Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 7
Þ i n g s j á
■Þ j é ð v i I j a n s
20o-28. nóv.
Sunnudagur 29. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON:
ær Alþingi að staría ?
Albingi var kvatt saman til
funda 20. nóvember, nýkjörið
þing og skipun þess og yfir-
bragð allmjög breytt.
Sextíu þingmenn komu nú til
þings og hafa miklar breyting-
ar orðiði á mannaskipun á Al-
þingi, allmargir horfið af þingi,
sumir eftir svo langa þing-
setu að þeir virtust orðnir
grónir þar, en nýir menn rað-
ast nú á þingbekki. Svo er end-
urnýjun þingsins ör undanfar-
inn áratug, að ekki eiga nú
sæti á Albingi nema seytján
þeirra manna, sem þar sátu
1949. fyrir kosningarnar. Tals-
vert breytir bað.svipmóti þings-
ins, að nú voru kosnir nýir
forsetar sameinaðs þings og
beggja þingdeilda, kusu stjórn-
arflokkarnir þá alla úr sínum
hópi. Eftirsjá er að jafn svip-
miklum og öruggum manni í
forsetastól og Einari Olgeirs-
syni, sem undanfarin ár var
forseti neðri deildar, en nj'ju
forsetarnir Friðjón Skarphéð-
insson, Sigurður Ó. Ólafsson
og Benedikt Gröndal (1. vara-
forseti neðri deildar) g'anga
eðlilega að starfa sínum, en lítt
hefur enn reynt á forsetahæfi-
leika þeirra.
Þingmenn koma og fara en
fastir starfsmenn Alþingis
rnynda bægilega traustan
ramma um starf þess, óháðan
kosningum. Húsbóndi þeirra.
Friðjón Sigurðsson skrifstofu-
stjóri Albingis, tók við því
starfi fvrir brem árum af Jóni
Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi,
en hafði bá í áratug gegnt full-
trúastarfi á Aiþingi, svo hann
var. öllurri hnúturri kunnugur.
Síarf skrifstofustjóra Alþingis
er ábyrgðarmikið og oft vanda-
söm sigling þegar úfnar í
stjórnmálunum o? öldur rísa
hæst á .Alþingi. Fn sem skrif-
stofustjóri befur Friðjón Sig-
urðsspn áunnið sér traust og
virðingu albingismanna og ann-
arra sem til hans þurfa að
leita. Hann ætti heldur ekki
langt að sækja það þó hann
kynni að sigla krappan sjó, for-
mannssonur úr Vestmannaeyj-
um.
*
Þingsalurinn gamli er þröngt
setinn af sextíu mönnum, en
1
Alþingi er yfirbragðsmeira og
virðulegra svo fjölskipað. Með
hliðsjón af óhófséyðslu opin-
berra stofnana og einstaklinga
er furðu þröngt og óhaganlega
búið að Alþingi. Allar vistar-
verur þingsins þyrftu að
stækka, og stórbæta þarf að-
búnað þingmanna, starfsfólks,
og blaðamanna. Nægir að hug-
leiða til samanburðar kröfur
þær sem einstakar ríkisstofn-
anir gera til ríkmannlegs hús-
næðis og starfsskilyrða, og. tal-
ið er sjálfsagt að verða við. Á
fáum mánuðum spretta upp í
Reykjavík margra hæða stór-
hýsi í eigu einstaklinga og
stofnana, en Alþingi hírist i
áttræðu húsi sem í engu er
við vöxt þjóðarinnar. í þing-
setningarræðu minntist forseti
íslands á þennan „sparnað"
með aðbúnað Alþingis og taldi
hann ekki lengur viðunandi.
Þetta er ekki hégómamál, held-
ur atriði sem varðar starf Al-
þingis og virðingu þess.
