Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 6
6) —• ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. október 1958 tMÓÐVIUINN ÚtKefandl: Caraelnln^Arfloklrar albýðn — Bóslallstaflokkurlnn. — RltstJóran Maf?nús KJartansson áb.), SierurOur Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón ÐJarnason. — siaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfássen. ívar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FHSbJófsson. — Auglý8ÍngaBtJóri: Guðgeir Magnúgson. — RitstJórn, af- creiðsla. auglýslngar, prentsmlðJa: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (B Unur). — Askriftftrverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstað&i. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvilJana. Alþýðublaðið vill leysa verk- lýðsfélögin upp í flokksdeildir að er mikill háttur Alþýðu- blaðsins þessa dagana að setja flokkspólitískan stimpil á fulltrúa þá sem verkíýðsífé- lögin kjósa til Alþýðusam- fcandsþings. Ýmist stimplar blaðið einstaka fulltrúa eða fe:»ð birtir heildartölur um það hversu margir „kommúnistar" hafi náð kosningu og hversu margir „andstæðingar komm- únista'* — en síðari flokkurinn er ekki sundurliðaður nánar! Þetta er engin ný iðja hjá Al- þýðublaðinu; í síðustu kosn- ingum stimplaði það einnig af mik'u kappi og sannaði í sí- fellu að „komrnúnistar" væru alltaf að tapa og „andstæðingar kommúnista“ að vinna, en raunveruleikinn brenglaði að iokum þær tölur á eftirminni- iegasta hátt. 'IT’n þessi iðja Aiþýðublaðsins, að allar athafnir verklýðs- félaga skuli metnar eftir því eínu hvern stjórnmálaflokk omenn aðhyllast, er hættuleg verklýðshreyfingunni og miðar að því að hefta alla sjálfstæða starfsemi hennar. Þeir menn sem vilja gengi alþýðusamtak- anna hljóta að setja hagsmuni þeirra — sjálf málefnin — í fyrirrúm, en meta síðan stjórn- málaflokkana eftir því hvernig þeir bregðast við þessum sér- stöku hagsmunum verklýðs- samtakanna. Þegar verklýðsfé- lög kjósa fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing hljóta þau að meta hvaða stórmál þar komi til af- greiðsiu og hvaða ákvarðanir þurfi að taka og velja síðan menn eftir afstöðu þeirra til hagsmunamála verkiýðssamtak- anna. Og þegar á alþýðu- sambandsþing kemur skipa fulltrúar sér saman eftir afstöðu til málefna verklýðs- hreyfingarinnar en spyrja ekki endilega bve-rir aðra um það hvern flokk þeir kjósi í al- arnennum stjórnmáiakosningum. Aðeins með þessu móti er starfsemi verklýðshreyfingar- innar sjálfstæð og eðlileg, að eins með slíku hugarfari munu alþýðusamtökin megna að hafa frumkvæði og forustu um þró- un mála á íslandi. Alþýðublað- ið vill hinsvegar gera verklýðs- félögin að útibúum stjórnmála- fiokkanna, ósjálfstæðum stofn- unum þar sem öll orkan sé lögð í innbyrðis erjur. Sú var einnig tíðin að Alþýðu- samband íslands var að- eins útibú frá Alþýðuflokknum og verkafólk hafði ekki rétt- indi í sínum eigin samtökum nema það gæti sýnt meðlims- skírteini í þeim flokki. En þeir tímar eru löngu liðnir. Þess vegna hefur Alþýðublaðið ekki framar sérstakan stimpil til að sýna hversu margir flokks- bundnir Alþýðuflokksmenn hafi verið kjörnir til þings, heldur ber stimpillinn hina neikvæðu áletrun „andstæðingar komm- únista“. Það er glöggt dæmi um hrörnun þess fiokks innan verklýðshreyfingarinnar; en augljóst er að eftirsjáin er nú fyrst og fremst bundin við tímabilið 1948—1954, þegar hinn pólitíski dilkadráttur komst í algleyming í verklýðs- samtökunum og „andstæðingar kommúnista“ tóku höndum saman án þess að eiga nokkuð sameiginlegt annað en hina nei- kvæðu „baráttu gegn kommún- ismanum". Reynslan af því varð mikið niðurlægingartíma- bil í starfsemi aiþýðusamtak- anna, og Alþýðublaðinu skjátl- ast hrapallega ef það heldur að sú saga geti. endurtekið sig nú. 