Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 12
Eldflauga-fundur Á ársfundi bandaríska eld- flaugafélagsins í Washin,gton fyrir skömmu, voru fimm eldflauga-sérfræðingar frá Sovétríkj- unum sem gestir. Formaður þeirrar sendinefndar var Leonid Sedoff, forseti sovézku geimsiglinganefndarinnar. Á myndinni sést Sedoff (til vinstri) heilsa hinum þýzkættaða eldflauga- sérfræðingi Wernher von Braun, sem er kunnasti eldflauga- sérfræðingur í Bandaríkjunum. Leonid Sedoff er forseti hins alþjóðlega geimsiglingasambands. Samið um kaup á bandarískum land- bunaðarvörum gegn ísl. krónum Bandaríkjastjóm íær 75 000 dollara til „eigin þarfa hér innanlands" Þriðjudaginn 3. þ.m. var gerður í Washington samn- Ingur á milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um kaup á bandarískum landbúnaðarafuröum gegn greiðslu I íslénzkum krónum. Nokkur innbrot um helgina Nú um helgina voru framin nokkur innbrot hér í hænum. Á sunnudagsnóttina handsam- aði lögreglan innbrotsþjóf þar sem hann var að verki við Snorrabraut. Hafði kona nokk- ur orðið þess vör, að hann var að reyna að brjótast inn í 'fisk- búð þar við götuna, en er lög- reglan kom var hann farinn þaðan. Meðan lögregluþjónarn- ir stóðu við til þess að líta á vegsummerki heyrðu þeir til hans, að hann var að brjóta rúðu í verzlun í næsta húsi, og gripu hann þar glóðvolgan og stungu bpint í steininn. Sömu nótt var brotizt inn í brauðgerð við Tómasarhaga og stolið þar viðtæki. Ennfremur var þá um nóttina gerð til- raun til þess að brjótast inn í Skyrtuna h.f. á mótum Höfða- túns og Borgartúns, en ekki er vitað til þess að þar hafi ver- ið stolið neinu. Loks var á mánudagsnóttina brotizt inn í Javakaffi við Brautarholt og stolið þaðan þrem kössum af vindlum og 5 af smávindlum. gUÚÐVIUIIIN Þriðjudagur 24. nóvember 1959 — 24. árgangur — 258. tbl. Svið Þjóðleikhússins breyttist í litskrúðugasta blómahaf Regína Þórðardóttir hyllt að lokinni frumsýningu á laugardagskvöldið Meiri blómamergð mun sjald- an hafa sézt á sviði Þjóðleikhúss- ins en að lokinni frumsýningunni þar sl. iaugardagskvöld, er leik- húsgestir hylltu Regínu Þórðar- dóttur leikkonu. Frumsýnt var, sem kunnugt er, leikritið „Edward, sonur minn“ liðin síðan leikkonan kom fyrst fram á leiksviði. Var leikkonan hyllt lengi og innilega af leik- húsgestum og bárust henni feikn- in öll af blómum. Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, á- varpaði leikkonuna fyrir hönd leikhússins og Valur Gíslason eftir Robert Morley og Noel fyrir hönd leikara, en að lokum Langley og var sýningunni tekið með afbrigðum vel af leikhús- gestum, sem voru eins margir og húsið rúmaði. Með eitt af aðalhlutverkunum í ,,Edward, sonur minn“ fer Regína Þórðardóttir og var þess minnzt að lokinni frumsýning- unni, að 25 ár eru á þessu ári þakkaði Regína Þórðardóttir með snjöllu ávarpi. í upphafi bókarinnar gerir Rós- berg m.a. svofellda grein fyrir innihaldi hennar: „f þessari bók minni, sem að . Samningurinn, sem er viðbót yið landbúnaðarvörusamninginn ífrál 3. marz s.l., var undirritaður Björn Pálsson sýnir myndir Rósberg Snædal les úr nýrri bók eftir sig Akureyri í gær. Ferðafélag Akureyrar gengst fyrir kvöldvöku fyrir félags- menn sína og gesti n.k. fimtntudagskvöld, 26. þ.m. í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Björn Pálsson flugmaður er væntanlegur hingað norður á vegum Ferðafélagsins þann dag og mun hann sýna lit- skuggamyndir en þessar mynd- ir hefur hann tekið á ferðum sínum um landið. Bjöm sýndi myndir þessar nýlegá á kvöldvöku Ferðafé- lags Islands í Reykjavík og var gerður góður rómur að. Auk þess mun Rósberg G. Snædal rithöfundur lesa kafla úr bók sinni Fólk og fjöll, sem 'er að koma út um þessar mundir. —< Ferðafélag Akur- eyrar hefur hug á að halda fleiri slíka fræðslu- og skemmtifundi síðar í vetur. Ráðgert er að Björn Páls- son fari héðan til Húsavíkur og sýni myndir sínar hjá Ferðafélagi Húsavíkur á föstudagskvöld. af Thor Thors, sendiherra, og Mr. Thomas C. Mann, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna. í hinum nýja viðbótarsamningi er gert ráð fyrir kaupum á nýj- um eplum, niðursoðnum ávöxt- um, rúsinum, sitrónum og sítr- ónusafa fyrir alls $375,000 eða kr. 6.120.000. Eins og verið hefur samkvæmt fyrri samningum er heimilt að lána meginhluta