Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 5
Sunnudagnr 29. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Stjornin vill fresta þingina Framhald af 1. síðu. samþykkta þingfrestun í næstu viku. Þegar einnig var spurt um vanefndir Ólafs Thórs í neðri deild kom Bjarni Benediktsson upp í ræðustól og sagði fáein orð, og það eitt um Ólaf Thórs að hann væri lasinn. Mætti Ól- afur ekki á þingfundum í gær. Harðorð mótmæli gegn frestuninni f báðum deildum urðu miklar umræður utan dagskrár um þingfrestunina, og var henni harðlega mótmælt. Var klukkan nærri þrjú er umræðum utan dagskrár lauk í efri deild. Var þá leitað afbrigða fyrir fyrsta tekjuöflunarmálinu, en minni- hluta fjárhagsnefndar hafði ver- ið neitað um frest þar til í gær að ganga frá nefndaráliti. Voru afbrigðin samþykkt með 11 atkvæðum gegn 8 en einfaldur meirihluti nægir til að sam- þykkja afbrigði um stjórnar- frumvarp. Var fundinum haldið áfram eftir kaffihlé. Bráðabirgðalögin ekki lögð fyrir? í neðri deild stóðu umræður utan dagskrár fram yfir kaffi- hlé kl. 4. Mæltust þingmenn Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins eindregið til að þessu óeðlilega fundahaldi yrði hætt og ekki reynt að keyra málin í gegn með afbrigðum, sem hlyti að vera gert til þess eins að losna við þingið sem fyrst. Varð lítið um varnir af rík- isstjórnarinnar hálfu. Ingólf- ur Jónsson og Bjarni Bene- diktsson sögðu nokkur orð, en neituðu með öllu að svara fyrirspurnum stjórnarand- stæðinga. Þannig neitaði Ing- ólfur með öllu að svara hvort bráðabirgalögin um búvöru- verðið yrðu lögð fyrir þingið. :i= v Vegna þess hve blaðið fór snemma í pressuna í gær voru ekki tök á að rekja frekar það sem gerðist á þingfundunum, en skýrt mun frá niðurstöðum í næsta blaði. Vélbátur strand- ar við Grindavík I fyrrakvöld strandaði v.b. Þorkatla GK 97 skammt frá Grindavík. Áhöfnin, 8 menn, bjargaðist í land heil á húfi. Báturinn var smíðaður árið '1946, 67 brúttólestir að stærð, ‘og bar eitt sinn nafnið Þorgeir goði. Eigandi var Hraðfrysti- hús Þórkötlustaða h.f. Grinda- vík. Við þessi andlit kannast vafalaust margir. Þau eru bandarísku leikararnir Sus- an Hayward og Jeff Chandl- er. Hondifökur í Tokíó Lögreglan í Tokio í Japan hefur handtekið þrjá forystu- menn Sambands vinstrisinnaðra stúdenta í .borginni. Einnig hef ur lögreglan boðað handtökur allmargra foringja verkalýðs- hreyfingarinnar. Stúdentar o g verkamenn stóðu fyfir fjölmennum mót- mælafundi og mótmælagöngu fyrir framan þinghúsið í Tokio, tii þess að mótmæla endurnýj- un ihermálasamnings Japans og Bandaríkjanna og áf'limhald- andi hersetu Bandarikjamanna í Japan. Allar tegundir trygginga. Höfum hús og íbúðir til sölu víðsvegar um bæinn. Höfum kaupendur að íbúðum. Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 13428. Eftir kl. 7, sími 33983. Drengjabuxor ur ensku sevjoti VALBORG Austurstræti 12 Matrósa- i föt L úr ensku sevjoti Stærðir 4 til 7 ára Verð írá kr. 420,00 VALBORG Austurstræti 12 Verkainamiafélagið Dagsbrún verður haldinn í Iðnó, mánudaginn 30. þ.m. klukkan 8.30 s.d. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kosið í uppstillingarnefnd og kjörstjórn 3. Samningamálin Fjölmennið og sýnið skírteini við inn- ganginn. STJÖRNIN. 1000 tíma ramagnsperur fyrirliggjandi 15_25—40—60—82—109 Watt. