Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 24. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 H. E. BATES: RAUÐA SLÉTTAN „Fyrirgefðu, foringi," sagði hann. Blore var ekki vanur að ávarpa hann þannig, nema þeir væru innanum sameig- inlega yfirmenn. Það var eitthvað fjandsamlegt í þessu ávarpi. „Hvað gengur að þér?“ sagðí hann. „Eg skal tala við yfirmanninn í fyrramálið og láta hann flytja mig í annað tjald,“ sagði Blore. „Það er betra fyrir ykkur Carrington að vera saman." „Hvaða þvættingur er þetta,“ sagði hann. „Nei,“ sagði Blore. „Það er betra“. „Um hvað ertu eiginlega að tala?“ sagði Forrester. „Þú ert á förum hvort seml er. Þú ferð eftir fáa daga.“ „Það er einmitt það,“ sagði Blore. „Ég verð ekki fluttur. Skipunin hefur verið afturkölluð.“ „Það var leitt,“ sagði hann. Þeir fara með okkur eins og ruslapoka, hugsaði hann. Hann fann allt í einu til samúðar með Blore. „Hvefju hafa þeir nú tekið upp á?“ sagði hann. „Ég held það sé áhlaup í bígerð,“ sagði Blore. „Það er alltaf áhlaup í bígerð,“ sagði hann. „Þetta er allt eitt árans áhlaup.“ „Mér er sama hvað þú heldur,“ sagði Blore. „En allar orustuflugvélarnar eru niðri og það kemur liðstyrkur frá Akyab á morgun. Hvernig kveðurðu að því?“ „Alls konar einsatkvæðisorð,“ sagði hann. „Mandalay er nafn,“ sagði hann. „Þegar hún loksins fellur, stendur öllum á sama.“ „En hún fellur,“ sagði Blore. „Og þegar hún fellur, þá færum við okkur.“ „Og þangað til hún fellur“, sagði Forrester, „þá sittu í guðs bænum kyrr á botninum. Það er til staður sem heitir Meiktila, þar sem veslings gamla stjórnin heldur flugvellinum allan daginn og svo koma japanirnir og ná honum á kvöldin. Það er dægrastytting. Þeir gætu sent þig þangað.“ Enginn sagði fleira og andartaki síðar hneppti hann að sér jakkanum, setti upp þvældan, rykugan bátinn og gekk út úr tjaldinu. Honum var ekki of heitt í fyrsta skipti þennan dag, og hann gekk hægt gegnum herbúðirnar í þykku, djúpu ryki til að flytja skilaboðin frá lækninum. F J Ó RDI KAFLI Uppúr miðjum næsta degi, flaug hann austur á bóginn með Carrington. Eftir brennheita skellibirtuna á flug- vellinum, sem jafnvel stöðugir rykmekkirnir gátu ekki dregið úr, var næstum svalt í flugvélinni og hitinn fyrir neðan gleymdist fljótt. Skuggalaus sléttan varð ekki ógnþr'ungnari en víðáttumikil, tilbreytingarlaus sand- strönd, rákuð af örmjóum vegum og með dálitlum dökkgrænum dílum, sem voru pálmalundir. Fljótið var eins og útréttur, glitrandi handleggur í brúnar útlínur farvegsins og blágræn dýptin sást eins og vöðvar gegn- um silfrað hörund sem var án allrar hreyfingar svona langt að. Og í fjarska gegnum dimmrautt hitamistrið fór að votta fyrir frumsókginum, hann fór að lifna eins og eitthvað sem horft er á gegnum kíki. Út úr mistrinu birtust dalirnir, úr dölunum klettar og björg og síðan trén sjálf, eins og breiður af mosa sem var sjálfur frumskógurinn. Mjóir vegir á stöku stað minntu fremur á fjárgötur, annars breiddist frumskógurinri út, dimmur og víðáttumikill út í það óendanlega. Rauðleit fjöllin sem af jörðu niðri höfðu minnt á fjarlægð þrumuský, voru nú eins og meginland, grænt og svart og á stöku stað ljósbrúnt, þar sem sólin skein án miskunnar á gróður- laust svæði. Sums staðar sást grilla í skærhvítan sand í grænni mosa- breiðunni. Forrester fannst það minna á uppþornuð vatns- ból. Þau myndu fyllast á regntímanum, breytast í fossandi vatnsfjöll í rökum júlíhitanum sameinuðust síðan öðrum vatnsföllum sem rynnu gegnum frumskóginn og út í stóra fljótið sem rann gegnum sléttuna. Þegar hann sá þessi dauðu, vatnslausu svæði, fannst honum þau ósjálfrátt vera undankomuleið. Þessi skipting jarðarinnar fyrir neðan hann í mögulega og ómögulega lendingarstaði, var í ósam- IT ræmi við þrá hans eftir dauðanum; þótt hann væri að leita' að leið til að flýta komi^ dauðans, leitaði hann sam- tímis ósjálfrátt að björgunarleið úr háska. Og meðan hann flaug þarna yfir, festi hann sér í minni eftir megni frumskóginn og klettana fyrir neðan, reyndi að skipta því niður í svæði sem hann gæti þekkt og munað eftir. Eftir nokkra stund gafst hann upp við að finna sérkenni á grænu, og svörtu breiðunni, en litlu sandsvæð- in vöktu stöðugt áhuga hans. Þau voru tilbreytni. Hann hafði heyrt fregnir um það upp á síðkastið að japanirn- ir ættu innan við hundrað og fimmtíu flu.gvélar eftir á öllu svæðinu fyrir norðan og vestan Irrawaddy og stund- um fannst honum