Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ;*tX Vetrarbraut séð írá tnngli — Höndina á hjartað, Svavar Guðnason: til hvers málar þú? — Til hvers ég mála? Ja. . . það veit ég ekki. Með leyfi: til hvers lifir þú? Þamnig hefst þetta samtal, í styttingi, kuldalega. Og það er líka kalt í> Listamannaskálan- um kl.M0.58 á surinudagsmorg- Uninn.. ¦' ¦— 'Mér dettur sturtdum í hug atvik austan • úr Homafírði, þegar ég kem inn í Lista- imannaskálahn, segir Svavar. Það var. formaður sem hét Sig- urður, og hann var eitt sinn á- varpaður á þessa leið: Góðan daginn, Sigurður minn, það er blessuð blíðan. En Sigurður stóð víst ekkert sérstaklega upp á góða tíð, enda svar- aði hann: Gú da, helvítis djöfuls bJíða. Það á að heita að • Listamannaskálinn haldi vindi og vatni, en blíðan hans er að öðru leyti ekki hrósverð. Þú ættir áð láta konuna þína setja upp veðurathugunarstöð hérna í norðausturhorninu. •— Hvað eru margar myndir á sýningunni, Svavar? — Þær eru 45, flestar mál- aðar seinustu árin. Og þær eru allar málaðar heima nema þessi hérna ....... Leysing heitir hún -r- og er máluð í Dan- mörku. Þessir gulu reitir þarna standa í sambandi við endur- minningu um gult blóm, sem innleiðir ævinlega vorið í Dan- rnörku.. Þú sérð hvernig litirn- ir gefa hver öðrum á baukinn — það er óstýrilátt líf - að kvikna, upplausnin, leysingin. — Standa fyrirbæri úr nátt- úrunni að baki fleiri myndum þínum — eða sagði ekki Kjarval að þú værir að nálg- ast landslagið? ¦— Náttúran er undirstaða undir flestum mínum verkum. Eg byrja mjög margar myndir rnínar á því að vinna úr ein- , / 1 ¦ ¦ hverju sem ég minnist að hafa séð í náttúrunnar ríki. En það er. satt: maður breytir henni ansi mikið. umskapar hana eftir sínu höfði. Listmál- arinn er alltaf að skapa heim — skapa allan heiminn. Það gerir ljóðskáldið líka, jafnvel þó kvæði hans fjalli aðeins um nefið á stúlkunni hans. Nei, við skulum heldur segja aug- un í henni — það er lýriskara. ¦— Er náttúran undi*staða þessarar myndar hérna? — Já. Þessi mynd heitir Lómskviða. Þú heldur auðvit- að að þetta sé eintómur heila- spuni og vitlausir hugarórar. En þegar ég byrjaði að mála þessa mynd, þá var ég alltaf að sjá lómana mína í Horna- firðinum svífa fyrir sjónum mínum; en lómur á flugi jafnt sem sundi er einhver merkilegasti fugl undir sól- inni. Þessi mynd er samt ekki af lómnum sjálfum, held- ur af hreyfingum hans — og þó allra helzt af anda hreyf- inganna. Þú skilur ekki þetta undarlega strik hérna, því þú hefur aldrei séð lóm. En þetta er skáldskapurinn í hreyfingum hans. — Hérna er önnur mynd sem heitir Bjargfugl við haf. Get- urðu ekki hugsað þér, maður, að þetta sé bjarg, og hérna kemur fuglinn fljúgandi út úr því. . . og hérna. Og fyrst þú ert allur upp á bókmenntaleg- ar útskýringar á máiverki, eins og aðrir ídíótar, þá máttu svo sem líta á þennan þríhyrning hérna sem nefið á fuglinum. En, vinur minn, það þýðir að ekki að búa til Ijósmyndanef á fugl í svona mynd; form nefs- ins verður að vera í samræmi við önnur form í rnyndinni. — Og hér er ennþá mótíf um fugl. Þessi mynd heitir Hrím- fugl; og þó þú haldir að þetta eigi að fyrirstilla hehgikoju, þá er það samt sem áður fugl, sem er undirstaða myndarinn- ar. Og þetta hérna leyfi ég þér að