Þjóðviljinn - 19.12.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.12.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Fyrsti desember 1918 er ein- hver merkasti dagur í sögu ís- iendinga. FuUveldiqyfii<Iýsing- in, sem lesin var þann dag, markaði ekki einungis þátta- skil í sögu lítillar þjóðar, heldur hefur hún einnig al- þjóðlegt gildi. Fraeðimenn með framandi þjóðum hafa rit- að lærðar bækur um sam- bandslagasáttmála okkar við Dani, en þó er eitt jafnan ó- sagt í þeim bókum, og það verður ef til vill aldrei hægt að segja það á þann hátt, að menn skilji eða við skiljum það sjálf. Það er hægt að lýsa deginum 1. desember 1918 í Reykjavík allnákvæmlega. Þetta var mánudagur, að mig minn- ir, úfinn og grár, snjór á jörð og lítið um hátíðahöld á fs- - landi. Spánska veikin geisaði . í Reykjavík, og þar ríkti sam- komubann. Það var fámennur ; hópur, sem safnaðist saman fyrir framan stjómarráðshúsið tii þess að hlusta á fullveldisyf- irlýsinguna, og enginn utanað- kemandi maður hefði látið sér detta í hug, að þessi hópur væri að fagna sigri í alda- ' langri baráttu fyrir frelsi og fullveldi. Til þess að ná siíkum áfanga hafa flestar aðrar Þjóðir, sem erient ok hefur þjakað, þurft að heyja blóðuga baráttu, og á sigurdaginn hafa gunnreif- ar hersveitir gengið fylktu liði blómum skrýddar um stræti höfuðborgarinnar. En norð- ur á íslandi skorti hátíðahöld- in allan glæsileik hermennsk- unnar. En þó fagnaði þjóðin einhverjum glæsilegasta sigri, sem nokkur þjóð hefur unnið. Hvernig' íóru íslendingar að því að vinha sigur í sjálfstæð- isbaráttu sinni? Eg veit það ekki. Eg hélt einu sinni, að ég vissi talsvert um það, en sá vísdómur var barnalegur og lítils virði. — Fyrsti desember 1918 leið eins og allir aðrir hversdagslegir áagar, en hann skildi eftir sig spor í sögunni. Frá þeim degi hefur gengi íslenzkrar þjóðar verið vaxandi. f dag erum við viðurkenndur full- gildur aðili í samfélagi þjóð- anna og erum engu ósjálfstæð- ari í orðum og athöfnum en hvert annað ríki í þessum heimi að tveimur stórveldum undanskildum. En hvemig hefur þetta gerzt og hvemig er Þetta mögulegt? Bg spyr þessarar spumingar af því, að ég hef þráfaldlega ver- ið spurður hennar, og ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að ég kann engin þau svör, sem «enn taka gild. Hið íslenzka lýðveldi er mjög einstætt fyrir- brigði. Menn leggja jafnvel í ferðir úr framandi löndum til íslands til þess að kynnast þessu dvergríki, sem þeir geta eltki skilið að fái staðizt sökum smæðar og umkomuleysis eða sé í raun og veru til. í öllum bókmenntum heims um þjóðir og riki er hvergi getið um sllkt fyrirbrigði eins og ís- lenzka lýðveldið, og setjist menn niður og hugsa málið, þá er þetta fyrirbrigði jafn- vel hættulegt ýmsum þeim, sem mestti veldi fagna. En sem betur fer, hefur eng- íb þjóð skilið okkur, metið og vegið, og við gerum það senni- lega varla sjálfir, og það fer .bezt á því. Það er bezt að vera það, sem maður er, án þess aðp brjóta heilann um það. »-• Menn hafa gripið til ýmissa ■ skýringa á tilveru íslenzka lýð- veldisins; það á að vera hjá- lenda stofnuð af Bandaríkja- mönnum, það á að vera hand- bendi Sovétstjómarinnar, það á jafnvel upphaflega að vera stofnað óbeinlínis af Þjóðverj- um. Danir eiga að hafa haft eins konar skipti á íslandi og Slésvík, sem þeir endurheimtu frá Þjóðverjum 1918. En um sem hver