and- virðisins eða $300,000 til fram- kvæmda hér á landi en $75,000 getur Bandaríkjast'jórn notað til eigin þarfa hér innanlands. (Frá ríkisstjórninni) Rósberg. G. Snædal mestu fjallar um fjöll og fólk, geri ég tilraun til að lýsa örfá- um blettum, innan norðlenzkra fjalla eða á þeim. Sumar af þess- um frásögnum mínum hef ég flutt í útvarp á undanförnum 6 árum, en með því að margir ,.Fólk og íjölh Rósbergs Fólk og fjöll nefnist nýútkomin bók eftir Rósberg G. Snædal og segir þar frá fólki og stööum, byggð og í byggö, aöallega í Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði. í. „nokkrum orðum um efnið“ hlustenda minna þá, og eins hin- ir sem ekki heyrðu, hafa óskað eftir því að þættirnir kæmu fyrir almenningssjónir í bókarformi hef ég ráðizt í að gefa þá út og látið fleiri fylgja með. Eg veit að sjóndeildarhring- urinn milli fjallanna er oft næsta þröngur, og að þessa gætir einn- ig í frásögn minni. Hvort mér hefur tekizt að gera hin persónu- legu kynni mín af þeim hnjúk- um, dölum og kotum sem segir frá sem ég ætlaði . . . Aurmál hruninna bæja, túngarðsbrot, gróin tröð, hestasteinn eða brunnhola í afdölum, er annað og meira en það sem það sýnist nú. Það eru mannaverk, sem eiga sér langa sögu. Sögu sem okkur er að mestu hulin eða gleymd, en sem við nærveru hlýtur að rifj- ast upp, rétt eða röng“. Bókin er 190 bls. og inniheld- ur eftirfarandi kafla: Inn milli fjallanna, Gengið í Víðidal, Skyggnzt um í Skörðum. Skropp- ið í Skálahnjúksskál, Hinkrað við á heimskautsbaugi, Sýslu- mannsfrúin í Bólstaðarhlíð, Óð- urinn um eyðibýlið, Sæluhúsið á hálsinum Hrakhólabörn, Grafreit- urinn í Grjótlækjarskál, Lykill- inn að skáldinu í mannheimum og Fáein orð í fullri meiningu. Bókinni fylgir nafnaskrá. Þetta er sjötta bók Rósbergs Snædals, áður hafa komið út þessar bækur hans: Á annarra grjóti, Nú er hlátur nývakinn, Þú og ég, Vísnakver, í Tjarnar- skarði. Jólamynd barnanna í Kópavogi verð- ur ævintýrið Söngtréð Bíóið mun eftirleiðis sýna barnamyndir með íslenzku tali Kópavogsbíó sýndi á sunnudaginn í fyrsta sinni barna- mynd meö íslenzku tali. Er ætlunin aö eftirleiöis verði barnamyndir í bíóinu sýndar með skýringum á íslenzku. Myndin sem sýnd var á sunnu- daginn var Skraddarinn hug- prúði eða sjö í einu höggi, al- kunnugt ævintýri. Myndin er frá DEFA í Austur-Þýzkalandi, í Agfalitum og hin skemmtileg- asta, enda skemmtu börnin sér ágæta vel. Jólamynd Kópavogsbíós fyrir börnin verður Söngtréð, einnig frá DEFA og jafnframt hefur bíóið tryggt sér sýningarrétt á Nýju fötin keisarans, og mun von á henni áður langt iíður. Helga Valtýsdóttir hefur les- ið skýringarnar inn á segulband og mun hún einnig skýra þær barnamyndir sem bíóið sýnir á næstunni. Mikil vöntun hefur verið á boðlegum barnamyndum í kvik- myndahúsunum hér og á Kópa- Gamonleikur í reyfarastíl Akureyri í gær. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi á sunnudagskvöldið gamanleikinn Á elleftu stundu. Þetta er gamanleikur í reyf- arastíl, einna helzt í ætt við fjörugar leynilögreglusögur, en getur vart talizt fagrar bók- menntir. En áhorfendur skemmtu sér ágætlega og það var óspart hlegið. Með helztu hlutverk í leiknum fara Björn Baldvinsson, Jón Kristinsson, Þráinn Karlsson, Haukur Har- aldsson. Leikstjóri er Guð- mundur Gunnarsson. Hænsni brenna Á laugardagskvöldið kviknaðl í hænsnakofa inni í Selási og var slökkviliðið kvatt á vett- vang. Tókst því fljótt að ráða niðurlögum eldsins, en nokkur hænsnanna voru þá brunnin inni. Flutti fyrirlestur um Island Pólsk blöð birtu nýlega eftir- farandi frétt um starfsemi Pólsk- íslenzka félagsins í Varsjá: 20. nóvember síðastliðinn hélt Pólsk-íslenzka félagið í Varsjá fund í skóla pólsku utanríkis- þjónustunnar. Á fundinum sagði dr. Margaret Schlauch, prófessor við háskólann í Varsjó, frá för Svoboda stjórnar sveitinni í kvöld Hljómleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem Henry Svoboda stjórnar, eru í kvöld kl. 8,30. Á efnisskránni eru Fantasía — nótt á reginfjöllum eftir Moussorgský, Sinfónía konsert- vogsbíó því lof skilið fyrir for- ante eftir Haydn og Sinfónía nr. göngu í þessu efni. ' 7 op. 92 eftir Beethoven. dr. Margaret Schlauch sinni til íslands nú í sumar og hélt fyrirlestur um íslenzkar bók- menntir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.