hugsa þér sem fjallöxl. Næt- urblámi, dauði og snjór allt í kring.. Hrímfugl. Hann tyll- ir sér á gnípuna. — Þú má'.aðir einu sinni „rausæismyndir'* úr náttúr- unni? — Já, en gamli myndstíllinn hætti að fullnægja mér — þessvegna hvarf ég frá honum. Hinsvcgar er abstraksjón alls ekki betii í sjálfri sér eti til dæmis impressjónismi, það er bara tíminn sem heimtar þetta. Eg hugsa menn máli abstrakt lengi enn; en einn dag kemur tíminn með nýjar kröfur, og. málararnir leita sér fullnæg- ingar í ennþá nýjum stíl. Við göngum aftur og fram um skálann. Það er byrjað að hlýna: rauðu litirnir yarpa geislum sírium milii veggjanna; en annars leika myndirnar í öllum regnbogans litum. Svavar kveðst ekki hafa meira dálæti á einum lit en öðrum; rautt skipist á við svart, blátt við hvítt, gult við grænt, brúnt við grátt. Það er margt um þrí- hyrnd form í myndunum, eins og fyrirmynd þeirra sé útlínur þaninna vængja; boglinur eru fáar, rétt horn sjaldgæf. Ein mynd dregur að sér athygli mína öllum öðrum fremur. — Er þetta Tunglskotið? spyr ég, ídíótinn. — Nei, þessi mynd atti að heita mjög raunsæislegu nafni, en svo kom einhver og sagði hún skyldi heita Vetrarbraut séð frá tungli. Eg lét það standa, af því ég er allaf svo veikur fyrir því sem skrítjlegt er. En þú skalt ekki taka mark á nafninu. Eg hætti ekki á að biðja höf- undinn um bókmenntalega út- skýringu á myndinni, en hún kom mér fyrir sjónir á þessa leið: Formin í myndinni eru eld- flaugaform. Það er dregið ská- strik yfir myndflötinn nálægt miðju, en frá því steínir hreyf- ing myndarinnar í tvær áttir. Annar flaugahópurinn stefnir upp í vinstra hornið — út í geiminn: tunglskotin og spútn- íkarnir; hinn stefnir niður í hægra. hornið —¦ ofan í djúphv. atómsprengjiirnar, sem koma okkur sjálfum í koll Þetta er heimspekileg mynd, og hún túlkar annars vegar tæknilega sigurvinninga mannsins, en hinsvegar ótta hans andspa»is þessum sigurvinningum. En hið listræna afrek, sem Svavar hefur unnið með þessari mynd, grundvallast á þeim gífuriega hraða sem í henni býr. Eða eins og hann segir sjálfur: það er mikið flug í formunum, eins og hreyfingin ríki ein. — Það hefur ahrif á hugar- flug manns, segir Svavar, að hlusta sýknt og heilant á fréttir um þann óskaplega hraða sem nú þarf að vera á öllum hlut- um. Mér skiist að höfuðvand- kvæðin á þvi að koma hlut- um að verulegu marki út í geiminn og til annarra stjarna sé sá, að ekki hafi enn tekizt að spýta þeim af stað með nógu mik'um .hraða. Ótti nú- tímamannsins við þessa ægi- legu tækniþróun hefur mótað þessa mynd í stórum dráttum. Eg reyni ekki aðeins að tákna hana sjálfa, með flaugunum sem stefna upp á við, heldur einnig þær ægiiegu afleiðingar sem hún kann að hafa ef menn reynast þess* ekki umkomnir að hafa hemil á henni: flaugarnar sem stefna niður á við. Það á eða vera tragískt hrap í hrynjandi myndarinnar. Eg held áfram að horfa á þessa mynd: Vetrarbraut séð frá tungli. Og þykist þess full- viss, að hér hafi Svavari Guðnasyni . tekizt að skapa Framhald á 11. siðu. JÓLAVÖRUR smekklegar og ódýrar B E Z T, Vestymri og Vesfyrgöty 3 .^-> Roði, málverk eftir Svavar Guðnason. Telpu jálakjélarnir komni Stærðir 1 til 12, BEZT, Vesfyrvera 33E23E

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.