætta beri á heimsstyrjöld til að koma í veg fyrir að her Sjang Kaiséks verði hrakinn af Kvemoj og Matsú. Frétta- menn í Washington segja að í bréfum óbreyttra borgara til Eisenhowers sé skorað á hann í tuttugu að breyta um stefnu gagnvart Kína á móti hverju einu þar sem lýst sé yf- ir samþykki við stefnu stjórn- arinnar. Monroney öldunga- deildarmaður, annar mesti á- hrifamaður í þingflokki demó- krata í deildinni, hefur lýst yfir að knýja .bgri Sjang til að rýma Kvemoj og Matsú. Bandarikjastjórn hefur séð þann kost vænstan að fallast á tiliögu Sjú Enlæ, forsætis- ráðherra Kína, að viðræður sendiherra Bandaríkjanna og Kína í Varsjá verði teknar upp á ný. Sendiherrarnir Beam og Vang Pingnan komu saman á fyrsta fundinn á mánudaginn. Enginn treystir sér til að spá neinu um árangurinn af við- ræðum þeirra. Það eina sem víst er um afieiðingar síðustu atburða á Taivansundi er að stefna stjórnarinnar i Wash- ingtno gagnvart Kína mælist æ verr fyrir meðal banda- manna Bandaríkjanna. í for- ustugrein á sunnudaginn seg- ir hið áhrifamikla brezka blað Obscrver: „Sem stendur er ekki heil brú í afstöðu Bandaríkjamanna, Þeir áfeil- ast kínverska kommúnista fyr- ir árásaraðgerðir, ef þeir reyna að taka landsvæði sem meira að segja brezka stjórnin viður- kennir að tilheyri Kína, en samt hljóta þeir að telja árás sem Sjang hershöfðingi kann að gera á meginlandið löglegar aðgerðir ríkisstjórnar gegn uppreisnarmönnum. Þeir hvetja til samninga, en neita jafn- framt að viðurkenna ríkis- stjórnina í Peking. Þeir lof- syngja SÞ, en gera samt allt sem í .þeirra valdi stendur til að halda Kína utan þeirra. .... Bandaríkin geta ekki gert sér vonir um að fá almennins- álitið í heiminum — ekki einu sinni meðal bandamanna sinna ■—- á sitt band, fyrr en búið Hákon Framhald af 4. síðu við marmaralíkingu og fjórða verkefnið er skilti með letri. — Hvaða málningartegund iikar þér bezt við ? — Eg kann bezt við hörpu- sil'ki og spredið er líka ágætL En olíumálningin er endingar- betri. — Heldurðu að það sé dýr- ara fyrir fólk að láta mála. hjá sér nú en áður? — Það er ódýrara nú en fyrir nokkrum árum. Við síð- ustu breytingu á upjimæling- artaxtanum í fyrra varð málningarvinnan ódýrari. . — Er ekki kennslu meist- aranna ábótavant? — Jú, ég hef minnst lært af meistaranum enda hefur hann haft iítinn tlma til kennsl- vera að ljúka náminu og tel. unum sem ég hef unnið með og svo auðvitað af reynsl- unni. — Og hvað hyggur þú til sveinsprófsins ? — Eg er mjög feginn að vera að ljúka náminu og tek sveinsréttindin afar mikils virði. Við kveðjum og óskum Há- koni góðs gengis við þann áfanga sem hann er nú að ná. Lárus ! Framhald af 4. síðu. ekki væri hafður sá háttur á í flestum tilfellum að borga, nemum verkamannakaup, eða minnsta kosti eitthvað hærra en iðnnemataxtann. — — Og hvert er álit þitt á núverandi iðnfræðslu ? — Henni er mjög ábótavant og verður ekki viðunandi með_ an núveran'di fyrirkomulag ríkir, þ.e. að meistarj hafl einn eða sárafáa nema, sem hann á að kenna jafnframt sínu starfi. Þetta er gjörsam- lega iirelt fyrir'komulag. Það sem við þurfum eru raun- hæfir verknámsskólar fyrir iðnnema. Hér er aðeins ófull- kominn vísir að slíkri kennslu en það er stutt námskeið við Iðnskólann í undirstöðuatrið- um prófgreinanna. Þessum námskeiðum var upphaflega, komið á fót fyrir baráttu málaranema sjálfra. er að ráða bót á þeirri kór- viliu eða því óhreinlyndi að viðurkenna ekki stjórnina í Peking. Samningaviðræður eru óframkvæmanlegar án., viður- kenningar, og takist ekki samn- ingaviðræður munu þeir álp- ast úr einu öngþveitmu í ann- að, þangað til þeir álpast út í styrjöld". M. T. Ó. Rýmingarsalan heldur áfram Bamavettlingar á kr. 10,00. Vatteraðir ungiingajakkar kl. 200,00 Gallaðar áömubuxur kr. 15.00 Barnaasáttföt á kr. 30.00. Misliíir barnabolir kr. 10.00 ICvenskór — hákæl! og kvarthæll — Kr. 60.00. ALLTAF EITTHVAD NÝTT TEKIÐ FRAM Á HVEBJUM ÐEGI. VERZLUNIN. GABÐASTRÆTI 6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.