Þjóðviljinn - 29.11.1959, Blaðsíða 12
Tekjur Loftleiðcz hafa aukizt
um 25% það sem of er árinu
Námu á siSasia ári 77 milljónum króna
Heildartekjur Loftleiða á síðasta ári námu 77 millj.
króna og varð hálfrar millj. kr. hagnaður á rekstri fé-
lagsins. Farnar voru alls 254 ferðir á árinu og ferþegar
26702 talsins.
Frá þessu var skýrt á aðal-
fundi Loftleiða h.f. sem hald-
inn var hér í Reykjav'ík sl.
föstudag.
Sætanýting 70%.
Auk framangreindra upplýs-
higa um ferðafjölda og far-
þegatölu skýrði Alfreð Elías-
Kosninn tími
til oð huga
að gólapósti
Póststofan hefur heðið
blaðið að vekja athygli lesenda
á því, að nú líði að því að út-
búa þurfi jólapóstinn. Skipa-
ferðir til útlanda fyrir jól, sem
•nú er vitað um, verða allar í
fyrri hluta desemhermánaðar
og þarf að skila sendingum,
bréfum og bögglum, næstu
daga. Fyrstu viku desember
fara skip héðan til New York,
og 12. desember er skipsferð
til Kaupmannahafnar. Til Eng-
lands er ekki vitað um neinar
ferðir í næsta mánuði og fer
því enskur póstur um Kaup-
mannahöfn.
Póstsendingum, sem senda á
flugleiðis, ber að skila fyrir
18. ídesember. Jólapósti til
Austurlands ber að skila í síð-
asta lagi fyrir 14. desember og
til Norður- og Vesturlands fyr-
ir 18. desember.
son framkvæmdastjóri félags-
ins frá því, að vöruflutningar
á árinu hefðu aukizt um 6,8%
en póstflutningar minnkað um
18,4%. Loftleiðaflugvélarnar
voru að meðaltali rúmar 9
klukkustundir á lofti á sólar-
hring; flognir vorú 3270317 km
á 10248 klst. Sætanýting var
Um 70%, en 60% árið 1957.
I árslok voru starfsmenn
Loftleiða 181, þar af 110 i
Reykjavík, 37 í New York og
12 'í Hamborg.
Hagstæður rekstur á þessu ári.
Fyrstu 10 mánuði þessa árs
Stúdentar bjóða
aðstoð fyrir jól
Vinnumiðlun stúdenta mun,
eins og undanfarin ár, útvega
atvinnurekendum starfsfólk í
jólaönnunum úr hópi stúdenta.
Ber þeim að snúa sér í síma
skrifstofu vinnumiðlunarinnar:
15959.
fluttu flugvélar félagsins 31478
farþega, 7826 fleiri en í fyrra,
þ.e. 33% aaikning. Sætanýting
þessa 10 mánuði hefur verið
71,1% að jafnaði og til jafnað-
ar hafa flugvélarnar verið 10
klst. og 20 mín á lofti.
Rekstur Loftleiða á þessu
ári hefiir þv;í orðið mjög
hagstæður og tekjurnar auk-
izt um 25% miðað við sama
tíma í fyrra.
Nýju velarnar teknar í notkun
n.k. apríl.
Stjórn Loftleiða bindur mikl-
Framhald á 3. siðu
þlÓÐVILIINN
Sunnudagur 29. nóvember 1959 — 24. árgangur — 263. tbl.
Glæsiíeg árshátlð Alþýðu-
bandalagsins á Selfossi
Árshátíö Alþýöubandalagsins í Suöurlandskjördæmi
var haldin aö Selfossi í gær. Var þar margt manna
saman komiö víða aö úr kjördæminu til aö fagna hin-
um glæsilega kosningasigri Alþýöubandalagsins í kosn-
ingunum 26. október sl.
Það var Alþýðubandalagið í
Árnessýslu, sem gekkst fyrir
þessari árshátíð Alþýðubanda-
lagsins í Suðurlandskjördæmi.
