Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 3
& FimIntudagui• 2. o'któber 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ráðstefna MIR þakkar 7, ráðsíeínu MIR lauk í gær — Samkoma á Hótel Rorg í gærkvöldi Sjöunda ráðstefna MÍR — Menningartengsla íslands og Sovétríkjanna var haldin 1 gær að Þingholtsstræti 27. Ráðstefnan samþykkti einróma þakkir til Sovétríkjanna fyrir þann stuðning sem hún hefur veitt íslenzku þjóð- inni í landhelgismálinu. Guðgeir Jónsson var kosinnj forseti ráðstefnunnar og rit- arar þeir Ingvar Hallgrímsson og Hannes Stephensen. Þór- bergur Þórðarson varaforseti MÍR setti ráðstefnuna með einni af sinum bráðskemmti- legu ræðum. Hann sagði m.a. að öllum beri saman um að list þeirra listamanna er hingað hafa komið frá Sovétríkjunum standi á mjög háu stigi og hafi jafnvel yfir sér göfugra yfirbragð en list annarra þjóða, og spurði: Getur slík list þróazt í landi ef ástand- ið væri eitthvað svipað í því og ándstæðingar Sovétríkjanna hafa lýst að væri þar? Þá vék hann að landhelgisdeilunni og kvað þar hafa komið í ljós hvar islenzka þjóðin á vinum að mæta, en Sovétríkin voru fyrst til að viðurkenna nýju landhelgina. Ráðstefnuna sátu auk full- trúa staðgengill sendiherra Sovétrikjanna, menntamanna- sendinefndin og formaður lista- mannanefndarinnar. Að ræðu Þórbergs lokinni flutti Kolli, formaður menntamannasendi- nefndarinnar ávarp, þar sem hann skýrði frá því að unnið væri að stofnun Islandsvinafé- lags í Moskva, og væru allir þrír nefndarmennirnir í undir- búningsnefnd félagsstofnunar- innar, Áskell Snorrason tón- skáld bauð sovétgestina vel- komna. Kazakov formaður listamannanefndarinnar þakk- að fyrir þeirra hönd að hafa fengið tækifæri til að kvnnast íslandi og Islendingum, þau kynni yrðu til að treysta vin- áttubönd og au'ka gagnkvæma þekkingu þjóðanna. Þá flutti Kristinn E. Andrés- son skýrslu miðstjórnarinnar. Ræddi liann m.a. vísindasigra Sovétrifkjanna á undanförnu ári, sem sanna að Sovétríkin eru komin í fremstu röð hvað vísindi snertir og væri það viðurkennt af öllum. Hefðu Bandaríkin og Bretland þvi gert menningarskiptasamninga við Sovétríkin, — en ísland hefði enn ekki áttað sig á því. I hafrannsóknum og skógrækt hefðu þó komizt á samskipti og samvinna, en ekki væri síð- ur þörf að Islendingar tækju upp samstarf við Sovétríkin í tæknilegum vísindum. Tveir ís- lenzkir stúdentar eru við nám í Moskva og 2 sovétstúdentar eru komnir hingað, en Krist- inn kvað brýna nauðsyn að koma á sendikennaraskiptum. I sambandi við starfsemi MlR gat hann þess að nýlega hefði vjrið stofnuð ný deild á Sauð- árkróki, en MÍR deildir eru nú milli 10 og 20 á landinu. Að lokinni s'kýrslu Kristins fluttu fulltrúar MÍR-deildanna skýrslur sínar. Ráðstefnunni lauk í gær- kvöldi. Halldór Kiljan Laxness var einróma kosinn forseti MlR og Þórbergur Þórðarson vara-; forseti. Aðrir 1 miðstjórn voru kosnir: Kristinn E. Andrésson, Hannes Stephensen, Stefán Ögmundsson, Geir Jónsson, Sigríður Friðriksdóttii og Þor- valdur Þórarinsson. Ráðstefnan samþykkti ein- róma eftirfarandi: „Sjöunda ráðstefna MÍR, haidin í Reykjayík 1. okt. 1958 lýsir yfir ánægju sinni með viðurkenningu Sovétríkjanna á 12 mílna fiskveiðilandhelgi Ss- lands og þakkar þann stuðn- ing er þau hafa veitt okkur í þessu mikla hagsmuiuunáli okkar“. Framhald á 8. síðu. Félag íslenzkra leikara hefur sýningu á leiknum: Haltu mér slepptu mér, til styrktar félags- sjóði Félags íslenzkra leikara, og verður þessi sýning í Austur- bæjarbiói á laugardagskvöld kl. frammistöðu sína, eins og þau Heiga, Rúrik og Lárus í þessum leik. Þótt leikurinn hafi oft ver- ið sýndur hafa samt margir o^ð- ið frá að hverfa — og nú er tækifærið sem um leið er síð- 8,30. Vinsældum þessa leiks þarf ekki að lýsa og í fáum leikj- um hafa leikendur fengið slíkt lof hjá leikdómurum fyrir asta tækifærið fyrir þá á laugar- dagskvöldið kemur. Aðgöngu- miðasala hefst í Austurbæjar- biói kl. 2 í dag. Þórbergur Þórðarson setur 7. ráðstefnu MÍR Alþýðubandalagið eitt flutti tillögur um grunnlínuÍjreytingarnar I vanstillingarkasti í gær ræðst Vísir á Lúðvílc Jóseps- son fyrir að hann hafi ekki rétt úr