Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (fli H. E. BATES: RAUÐA SLÉTTAN Fær Alþingi að starfa? „Hann átti ekki von á iMcNab fellibylnum," sagði lækn- irinn. Hún æpti af hlátri, svo að mikla rauðleita litaða hár- skrúðið féll fram yfir fjörleg, athugul augun. Hún ýtti því aftur. „Hvað gengur að bér, Forrester?“ sagði hún. „Finnst þér karrýið ekki gott?“ „Það er dásamlegt.“ „Hvað er það þá? Þú ert ekki við jarðarför!“ Hann brosti og lagði báðar bendurnar á borðbrúnina. „Það er borðdúkurinn,“ sagði hann. „Maður minn þú ert stsórkostlegur,11 saeði hún. Hann strauk fingrunum aftur yfir dúkinn, hörinn, hreinan og strokinn og sterkjaðan undir rauðum og gulum og grænum útsaum, og hann var mjög hrifinn. „Maður minn, þú kannt að meta fallega hluti!“ hróp- aði ungfrú McNab. „Þú ert enginn asni!“ „Þetta er dásamlegur borðdúkur,“ sagði hann. „Alla leiðina frá Rangoon!11 sagði hún. „Hvern ein- asta metra af leiðinni sagði ég við sjálfa mig: Mc Nab, þótt þú glatir öllu öðru, þá máttu ekki glata þessu. Þú mátt ekki glata borðdúknum sem stúlkurnar á trúboðs- stöðinni saumuðu handa þér.“ „Þegar hún varð tvítug,“ sagði Harris. „Hlustaðu ekki á hann, F<'”'rester.“ sacði hún. ,.!Fg skammast mín ekki fyrir aldur minn. Þær saumuðu hann fyrir-fimmtugsafmælið mitt, Forrester. Tveim árum áður en við komum hingað.“ Hann sagði ekkert. Stúlkan á móti honum var búin að 'borða og hún snerti einnig borðdúkinn með höndun- um, leit niður eins og hún væri að rifja upp. „Þú getur strítt mér, Harris læknir!“ saeði ungfrú McNab. „En á þeirri ferð létu lífið þrjú hundruð kon- ur og börn! Svo gömul er ég!“ „Og hefðir þú ekki verið með okkur — “ Eldri syst- irin tók allt í einu til máls í fyrsta sinn, enska hennar var rétt og stirðleg og rödd hennar dó út í lokin. „Meira karrý, Forrester?“ llngfrií MvNab veifaði sleif- inni, strauk litaða hárið frá enninu og æpti til hans. „Þú smakkar ekki á matnum.“ „Þökk fyrir, ekki meira,“ sagði hann. „Þetta er dá- samlegt.“ ,„Það sýnir bara að þú hefur ekki verið hrísgrjóna- laus í þrjú ár!“ Hún tók aftur til við matinn og gul- brúnt karrýið lak niður hökuna og hékk þar eins og skegg. „McNab,“ sagði Harris. „Eitt ætla ég að gera þegar ég kem heim, það skal ekki bregðast. Ég ætla að láta sæma þig orðu.“ „Ég held nú síður!“ hrópaði hún. „Taktu ekki mark á honum, Forrester." „Með einhverju móti skal ég láta heiðra þig,“ sagði Harris. „Með einhverju móti.“ „Með einhverju móti. Með einhverju móti,“ sagði hún hæðnislega. Allt í einu fór hún að tala með miklum hita og þurrkaði karrýið burt af hökunni með einu hand- taki. „Og ég er þó ekki annað en verkfæri! Þú ættir að sæma Skaparann orðu, skal ég segja þér. Ef þú gæt- ir sæmt drottinn orðu og komið honum inn á orðulist- ann með einhverju móti, þá væri mark takandi á þér. Þá væri mark takandi á þér!“ „Með einhverju móti,“ sagði Harris, „Og hvað ætti að standa á þeirri orðu?“ sagði hún. „Áfram Kristsmenn krossmenn? Og þá man ég eitt. Þið komuð hingað til að velja með okkur sálmana fyrir páskadag, og þið farið ekki út úr búsinu fyrr en búið er að velja þá. Kannt þú nokkra páskasálma, Forrester?" Um leið stóðu stúlkan og systir hennar upp frá borð- um og fóru að bera fram diskana. Hann hugsaði sig um andartak, horfði á dimmrauðu blómin á borðinu og sagði síðan: „Er ekki til sálmur sem heitir Hallelúja? Er það ekki páskasálmur?“ Framhald af 7. siðu. þau eru í gildi, og sennilegt að stjórnin hugsi sér að losa sig úr úlfakreppunni með nýjum bráðabirgðalögum 15. desember. Með þessu er Alþingi sýnd frekleg óvirðing, og framgangs- mátinn snuddar við því að vera stjórnarskrárbrot. Svo virtist síðdegis á föstu- dag að Ólafur Thórs vildi reyna samkomulag við stjórnarand- stöðuna, eftir að tillagan um þingfrestun var fram komin. Engu er líkara en hann hafi ekki fengið því framgengt í flokki sínum, því á viðræðum hans við Einar Olgeirsson og Eystein Jónsson varð það ein- kennilega framhald, sem skýrt er frá á forsíðu 'Þjóðviljans í Bæjarpóstnrinn Framhald af 4. síðu. enn sé hallað á konurnar fyr- ir: TsVenzkum dómstólum. Eg er ekkí lögfróður maður, en ég held að það sé