Ekki er ólíklegt að einmitt
þetta þing verði talið marka
nokkur þáttaskil í sögu Al-
þingis. Vegna nýrrar kjördæma-
skipunar, sem endanlega var
samþykkt á þinginu í sumar,
er nú nær bví en nokkru sinni
áður að stjórnmálaflokkar
eigi þingmenn í samræmi við
fylgi sitt. Verður bví ekki and-
mælt að Alþingi er nú betur
skipað en áður að vilja þjóð-
arinnar. Bekkur Framsóknar-
fJokksins er þó enn ofsetinn,
miðað við fylgi hans, en ferill
Framsóknar einkennist af of-
vöxnum þingflokki. Síðar mun
torskilið hvers vegna stjórn-
málaflokki var svo lengi látið
haldast uppi að belgja sig út
á Alþingi og í ríkisstjórnum á
kostnað annarra flokka og án
samhengis við stjórnmálaskoð-
anir landsmanna, eins og þær
koma fram i kosningum.
V
Það mun reynast alþýðu
Jandsins heilladrjúgt að tókst
að breyta kjördæmaskipaninni
í þá átt er gert var. í stj.órnar-
skrárnefndinni 1942 lýsti Einar
Olgeirsson yfir afstöðu sinni
og Sósíalistaflokksins, og var sú
afstaða mjög ábekk þeirri skip-
an sem nú hefur verið lögfest.
Og áhrifum Sósíalistaflokksins
er bað fvrst og fremst að
þakka, að kjördæmaskipun á
íslandi var á þessu ári breytt
í frjálslegra og lýðræðislegra
horf, en ekki horfið til aftur-
haldssamari skipunar þeirra
mála. Afturhaldið íslenzka
vantaði ekki viljann til að
stefna í afturhaldsátt, en það
kom sér ekki saman. Ekki eru
nema nokkur ár frá því er á-
hrifamenn í Sjálfstæðisflokkn-
um. Bjarni Benediktsson og Jó-
hann Hafstein, buðu Framsókn-
arflokknum þá breytingu á
kjördæmaskipaninni að landinu
yrði slíipt í einmenningskjör-
dæmi, líka Reykjavík, Sú lausn
strandaði ekki á frjálslyndi
Framsóknarleiðtoganna, heldur
einungis á því að þeir þóttust
ekki fá nógan floklcslegan á-
vinning af breytingunni, og
meira að segja á þessu ári, í
umræðunum á Alþing'i um kjör-
dæmabreytinguna, minntist
Bjarni Benediktsson með sökn-
uði á þessa leið, afturhalds-
leiðina. Enda hefði sennilega
tekizt með henni að kyrkja
vöxt róttæks alþýðuflokks á
íslandi um árabil og gefa tví-
einu afturhaldi Jandsins öll völd
á Alþingi, ef til vill um ára-
tugi.
í stað þess tókst að stefna
i þá átt sem Sósíalistaflokkur-
inn markaði 1942. Nýja kiör-
dæmaskipunin hefur þegar sýnt
að hún gefur alþýðunni stór-
kostlegt færi á að efla stjórn-
málaáhrif sín. Þess færis var
ekki neytt í haust nema að
litlu leyti, þó sigrar Alþýðu-
bandalagsins víða um land sýni
hvert stefnir. Reykvísk alþýða
virtist þó undarleg'a skilnings-
sljó á hvað í húfi var, og neytti
sízt þess færis sem bauðst, en
svo mun tæpast verða öðru
sim.i. Stórtap Sjálfstæðisflokks-
ins í fyrstu kosningunum eftir
kjördæmabreytinguna sannaði,
að sósíalistar sáu rétt er þeir
héldu því fram, að nýja kjör-
dæmaskipunin væri ekki gerð
fyrir íhaldið í landinu, bótt það
gæti haft af henni stundarhagn-
að. Horít var lengra fram og
haustkosningarnar bentu þeg-
ar til þess að rétt væri stefnt.
Tíu manna þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins er öfiugt Jið til
sóknar og varnar aiþýðumál-
staðnum á Alþingi. Alfreð
Gíslason, Eðvarð Sigurosson og
Geir Gunnarsson koma nú til
liðs við sjömenningana frá
sumarþinginu, og er þing-
flokknum stóraukinn styrkur að
þeim liðsmönnum.