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Mars Trading Company hJ., Klapparstíg 20 — Sími 1-73-73. Árekstrar á Álafossi Framhald af 1. síðu hins vegar, að Pétur, bróðir Asbjarn~r, sem er deildarstjóri í verksmiðjunni, sækir Júgó- slavann aftur til vinnu. Var Júgóslavinn vefari og bar Pét- ur því við, að hann mætti ekki missa hann frá því starfi. Hins vegar var Ásbjörn búinn að fá annan mann í starfið. Starfsfólkið í verksmiðjunni mótmælti þegar þessu gerræði Péturs. M.a. skrifuðu milli 30 og 40 manns sig á lista og hót- uðu að hætta vinnu í verk- smiðjunni, ef Júgóslavinn yrði ekki þegar í stað látinn fara. Pétur gekk nú á fólkið, sem hafði skrifað á iistann, með skömmum og svívirðingum og reyndi jafnframt að koma fram hefndaraðgerðum gegn sumu af því. Þannig tók hann t.d. lykla af einum verkstjóranum og ætl- aði að banna honum að ganga um verksmiðjuna. Einni stúlk- unni hótaði hann að setja hana á vakt frá kl. 6 á morgnanna til kl. 5 á kvöldin en treysti sér þó ekki til þess að koma því í framkvæmd og tók í þess stað af henni alla auka- vinnu, en hún var ráðin tilj verksmiðjunnar upp á þau kjör. að mega vinna aukavinnu eins og hún kærði sig um. Nú fyrir helgina lét Ásbjörn Júgóslavann fara úr vinnu öðru sinni og í dag ætluðu eigendur verksmiðjuríhar að halda ráð- stefnu með sér um þetta mál. Vildi ekki verða séní Orson Wells, hinn kunn/ bandaríski kvikmyndasnilling- ur, hefur tjáð blaðamönnum í New York, að fyrir þrem árum hafi bandaríska sjónvarpið boðið sér starf sem spurnipga- snillingi við það fyrirtæki. Wells hafnaði tilboðinu, en Cliarles van Doren gleypti við þessu, og allir vita hvernig fór. AV A I P frá Sálarrannsóknarfélagi Islands Sálarrannsóknarfélag Islands hefur ákveðið að stofna til bókaútgáfu, með það fyrir augum að gefa út merk- ar bækur um sálarrannsóknir, dulræn efni og andleg mál, ýmist frumsamdar eða þýddar, fyrst um sinn eina bók á ári, en síðar fleiri, ef útgáfan fær góðar viðtökur almennings. Fyrsta bókin, sem Bókafélag S.R.F.l. (en svo nefnist útgáfan) gefur út, verður úrval af erindum og rit- gerðum eftir Einar H. Kvaran um sálræn efni, og heitir bókin: „EITT VEIT ÉG“ Þessi bók er gefin út í tilefni af aldarafmæli skálds- ins hinn 6. desember næstkomandi. I bókinni, sem verður um 400 bls. í sama broti og „Morgunn“, tlma- rit Sálarrannsóknarfélagsins, verða prentaðar um 20 meiri háttar ritgerðir og fyrirlestrar, sem birzt hafa. á víð og dreif í tímaritum á árunum 1905—1938, eða verið gefnar út sérprentaðar, og flestar löngu ófáan- legar. Auk þess nokkurt efni, sem aldrei hefur verið prentað. Bækur þær, sem Bókafélag S.R.F.Í. gefur út, verða seldar skráðum félagsmönnum þess allmiklu ódýrar, en hægt verður að selja bækurnar á almennum hóka- markaði. Verð á þessari fyrstu bók félagsins verðnr þannig aðeins 80 kr. heft, en 115 kr. innb., send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu beint til félags- manna (en á almennum bókamarkaði verður bókin seld á 150 kr. heft, en 195 kr. innb.). Þeir, sem óska . að verða félagsmenn í Bókafélagi S.R.F.Í., og þannig verða aðnjótandi þeirra sérstöku kjara, sem hér er um að ræða, og jafnframt stuðla að útgáfu bóka um þessi efni, eru beðnir að rita nafn sitt og heimilisfahg á meðfylgjandi seðil, klippa hann út, og senda seðilinn ófrímerktan og án þess að iáta hann í umslag, j póst til Bókafélags S.R.F.Í., Pósthölf 433, Reykjavík. Til BékaSélags S.R.F.Í., PcsElnólI 433, Reykjavík Undirrit....... óskar að gerast félagi í Bókafélági S.R.F.Í. Óska ég að fé félagsbók þessa árs serjda burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu — hefta á 80 kr. innb. á 115 kr. — (strikið út það sem ekki á við) Nafn: .......................................:. :. . Heimilisfang ...............................ý.'... Má leggja ófrímerkt í póst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.