Þjóðviljinn - 12.07.1959, Page 4

Þjóðviljinn - 12.07.1959, Page 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. júlí 1959 - Sr. Jón Guðnason fyrv. þjóð- skjalavörður er sjötugur í dag. Flestir sem sja hann á götu myndu ætla hann 10—20 ár- um J'ngri. Áhuginn er ungs manns, en úthaldið segir hann .mikið hafa látið sig, en störf- um sínum á Þjóðskjalasafninu hætti hann ekki fyrr en í apríl í vor. Fyrir nokkrum árum gaf hann út íbúaskrá Strandasýslu í nær hálfa þriðju öld eða -frá 1703—1953, — að svo miklu ieyti sem slíkt er unnt. Og síð- an ég frétti að hann hefði ár- um saman unnið að samskonar bók um ættbyggð míná hefur mér alltaf leikið hugur á að spjalla við hann í góðu tómi. í fyrradag lét ég svo verða af þessu. — Er það rétt að þú sért að verða sjötugur? — Já, ég er fæddur á Ó- spaksstöðum í Hrútafirði 12. iúlí 1889, en ætt mín er að' nokkru úr Dölum. Árið 1801 býr á Hveingrjóti í Saurbæ Ól- afur Illugason frá Á á Skarð- strönd og kona hans Jóhanna Árnadóttir frá Ytri Fagradal; jsau voru langafi og langamma mín. — Ertu aiinn upp fyrir norð- an? — Já, ég var þar til 17 ára aldurs að ég fór í skóla, fyrst i Flensborg en svo tók ég próf utanskóla upp í 4. bekk menntaskólans og varð stúd- ent 1912 og guðfræðikandidat 1915. — Og hvað gerðist svo? — Næsta vetur kenndi ég í Flensborg, en árið 1916 vígð- ist ég prestur til Staðarhóls- þinga í Dölum, og þar, á Brunná, eignaðist ég það bezta sem ég hef eignazt — konuna. Að vera prestur. — Var gott að vera prestur þá? — Ef þú átt við launin, þá voru þau í fyrra stríði 1300 kr. á mánuði, og voru þá talin mikil „dýrtíðarár". En fólkið var mjög gott og tók mér á- gætlega. í Saurbænum var ég ekki nema 2 ár, fór þá að Kvennabrekku og var prestur þar til 1928 að ég fór norður að Prestbakka; þar var ég í 20 ár eða til 1948. Þá hætti ég prestskap og fór að starfa í Þjóðskj alasafninu. — Hvernig líkaði þér í Döl- anum? — Þar var gott að vera þó það væru að ýmsu leyti erfið ár. Á árunum 1916—1920 kom- ust menn nokkurnveginn af, þótt mikið væri talað um dýr- tíð, ,en 1921 fór allt að hækka, til 1924, og það voru erfiðustu árin. Við fórum með 7 börn írá Kvennabrekku norður, og fjárhagslega var miklu betra að vera á Prestbakka, þá var fiskur í firðinum, silungur og lax svo að segja við bæjar- vegginn, og nokkur æðardúnn. Konan stjórnaði löngum búinu, op stjórnaði því miklu betur en ég. Það var ekki þar fyrir ég hafði gaman af að vinna úti, en var oft að heiman — og svo vildi ég grúska. Á Prest- bakka blómgaðist efnahagur- inn, — eitt árið þar voru öll börnin okkar á framhaldsskóla samtímis. Klrkjudeilur. — Mig minir að, ég hafi heyrt eitthvað um sögulegar kirkjudejlur í Dölunúm? — Það var þannig að þeg- ar ég kom að Kvennabrekku var kirkja á Sauðafelli, mun hafa verið lengi á báðum stöð- um, en var engin þá á Kvenna- brekku. Þessu vildu sumir breyta og skiptust menn í flokka um kirkjustaðinn. Ég lenti þar nýkominn á milli tveggja elda, og það var erfitt að ganga á milli. En svo leyst- ist þetta og sátt og samlyndi komst á. Vann sýsluna fyrir Framsókn. — Og þá fórstu í pólitíkina, og vannst Dalina í fyrsta skipti fyrir Framsóknarflokkinn. — Bjarni frá Vogi deyr sum- arið 1926, og fóru fram kosn- ingar um haustið. þá var ég kosinn, en í kosningunum ár- ið eftir féll ég, fór úr Dölunum 1928 og gaf mig ekki að póli- tík eftir það. — Þegar ég var í framþoði 1946 var það útúr vanctræðum