Þjóðviljinn - 26.04.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. apríl 1960 tuntijrnirrmjxzi Síðari hluti frósagnar Gísla Sigurðssonar nc 33! •M ai Bíi r:;i kjí! aÆ tbr • Mí « 3u: kk Híi m ;k i m iíifr !ít»í i ti- i' ** n'5 i u»' ar 2i ir; rrr trt: IMOÐVIUINN Uteefandi: Sameinlngarflokkur alliýðu - Sósialistaflokkurinn. - RltstJórar: Magnús K.iartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Bími 17-500 (5 linur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðvíljans. Hvað gerist í Genf? T dag verða greidd aíkvæði á sjóréttarráðstefn- * unni í Genf, og öll þjóðin bíður með eftir- væntingu eftir úrslitunum. Augljóst er að hags- munir íslands eru allir viö það bundnir að engin tillaga verði samþykkt í Genf; þá verður ráð- stefnan árangurslaus, ástandið óbreytt, og við höld'um beirri 12 mílna landhelgi sem við tryggð- um okikur fyrir tveimur árum. Öllum ber saman um að Bretar láti sér ekki til hugar !koma að senda herskip hingað á nýjan leik, og árangurs- laus ráðstefna nú er trygging fyrir því að 12 mílna reglan vinnur sigur um heim allan á næstu árum. Því hlaut það að vera sérstakt verkefni íslenzku sendinefndarinnar að gera allt sem hún megnaði til þess að fella tillögu and- stæðinga okkar. Og að öllu eðlilegu hefðu ís- lendingar átt að bíða þess eins í dag hvort þetta tækist. Pn i staðinn hefur ríkisstjórn íslands valið ‘ósæmilega og stórhættulega leið. Hún hefur flutt breytingartillögu við bandarísku tillög- una og boðizt til þess að íslendingar bregðist bandamönnum sínum og fylli flokk andstæðing- anna, ef við — og við einir — fáum undanþágu frá sögulegum rétti, en allar aðrar þjóðir verði að láta sér nœgja 6 mílna fiskveiðilandhelgi a. m. k. nœstu 10 árin. Með slíkri breytingartillögu erum við að bjóðast til þess að stuðla að því að ;H andstæðingar okkar sigri á ráðstefnunni. fE i~|g nú bíða Íslendingar eftir því að frétta hver ^ örlög þessi hættulega og lítilmannlega til- 53 laga hljóti. Bezti kosturinn er auðsjáanlega sá, fyrst ríkisstjórnin fæst ekki til að afturkalla g3 tillöguna, að hún verðí samþykkt, en tillaga £n Bandaríkfanna felld engu að síður. En það fylg- Q ir tillögugerðinni af íslands hálfu að ísland muni iíH beita sér gegn þeim málalokum, sem okkur eru hagstæðust, og reyna þá að tryggja tillögu and- stæðinga okkar samþykki. l/'erði tillögurnar báðar samþykktar höfum við * ekkert tryggt okkur framyfir þann rétt sem -/rc við höfum haft í tœp tvö ár og enginn gat frá f£g okkur tekið. En við höfum fallizt á það sjónar- [ftn mið að við eigum að hafa sérstöðu INNAN 12 mílna. Og við höfum fallizt á gerðardómsákvæði, ef ágreiningur rís; erlendur dómstóll á sem sé að fjalla um vexðar innan 12 mílna við Island ef einhver önnur þjóð gerir tilkall til slíkra veiða. Fnn einn kostur er eftir. Þrátt fyrir allt samn- ingamakkið í Genf og Lundúnum og þrátt fyrir öll loforð sem Bandaríkin og Bretland hafa gefið Ólafi Thói'S og félögum hans, kann tillaga SU5 íslands að verða felld. Og þá eru íslenzk stjórn- j~fj arvöld búin að tefla þjóð sinni í hættulega að- m stöðu. Við höfum þá — sjálfir — gert okkur leik að því að láta fella tillögu um mm Hér segir Gísli Sigui'ðs- aranum og þurrkvínni Suðurnesjum, bæði fyrr wa :h:j son lögregluþjónn nokkuð hans, svo og kón.gsins og síðar, og engir íslend- IKS frá gömlu hafnfirzku kot- böðli og Bessastaðavald- ingar heldur lengur bor- unurn, byggðahverfunum inu, en fáa staði landsins iö menjar erlendrar yfir- og gömlum örnefnum. En hefur erlent vald leikið drottnunar en fólkið þar. «5 hann segir líka frá ridd- jafn grátt og byggðina á i 1 Kotin urrkvíin Ttrt UD Gísli Sigurðsson lögreglu- þjónn í Hafnarfirði hefur ekki aðeins safnað heimildum er komnar hafa verið að því að glatast, heldur hefur hann einnig grafið upp þræði úr sögu Hafnarfjarðar um hálfa fjórðu öld aftur í tímann. í fyrri hluta spjallsins við hann vorum við komin að því að ræða um einstaka bæi og ör- nefni. —• Með fyrstu bæjarnöfn- unum sem heimildir eru um hér í Hafnarfirði, segir Gísli, er Brúarhraun. Það var byggt um 1770, en líklega mun hafa verið þar sjóbúð- arnefna á 17. öldinni. Klofi var byggður 1775 og Gestshús um 1790. Fram af Gestshúsum var á sínum tíma byggð fyrsta hafskipabryggja í Ilafnarfirði og