Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudaguru 24 nóvember 1959 ----------- Við getum ekki beðið 65 ár Framhald ; af 7. síðu. , völdin í Reyfcjaýik' bersýni- lega mörguni áratugum á eft- ir tímanum í þessu efni. — Vissulega hefur oft verið reynt að stugga við þeim og fá þau til að hrista af sér sienið, en árangurslaust til Jfessa. Mín trú er sú, að þau vakni þá fyrst þegar almenn- ingsálitið tekur rösklega í taumana. Hvernig stendur á þeim reginmun, sem er á gatna- gerð hér og erlendis. Þeirri spurningu er nauðsynlegt að evar fáist við. Það er ekki nóg að benda á hirðuleysi og sofandahátt bæjaryfirvald- anna. Um einhverja erfiðleika er hér að ræða, sem þessi yfir- völd geta ekki mannað sig upp í að sigra. Málið þarf að rannsaka frá grunni og síðan á að gera bæjarbúum grein fyrir niðurstöðu þeirrar rann- sóknar bvo að unnt verði að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir til úrbóta. Hugsanlegt er að margfalt minna fé sé varið til gatna- gerðar hér en í öðrum lönd- um og því verði malbikun og gangstéttagerð svo útundan sem raun ber vitni um. Get ég ekkert um það atriði full- yrt, en tel ólíklegt að munur- inn á fjárveitingum hér og erlendis sé svo mikill að þar 6é skýringin fólgin. Þennan samanburð er nauðsynlegt að fá. Hér í bæ er allríflegum fjárfúlgum varið til gatna. Á árunum 1957, 1958 og 1959 eru veittar til viðhalds gatna og nýrra gatna um 20 millj. kr. árlega til jafnaðar, sam- ! Tvær ræstinga- I konur óskast. ! Upplýsingar í Skáta- heimilinu írá kl. 2-4. SKlpAllTCeRS RIKISINS , Esja austur um land í, hringferð hinn 30. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Páskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. Ferseðlar seldir árdegis á laug- ardag. Herðnbreið Vestur um land í hrjngferð hinn 30. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi á morgun til Bakkafjarð- ar, Vopnafjarðar, Borgar- fjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvar- fjarðar Breiðdalsvíkur, Djúpa- vogs og Hornafjarðar. Far- seðlar seldir árdegis á laugar- ðag. ' i 'LíJÍj kvæmt fjárliagsáætlun bæjar- ins, og er það 8—9% allar útgjalda bæjarsjóðs. Árið 1957 var þessi póstur 18 millj. króna. Það á.r voru malbikaðir gatnaspottar sam- tals aðeins 1,4 km. að lengd, svo að það ár hefur ekki stór hluti fjárveitingarinnar farið i malbikun. Þetta ár, eins og önnur, hefur meginhlúti fjár- ins farið í þá kleppsvinnu að viðhalda malar- og moldar- götunum illræmdu. Það kann að vera að meira fé hlutfallslega sé varið til gatnagerðar erlendis en hér, og þarf þá að sjálfsögðu að bæta úr því. Okkur á að vera vorkunnarlaust að verja jafn- miklu til þeirrar nauðsynjar sem gatnagerð er og aðrar þjóðir gera. En grunur minn er sá að fleira þurfi athugun- ar við í þessu sambandi. Er t.d. nútíma gatnagerð dýrari á íslandi en annars staðar? Og sé svo, hver er þá skýr- ingin á því ? Hugsanlegir eru þeir möguleikar, að loftslag og jarðvegur geri erfiðara fyrir um gatnagerð hér en er- lendis, að kunnátta og tækni séu hér á lægra stigi eða vinnuafköst af einhverjum á- stæðum minni. Um þetta full- yrði ég ekki neitt. Fyrir mér eru það aðeins spurningar sem mig vantar svör við. — Hitt er ég sannfærður um að gatnagerð Reykjavíkur er í óheppilegu gengi, einskonar vítahring, sem erfitt er að fá hana út úr. Gatnakerfið er ó- hæfilega stórt og fé og orka fer að mestu í vonlaust stríð og strit við hinar óhæfu og ómögulegu moldar- og malar- götur. Nýlega er hafin bygging nýs hverfis á Háaleiti. Freist- andi væri að allar götur þess hverfis yrðu þegar í upphafi gerðar í samræmi við það sem tíðkast hjá öðrum siðuð- um mönnum, að þær með öðr- um orðum yrðu strax mal- bikaðar og gangstéttalagðar. Síðan yrði haldið áfram á sömu braut og sömu reglu fylgt í framtíðinni við bygg- ingu nýrra hverfa. Á slíkri kröfu er þó sá hængur að eftir yrðu ómalbikaðir meira en 100 km gatnanna í þe'm bæjarhverfum sem þegar eru komin upp. Að réttu lagi eiga þau