Ný ríkisstjórn settist í ráð-
herrastólana á fyrsta degi
þingsins, sjö manna samstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins. Þó Alþingi sé skip-
að meir í samræmi við vilja
þjóðarinnar en áður, er ólíklegt
að meirihluti þjóðarinnar hafi
viljandi kosið yfir sig rikis-
stjórn Ólafs Thórs. Sjálfstæð-
isflokkurinn stórtapaði í kosn-
ingunum. Og skyldi ekki meg-
inhluti kjörfylgis Alþýðuflokks-
ins hafa staðið í þeirri trú, að
þeir væru að kjósa vinstri
flokk, verkamannaflokk, væru
að stuðla að framgangi vinstri
stefnu?
En allt virtist falla í ljúfa
löð. Engin stjórnarkreppa, eng-
ar langvarandi, þreytandi sam-
komulagsumleitanir stjórnar-
flokkanna. Hárprúð Emilía
þraukaði til 20. nóv. og réttl
þá úfinkollunni Ólafíu Thórs
völdin. Alþingi hóf störf, nýkj.
þingmenn tóku að kynna sér
hin ábyrgðarmiklu þingmanns-
störf, málum tók að rigna nið-
ur til afgreiðslu þingsins. með*-'*'
al þeirra stórmál, fjáröflun til
brýnna þarfa íbúðabyggjenda,
áætlunarráð ríkisins, dragnóta-
irumvarpið. Málið, sem harð-
ast hefur verið deilt um undan-
íarnar vikur, búvöruvsrðið,
virtist þó gróið við skjálfandi
hendur nýia landbúnáðarráð-
herrans, Ingólfs Jónsonar, sém
tók að biðja Alþýðusamband-
ið og Stéttarsamband bænda að
taka þann kaleik frá stjórnar-
ilokkunum, svo hvorugur þyrfti
að efna loforð sín og svardaga
úr kosningahríðinni.
*
Þá gerðist það, er þingið
hafði setið heila viku, og var
rétt að komast á laggirnar, að
Þjóðviljinn sagði frá því á
fimmtudag að ríkisstjórnin
hygðist senda alþingi heim án
tafar, og fresta þingfundum
fram í síðari hluta janúarmán-
aðar. Fréttin orkaði eins og
bomba, svo óvænt kom hún.
Margir trúðu ekki að rétt væri
frá skýrt, en þegar ríkisstjórn-
in lagði fyrir alþingi samdæg-
urs frumvarp um heimild til
bráðabirgðafjárgreiðslna úr rík-
issjóði í janúar og febrúar 1960,
sáu menn hvert stefndi, enda
þótt Gunnar Thoroddsen fjár-
máJaráðherra forðaðist í fram-
söguræðu sinni á fimmtudag að
nefna þingfrestun einu orði.
Á föstudag lagði forsætisráð-
herra svo fram þingsályktunar-
tillögu um frestun funda þings-
ins frá 30. nóv. til 28. janúar.
Jafnframt voru boðaðir íundir
í báðum þingdeildum á föstu-
dagslcvöld, og ætlunin var sú,
að hespa gegnum allar umræð-
ur í báðum deildum stjórnar-
frumvörpin um framlengingu
skatta og tolla sem bundnir
eru við áramót, á kvöldfundin-
um og á laugardag.
Vegna hefðar mun talið,
þegar þingfundum er frestað
með þesum hætti, að ríkis-
stjórnin megi gefa út bráða-
birgðalög í hléinu, þrátt fyrir
það ákvæði stjórnarskrárinnac
að bráðabirgðalög megi . ’ ein-«'
ungis setja „milli jringa'1.'
Bráðabirgðalög' Emils Jónsson-"
ar um búvöruverðið gilda ekkt'1
nema til 15. desember. Þau"
hafa enn ekki verið lögð fýrir'
Alþingi, og komi ríkisstjómiri
fram vilja sínum, fær Alþin’gr
aldrei um þau að fjalla méé'an
Framhald á 11. síðu. j