milljónaþjóð væri fullsæmd af. — íslendingar eiga óperu, hvers vegna er engin í Portúgal? Þannig hljóðaði fyrirsögn í portúgölsku blaði fyrir fáum árum. Blaðamenn þaðan að sunnan höfðu verið heima og urðu svo hissa, að þeir gátu frá höfuðstöðvunum. Allt fram á rniðja 16 öld hafði erlent konungsvald engin tök á því að brjóta íslendinga til hlýðni við sig, ef þeir veittu einhverja mótspyrnu. Og jafnvel Kristján Friðriksson hinn III. taiar um Isimd sem hið „frjálsa skatt- iand sitt“. Á ofanverðum miðöldum búa íslenzkir höfðingjar oft betur en sjálfir konungar Norður- landa, sem áttu stundum ekki til hnífs og skeiðar sökum styrjalda eða drógu fram Hf- •’——Tf Frá hátíðarahöjninni við stjórnarráðshúsið 1. desember 1918 BJÖRN ÞORSTEINSSON: ISLENZKT ÆVINTÝRI Ræða flutt á fullveldisKátíð íslendingafélagsins í Hamborg 1. desember 1958. þetta atriði stendur ekkert í skjölum Versalafundarins. Hins vegar reyndu Danir að skipta á íslandi og Slesvík við Þjóð- verja á friðarfundinum í Prag 1864, en Þjóðverjar vjldu ekki skiptin. Allar þessar skýringar á til- veru íslenzka ríkisins eru hald- lausar, enda rekast þær hver á aðra Sennilega hefur engin þjóð barizt jafn einangruð til sigurs fyrir sjálfstæði sínu eins og við íslendingar. íslenzka ríkið er árangur af baráttu okkar sjálfra og einskis ann- ars, og það er til með stofn- unum sínum og menningu, þótt menn gert4 alis ekki skijið það. Eg hef haft það stundum- að atvinnu undanfarin súrriúr að' ferðast um fslarid með útlend- ingum. Hvað sém þeir h'afa haldið þegar Þeir1* kömu! til landsins, þá hafa þei'r kom- izt að raun um, að íslenzka lýðveldið er engin lygasaga, heldur fullgilt ríki með menn- ingu og menntastofnunum, varla skrifað fyrir undrun, Við sem nú lifum erum ham- ingjusamasta kynslóð, sem fæðst hefur á íslandi. Þar með á ég ekki við, að það hafi ver- ið ógæfa að líta þar dagsins Ijós á liðnum öldum, síður en svo. Það hefur jafnan verið gott mannlíf á íslandi miðað við það, sem tíðkaðist á Vest- urlöndum á sama tíma, nema í nokkrum harðærum. En harð- æri hafa einnig herjað önnur lönd. Menn hafa étið hunda, rottur og skósóla í Kaup- mannahöfn og hrunið niður úr hungri í Svíþjóð og Þýzka- landi. Stjómarhættir hafa verið með ýmsum hætti norður á ís- landi, en það er svo afskekkt, að refsivöndur erlendrar harð- stjórnar náði aldrei að riða um bök ísléndinga með sama áfli eins og- í' Daymörku og jafrivel í Noregi. Dönsk harð- stjóm var jafnan miskunnar- laus í heimalandi sínu, en það dró úr mætti hennar í réttu hlutfalli við íjarlægðina ið af náð erlendra lánadrottna. Það er á bækur skráð, að snemma á 16. öld er svo mik- il velmegun víða á íslandi, að fátækratíund gengur ekki út í heilum byggðarlögum, því að þar var enginn svo snauður að hann lyti að ölmusu. Þá var mikill auður í landi, en honum var sópað burt í við- skiptabaráttunni og síðar á dögum einokunarinnar, en smiðshöggið á ófarir íslend- inga reka Móðuharðindin; þau eru okkur meiri plága en 30 ára stríðið var Þjóðvei'jum. Þá varð ísland gleðisnauð eyja, dansleikir og vöknuætur lögð- ust niður og sjálfstætt tónlist- arlíf dó á íslandi. Á 19. og 20. öld hafa tónskáld með fram- andi þjóðum ausið úr nægtar- brunni þjóðlaga og þjóðdansa í tónverk sín, en heima á ís- landi var gengið af þjóðlegri tónlist dauðri, fyrst af klerk- um rétttrúnaðarstefnunnar með leiðindakarlinn Harboe í broddi fylkingar, en