Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 6
6). —- ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudaguru. 24. nóvember. 1959 lUÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sós/alistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús K'artansson (áb ), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjóri: ívar H. Jónsson. — Ritstjóri fréttaþátta: Jón Biarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsjngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur), — Áskrifstarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kl. 2,00. Prentsmiðja Þjóðviljans. ^ _____________________________y Misvitrir leiðtogar að hlýtur að hafa verið ein- kennileg tilfinning fyrir Ey- stein Jónsson að standa í ræðu- stóli á Alþingi og lýsa viðhorfi Framsóknarflokksins til hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins og hlustendur hans úr Framsókn- arflokknum munu eflaust hafa hugsað margt. Eysteinn Jónsson sagði í ræðu sinni: „17'ramsóknarflokkurinn telur, að heppilegast hefði verið að mynda nú á ný samstjórn Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokks- ins, ef samkomulag hefði náðst þeirra í milli um lausn aðkall- andi vandamála. Það breytir ’ alls ekki þessari skoðun flokks- ins, að efnahagsmál landsins eru nu í sjálfu sér enn örðugri viðfangs en þau voru haustið 1958, vegna þess hvernig á hef- ur verið haldið síðan. Fyrir þessu samstarfi vildi Fram- sóknarflokkurinn beita sér, en sú leið reyndist lokuð“. JT'ngum ætti enn að vera úr rninni liðið hverjir það voru sem slitu vinstrasamstarfinu í árslok 1958. Það var Fram- sóknarflokkurinn og helzti hvatamaður þess var Eysteinn Jónsson. Forusta Framsóknar- flokksins hafði þá gert upp við sig að rjúfa vinstristjórnina, og hún gekk fró úrslitakostum um 8% bótalausa kauplækkun, af því að hún vissi að slíkum kostum myndi algerlega hafn- að af Alþýðubandalaginu og verklýðssamtökunum. Hermann Jónasson var látinn vaða með þessa úrslitakosti inn á Al- þýðusambandsþing og neita öllu samráði við verklýðssamtökin um þau atriði, enda þótt því hefðj verið lofað í stjórnarsátt- málanum. FramsóknarflokkUr- in i sinnti í ensu einróma sam- þykktum Alþýðusambandsþfngs þar sem skorað var á vinstri- flokkana að halda samvinnu sinni áfram. Hann þverneitaði pð ræða tillögur þær sem Al- þýðubandalagið bar fram um laúsn efnahagsvandamálanna. í staðinn var Hermann Jónasson sendur inn á Alþingi og lát- inn flytja frámunalega flónsku- ræðu um að þjóðin væri r’! brapa ofan í einhverja hyl- dújpa gjá, allt væri að farast — ög Framsóknarflokkurinn v~eri flúinn! 17'ramsóknarflokkurinn hafði lengi undirbúið þetta brott- h'mit) sitt, og þó sérstaklega með kröfum þeim sem hann bar f»-"m uni efnahagsmál fyrr um árið,. pá heimtaði hann ásamt P "■'v.ðuflokknum að gengið yrði 1-nkkg.ð svo stórlega að er- 1~-'v eialdeyrir meira en tvö- faldaðist í verði. Alþýðubanda- laginu tókst að koma í veg fyr- ir þær aðgerðir; en því tókst ekki að koma i veg fyrir að horfið var frá stöðvunarstefn- unni með yfirfærslugjaldinu mikla sem lagt var á þá um vorið gegn tillögum Alþýðu- bandalagsins. Reynslan hefur nú þegar sýnt að efnahagsað- gerðir þær sem Eysteinn Jóns- son knúði þá fram voru fjar- stæða, en að afstaða Alþýðu- bandalagsins var rétt. Á árinu 1958 varð gróði ríkisins hátt á annað hundrað milljóna króna; Sú upphæð var oftekin af al- menningi, og skattarán Eysteins Jónssonar olli aftur þeirri verð- bólgu sem Framsóknarflokkur- inn notaði sem átyllu til að flýja úr ríkisstjórninni undir áramót. ¥7n Framsóknarflokkurinn gróf ■“^ ekki aðeins undan vinstri stjórninni óg hljópst síðan af hólmi; Eysteinn Jónsson kom einnig á laggirnar þeirri rikis- stjórn sem nú hefur tekið form- lega við völdum. Fyrsta tilraun Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins til varanlegrar sam- búðar var tillagan um 13,4% launarán sem fram kom á þingi í upphafi þessa árs. Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn höfðu ekki þingstyrk til þess að tr.yggja kaupráninu framkvæmd; þeir urðu að leita aðstoðar hjá Eysteini Jónssyni. Framsóknarflokkurinn sat hjá og tryggði þannig kaupránið, þá stefnu sem er undirstaða og stökkpallur núverandi stjórnar. Með þeirri afstöðu var Fram- sóknarflokkurinn að grunnmúra það að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tækju upp samvinnu til frambúðar; með þeirri stefnti hefur hann kall- að yfir þjóðina alla og kjósend- ur Framsóknar sérstaklega nú- verandi rikisstiórn og þau verk sem hún mun standa að. egar Framsókn hljóp úr vinstristjórninni, munu leið- togar hennar hafa hugsað sér aðra þróun; þeir munu hafa ímyndað sér að þeim myndi ganga auðveldlega að komast í nána samvinnu við