sem það gæti vel verið. Hann hafði aldrei séð nein merki þess að óvinirnir væru á næstu grösum á þessum flugferðum, ocr stundum hafði hann flogið heilan dag án þess að sjá annað lífsmark en litla sjúkraflugvél fyrir neðan hann, á leið frá einhverjum afskekktum stað í frumskóginum rp°ð særðan mann, kannski tvo, sem að öðrum kosti hefðu rotnað lifandi. Hann vissi að það var enginn annar möouleiki til að komast burt af þessu vegalausa o? ó^^kkta svæði en loftleiðis: særður maður í frumsikó"'iTV"->-' auðninni hlyti að fá bráðan eða hægfara dauð r--'1-„ðitanum. Þrátt fyrir allt þetta, hélt hann áfrcm að virða fyrir' sér þurru svæðin með áhuga. Og sem iangaði hann til að tala um þau við Carringtow Hann hugsaði sig um andartak, en hætti síðan við það. Þess í stað sagði hann hljómlausri röddu: „Er allt í lagi hjá þér?“ ,.Fullkomlega“, sagði pilturinn. Hann greindi hljómléysi í svarinu, sem hann vissi vel að stafaði af bví sem gerzt hafði kvöldið áður. „Við get.um ekki haldið svona áfram“, hugsaði hann. „Þetta er heim,skulegt“. Gremja hans var horfin eins og ævinlega þegar bann var á flugi með öðrum manni. í vélinni var hann ópersónulegur, rólegur og hægur, einbeittur og hafinn yfir smámunasemina sem þiáði hann annars. Þe?ar hann 'var að því kominn að taka aftur til máls, gaf Carrington honum upp stefnubreytingu. Hann leit ósjálfrátt á úrið sitt. Breytingin hafði komið næstum á réttri sekúiiöu. Þeir flugu leið sem var í laginu eins og handleggur og þetta var beygjan við olnbogann. Ekkert virtist vera að, hugsaði hann. Hann flaug áfram í tuttugu mínútur í viðbót áður en Carrington paf honum upp nýja stefnubrevtingu, sem sneri þeim heimleiðis. Iíann leit aftur á klukkuna og sá að hún var næstum orðin fjögur. Þeir kæmu til flug- vallarins um hálffimmleytið og klukkutíma seinna væri hinn skelfilegí hiti liðinn hjá. Hann lækkaði flugið hægt um næstum þúsund, fet. Hit- inn skók vélina dálitla stund. En begar vélin var aftur orðin stöðug í loftinu, leit hann niður og horfði á sand- æðarnar sem rufu dökka dalina fyrir neðan og bá sá hann að í hvítum sandinum voru dökkir dílar. Hann ákvað að lækka flugið enn meira og komast að bví hvaða dilar betta væru og þeear hann hafði lækkað flugið um þúsund fet í viðbót, sá hann að þetta voru runnar. Hann sá grænieitar greinar glitra í sólskininu og grábrúna steina glitrál hér og þar um árfarveginn. Það var aðeins á stöku stað sem sandurinn var hreinn, á tvö til þriú hundr- uð metra löngum svæðum, þar sem vatnsflaumurinn hafði hreinsað til, svo að eftir var sandurinn einn, hvítur eins og salt og líflaus eins og mulið gler. EKKI 'ÍFIRHIAPA FAFKERFIP! Húseigendafélag Reykjavíkur MINNINGAR- SPJÖLD DAS Minningarspjöldm fást hjá Happdrætti DAS, Vestur- veri, simi 1-77-5? — Veiðar- færav. Verðandi, sími 1-3787 — Sjómannafél. Reykjavík- ur, sími 1-19-15 — Guð- mundi Andréssyni gullsm., Laugavegi 50, sími 1-37-69 Hafnarfirði: Á pósthúsinu, sími 5-02-67. ÚR OG KLUKKUR Viðgerðir á úrum og klukk- um. Valdir fagmenn og full- komið verkstæði tryggir ör- ugga þjónustu. Afgreiðum gegn póstkröfu. ilím Slíimuíiössni! - ** yí»í> Laugaveg 8, Sími 1-33-83 SAMOÐAR- KORT Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeiidum um land allt. í Revkiavík í hannyrðaverzl- uninni Eankastræti 6. Verzl- un Gunnbórunnar Halldórs- ctáttur, Bókaverzluninni Sögu, Langholtvegi og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 1-48-97. Heitið á Slysavarnavélagið- Eftir tíu mínutur voru þeir komnir yfir sléttuna op fimm mínútum síðar sá hann flugbrautina, dökkt malbikið í gulu rvkinu, húsin og byegingarnar og pálmatrén í byggingunni, eins og barnakubbar, tjöldin eins og brúnar skeljar o« vatnsbólin blikuðu eins og sneglar. Þegar hann bjó sig til að lenda virtist. þétta allt fliúea upn til móts við hann unz flugvélin og dökk rykug flugbrautin sameinuð- ust hvort öðru og hann var lentur og svali og kyrrð há- loftanna að baki. B A Z A R í GT húsinu í dag kl. 3 e. h. Margt góðra muna bæði til jólagjafa og venjulegra nota. Bazarnefnd I.O.G.T. Meðan hann ók vélinni eftir brautinni fann hann hvern- ig hitinn fór vaxandi. Með vélinni hlupu flugvirkjarnir hans tveir, naktir að beltisstað og næstum eins dökkir á Gólfteppa- hreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. Gerum einnig við. SÆKJUM — SENDUM , Gólfteppagerðin h.f. Skúlagötu 51, sími 17360

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.