Bæjarútgerð- arhúsin standa á Klofalóðinni. Nýjahraun, (nú 27 við Strandgötu) var byggt 1806. Garður eða Sigþrúðarbær stóð þar sem byggt var hús Ein- ars Þorgilssonar (nr. 25 við Strandgötu). Markúsarbær (Markús þessi var forfaðir Brynjólf Jóhannessonar leik- ara) stóð þar sem nú er Sjálfstæðishúsið (nr. 29 við Strandgötu). Fyrsti bær við Lækinn var Weldingshús, byggt um 1784 og kennt við Kristján Welding, steinsmið og assistent' við verzlanir hér. Frá honum er mikil ætt kom- in. Lækjarkotsnafnið kemur fyrst fram um 1830, en það er ekki það Lækjarkot sem síðar var kunnugt móti Dverg. Bæirnir voru eins oft kenndir við konur, t.d. Kolfinnubær, — sem einnig var nefndur Tutlukot. Á Hamrinum var Hamarsbærinn, sem Bjami Oddsson verzlunarmaður hjá Linnet byggði á öidinni sem le:ð. Sjóbúð var þar nokkru suunar. Hamarsbæjarnafnið færðist svo yfir á annan bæ, sem nú er Hellubi’aut 9, en upphaflegi Hamarsbærinn var svo kallaður Bjarnabær, og er nafnið í góðu gildi enn, Hella er byggð um 1870, og heitir þar svo enn. — Þá kemur næst suður í Flensborgar- eða Skuldarhverfið. Þar verður fyrst f.vrir Guðrúnarkot. Nafn þetta lifir fram yfir 1860. Þar umhverfis rís svo heil bæjarþyrping, kölluð Skuldarhverfi. Hvernig nafnið er til komið er óvíst, en lík- legt má telja að bæirnir hafi verið í skuld við Flensborgar- verzlunina; það voru fátæk- lingar sem þarna bjuggu. Óseyri verður til 1770-1774 og Ásbúð um svipað leyti og Melurinn. Brandsbær heitir svo eftir fyrsta búanda þar, Guðbrandi að nafni. í Vesturbænum var t.d. Skcmagerens Hus, er fyrst hét svo, en síðar aldrei kall- að annað en Skóbót. Skers- eyrar og Bala er beggja getið í jarðabók Árna Magnússon- ar. Þar vestur frá var líka bær sem kallaður var Söng- hóll, og hefur sennilega ein- hverntíma verið glatt á hjalla þar. Fyrst framan af virðist Hafnarfjarðamafnið aðeins hafa náð yfir byggðina norð- an Lækjarins. Byggðin í hrauninu skiptist í Lækjar- þorpið, það náði frá Gerðinu (hjá Barnaskólanum) og inn að Gunnai’ssundi. Brúar- hrau'Uhverfið náði frá Guð- arssundi að Linnetsstíg — og suður að Læk við Ósinn. Frá Linnetsstíg tók við Skemmuþorpið vestur að R- víkurvegi. Stofuþorpið eða Akurgerði var þaðan vestur að Merkúrgötu eða Ivlofa og Gestsliúsum. Frá læknum og suður að Hamri var stundum nefnt Miðfjörður, nokkru seinna er öll byggðin suður að Hamri nefnd Hafnarfjörður. Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamr- inum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær — og var þá konungsjörð. Árið 1816 er þetta land, al.lt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) cg allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði kom- ið í eigu Bjarna riddara Si- vertsens. — Bjarni riddari var víst einn umsvifamesti Hafnfirð- ingur, fyrr og síðar. — Já, og þegar hann fór að stofna til sk’pasmíða byggði hann m.a. þurrhvi fvr- ir 3 skip við Skipaklett. Hún var til fram að 1882 eða 1884, ég talaði við fólk sem mundi hana þar. J sóknarlýsingu sr. Árna Helgasonar prófasts í Görðum er ágæt lýsing á henni. Sr. Árni segir þar; „1 Hafnarfirði er grafin gröf inn í malarkambinn í hléi við klettasnös sem geng- ur fram í fjörðinn til suðurs skammt fyrir vestan það elzta liöndlunarhús. I þessa gröf gengur sjór með hverju að- fal’.i, en um fjöruna er hún þurr. Fyrir framan er hurð og sterkt plankaverk með grjóthleðs’u fyrir innan, nema þar sem hurðin er. Hingað eru á haustin, með stór- straumsflóði, leidd 3 þilskip. Fleiri rúmast þar elcki, en eigi veif ég hvort þetta má lieita hróf. Flest þilskip standa allan veturinn í fjörum hinu megin fjarðarins, sunnan til að ísland skuli undanþegið ákvœðunum um „sögulegan rétt'. Við höfum þá á óbeinan hátt stuðlað að því að .LH unnt sé að halda því fram að sögulegi rétturinn skuli einnig ná til Islands og skerða þá land- helgi sem við höfum haft að heita má óskerta í tæp tvö ár. Við höfum þá fært andstæðingum okkar upp í hendurnar vopn sem okkur kunna að reynast mjög hættuleg. Því er tillaga Islands ekki aðeins ósæmileg og hættuleg framtíðarhags- munum okkar, hún er einstætt glæfraspil með örlagamál þjóðarinnar. Allir Islendingar vona að betur fari en til er stofnað. — m. Hvaleyri. — (Ljósmynd Sigurður Guðmundsson)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.