grunnlíjnum þeim sem Ólafur Thoi’s dró hlykkjóttar 1952; „Lúðvík Jósepsson hafnaði útfærslu grunnlína, þótt ráðstefnan í Genf heim- ilaði slíkt einmitt“, segir blaðið. Hér er farið þveröfugt með staðreyndir. Það var ein- mitt Lúðví'k Jósepsson sem fyrir hönd Alþýðubandalags- ins gerði það að aðaltillögu sinni að gruQnlínur skyldu lagfærðar um leið og fisk- veiðitakmörkin væru stækkuð í 12 milur. Hins vegar tók Lúðvík Jósepsson fram að hann gerði grunnlínuhreyting- arnar ekki að aðalatriði, ef aðrir flokkar vildu ekki fall- ast á þær; samstaðan um 12 mílurnar væri langsamlega mikilvægust. Og sú varð raunin að aðrir flokkar tóku ekki undir hinar sundurlið- Sýningin verður til húsa í nýjum sal að Laugav. 18 A, húsi verzlunarinnar Liverpool. Hér er um sölusýningu að ræða og munu sýningarbækur alls verða um 15 þús. en bókatitlarnir 2500. Bókunum verður skipað eftir efni í flokka, yfir 20 tals- ins, en síðan er hverjum bóka- flokki skipt í undirflokka. Einn efnisflokkanna, tæknibókaflokk- urinn, skiptist t.d. í 15 undir- flokka. Fyrir bókasýningunni standa Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Bókabúð Norðra, Bækur og ritföng og Bókaverzlun ísa- foldar. Um uppsetningu sýning- arinnar hefur Hörður Ágústsson listmálari séð. í tilefni opnunar sýningarinn- ar er von hingað á forseta sam- uðu tillögur Alþýðubandalags- ins um grunnlínubreytingar, og það varð Ijóst að á þessu stigi myndi ekki fást sam- staða um annað en 12 mílur með óbreyttum grunnlínum. Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn — sem í al- mennum yfirlýsingum þóttust fylgjandi grunnlínubreyting- um — tóku ekki undir tillög- ur Lúðvíks Jósepssonar og báru ekki fram eina einustu tillögu sjálfir um slíkar breyt- ingar í landhelgisnefndinni, þar sem allir flokkar áttu fulltrúa. Auðvitað eiga íslendingar eftir að leiðrétta grunnlínur sínar, og auðvitað eiga ís- lendingar eftir að endur- heimta meira en 12 mílur af hafinu umhverfis Island; full- ur sigur hefur ekki unnizt þegar þeirri baráttu lýkur sem nú stendur yfir. Það er ánægjulegt að eiga tryggðan taka bandarískra forleggjara, Curtis G. Benjamin, en hann er forstjóri eins stærsta bókaút- gáfufyrirtækis í Bandaríkjun- um. stuðning Vísis við grunnlínu- breytingarnar, þegar tækifæri gefst til að framkvæma þær, á sama hátt og Vísir liefur nú að undanförnu haft mun djarfari og drengilegri af- stöðu til annarra þátta land- helgismálsins en leiðtogar Sjálfstæðisflokksins. Happdrætti Þióðviljans Framhald af 1. síðu. til þess hversu góðar undir- tektir happdrætti Þjóðviljans hefur jafnan fengið. Megin- ástæðan er sú að fólki þykir útgáfa Þjóðviljans nokkurs virði fvrir síg og fyrir þróun mála á íslandi. Og sja1dan hefur það verið mikilvægara en nú að Þjóðviljinn geti rækt hlutverk sín sem bezt. Við er- um nýbúin að vinna mikinn og örlagaríkan sigur í landhelgis- málinu, einhverju mikilvægásta lífshagsmunamáli þjóðarinnar, en miklu máli skiptir að allt til loka verði haldið á því máli af festu og einbeittni og öryggi. Einnig í efnahagsmálum eru af- drifarík átök framundan: þar hefur hallað undan fæti að und- anförnu, en því undanhaldi þarf nú að snúa í gagnsókn verkalýðssamtakanna og hrinda öllum bollaleggingum um frek- ari árásir á lífskr'rin. Tengslin milli litlu happdrættismiðanna og þessara stóru mála eru aug- ljós hverjum manni, vinum Þjóðviljans jafn sem andstæð- ingum hans. Þess vegna velt- ur á miklu að sala happdrættis- ins gefi góða raun, og Þjóð- viljinn veit að honum er óhætt að þakka. lesendum sínum góð- ar undirtektir fyrirfram. Þjóðviljann vantar börn til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Kársnes, Hverfisgötu, Nýbýlaveg, Höfðahverfi, Hlíðarvegur Mávaliljð Meðallioit, Gunnaisbraut, Grímsstaðaholt, Laugarás, Miblubraut, Bergþórugötu Talið við afgreiðsluna, sími 17-500 Amerísk bókasýnirig opn- uð í Reykjavík á laugardag Verður stærsta erlenda bókasýningin, sem haldin hefur verið hér til þessa N.k. laugardag verður amerísk bókasýning opnuð hér í Reykjavík. Mun þetta verða stærsta erlenda bókasýn- irigin, sem haldin hefur verið hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.