Samkoman var haldin í
Tryggvaskála. Hófst hún með
Sala skuldabréfa í Sogs.
v_
virkjunarláni að hefjast
Kjör bréíanna betri en áður heíur verið á
almennum verðbréíamarkaði hér
Eftir helgina koma á markaðinn skuldabréf í 30 millj.
kr. láninu, sem Sogsvirkjuninni var í vor lögheimilað að
bjóða út vegna virkjunarframkvæmda við Efra-Fall.
Með útgáfu þessa skulda-
bréfaláns er horfið inn á nýj-
ar brautir á innlendum verð-
Æskan til um-
ræðu á borgara-
fundi í Firðinum
I dag verður efnt til almenns
borgarafundar í Bæjarbíói í
Hafnarfirði og er fumdarefnið:
Viðfangsefni og vandamál æsk-
unnar. Til fundarins boðar á-
fengisvarnarnefnd Hafnar-
fjarðar og verða frummælend-
ur prestarnir Bragi Friðriks-
son, Garðar Þorsteinsson próf-
astur, og Kristinn Stefánsson,
Ólafur Þ. Kristjánsson skóia-
stjóri, Páll V. Daníelsson við-
skiptafræðingur og Þorgeir Ib-
sen skólastjóri. Fundurinn
hefst kl. 5 síðdegis.
Verzlunin Brynja 40 ára
Nú um helgina lieldur verzlunin Brynja upp á 40 ára starfs-
afmæli sitt, en liún er ein af elztu og þekktustu byggingavöru-
verzlunum landsins. Verzlunin var stofnuð ;í nóveniber 1919 af
Guðmundi Jónssyni kaupmanni og rak liann hana í nær 20 ár.
Núverandi eigandi og forstjóri er Björn Guðmundsson. Verzlun-
in var fyrst til húsa í timburhúsi, sem stóð þar sem Fálkinn er
nú, en síðustu 30 árin hefur hún verið rekin í húsi því, sem
hér sést á myndinni.
Loftleiðir lögðu fil að stofnað yrði nýft fé-
lag vegna innanlandsflugsins, Fí hafnaði
1 fréttatilkynningu, sem
Þjóðviljanum barst í gær
frá Loftleiðum segir m.a.
að formaður félagsstjórnar,
Kristján Guðlaugsson hrl.,
hafi í ekýrslu sinni á aðal-
fundi félagsins g.l. föstu-
dag vikið að samningaum-
leitunum, sem fram hafa
farið á þessu ári um sam-
einingu eða samstarf ís-
lenzku flugfélaganna. Hafi
hann getið þess, að stjórn
Loftleiða hefði boðizt til að
taka þátt í stofnun nýs
flugfélags, er hefði ein-
göngu með höndum rekst-
ur innanlandsflugs, en
þeirri tillögu verið hafnað
af hálfu Flugfélags íslands.
Þjóðviljinn sneri sér af
þessu tilefni í gær til Arn-
ar Johnson, framkvæmda-
stjóra Flugfélags Islands.
Kvað Örn það rétt vera að
viðræður hefðu farið fram
á s.l. sumri milli fulltrúa
flugfélaganna tveggja um
hugsanlega sameiningu eða
samstarf. — Loftleiðamenn
hefðu þá lýst þeirri tillögu
sinni, að flugfélögin störf-
uðu áfram hvort í sínu lagi
að millilandafluginu, en
stofnuðu saman nýtt félag
um innanlandsflugið. Full-
trúar Fl töldu slíka félags-
stofnun alls ekki það sem
um væri að ræða og í raun
algera andstæðu samein-
ingarviðræðnanna og spor í
öfuga átt. Rekstur innan-
landsflugsins og mi'lilanda
hlyti að styðja hvort annað
og heildarrekstur væri hag-
bréfamarkaði, sögðu starfs-
menn Seðlabankans og Sogs-
virkjunarinnar, er þeir ræddu
við blaðamenn um lánsútboðið
í fyrradag, — kaupendum eru
nú boðin hagstæðari kjör en
áður hafa þekkzt á opinberum
markaði.
