Þjóðviljinn - 29.10.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 29.10.1959, Page 10
1Ó) —; ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. október 1959 Vinnan og verkalýðurinn Framhald af 6. síðu ur kýr sjnar vanfóðraðar. Þar að auki hefur það verka- fólk, sem fram úr skarar möguleika á sér.:tökum verð- launum, ýmist í peningum eða öðrum fríðindum. I þriðja lagi: bjartsýnt við- horf til framtiðarinnar. Þessi bjartsýni er fullkomlega eðli- leg, því ár frá ári er meira af varningi á boðstólum, betri fatnaður í vezlunum, fjöl- breyttari matvæli á markaðn- um. Og síðastliðin a.m.k tíu ár hafa engar verðhækkanir orðið í landinu, nema þá á bílum og brennivini, — þvert á móti: það hafa orðið verð- lækkanir, kaupmáttur launa hefur aukizt. Þannig lækkuðu reiðhjól, myndavélar, úr og sjónvörp verulega í verði i júlí. Og allir vita að þessi þróun mun halda áfram. Og allir vita, að einnig þeir geta hér lagt fram sinn skerf. Það er því eðlilegt að menn hafi áhuga á framleiðslunni, því allir sigrar á því sviði munu segja til sín í lífi fólks- ins. Þannig þurfa sovézkir verkamenn ekki að vera hræddir við aukna tækni, ekki hræddir við að sjálfvirkar vél- ar séu teknar upp í stórum stíl. Bandarískur verkamað- ur hefur ástæðu til að óttast slíkar framfarir; þegar ný vél tekur við starfi hans, þarf hann að leggja í langa og stranga leit að atvinnu og eru þó nokkrar milljónir' at- vinnulausra fyrir. Slíkt getur ekki komið fyrir 'í Sovétríkj- unum. Þannig sagði Rúkhín, meðlimur nefndar þeirrar er fer með skipulagningu sjálf- virkni, að þrátt fyrir 1300 nýjar sjálfvir'kar verksmiðj- ur og verksmiðjudeildir, sem byggja á fyrir 1965, þá þarf samt á að gizka tólf millj- ónir verkamanna til viðbót- ar þeim sem nú starfa, til að framkvæmd verði sú gífurlega sjö ára áætlun, sem mun gjörbreyta öllu lífi í landinu. Þannig hefur verkamaður á Vesturlöndum ástæðu til að óttast tæknilegar framfarir, en sovézkur verkamaður get- ur aðeins glaðst yfir þeim. STARFIÐ Það sem oftast er vitnað til um áhuga sovézkrar al- þýðu á starfi sínu eru marg- vísleg framleiðslumet: hús reist á mettíma, bryggja reist á mettíma, korn slegið á mettíma Það er alltaf fullt af svonalöguðu í sovézkum blöðum. Þessi met eru vitan- lega góðra gjalda verð, en þó ekki einhlít. En það er annað fyrirbæri, nýtt fyrirbæri, sem er miklu athyglisverðara. Hér er átt við vinnuflokka kommúníst- ísks starfs. Þessir vinnuflokk ar myndast þannig, að verka- fólk, — oftast ungt fólk —, tekur sig saman um að vinna og lifa eins og góðum og gegnum kommúnistum sæmir. Hér er ekki um neina met- mennsku að ræða. Ákvæði þau, sem meðlimir slíkra vinnuflokka gangast undir eru helzt þessi: að vinna vel, að vinna án vörugalla, allir sem geta, læri jafnframt starfi, auki bæði almenna þekkingu sína svo og fag- þekkingu; þá lofa menn einnig að vera- til fyrirmyndar um alla hegðun ekki einungis á vinnustað, heldur og í dag- 'legu lifi.. Sl'íkir flokkar eru nú margir orðnir í landinu Eg vildi segja frá einu dæmi, sem tengt er þessari nýju hreyfingu. 1 vefnaðar- verksmiðju í borginni Visjní Volotsjok vann Valentína nokkur Gaganova. Þetta var ósköp venjuleg kona; hún var verkstjóri í sínum vinnu- flokki, vapn vel, flokkur hennar skilaði fullum afköst-<^ um og vel það, laun hennar voru góð eftir því sem gengur. En stúlknaflokkur sá, sem vann næst vinnuflokki Gaganovu, stóð sig heldur illa, þær áttu í baksi við að uppfylla áætlunina, fengu lágt kaup. Valentína þessi og hennar fólk áttu stundum tal við þessar stúl'kur, lögðu . þeim ráð, hvöttu þær til að taka sig á. Það kom fyrir ekki. Þá ákvað Valentína að ganga í þennan lánlausa vinnuflokk og reyna að