með frambjóð- anda, og ég gat ekki neitað. — Var ekki einhver söguleg- ur aðdragandi að framboði þínu á sínum tímá? — Það er varla hægt að segja. Theódór Arinbjarnarson er hafði verið' fyrir flokkinn neitaði að fara í framboð. Þá bað miðstjórn flokksins mig að gera það, og féllst ég á það. Þá sá Arinbjörn sig um hönd, skrifaði vestur og kvaðst vilja vera í framboði. Ég vildi því alls ekki bjóða mig fram nema það væri almennur vilji Jón Guðijason fyrrv. þjóðskjalavörður og kona hans Guðlaug Bjartniarsdóttir — hann er sjötugur í tlag, en hún varð það 17. febrúar í vetur. hjá honum öll bindin þar sem hann hefur fært á skrá alla Strandamenn er hann fékk vitneskju um, allt frá 1700, og síðan unnið að því að fylla í eyðurnar kringum nöfnin aft- ir því sem tími og gögn náðu. — Þegar ég var að þessu Sr. Jén Guðnason þjóðskjalctvörður sföftugur Enginn veit eins mikið um persónusögu : vesturhluta landsins síðustu V-h öld og einmitt hann manna. Því var boðaður flokksíundur í Búðardal fyrir alla sýsluna, og skýrt frá hvernig málin stóðu — Á þann fund kom Þorsteinn Þor- steinsson sýslumaður og kvaðst fús til þess að fara í framboð fyrir Framsókn. Síðan fór fram leynileg atkvæðagreiðsla og áttu þeir Theódór og Þor- steinn sáralitlu fylgi að fagna. Þannig stóð á því að ég fór í framboð. „Þegar ég var barn“ —Segðu mér eitt, hvenær byrjaðirðu að fást við' ætt- fræði? — Eiginlega þegar ég var barn að aldri! Það var svo mikill áhugi fyrir persónu- fræði heima og þar drakk ég þetta í mig. En ég byrjaði ekki skipulega fyrr en á -Prest- bakka, síðan eru 35 ár. Þegar ég byrjaði að vinna að þessu var Þjóðskjalasafnið í geymslu austur á Flúðúm, en sýslunefnd Strandasýslu óskaði eftir því að ég fengi lánaðar allar prest- þjónustubækur og manntöl það an, segir Jón, og ég fæ að sjá datt mér ekki útgáfa bókar í hug, en Strandamenn fylltust á- huga fyrir að fá þetta í bók, og þannig orsakaðist að þetta var gefið út. Fólk er oft að tala um gamla daga, og reyna að rifja upp gamla tíma, en það getur það ekki vegna þess að það skortir öll gögn. Þótt þetta séu ákaflega þurrar skrár er þó ýmislegt sem lesa má út úr þeim um liðinn tíma, og fólk getur lífgað þetta upp með sögnum sem það hefur heyrt. Dalabókin nær fullbúin. — Og svo ertu með Dalina? — Já, ég hef safnað sams- konar efni um Dalina allt frá 1703, — fólkstali á hverjum bæ og reynt að gera grein fyrir hverjum manni, eftir því sem tekst að fá saman. Þetta er miklu meira efni en Strandamannabók. því byggðin er svo samíelld. Ég skil ekki að bændur yrðu undir þrem þús- undum, fyrir utan 500—600 Dalamenn sem farið hafa til Ameríku. — Er þetta ekki erfitt verk? — Jú, það eru svo takmark- aðar upplýsingar í kirkjubók- unum. í Dölunum var eitt sinn maður nefndur Bjarni blóti, — en aldrei nefndur annað, og ég var að verða vonlaus um að fá nokkurntíma meiri vitneskju þegar ég allt í einu sá fjöl- skylduna hans, og sá að það gat ekki verið um annan að ræða. Þannig getur skyndilega birt yfir þvi sem sýnist vera eintómt torráðið myrkur. Þar var líka annar Bjarni, bóndi sem er aldrei nefndur annað en Bjarni að norðan, og það voru margir fleiri sem höfðu viður- nefnið „að norðan". Og svo fæ ég hjá sr. Jóni ýmsar persónulegar upplýsing- ar um eigin stöðvar, sem ekki á heima hér, og annað um Dalamenn, — það er ótrúlegt hvað hann veit um Dalamenn,^. maðurinn sá. Þeir ættu að vera fljótir að sjá um að