Þjóðviljinn - 21.11.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.11.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. nóvember 1958 lllÓÐVILIINN ÚtKefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — RitstJórar: MaKnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon. Ivar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjóísson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl: kr. 27 ann- arsstaöar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Filing togaraflotans Handritamálíð Skýrsla Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra á TT'ndurnýjun íslenzka tog- ■*“i araflotans er eitt mesta sauðsynjamál atvinnulífs Is- ler< linga. Öflun hins stórglæsi- iega flota nýsköpunartogara í etríðslokin, undirstaða þeirr- ar miklu nýsköpunaráætlun- ar, er Sósíalistaflokkurinn lagði fram á stríðsárunum og tókst að gera að stefnuskrá fyrstu þingstjórnar íslenzka lýðveldisins, var átak sem jafnan mun bera vitni stór- hug og framsýni forystu- manna og félaga flokksins. Það fór ekki mikið fyrir stór- fcug og framsýni foringja ann- arra íslenzkra stjórnmála- ílokka í sambandi við það .má), eins og enn er í fersku minni. Engu munaði að Alþýðu ílokkurinn fengist ekki með. ÍFramsókn kaus að verða utan- velta en það tckst að þvæ'a meirihluta þingflokks Sjálf- stæðisflokksins með. Þó var fkki tiltakanlega mikil trú í- E. a’ d s f o r i n g j a n n a á togara- liaupin, og urðu srsíalistar að hafa sig alla við til að knýja fram efndir á loforðum stjórn- arinnar um þau. Þegar Sig- fús Sigurhjartarson flutti á Alþingi tillösu sína um að efnt vrði til smíði 50 togera í stað 30 Ö'afur T’hórs allt ’ á hornum sér og taldi ólíklegt : að fært yrði að selja afia svo stórc togaraflota. Og ólundin og \rantrúin hjá Thórsurunum með þessi togarakaun var slík að þe’r létu to^arafélag sitt, sem í krafti nólitískrar lána- spillingar hafði verið stærsta’ togarafélagið fvrir stríð, að- eins panta einn hinna nýju togara. Það var stórhugur Ólafs Thórs í sambandi við öfiun nýsköpuuartogaranna. Síðar varð svo Sósíalístaflokk- ’.irinn að standa í harðri bar- áttu um stofnlánadeild sjáv- arútvegsins, til að tryggja að bæjarfélög úti um allt land gætu eignazt nýsköpunartog- ara. Nú sjá allir að stórhugur Sósíalistaflokksins um öfl- un hins mikla togaraf'ota ár- ::n eftir strið var fvllilega raunsær. Og hefði verið horf- ið að þvi þá þegar að semia um smíði 50 togara, hefðu beir fengizt á mun hagstæðara verði og betri tima en viðbót- j-.n sem stjóm þríflokkanna var knúin til að kaupa nokkr- um árum síðar. Svo kom tíma- bil þegar afurhaMsstióm í landinu trassaði með öllu að efla og endtirnvja togara- flotann og gerði meira að -egja ráðstafanir eftir er- íendri fyrirskipun er míðuðu e.ö þvi að kasta frá Islending- um fiskmörkuðum þeim, er ný- sköpunarstjórnin hafði aflað, enda þótt slíkir stjómarhætt- ir kostuðu framleiðslustöðvan- ir og framleiðslubönn og at- vinnuleysi. Þannig var forysta Ölafs Thórs um sjávarútvegs- mál íslendinga, enda varð sú forysta einungis minnisstæð að einu leyti: Undir forystu Ólafs Thórs var búið svo að íslenzkum sjcmönnum að hon- um tókst að hrekja 2000 ís- lenzka sjómenn í land af fiski- l'lotanum. Þetta er þó minnis- stætt afrek og í allstóru broti, en af óskiljanlegri hlédrægni he’dur Morgunblaðið því ekki mikið á lofti. Við stjórnarmyndunina 1956 hlaut ákvörðun um endur- nýjun togaraflotans og efl-. ingu fiskiskipastólsins yfir- leitt að verða veigamikið at- riði í verkefnum hinnar nýju stjórnar, fyrir því var þátt- taka Alþýðubandalagsins trygging. Enda urðu mikil umskipti í meðferð þessara mála, stórkostlegir fiskmark- aðir tryggðir til margra ára og tryggt með því og öðrum ráðstöfunum