Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Smíðar og margskonar fönd- ur verður æ vinsælla tóm- stundastarf víða um lönd, og svo er komið að fram- leiðsla á verkfærum og efni- vörum fyrir tómstunda- smíði er orðin töluverð at- vinnugrein. Nú geta menn meira að segja smíðað sér bíl sjálfir í heimaliúsum og bað liraðbíl. Verksmiðja selur bílalilutana sem sjást hér á annarri myndinni, sem tekin var á tómstunda- smíðasýningu í Englandi. Kjörorð sýningarinnar var „Smíðaðu það sjálfur". Framleiðandinn fullyrðir að hver sæmilega handlag- inn maður geti sett þá saman svo úr verði Lótus- bíllinn sem sést á hinni myndinni. Tekið skal fram að stúlkan fylgir ekki með í kaupunum, scssunaut verð- ur liver og einn að útvega sér sjálfur, en orð hefur lengi legið á að eigendum liraðbíla veitist það auð- veldara en öðrum. Hörð gagnrýni á héraðaríg í Jngóslavíu á flokksþingi Þióðartekiurnar vaxa stöðuat oa íramleiðsla iðnaðarvarnings óx urn 150% á síðasta ári Tító, forseti Júgóslavíu, setti ílokksráðstefnu Komm- unistasambands Júgóslavíu í Belgrad fyrir viku. Formaður skipulagsnefndar Kommúnistaflokksins, Dobri- voje Radosavlevie, liélt ræðu í uppliafi fundarins, og deildi harðlega á tilhneigingu til þjóðeinangrunar sem undan- farið hefur gætt í sumum fylkjum landsins. Gagnrýninni beindi hann einkum gegn hinum betur þró- uðu vestlægu fylkjum landsins, Slóveníu og Króatíu, þar sem vissir forystumenn hefðu neit- að að taka tillit til hinna van- þróuðu fylkja landsins. Járnbrautin til Adríahafs í yfirliti sínu um framfar- ir í landinu síðan síðasta flokksráðstefna var ha’Jdin fyr- ir 19 mánuðum, gagnrýndi Radosalveric einnig þjóðremb- ingstilhneygingar, sem gert hefðu vart við sig sumstaðar í landinu. Hvatti hann til auk- ins lýðræðis í verkamannaráð- um landsins og réðist harka- lega á alla skriffinnsku. Ein aðalástæðan fyrir gagn- rýninni í garð einstakra fylkja, er sá styrr, sem staðið hefur um lagningu járnbrautarinnar frá Belgrad til Adríahafs. Þessi járnbrautarlína á að Bjargvættur Adenauers dærnd- ur í fangelsi fyrir þjófnað Ungur Þjóðverji, sem varö' frægur hér um áriö fyrir að bjarga lífi Adenauers kanzlara Vestur-Þýzkalands, hefuv veriö dæmdur til fangelsisvistar fyrir marga þjófnaði. Maður þessi heitir Beyersdorf og er aðeins tvítugur að aldri. Fyrir nokkrum dögum var hann dæmdur til þriggja ára fangels- isvistar af undirrétti í Miinchen. Beyersdorf hefur framið yfir 20 hótelþjófnaði, sem hann játaði, og nam þýfið samtals um 12000 mörkum. Fyrir sjö árum var nafn Bey- ersdorfs letrað stóru letri á for- síður allra þlaða í Vestur-Þýzka- landi, og kepptust blöðin við að Framhald á 9. síðu. Gefa blóð og hætta að rey! til að hjólpa flóttafólki Fjölda margar þjóöir — um 70 hafa þegar lofað; stuðn- ingi — leggja skerf til alþjóðaflóttamannaárs Sameinuðu þjóöanna sem nú stendur yfir. Sumar ríkisstjórnir hafa aukið fjárframlög til flóttamannaihjálpar eða veitt fleiri flóttamönnum landvistarleyfi en venjulega. Það er einnig gaman að sjá hve almenningur um heim allan hefur brugðizt vel við tilmælum Sameinuðu þjóðanna og viðleitni til þess að bæta lífskjör flótta- fólks. Víða hafa félög og félaga- sambönd kostað auglýsingar í dagblöðum til þess að minna á flóttamannavandamálið og hvetja almenning til að leggja fram skerf til að draga úr neyð flótta- fólksins. Listháskólar hafa sótt fyrirmyndir nemenda til flótta- mannabúða, uppboð hafa verið haldin á húsgögnum, listmunum og jafnvel á fé á fæti til ágóða fyrir flóttamannasjóðinn. Stórt bókaforlag í Bandaríkjunum hef- ur heitið verðlaunum fyrir beztu frásögnina um kjör og örlög flóttafólks. Píanóleikarinn Claud- io Arran hélt Chopin-hljómleika til ágóða fyrir flóttamenn, og var í því sambandi minnt á að Chop- in var sjálfur flóttamaður. í Noregi hefur söfnun til flótta- fólksins fengið einstaklega góðar undirtektir. Segja má að allir, liggja um 29000 