Vextir greiddir fyrirfram
Verðbréfin eru til skamms
tíma, frá 1—5 ára, og verð-
gildin 1000 og 5000 kr. Gjald-
dagi er 1. nóvember. Vextir á
eins árs bréfum eru 5V2%, á
tveggja ára bréfum 5%%, 3ja
ára 6%, fjögurra ára 6Vá% og
5 ára bréfum 7%.
Hér er einnig sú aðferð við-
höfð, að vextir dragast frá
nafnverði bréfanna við sölu
þeirra, þannig að kaupandi
greiðir t.d. 718 kr. fyrir 1000
kr. skuldabréf til 5 ára, sé það
keypt 1. desember 1959.
Verðtrygging höfuðstóls
og vaxta
Verðtrygging skuldabréf-
anna er einnig nýmæli. Við inn-
íausn hvers bréfs greiðist verð-
lagsuppbót á nafnverð þess í
hlutfalli við hækkun rafmagns-
verðs í Reykjavík frá því sem
var um síðustu mánaðamót til
gjalddaga þeirra. Lækki raf-
magnsverðið á sama tímabili er
skuldabréfið innleyst á nafn-
verði allt að einu. Það er ekki
einungis höfuðstóllinn, sem
verðtryggður er á þennan hátt,
heldur einnig vextirnir og er
það algert nýmæli.
„Sex persónur“
í síðasta sinn
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
leikritið „Sex persónur leita
kvæmari en ef dreifa œtti I höfundar" eftir Pírandello sl.
honum á fleiri hendur. Örn ! sunnudagskvöld. Svo mikil var
! aðsóknin, að margir urðu frá
n,ð hverfa og því verður leikur-
inn enn sýndur kl. 8 í kvöld í
i Iðnó — í allra s'íðasta sinn.
sameiginlegri kaffidrykkju og
var hvert sæti i húsinu skipað.
Bergþór Finnbogason, kenn-
ari, formaður Alþýðubanda-
iagsins á Selfossi setti sam-
komuna og bauð gesti vel-
komna. Þá fluttu ræður alþing-
ismennirnir Karl Guðjónsson
og Hannibal Valdimarsson. —
Röktu þeir í stórum dráttum
þróun stjórnmálanna síðustu
vikur og gerðu grein fyrir þeim
verkefnum, sem nú biða AI-
þýðubandalagsins sem mál-
svara alþýðustéttanna í land-
inu gagnvart hinni nýju aftur-
haldsstjórn íhalds og krata.
Gunnar Benediktsson rithöf-
undur, flutti fróðíegan og
skemmtilegan ferðaþátt af för
sinni til Kína á s.l. hausti.
Að lokum lék hljómsveit
Óskars Guðmundssonar fjrrir
dansi. Samkoman var hin á-
nægjuiegasta og kom glöggt
fram mikill sóknarhugur Al-
þýðubandalagsfólks á Suður-
landi.
Johnson kvað þessum samn-
ingaviðræðum hinsvegar
enn ekki lokið, þó að hlé
hefði orðið á þeim í bili.
Jóliannes úr Kötlum
Bókmennta-
kynning MM
Bókmenntakynning
Máls og menningar í til-
efni sextugs afmælis Jó-
hannesar skálds úr Kötl-
um hefst kl. 2.30 síðdegis
í Gamla bíói j dag.
Þar flytur Kristinn E.
Andrésson ávarp og Guð-
mundur Böðvarsson skáld
ræðu. Kristinn Hallsson
óperusöngvari syngur ein-
söng, en upplestur jinnast
leikararnir Baldvin Hall-
dórsson, Þorsteinn Ö.
Stephensen, ÍBryndís Pét-
ursdóttir og Lárus Páls-
son, Helgi Hjörvar rit-
höfundur og Jóhannes úr
Kötlum. Kynnir á bók-
menntakynningunni verð-
ur Jón Múli Árnason, en
undirleikari með einsöngv-
aranum verður Fritz
Weisshappel.
y