Dalabók- in verði gefin út, hún yrði fyr- ir þá eins og spennandi lestur og' æsandi skáldsaga! — Segðu mér, ætlarðu að gefa út bók um Dalina? — Dalamenn kusu nefnd sem ræddi um þetta við mig sl. haust, og svo munu þeir hafa fengið 10 þús. kr. framlag frá ríkinu, en það er vitanlega alltof lítið. Hvað úr þessu verður get ég ekki sagt nú. Nú fyrst fær hann tíma. — Var ekki léttara að vinna að þessu eftir að þú komst á safnið? Og hvernig fannst þér að starfa þar? — Mér líkaði ágætlega að vinna þar öli þessi 11 ár. Mik- ið af tíma mínum þar fór í af- greiðslu, að veita fólki alls- konar upplýsingar og fyrir- það. En fyrstu árin sem ég var á safninu gat ég unnið fram á nætur heima eftir að ég kom úr vinnu. Nú er úthaldið orð- ið minna. Og ég er feginn að geta gefið mig að áhugamáli mínu, — og veitir ekki af að nota þann tíma sem eftir er, því ég hef ekki keypt neina ábyrgð á framtíðastarfsorku. Áfengt viðfangsefni. — Ég skal segja þér sem dæmi um vitleysu sem getur gripið mann: stundum á kvöld- in grípur þetta mig: þú verður að ljúka við þetta í kvöld — að morgni geturðu verið dauð- ur! Þetta er undarlega áfengt' viðfangsefni þegar maður fer að vinna við þetta. Hver mað- ur sem vinnur eitthvað í þessu finnur alltaf eitthvað nýtt. Það verða þó alltaf margir sem ekki fæst fullnægjandi vit- neskja um. — En þú hefur safnað sams- konar upplýsingum um fleiri byggðarlög? — Já, en það sem mig lang- ar til að gera er að ljúka við þetta um þau héruð sem ég hef verið tengdur við. Strand- ir og Dali. En ég hef einnig lítilsháttar um Borgarfjörð', nokkuð um Mýra- og Snæfells- nessýslur á 19. öld. Austur Barðastrandasýslu á 18. og 19. öld, V-Barðaströnd á 19. öld og hrafl um ísafjarðarsýslur, Einnig nokkuð um Húnavatns- sýslu á 18. öld og fyrrihluta 19. aldar. Þetta spjall okkar verður ekki lengra. Ég kveð þennan eljumann sem í 32 ár hefur gengt prestskap og verið þjóð- skjalavörður í 11 ár, og eigin- lega allan þann tíma í hiáverk- um verið að grafa fram úr myrkri gleymskunnar liðna sögu, — og getur nú fyrst á sjötugsafmælinu helgað sig þessu starfi óskiptur. Ég óska honum hamingju og glaðra og verkdrjúgra ókominna ára. J. B. Daginn lengir hœgft og hœgf Örhægt dregur úr snúnings- hraða jarðar og við það lengist sólarhringurinn smátt og smátjt, segir sovézld prófessorinn Nikolai Parískí. Hann kveðst hafa reiknað út að af þessum ástæðum lengist sólarhringur- inn um tvo þúsundustu hluta af sekúndu á hverri öld. Parískí skýrði frá rannsókn- um si'num á þingi stjörnufræð- inga í Riga. Hann er jarð- byggingarfræðingur að sér- grein. Formaður þriggja milljóna félags Á ársþingi Sambands skipa smiða og vélsmíðaverkamanna greiðslu, og það getur verið j Bretlandi var kommúnistinn skemmtilegt. Það kom sér vel Frank Foulkes kjörinn formað- fyrir mig í þessu að ég var |ur samtakanna. Að sambandinu kunnugur safninu frá því ég standa sérgreinasambönd með var unglingur og oft verið þar þrjár milljónir félagsmanna síðan við uppskriftir. innan einna yébanda. Foulkes Allt sem maður vinnur eins er formaður sambands brezkra og t.d. Dalabókina verður mað- rafvirkja og hefur sætt hörð- ur vitanlega að vinna heima, um árásum í brezkum borgara- það er hvorki ætlast til að blöðum og meðal hægri manna menn vinni slíkt í vinnutíman í Verkamannaflokknum fyrir um, né heldur hægt að vinna stjóramálaskoðanir sínar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.