drífa hann upp. Þessi ákvörðun er þeim mun merkilegri fyrir það, að með þessu móti dæm- ir hún sjálfa sig til kaup- lækkunar, því að launin eru ákveðin eftir heildarafköst- um vinnuflokksins. En þessi kauplækkun skelfdi semsagt ekki Gaganovu, og eftir nokk- urn tíma tókst henni það sem hún hafði ætlað sér; nýi vinnuflokkurinn tók stórum framförum, vinnan gekk bet- ur, kaupið hækkaði. Allt þetta þótti að vonum góð tíðindi, enda hafa sovézk blöð mikið um þessa ungu verkakonu skrifað. Og á öðr- um vinnustöðum hefur verið rætt um þetta fordæmi, og margir af hinum hæfustu verkamönnum hafa ákveðið að ganga í óvana, skipulags- lausa vinnuflokka og koma málum þeirra í betra horf. Þeirra á meðal er mesti kola- kappi Sovétríkjanna, Mamæ frá Donbas. En hér með er ekki öll sagan sögð. I lok júlí kom Valentína Gaganova til Mosk- vu. Var hún kölluð á fund Vorosjíloffs, forseta landsins og henni afhent Lenínorðan, sem er mest heiðursmerkja í Sovétríkjunum, og þar að auki var hún sæmd nafnbót- inni Hetja sósíalist’ískrar vinnu. Daginn eftir átti Val- entína viðtal við blaðamenn, og sagðist hún hafa verið svo feimin við orðuafhendinguna, að hún hefði varla getað stun- ið upp einu orði. Nú vildi hún þakka öllum, bæðí stjórn og þjóð fyrir allt gott, pg lof- aði að hún skyldi halda á- fram á þessari sömu braut. „Það var sérlega ánægjulegt að hitta Klement Efrémovitsj (þ.e. Vorosjíloff)“, sagði hún. „Þegar hann frétti að ég ætti von á barni, þá hvíslaði hann að mér: „Eg óska þér sonar, Valja.“ Eg þakka Klement Efrémovitsj fyrir velviljann, en satt að segja væri mér alveg sama iþótt það yrði dóttir.“ VENJULEGT FÓLK Eg spurði einn kunningja minn, hvað hann áliti um Gaganovu Hann svaraði: Ef- laust er Valja bezta stelpa, en ég held það sé hálfgerð tilviljun, að það skuli látið svona mikið með hana. Vit- anlega hjálpa verkamenn hver öðrum. Hún er ekki sú fyrsta og ekki sú síðasta. Já, sovézkur verkalýður hefur fulla ástæðu til að vera bjartsýnn, og það höf- um við líka, sem höfum sam- úðarfullan áhuga á þessu fólki og málefnum þess. Þeir hlutir Framhald af 7. síðu. hana undir að veita viðtöku nytsömum nýjungum og holl- um menningarstraumum er- lendis frá, en að íslenzka hið erlenda góðmeti um leið. Þetta er veglegt viðfangs- efni, en erfitt, og á því veltur framtíð íslenzkrar þjóðmenn- ingar, hvernig til tekst. Að síðustu þetta: Minn- izt þess ávallt, að margt er dýrmætara en svo, að kleift sé að meta það til fjár. Þar á meðal eruð þið, nemendur góðir, líf ykkar og heilsa, flekkleysi ykkar og dreng- Sendisveinn óskast. ÞJÓÐVILJINN. lnnd. Víst eru vélar ágætar. vissulega er borguð vinna góð. En minnizt þess að þið sjálf, hvert og eitt, eruð samt miklu meira virði. Maðurinn á ékki að vera þræll vélar eða viþnu, eiturnautna eða afkáraskápar. Hans mið er hærra. Þið get- ið þurft að fórna miklu til að öðlast þroska og vizku. Þið þurfið ef til vill á öllu ykkar viljaþreki að halda tií að villast ekki af þeim vegi, er liggur til manndóms og menningar En þó mun ykkur langt um dýrara að sleppa fram af ykkur beizlinu. Marg- ur hefir glatað æsku sinni á altari svikulla skemmtana og flárra eiturnautna, Glötuð æska, glötuð tækifæri til menntunar verða ekki aftur heimt. — Gangið því ótrauð að starfi. Vitið, að það verð- ur erfitt, en gefizt ekki upp, því að þið megið einnig vita, að því betur sem þið gerið, þeim mun skemmtilegra verð- ur skólastarfið. ATtAS \ PEsttótóyAaw anti-free*e I / atlas paWA-GUAR! MtTlfMÖE Fyrirbym'r ryð Gufar ekki upp Lyktarlaus Stíflar ekki vatnskassa Veldur ekki skemmdum á cúmmíslönsum Er framleiddur úr Ethylene Glycol OLIUFELAGIÐ H/F

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.