forgangsrétt um malbik- un, enda sum búin að bíða eftir henni í 20—30 ár og lengur. Málið er erfitt úr- lausnar, en lausn verður að fást. Bæjarbúar hljóta að krefjast þess fortakslaust af stjórnendum sínum, að öfug- þróunin í gatnagerð verði stöðvuð. Það er óhæfa að lengd malbornu gatnanna aukist frá ári til árs, eins og verið hefur og að hlutfalhð á milli malbiks og malar breytist stöðugt malbikuninni í óhag. Slík þróun er bæjarfé- laginu ósamboðin og sú bæj- arstjórn, sem hana þolir er í rauninni óalandi og óferj- andi. Fulltrúar Alþýðubandalags- ins í bæjarstjórn bera nú fram tillögu þess efnis, að athugaðar verði gaumgæfi- lega orsakir þess ófremdar- ástands, sem gatnagerðin í Reykjavík er í, og ennfremur, að lögð verði áherzla á ráð um úrbætur í því efni. Telj- um við eðlilegt og vænlegt tíl árangurs, að í þessu skyni verði skipuð nefnd 5 sérfróðra manna, er skili álitsgerð og tillögum að loknu starfi, og að flokkarnir í bæjarstjórn tilnefni hver sinn mann í nefndina, en að borgarstjóri skipi fimmta manninn, er sé formaður. Við væntum þess að þessari tillögu verði vel tekið og að hún fái jákvæða afgreiðslu, sem málefnið verð- skuldar. Ef meirihluti bæjar- stjórnar sýn;r þessu vanda- máli bæjarbúa þá lítilsvirð- ingu að fella tillöguna eða senda hana í geymslu ein- hverrar nefndar eða ráðs, þá sannar hann enn einu sinni • hirðuieysi sitt og vanmátt til að gæta hagsmuna borgar- anna í þessum bæ. Ég vona að til slíks komi ekki í þetta sinn. Alfreð Gíslason líggur Ieiðis ' Í6 1 „Pjorsarver Framhald af 3. siðu Þórarinsson, og inni Sigurður Gísláson. Margar .gjafir bárust Ólafur Einarsson oddviti á. Þjótanda veitti húsinu form- lega móttöku fyrir hönd' hreppsfélagsins og Hafsteinn Þórvaldsson, bóndi í Syðri- Gróf, fyrir hönd u.m.þ Vöku. Margir aðrir fluttu ræður á. hátíðinni, m.a. Þorsteinn Ein- arsson iþróttafulltrúi, Magnús; Árnason hreppstjóri í Flögtt og Stefán Jasonarson 'i Vorsa- bæ, sem flutti kveðjur frá ná- grönnunum í Gaulverjabæjar- hreppi. Félagsheimilinu bárust góð- ar gjafir. Fyrrverandi hrepps- búar, sem nú búa í Reykja- vík, gáfu 13 vandaða larnpa til vegglýsingar, og þeir sem flutzt hafa til Selfoss og Eyrarba’kka gáfu vegglýsingar og spegla í anddyri o'g snyrtiherbergi Matthías Sigfússon listmálari,. 'sem ættaður er úr sveitinni,, gaf stórt málverk til hússins. Á vígsluhátíðinni voru lögð drög að stofnun tveggja sjóða til að efla menningarlegt gildi hins nýja félagsheimilis. Efld- ust báðir sjóðirnir mjög á há- t'íðinni, þar sem peningagjaf- irnar streymdu í þá. I hljóð- færakaupasjóð bárust 9000 kr. og í íþróttatækjasjóð 4500 kr. r MÁL OG MENNING — HEIMSKRINGLA Halldór Stefánsson: FIÖGRA MANNA PÚKER Höfundurínn er löngu • þjóðkunnur sem einn hinn mesti völundur í smásagnagerð. Þetta er önnur stóra skáldsagan hans, nútímarói ían úr lifi höfuðstaðarins, þar sem raktir eru örlagaþræðir æskufólks af þeirri nærfærni og kunnáttu sem jafn- an einkennir verk þessa skálds. Bókin er spennandi eins og tvísýnt spil, auk þess sem hún er harla lærdómsríkur ald- arspegill. KÝIM BARNA5ÆKUR Bókabúð MÁLS 0G MENNINGAR, Skólavorðustín 21 William Heinesen: í töfrabirtu Þetta smásagnasafn hins færeyska snill- ings vakti geysilega athygli þegar það kom fyrst út í Danmörku fyrir tveim ár- um, enda hafa ýmsir talið höfundinn verð- an Nóbelslauna. Ef til vill hefur ’kynngi skáldsins hvergi verið magnaðri en ein- mitt í þessari bók. Hannes Sigfússou þýddi. Lisbeth Werner: Skotta fer enn á stúfana. Málfríður Einarsdóttir þýddi. Þetta er fjórða bókin 'í þessum vinsæla barnabóka- flokki. Jakobína Sigurðardóttir. Sagan af Snæ- björtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungs- dóttur. Snennandi ævintýri með myndum eftir Barböru M. Árnason. Jóhannes úr Kötlum: Vísur Ingu Dóru. Tíu smábarnaljóð sem hægt er að syngj.i undir gamalkunnum lögum. Teikningarnar gerði Gunnar Ek. TRYGGH) YÐUR EINTÖK I TÍMA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.