íhaldið. En öll áform þeirra hafa mis- tekizt á herfilegasta hátt: fáir stjórnmálamenn hafa reynzt eins glámskyggnir og skamm- svnir og Eysteinn Jónsson og félagar hans. Því er Eysteinn Jónsson í senn skoplegur og brjóstumkennanlegur þegar hann heilsar hinni nýju stjórn, sem hann hefur öðrum fremur átt bátt v að koma á laggirnar, með því að votta vinstrasam- starfi hollustu sína! En það fólk sem veitt hefur Framsókn- arleiðtogunum brautargengi sér nú skýrar en nokkru sinni fyrr að það hefur valið sér misvitra leiðtoga. Þjóðleikhúsið: Edtvnrd sonur minn eííir Moel Langley og HoIsokS Moríey Leikstjóri: Iiidriði Waage lands. Það er í nafni föður- legrar ástar og umhyggju að liann fremur glæpi sína og hefst til auðs og valda, en af Edward syni hans er það skemmst að segja að hann verður hið mesta brekabarn og vandræðagepill, ónytjung- ur og þorpari — það er kald- hæðni örlaganna, meginhugs- un leiksins. En þó að höfund- arnir flytji skiknerkilega og rösklega þau góðkunnu sann- indi að ekki beri að spilla börnum með eftirlæti og hóf- lausu dekri, reynist önnur kenning þeirra eigi síður á- leitin: sú að g'æpirnir borgi sig og því betur sem þeir eru fleiri og stærri. Ævintýrakgt veraldargengi Arnolds Hoits lávarðar er vel til þess failið að glæða dulda óskadrauma ýmsra sem á hlýða, en verður ekki rætt' frekar á þessum stað. Segja má bæði kost og löst á leikriti þessu, og eru þó kostirnir færri. Það er frum- legt leikbragð og snjallt að Edward skuli aldrei birtast á sviðinu, en hitt léiðigjarnt að heyra sífellt tönglast á of- urást foreldranna, ekki -sízt vegna þess að umhyggja ;liv- arðarins er vart annað en skálkaskjól eigin valda' rwj, og fégræðgi. Þai verður að telja dramatíska yf’rsjón að Edward skuli blátt áfnm falla í styrjö’dinni, dauði hans ætti þvert á móti að vera afleið'ng hins rangsnúna. uppeldis. Um minnisverð til- svör er hvergi að ræða né verulega sálkönnun, manniýs- ingar yfirle:tt grunnfærnar og sumar lítt sennilegar, og verkið fremur losaralega. bvggt, enda eru atriðin tíu alls auk forspjalls og eftir- mála, og leikurinn nokkuð langdreginn á köflum. H3f- undarnir eru leikhúsmenm fremur en skáld, þeir kunna að blanda saman alvöru, við- kvæmni og kímni, skapa sterk átök þegar svo ber und- ir og vita upp á hár hvað áhorfendum kemur; þrátt fyrir allt er „Edward“ líkleg- ur til nokkurra vinsælda. Arnold Holt er margþætt og ærið viðamikið hlutverk og alltaf í e’dinum að lieita. má, en Valur Gíslason kikn- ar ekki undir þeirri byrði.. Hann er ekki unglegur útlits í leikbyrjun, en bætir það ríkulega upp með snöggum hreyfingum; ungæðislegum á- kafa og hröðu og fjörlegu. tali, og lýsir því síðar mæta- vel er árin og auðurinn fær- ast yfir Arnold, hanri verður æ fyrirmannlegri og virðu- legri í framgöngu og orðum,. ber glögg auðkenni þess. manns sem hafizt hefur til fjár og valda með skuggaleg- um ráðum. Refjum hans og algeru miskunnarleysi lýsir Framh. af 9. síðu Sagan hefst réttu ári eftir heimsstriðið fyrra. Fátækur ungur skrifstofumaður Arn- old Holt að nafni strengir þess heit á fyrsta afmælis- degi Edwards einkasonar síns að hann skuli jafnan verða sólarmegin, njóta alls þess bezta sem lUið hefur að bjóða. Þegar Edward er fjög- urra ára kveikir hinn um- hyggjusami faðir í húsi til þess að geta greitt háan sjúkrakostnað drengsins, og hefst þá frægðarferill hans og óslitin glæpasaga. Arno’d Holt svífst einskis fremur eitt afbrotið öðru stærra, samvizkuliðugur, slunginn og Skálað fyrir Edward. Parker læknir (Róbert Amfinnsson), Arnold Holt (Valur Gíslason), Evelyn Holt (Regína Þórðar- dóttir), Harry Soames (Rúrik Haraldsson). Er „Eilward, sonur minn“ gamanleikur eða sorgarsaga 1 kann einhver að spyrja. Hann er hvorugt, leikrit þetta er melódrama að gömlum sið, ósvikinn reyfari um líf enskr- ar fjölskyldu í þrjá áratugi, stálheppinn; svíkur vin sinn og fé'aga og hrekur í dauð- ann, tekur freklega framhjá konu sinni og kúgar hana síðan, verður lávarður að tign, ráðherra og einn af mestu auðkvfingum Bret- Evelyn og Arnold Holt (Regína Þórðardóttir og Valur Gjslason.) þrunginn mikilli tlfinninga- semi, ríkur að æsilegum at- burðum; auðskilinn og alþýð- legur í bezta lagi, snauður að sönnum skáldskap og svo- nefndu bókmenntagildi og öll- um óhætt að sjá hann af þeim sökum. A sínum tíma naut „Ekiward“ einstæðrar lýðhylli í hinum enska heimi, enda samdí leikarinn frægi Robert Mor’ey aðalhlutverkið harda sjálfum sér og bar leikinn fram til sigurs ásamt Peggy Ashcroft, einni af snjöllustu leikkonum Eng- lands um okkar daga. Ókunn- ur er mér ferill „Edwards“ með öðrum þjóðum og straumar þeir sem hafa sko'- að honum að ströndum ís- lands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.