'CJannarlega er flest brýnna fyrir verklýðssamtökin nú en að þau leyiti upp í flokkspóhtískar dúldir; fram- undan eru viðfangsefni sem eru nátengd lífskjörum hvers einasta verkamanns. Að und- anfömu hefur holskefia dýr- tíðarinnar á nýjan leik steypzt yfir landslýðinn og kjörin hafa rýrnað. Þeim áföll- um verða verkalýðssamtökin að svara af fullum þrótti, eins og Dagsbrúnarmenn hafa þegar gert með eftirminnilegu for- dæmi sínu og skynsamlegum málatilbúnaði, Verklýðssamtök- in verða einnig að leggja á ráðin um það hvernig þau geti bezt hrundið fyi'irætlunum þeim sem nú em uppi um það að afnema með öllu vísitölu- kerfið og láta launþega bera dýrtíðina bótalaust og festa grunnkaupið með lögbundn- um heildarsamningum, eins og „andstæðingar verklýðssam- takanna" hugsa sér að sögn Tímans. Verklýðssamtökin verða einnig að leggja ó ráð- in um það hvernig verðbólgu- skriðan verði stöðvuð á nýjan leik og hvernig tryggja skuli öfluga þróun atvinnulífsins. Öll þessi vandamál og fjölmörg önnur verða fulltrúar verklýðs- félaganna að vega og meta út frá hagsmunum alþýðusamtak- anna og alþýðuheimilanna og skipa sér í fylkingar einvörð- ungu út frá þeim forsendum. Slik vinnubrögð eru ein í sam- ræmi við styrk og giidi verk- lýðshreyfingarinnar á íslandi. En þeir menn sem líta aðeins á fulltrúana, sem kjósendur í kjörklefa, sem hafi það eitt verkefni að krossa við A, B, D eða G, eru annað tveggja mjög fáfróðir um verkefni alþýðu- samtakanna eða þeir vilja þau feig. Övissan um fyrirætlanlr de Gaulle færii stjémarskrá hans sigur Ákvarðanir um ný kosningalög i Alsir verSa feknar áSur en langf um USur 'C’jórir fra'lskir kjósendur af hverjum fimm hafa greitt stjórnarskráruppkasti de Gaulle hershöfðingja atkvæði og þar með veitt honum alræðisvald í fjóra mánuði. Engum kemur til hugar að sá mikli meirihluti franskra kjósenda sem sagði já á mánudaginn hafi verið gagn- tekinn af hrifningu á ákvæðum stjórnarskrárinnar, aðeins lítið brot kjósénda hefur gert sér það ómak að kynna sér 92 flóknar greinar lagabálksins sem bprinn var undir þjóðar- atkvæði. Öllum sem fylgzt hafa með gangi mála í Frakklandi undanfarna mánuði ber saman um að úrslit atkvæðagreiðsl- unnar á sunnudaginn eru traustsyfirlýsing á de Gaulle, gefin af rnjög mismunandi hvötum og misjafniega fúslega. Sumt fólk fær strax glýju í augun við að sjá „sterkan mann“, mann sem dró sig í hlé úti í sveit, þegar hann fékk ekki að fara sínu fram, og beið þar eftir kalli um að koma og frelsa landið. Aðrir sögðu já þrátt fyrir illan bifur á „sterk- um mönnum“, ekki sízt hers- höfðingjum, en þeír töldu að gefa yrði de Gaulle tækifæri til að sýna hvers hann væri megnugur, ástandið gæti að minnsta kosti ekki versnað. Sumir sjá í hershöfðingjanum þann sem bjarga skal herveldi og heimsveldi Frakklands, út- vega kjarnorkusprengjuna og brjóta nýlendurnar til hlýðni. Aðrjr tejja að hann einn sé fær um að mynda ríkisstjórn sem herinn fáist til að lúta, franska þjóðin eigi um það að velja að fela sig forsjá de Gaulle eða þola . ella innrás fallhlífasveita frá Alsír og borgarastyrjöld. Sumir vona að hershöfðinginn láti rætast draum franska aft- urhaldsins um bannaðan komm- únistaflokk og vængstýfða verkalýðshreyfingu, aðrir töldu já við sljórnarskrá hans ekki annað en sjálfsagða ræktarsemi við manninn sem fór með