að framleiðslan gæti haldið áfram ótrufluð ár- ið um kring. Hafizt var handa um smíði tólf Htilla togara í Austur-Þýzkalandi, og hag- stæðs láns aflað í Sovétríkj- unum til greiðslu á þeim. Hins vegar er enn óefnt það stóra loforð ríkisstjórnarinn- ar að kaupa 15 stóra togara. I umræðum á Alþingi undan- farið hefur Lúðvík Jóseps- son sjávarútvegsmálaráðherra sagt nokkuð frá undirbúningi þess máls. Virðist eftir því sem nú er kunnugt að þær þjóðir sem við erum 3 hernað- arbandalagi við hafi ekki reynzt sérlega hjálp’egar með lán eða aðra fyrirgreiðslu til eflingar íslenzka togaraflotan- um. Þjóðviljinn hefur fyrir alllöngu skýrt frá því að fá- anlegt myndi hagstætt lán í Sovétríkjunum einnig til kaupa á stórum togurum. Sjávarútvegsmálaráðherra hef ur staðfest í ræðum sínum á Alþingi nú undanfarið, og lýst yfir því, að bregðist all- ar vonir um að fá lán í Vest- ur-Þýzkalandi í sambandi við að togararnir yrðu smíðaðir þar, teldi hann rétt að horfið væri að því að taka lán í Sovétríkjunum til kaupa á stóru togurunum. Þetta mál er orðið aðkallandi og er þess fastlega að vænta að málinu verði fylgt eftir með það eitt fyrir augum að ráða þessu mikla nauðsynjamáli ís- lenzks atvinnulífs til farsælla lykta. Skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð, eða i ágúst 1956, átti ég erindi til Svíþjóðar. Fór ég þá einn- ig til Kaupmannahafnar í því skyni að ræða handritamálið við sendiherra íslands í Dan- mörku, dr. Sigurð Nordal, og forsætisráðherra Dana, H. C. Hansen. Okkur sendiherranum kom saman um, að tími væri til þess kominn fyrir íslend- inga að hreyfa handritamál- inu að nýju við dönsk stjórn- arvöld, en það hafði legið niðri um hríð, eftir að Al- þí.ngi Islendinga og ríkis- stjórn höfnuðu uppástungu í málinu, sem danska ríkis- stjórnin bar fram að frum- kvæði þáverandi menntamála- ráðherra, Bomholts. Ég átti viðræður um málið við H. C. Hansen, forsætis- og utanrík- isráðherra. Sagði ég honum, að ég hefði mikinn áhuga á því, að málið yrði tekið upp aftur, en vildi gjarnan liafa samráð um það við dönsk stjórnarvöld, í hvaða formi það yrði gert, þar eð ég teldi mestar líkur á jákvæðri nið- urstöðu,, ef samkomulag væri um form þeirra viðræðna, sem eðlilegt væri, að færu fram. Varpaði ég fram við hann þeirri hugmynd, að komið vrði á fót sameiginlegri nefnd íslendinga og Dana til við- ræðna um málið, og teldi ég fyrir mitt leyti heppilegast, að sú nefnd yrði skipuð stjórnmálamönnum. Kvaðst forsætis- og utanríkisráðherr- ann skvldi hugleiða málið og ræða það við starfsbræður sína. Hinn 31. maí 1957 sam- þvkkti Alþingi einum rómi þingsályktun, þar sem skorað var á ríkisstjórnina, í sam- ræmi við fyrri samþykktir um e,*'Iurheimt íslenzkra handrita úr dönskum söfnum, að beita sér fyrir því við dönsk stjórn- arvöld, að skilað verði aftur hingað hinum íslenzku hand- ritum, sem geymd eru í dönskum söfnum. Skömmu síðar, eða í júní 1957, komu menntamálaráðherrar Norður- landa saman til fundar í Stokkhólmi, en slíkir fundir eru haldnir annað hvort ár. Notaði ég það tækifæri til ýt- arlegra viðræðna við mennta- málaráðherra Dana, Jörgen Jörgensen, um handritamálið. í þeirri ferð kom ég einnig til Kaupmannahafnar og átti þar viðræður bæði við hann og aðra ráðherra í dönsku stjórninni, sem og sendiherra íslands í Danmörku. Áður en ég fór í þessa ferð, var málið rætt í ríkis- stjórninni og voru menn þar á einu máli um, að heppilegt væri, að málið yrði tekið upp við dönsk stjómarvöld í því formi, að íslendingar æsktu þess, að skipuð yrði nefnd Dana og íslendinga til þess að fjalla um málið og gera um það tillögur til ríkisstjóm- anna. Ég ræddi málið einnig við formann þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, Bjama