ferkílómetra stói’t landsvæði, sem áður hef- ur ekki verið í tengslum við neina slílca umferðaræð. Áætl- unin um þessa lagningu hef- ur árum saman verið mikið deiluefni milli stjórnmála- manna, en deilurnar hafa ný- lega verið jafnaðar eftir að Tito hafði sjálfur unnið að því. Andstæðingar járnbrautar- innar eru stjórnmálaforkólfar í Slóveníu og Króatíu, sem full- yrða að það sé sóun á fjár- munum að leggja brautina. Hinsvegar halda stjórnmála- menn frá Serbíu og Monten- egro fast á þeim málstað, að brautin hafi afgeranldi þýðingu fyrir þróunina í atvinnu- og efnahagsmálum sinna héraða. Þjóðartckjuruar tvöfaklast Varaforseti Júgóslavíu, Mij- alko Todorovic, sem er sérfræðingur júgóslavnesku stjórnarinnar um efnahagsmál, lýsti yfir því í miðstjórninni, að þjóðartekjurnar hefðu tvö- faldazt á síðustu 7 árum. Iðn- aðarfragileiðslan hefði aukizt um 150%, á síðasta ári og framleiðsla búvarnings um 51 prósent. ungir sem gamlir, taki þátt í söfnuninni á einn eða annan hátt. Hafa nú þegar safnazt 10 millj- ónir króna, og er búizt við að sjóðurinn komist upp í 15 millj- ónir áður en lýkur. Bæði í Noregi og í Svíþ’jóð hefur útvarp frá svönefndri „Morokulien" vakið mikla at- hygli. í þessum útvarpsþáttum fara fram getraunir, uppboð og þess háttar, allt til ágóða fyrir flóttamannasjóðinn. í Svíþjóð fá þeir sem leyfa að þeim sé tek- ið blóð fyrir blóðbanka 25 króna þóknun í hvert skipti. Margir hafa gefið blóð til flóttamanna- sjóðsins. Hinn kunni brezki list- málari, Simon Elwes, hefur gefið nokkra málverkastriga, auða. Þeir sem óska geta keypt strigann og fengið málaða af sér Marilyn Monroe Friðrik Ólafsson mynd á hann fyrir 900 sterlings- pund, sem ganga óskipt til flótta- mannasjóðsins. — í Brezku Gineu hefur stúdent einn hætt að reykja og lætur þá peninga sem hann sparar frá tóbakskaup- um renna til flóttamanna. Á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Straud í Englandi lét kvenfélag staðarins koma upp gosbrunni og voru þeir sem framhjá fóru hvattir til að kasta í hann smápeningum til ágóða fyrir flóttafólk. Kom inn talsverð uþphæð. Stúdentar í háskólanum í Bristol söfnuðu 120 sterlings- pundum á þann hátt, að þeir drógu við sig mat um hádegið. í stað þess að borða heitan rétt létu þeir sér nægja brauð og ost, eða annan ódýran og óbreyttan mat. Þannig mætti lengi tín’a til dæmi um hve flóttamanna- árið hefur gripið um sig víða um heim. í safni því, sem fram- angreind dæmi eru tekin úr er ekki minnzt á hvort íslendingar eru með í flótamannaárinu á þann hátt, að almenningur taki þátt í söfnun. En flóttamanna- árinu lýkur ekki fyrr en í júnílok 1960, svo það er enn tími til stefnu. Brigitte Bardot Fagnaðarlátum júgóslavneskra áhorfenda þegar Friðrik Ólafs- son vann Petrosjan í fimmtándu umferð kandídatamótsins hefur verið lýst hér í blaðinu, en ekki er úr vegi að skýra frá þeim eftir annarri heimild,. sem jafn- framt ber með sér hvílíka at- hygli þessi atburður hefur vak- ið meðal skákmanna víða um lönd. Skákstjóri enska vikuritsins New Statcsman helgaði hálfan dálk sinn á laugardaginn frásögn Harolds Lommers af þessari við- ureign. Þar er rakin biðskákin og síðan segir: „Nú gafst Petrosjan upp, og mannfjöldinn lét, að sögn Lomm- ers, samúð sína með lítil- magnanum í ljós með því að liylla Ólafsson mínútum saman. Þúsundir sem ekki rúmuðust í salmim höfðu staðið úti á götu klukkutíma eftir klukkutíma og fylgzt með skákinni á stóreflis sýningarspjaldi. Þetta fólk hróp- aði nú á Ólafsson, og hinn feimni íslendingur varð að koma fram á svalirnar og taka á móti tryli- ingslegum fagnaðarlátum, Ekki fékkst þó mannfjöldinn af staðn- um fyrr en hetju dagsins. hafði verið laumað út úr húsinu um hliðardyr og undir lögregluvernd. Þetta ætti að mínu áliti að duga til að gera þær Monroe og 'Bard- ot æstar í að læra skák. (Þurfi þær tilsögn, er ég til rciðu)“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.