æðstu völd í Frakklandi þegar tryggingalöggjöf var sett og stórfyrirtæki þjóðnýtt í lok heimsstyrjaldarinnar siðari. Franskir landnemar í Alsir og herforingjarnir þar telja de Gaulle skuldbundinn til að inn- lima Alsír í Frakkland, sumir vinstri menn í Frakklandi hafa lýst yfir að þeir styðji hers- höfðingjann vegna þess að hon- um einum sé treystandi til að fá bundið endi á styrjöldina í Alsír með samningum. Sigur sinn á de Gaulle að þakka þreytu frönsku þjóðarinnar á óhæfum stjórn- endum, sem hafa í áratug dreg- ið hana úr hverju nýlendu- stríðinu í annað, svo að Frakk- land má sín minna í heiminum en sá bútur af sigruðu Þýzka- landi sem það er í bandalagi við, Hershöfðinginn hefur beint til Frakka hástemmdum en margræðum orðum, sem menn með mismunandi skoðanir á að- kallandi úrlausnarefnum hafa getað túlkað hver á sinn veg og talið samþykki við sitt sjónarmið. Látlaus einstefnu- áróður voldugs áróðurskerfis hefur á fjórum mánuðum náð tökum á hugum mikils meiri- hluta franskra kjósenda með skrúðmælgi og vigorðum. En orðin ein duga ekki lengur. Erleniá tf ðin'di v.___________________y Frakkar hafa lýst yfir trausti á de Gaulle, nú er það hans að sýna sig traustsins verðan. AI- sír verður prófsteinninn á hvað hann í raun og veru hyggst fyrir. Þar getur hann ekki leik- ið tveim skjöldum öllu leng- ur. Sjálfstæðishreyfing Serkja hefur undanfarnar vikur gerzt svo aðsópsmikil í Frakklandi að við svo búið getur ekki staðið. de G.aulle verður að binda endi á skemmdarverk og mannvíg um Frakkland þvert og endilangt, eða fyrir- gera trausti landa sinna. Hann á um tvær leiðir að velja. Önn- ur er sú ,að nota alræðisvald sitf til að hneppa Serki í Frakklandi tugþúsundum sam- an í fangabúðir. Hin er að hafna skýlaust kröfu valda- ránsmannanna í Algeirsborg um innlimum Alsír í Frakk- land og taka upp samninga um frið við foringja sjálfstæð- ishreyfingarinnar. Margir telja að de Gaulle muni skýra frá því í ræðu í dag í alsírsku borginni Constantine hvað hann ætlast fyrir. Vitað er að á ráðuneytisfundi í París í fyrradag, þeim fyrsta eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna, var fjallað um ráð- stafanir til að binda endi á hermdarverkin í Frakklandi. Þar var einnig rætt um ný kosningalög í Frakklandi. Al- ræðisvaldið sem de Gaulle hef- ur í Frakklandi fjóra fyrstu mánuðina eftir gildistöku nýju stjórnarskrárinnar nær einnig til setningar laga um kosningu f.vrsta þings fimmta lýðveldis- ins. Vitað er að ráðherrar de Gaul'e eru sammála um það eitt ’að kosningalögin gj$uli sniðin til að þrengja kpsti kommúnista. Að öðru leyti heldur hver fram því kosninga- fyrirkomulagi sem hann telur sínum flokki hagstæðast. Sum- ir vilja einmenningskjördænri og tvær kosningaumferðir, þar sem hreinan meirihluta þarf til kjörs í fyrri umferð. Aðrir vilja meirihlutakosningar í margra þingsæta kjördæmum og leyfa kosningabandalög. Um leið og gengið verður frá kosn- ingalögunum verður de Gaulle að sýna lit í Alsír. Sé ætlun hans að innlima það í Frakk- land, verður að fá þvi 70 til 80 þingsæti á þinginu í París og fækka þingmönnum kosnum í Frakklandi að sama skaph Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Alsír, þar sem stjórnarskrá de Gaulle fékk 96% atkvæða, er öllum Ijóst að franska her- stjórnin getur ráðið öl]u um kosningaúrslitin, enda ekki við öðru að búast í landi þaf sém Framhald .á 10. síðu,., . ,,Rjkið, jtað er ég“. — Enski skopteiknarinn Vicky sér tle Gaulle í liki sóikonumrsins Lúðvíks fióftánda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.