Bene- diktsson, fyrrverandi mennta- málaráðherra, og skýrði hon- um frá þessari hugmynd. Mun hann hafa rætt málið við flokk sinn og tjáði mér síðan, að hann hefði ekkert við þessa málsmeðferð að athuga og myndi Sjálfstæðisflokkur- inn, ef til kæmi, nefna full- trúa af sinni hálfu 3 nefnd- ina. I viðræðum þeim, sem við sendiherra íslands í Dan- mörku áttum við danska ráð- herra í þessari ferð, kváðust þeir, myndu beita sér fyrir því fyrir sitt leyti, að slik nefnd yrði skipuð og létu í ljós þá skoðun, að það mundi flýta mjög fyrir lausn málsins. Hinn 25. júlí 1957 skrifaði menntamálaráðuneytið utan- ríkisráðuneytinu svo hljóðandi bréf: „Hér með er þess beiðst, að utanríkisráðuneytið riti amb- assador íslanils í Kaupmanna- höfn svo hljóðandi bréf: Hinn 31. maí s.l. samþykkti Alþingi með samhljóða at- kvæðum þingsályktun, þar sem ríkisstjórninni er falið að taka upp viðræður við dönsk stjórnarvöld um afhendingu íslenzkra handrita úr dönsk- um söfnum. íslenzka ríkisstjórnin leyfir sér hér með að óska þess, að slíkar viðræður verði teknar upp, t.d. í því formi, að skipuð verði nefnd Dana og íslend- inga til þess að fjalla um mál- ið og gera um það tillögur til ríkisstjórnanna, og skipi hvor ríkisstjórnin um sig sinn hluta nefndarinnar“. Hinn 2. ágúst barst utan- ríkisráðuneytinu svo h'jóðandi símskeyti frá sendiráði Is- lands í Kaupmannahöfn: „Orðsending afhent stop ákvörðun um birtingu óskað bíði nánari athugunar". I ágúst 1957 sótti ég ásamt menntamálaráðherrum hinna Norðurlandanna 12. norræna ekólamótið í Helsingfors. Þar ræddi ég málið enn við menntamálaráðherra Dana og varð það að ráði að ég skyldi koma til Kaupmannahafnar á heimleið og ræða málið nánar við hann og forsætisráðherr- ann. Kváðust þeir þá myndu þingfundi í fyrradag leggja orðsendingu íslenzku ríkisstjórnarinnar fyrir fund í utanríkismálanefnd, sem halda ætti eíðar í mánuðinum. En eftir þessar viðræður okkar gaf forsætis- og utanríMsráð- herrann út tilkynningu, þar sem skýrt var frá orðsend- ingu íslenzku ríkisstjómarinn- ar um nefndarskipunina og því bætt við, að daneka stjómin væri hugmyndinni fylgjandi og myndi mæla með henni við þingflokkana. Hinn 29. ágúst skýrði for- sætis- og utanríkisráðherrann síðan utanríkismálanefnd danska þingsins frá óskum ís- lenzku ríkisstjórnarinnar iim skipun nefndar, til þess að fjalla um handritamálið og lýsti því þar yfir, að danska stjórnin vildi verða við þess- um tilmælum, en óskaði á- lits þingflokkanna. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í utanríkismálanefnd töldu sig verða að ræða málið við þing- flokka sína, en það væri ekki hægt fyrr en eftir að danska þinglð væri komið saman í októberbyrjun. Hugmyndin um þessa nefndaskipun fékk misjafnar undirtektir í dönsk- um blöðum, eum voru henni fylgjandi, en önnur andvíg, þegar danska þingið kom sam- an, kom í ljós, að andstöðu- flokkar stjórnarinnar, Ihalds- flokkurinn og Vinstri flokkur- inn, kváðust ekki vilja til- nefna fulltrúa af sinni hálfu í nefnd samkvæmt upþá- stungu íslenzku ríkisstjórnar- innar. I janúar s.l. fór ég til Par- ísar á fund um fríverzlunar- málið. Kom ég þá við í Kaup- mannahöfn og hitti danska ráðherra. Kváðust þeir harma það, að ekki hefði tekizt að koma nefndinni á laggimar, en sögðu, að stjórnin hefði málið enn til athugunar. Áð vísu væri innan stjórnarinnar sjálfrar ágreiningur um af- stöðuna til málsins, svo að stjórnarandstöðuna eina væri ekki um að saka, að málið væri ekki komið lengra áleiðis en raun bæri vitni. Þegar ég var á leið til Parísar á frí- verzlunarfundina í siðasta mánuði, kom ég enn til Kaup- Framhald- á ll. ' sí;ðu. íslenzk handrit í Árnasafni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.