mesti mis- skilningur I hvorugu þessu máli var dómur felldur eftir kynferði þess er slasaðist heldur eftir því, hvort sá, er lagði plankann í húsasundið, og bílstjórinn, sem ók fólk- inu, hefðu borið ábyrgð á slysinu með verkum sínum eða ekki. Niðurstaða máls- rannsóknarinnar var, að bif- reiðarstjórinn var ekki talinn hafa borið ábyrgð á íkvikn- uninni 'í bifreiðinni og því var hann sýknaður. Það er líka rangt hjá Þ.M. að bifreiðar- stjórinn hafi ekkert gert til þess að bjarga farþegunum. Hann reyndi að slökkva eld- inn með slökkvitæki, en sú viðleitni hans bar ekki árang- ur. Maðurinn, er lagði plank- ann í húsasundið var hins vegar talinn hafa verið vald- ur að slysinu með hirðuleysi sínu. Þess vegna var hann dæmdur sekur. dag: Ríkisstjórnin ákveðnarin en nokkru sinni fyrr að reka þingið heim. en Ólaíur Thórs hverfur af sviðinu. * Ýmsir skildu þingsetningar- ræðu séra Garðars Þorsteins- sonar svo, að hann teldi mynd- un hinnar nýju ríkisstjórnar helzt líkjandi við mestu slys sem yfir’ þióðina hafa dunið á siðari árum. og hvetti hann þjóðina til þjóðareining'ar líkt og verður eftir önnur slys til þess að bætt væri það sem bætt yrði. ÞÝ4"1 mun þó ran, ur skilni "'rr"r Vominn vegna klaufalegrar -amrkingar prests- ins. En s' b’i° "ii er rétt, að þjóðina hVur’ beil það slys' að kjósa yr:r úg afturhalds- stjórn. Úr því clysi verður ekki bætt, en með órjúfandi sam- heldni alþýðufólks gegn fyrir- huguðum árásum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og' Alþýðu flokksins á lífskiör fólksins og rétt, — og staðíöstum ásetn- ingi að afstýra álika slvsi næst þegar kjörseðill verður tiltæk- ur. væri það bætt sem bætt verður. S.G. Framhald af 9. síðu. ákveðið að hefja að nýju út- gáfu blaðs KSl, er flytti stutt- ar hvetjandi greinar og hvers- konar gagnlegt efni varðandi knattspyrnuna — og væri sent öllum sambandsaðilum og fleirum, án eudurgjalds. Standa vonir til þess að þetta megi takast í náinni framtíð. I skýrslunni greinir frá til- lögum u.m tvöföldu umferðina I fyrstu deild og ennfremur til lögur um bikarkeppni. Verða mál þessi ásamt fleirum rædd á þinginu, og verður þeirra nánar getið síðar, svo og ann- ara mála sem fram koma. Hvað gerist ■..? Framhald af 9. síðu. líka óráðin gáta. Það er eins og Valur hafi stillt inn á jafn tefli í leikjum sínum í móti þessu, og ef Þrótturum tekst upp geta þeir orðið Val erfiðir Þó ekki séu eftir nema tvö keppniskvöld í meistaraflolcki karla. er ekki með neinni visgu hægt að segja fyrir um sigur- vegara og ekki einu sinni hvaða tvö lið verða 'í fyrsta og öðru sæti. Leikirnir á morgun verða annars þessir: 2. flokkur kv. B. Víkingur— Ármann, 3. flokkur k. B.a. Valur— Fram. 3. flokkur k. B.b. Ármann—KR Mfl. k ÍR—KR Mfl. k. Ármann—Fram. Mfl. k. Þróttur—Valur í kvöld fara þcssir ieikir fram: 2. fl. 'kvenra Á. Valur—KR 2. fl. kvenna B. Víkingur— Ármann. 3^ fl. kvenna B.a. Valur—ÍR 3. fl. kvenna B.b. Ármann— Víkingur 2. fl. kvenna A.b. Ármann—ÍR 1. fl. kvenna A. KR—Valur 1. fl. kvenna A. ÍR—Fram 1. fl. kvenna B. Víkingur— Þróttur. „Ein hin fyllsta og merkilegasta mannlýsing í íslenzkum bókmennttim“ Þegar hið mikla bréfasafn Matthíasar Jochumssonar var út gefið á hundrað ára afmæli hans 1935 vant- aði bréfin til Hannesar Hafsteins; þau höfðu ekki komið 'í leitirnar. Það hafði þó komið fram með ýmsu móti að þeir voru vinir, og að hvor þeirra mat hinn meir en flesta aðra samtíðarmenn, eða alla. Þessi bréf, sem nú hafa fundizt, verða fyrir okkur og næstu kynslóðir að ó- fegruðum augnabliksmynd- um úr liugsanalífi skálds- ins — og samanlögð eru þau ein hin fyllsta og merkilegasta mannlýsing i íslen/.kum bókmentum. Víst er að allur bókfús almenningur á Islandi mun lesa þTsi bréf, og að þau verða lengi lesin — jafn- leng’ og menn vilja eitt- hvað vita um þessa tvo af dásamlegustu mönnurn sem Island hefur alið, Matthías Jochumsson og Ilannes Hafstein. Kristján Albertsson liefur byggt brú á milli bréfanna, ten.gt þau saman .í tíma og skemmtilegum frásögnum og á þar með sinn þátt í að gera þau að lifandi og hrífandi sagnfræði. ísafold

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.