Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (Ö .....,1. , I imii . i llj.lllH III I «m,mm ^H I RITSTJÓTtl Þing Knattspyrnusambands íslands var sett í gær: SiliHil t- wm tíraa Island tekur ekki þátt í heimsmeistarakeppninni 1962 I gær var sett hér í Reykja- vík þing Knattspyrnusambands íslands. Formaður KSÍ Björgvin Schram setti þingið og flutti skýrslu stjórnarinnar Er skýrslan ásamt reikn- ingum og skýrslum nefnda KSÍ mikið rit uppá 50 s'íður. Er þar m.a. getið áætlana um landsleiki næstu tvö árin og segir þar m.a.: 1960: Landsleikur við áhuga- mannalið Vestur-Þjóðverja er ákveðinn að sumri, sennilega 8. ágúst. Aukaleikir 2—3. Landsleikur við Ira í Dublin er ákveðinn 11. september n.k. Einnig tveir aukaleikir, senni- lega í Cork og Waterford. Til tals hefur komið að norska landsliðið heimsæki okk- ur í júlíbyrjun, en ekki er það endanlega ákveðið. 1961: Landslið Hollendinga mun leika hér í ágúst 1961 Þá stendur til boða ferð til Englands strax og aðstæður leyfa. Að sjálfsögðu er áætlun þessi háð því að nauðsynleg leyfi fáist til heimboða og utan- ferða, einnig að Laugardals- völlurinn verði fáanlegur til af- nota vegna landsleikjanna. En ástæða er til að vona að ekki standi á leyfum þegar sótt er um það með nægum fyrirvara. Bréfaskriftir hafa farið fram við danska og norska knatt- spyrnusambandið um mögu- leika fyrir unglingalandsleikj- um, en e'kki hefur enn tekizt að fá neitt ákveðið 'í því máli. Aldur sá er miðað er við, er annaðhvort 18 eða 23 ára. Ástæða er til að halda áfram tilraunum til að koma á slík- um leikjum. Þá er í deiglunni ath. KSl á því hvernig koma ætti 4 reglubundnum landsleikjum við Norðurlöndin. Hinn ágæti á- rangur íslenzka landsliðsins : sumar styrkir aðstöðu KSl í þv'í máli. Stjórnin hefur ákveðið að taka ekki þátt í næstu heims- meistarakeppni, sem er jafnt fyrir áhuga- sem atvinnumenn. tírslif hennar munu fara fram í Chile 1962. Til tals hefur komið að taka þátt í landsliða-'keppni Evrópu, sem er útsláttarkeppni, leikið heima og heiman. Sú keppni fer fram annað hvolt ár eða næst 1961. Fréttablað KSÍ. Þá segir í skýrslunni að stjórnin hafi fest kaup á nýj- um fullkomnum fjölritara og hefur komið til tals, og reyndar Framhald á 11. síðu. Hvað gerist á mánudagskvolíi 1 * r «••** r •• V ,*0 prju ieiog jom í ooru sæti: Á mánudaginn halda leikirn- ir í meistaraflokki áfram og sannarlega ríkir enn sama ó- vissan um hvern leik. Á öllum Síðustu leikir körfuknattleiks- mótsins í kvöld I kvöld kl. 20.15 fara fram, að Hálogalandi, síðustu leikir Meistaramóts Reykjavíkur í körfuknattleik. Þá leika þessi lið: 2. fl. KR—Ármann og KFR —IR. Kvennafl. KR—Ármann. Tveir síðartöldu leikirnir eru hreinir úrslitaleikir. I kvenna- flokki er Ármann íslandsmeist- ari og verður leikurinn eflaust skemmtilegur, því að KR-stúlk- •urnar hafa, æft vel 'í vetur. Að lei'kjunum loknum verða af- hent verðlaun í öllum flokkum, og eru verðlaunagripirnir hinir glæsilegustu. leikkvöldum meistaraflokks karla hefur eitthvað óvænt skeð. Nú standa leikar þannig, að þrjú lið eru í öðru sæti með 5 stig hvert, og eru það Fram, ÍR og Víkingur, þau tvö fyrst- töldu eftir 4 leiki en Víkingur eftir 5 leiki Fljótt á litið mætti álíta að leikurinn milli KR og IR væri úrslitaleikur mótsins, en félögin leika á morgun, en svo getur líka farið að Fram hafi ekki sagt síðasta orð sitt í þetta sinn. Eftir tap sitt fyrir Víkingi um síðustu helgi hafa l'íkur fyrir sigri Fram aukizt til muna. Fari því svo að Fram vinni og IR og KR geri jafntefli vaxa möguleikar Fram. Sennilegt er að IR geri sem það getur til að ná báðum stigunum, en vaflaust verður þetta jafn og skemmtilegur leik- ur. KR-ingar hafa ekki virzt eins stefkir nú og á undanförn- um vetrum, og svipað er að segja um ÍR, Leikur Vals og Þróttar cr Framhald á 11. síðu. Sogsvirkjunarbréf 