leifarnar fórust í Móðuharðindunum. Og eftir þau ósköp er varla hægt að tala um neina höfðingjastétt á íslandi. Þegar Páll Vídalín, einn af glæsilegustu höfðingjum ís- lendinga á 18. öld, reið til Al- þingis í síðasta sinn, er sagt að honurn hafi orðið þessi vísa á munni, er hann leit heim að Víðidalstungu: Enn hvað þá ert fjalafá, fúinn sérhver raftur. Hvað mun dagurinn hcita sá, er hefst þín bygging aftur? Mannfélagshöll íslendinga var orðin fjalafá, og raftarnir fún- ir. Þegar alþingisheyjendur héldu burt af Þingvelli árið 1798 var lítið um hátíðahöld. Þeir voru ■ ákveðnir að koma aldrei á þennan stað aftur. í skýrslu, sem skilað var til danskra stjórnai-valda um al- þingishald að Þingvelli, segir. að staðurinn sé ljótur og and- styggilegur og öll aðbúð þar heilsuspillandi. í augurn fram- sæknustu íslendinga um Þær mundir var Þingvöllur ták". úreltra og niðurlægjandi stjórnarhátta, og alþingi var lagt niður. Þá saknaði þess enginn, svo að ég vþi til. Biskupsstólar og skólar að Hólum og Skálholti voru leyst- ir upp, einn biskup settur yf- ir landið í Reykjavik og skóli á Bessastaði. Um 1800 er hið forna ísland algerlega í rúst- um; þá voru tregar siglingar sökum Napóleonsstyrjaldanna og hungursneyð. En um 1830 hefst þjóðleg vakning á íslandi og sjálf'- stæðisbarátta. Þá telja íslend- ingar tæpar 50 þúsundir, kom- ust niður í 38 þúsund árið 1784. Ilver skilur það á vorum dögum, að þessi fámenni, fá- tæki bændalýður skyidi kalía sig þjóð og hefja sjálfstæðis- baráttu, að vísu hikandi í fyrstu, en brátt hnitmiðaða og sigurvissa? Hvaðan kom þeira kjarkur og áræði, seigla og ú'thald? Og síðast en ekki sízt trúin á það, að dvergþjóð- in íslenzka gæti staðið á eig- in fótum? Eg hef rætt þessi mál talsvert- við enska kunningja mina og komizt helzt að raun um það, að á máli miðrar 20. aldar heita forystumenn íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu rómantískir draumóramenn, sem létu stjórnast af dýrkun horfinnar gullaldar. En hafi forystu- menn Islendinga verið óraun- sæir, er rómantilcin þá hlð eina sanna raunsæi í þessuna heimi. Rústirnar í borgum Evrópu eru minnisvarðar um störí raunsærra stjórnmálamanna, að því er ég bezt veit, en ís- lenzka lýðveldið er árangur af starfi hinna rómantísku; ofboð getur rómantíkin látið mikiS gott af sór leiða. Fyrir 10 árum var ég bef- inn um að skýra nokkrum blámönnum frá Gullströndinni frá sjálfstæðisbaráttu fslend- inga. Þetta var í Lur.dúnum. Þeir voru mjög fróð'eiksfúsir, en allt inntak baráttu okkar var þeim jafnhulin leyndar- dómur, þegar ég fór, eins og þcgar ég kom á fundinn. Þeir sögðu einfaldlega, að rök í sjálfstæðismáli væru fólgin 5 vélbyssuskothríð, en ekki stjórnmálaþrætum. Á Gulí- ströndinni þyrftu meun að- eignast nægilega miklð af létt- um vé’.byssum til þess að stofna sjálfstætt ríki. 5>að lá við að fundur okkar snerist upp í kappræður um valdbeit- ingu og ég yrði úrskurðaður erindreki brezkrar uýlendu- stjórnar. Fyrir tveimur árum bar mig austur til Kina ásamt nokkrum- íslendingum. í veizlu einni settist að mér höfðingi úr menntamáiaráðuneytinu og spurði tíðinda um samband okkar við Dani. Hann hafðj lesið sér sitthvað til, eins og Kínverja er siður, áður ea hann fór i veizluna. Fyrst inntf hann eftir því, hve margt fólk byggi á þessari stóru eyju, eins og hann komst að orði. Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.