1959 - Rafmagnsvísitölubré! sem verða til sölu hjá bönkum, flestum sparissjóðum og nokkrum verðbréfasölum frá og • með 1. desember n.k. ÚTBOÐ fyrir 30 milljóna króna Sogsvirk.iunarláni 1959 vegna virkjunar Efra-Falls, sem tekið er samkvæmt lögum nr. 35 23. maí 1959, um viðauka við lög nr. 28 23. apríl 19.46 um virkjun Sogsins 1 gr. — Höfuðstóll lánsins er kr. 30.000.000,00. Útgefin eru skulda- bréf fyrir samtals kr. 36.075.0001)0, og er mismunurinn vextir, sem allir eru greiddir fyrir fram til eigenda bréfanna þannig, að þeir eru dregnir frá nafnverði hvers bréfs við sölu. 2. gr. — Lánið er í fimm flokkum, sem skiptast þannig: Litra A að nafnverði kr. 4.220.000,00 þar af höfuðstóll kr. 4.000.000,00 með 5(4% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1960. Kaupverð 5.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 4.761,07 Kaupverð 1.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 952,21 Litra B að nafnverði kr. 7.828.000,00, þar af höfuðstóll kr. 7.000.000,00 með 5%% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1961 Kaupverð 5.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 4.492,47 Kaupverð 1.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 898,49 Litra C að nafnverði kr. 9.528.000,00 þar af höfuðstóll kr 8.000.000,00 með 6% ársvöxtum, g'jalddagi 1. nóv. 1962. Kaupverð 5.000,00 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 4.219,09 Kaupverð 1.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 843,82 Litra D að nafnverði kr. 10.292.000,00, þar af höfuðstóll kr 8.000.000,00 með 6(4% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1963. Kaupverð 5.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 3.907,65 Kaupverð 1.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 781,53 Litra E að nafnverði kr. 4.207.000,00, þar af höfuðstóll kr. 3.000.000,00 með 7% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1964. Kaupverð 5.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 3.585,70 Kaupverð 1.000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 717,14 3. gr. — Öll skuldabréfin eru útgefin til handhafa. Þau eru í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. Bréfin eru útgefin að nafn- verði kr. 5.000,00 og kr. 1.000,00. 4. gr. — Við innlausn hvers skuldabréfs skal greiða verðlagsupp- bót á naínverð þess í hlutfalli við hækkun rafmagnsverðs í Reykjavík frá því sem var í október-nóvember 1959, til gjalddaga þess, 1. nóvember hvert áranna 1960—1964. Skal hér miða við þacj rafmagnsverð, sem greitt er fyrir rafmagnsnotkun 1. nóvemb- er ár hvert 1960—1964. Lækki rafmagnsverð i Reykjavík frá því, sem var í október-nóvember 1959 til gjalddaga bréfanna, verða skuldabréfin innleyst á nafnverði. Risi ág'reiningur um framkvæmd verðtryggingar þessarar, skal málinu vísað til nefndar þriggja manna. Hagstofustjóri er odda- maður, en hinir tilnefndir af stjórn Sogsvirkjunarinnar og Seðla- bankanum. 5. gr. — Innlausn bréfanna fer fram í Landsbanka íslands, Seðla- bankanum. Eftir gjalddaga greiðast ekki vextir af gjaldföllnum skuldabréfum, og engin verðlagsuppbót er greidd á nafnverð skuldabréfa vegna hækkunar á rafmagnstöxtum, sem kann að eiga sér stað eftir gjalddaga bréfanna. 6. gr. — Skuldabréf fyrnist, ef því er ekki framvísað innan 10 ára frá þeim degi, sem það féll í gjalddaga. 1- gr. — Lánið er tryggt með sjálfsskuldarábyrgð ríkissjóðs og bæjarsjóðs Reykjavíkur. Aðalskuldabréf lánsins með áritaðri ábyrgðaryfirlýsingu fjár- málaráðuneytisins er geymt hjá Landsbanka fslands, Seðlabank- anum, Reykjavík. Hver sá, er sannar, að hann sé löglegur eig- andi sérskuldabréfs samkvæmt aðalskuldabréfinu, getur fengið eftirmynd af því hjá bankanum gegn hæfilegri þóknun. NOVEMBER 1959 Landsbanki íslands - Seðlabankinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.