Þjóðviljinn - 05.05.1960, Side 9

Þjóðviljinn - 05.05.1960, Side 9
Fimmtudagur 5. maí 1960 ÞJÓÐVILJINN — (ð f# RiHfjóri: Frímann Helgason John Thomas stökk 2,17 og setti nýtt heimsmet Sundlaugin Það kom engum á óvart að hinn 19 ára gamli stúdent frá Boston, John Thomas, bætti heimsmetið í hástökki; það var aðeins spurning' hvaða dag'ur það J'rði. Hann haiði áður farið yfir 2,19 m inni. en það fær hann ekki viðurkennt sem met. Þetta sag'ði þó til um hæini hans og, hváð í vændum væri. Met það sem hann bætti var 2,16 m og átti Rússinn Judi Stepanof það irá árinu 1957. Um það met var á sínum tíma mikið deiit og rætt, og naumast Um önnur meira, og hafa þó mörg metin valdið miklum umræðum. Rúss- inn notaði sem kunnugt er skó með þykkum sólum, og þótti sem hann mundi hafa haft af þeim mikið gagn, en þar sem engin fyrirmæli voru þá um þykkt sóla, var metið að lokum stað- fest, en sérstakar reglur voru settar um þykkt sóla á skóm fyrir hástökkvara. ef svo mætti segja, og hann er í dag af öllum taiinn örúggasti maðurinn til þess að vinna gull í hástökki í Róm. í fyrra varð hann að taka það heiduy rólega, vegna þess að hann meidc’is í lyftu háskólans sem hann stund* ar nám við. Brasilía vann sam- bandsríki aral með 5:0 Tveir kunnir íþróttamenn starf- rækja ,sumarbúðir’ fyrir drengi Sumarbúðir, uppistaðan í drengja, þar starfseminni sem yrði íþróttir og fræðsla um (þær og félagsmál, hefur um nokkurt skeið verið til umræðu meðal áhugamanna um íþróttir. Slík- ar sumarbúðir eru algengar er- lendis og hafa verið ákaflega vinsælar og haft sín áhrif á aukinn áhuga þátttakenda fyrir íþróttum og glætt þekkingu þeirra fvrir gildi íþrótta. Kennsla sú, sem þar fer líka fram, miðar i þá átt að bæta árangur, einstakli'nganna. Hingað til hefur þetta að mestu verið talin orðin tóm, en til að fýrirbyggja allan misskiln ing, er hér átt við annað en það merka starf sem bæði skátar og KFUM halda uppi fyrir drengi Nú hafa tveir kunnir íþrótta- menn ráðizt í það fyrirtæki að hrinda þessu í framkvæmd, og skal þar íyrst frægan telja Vil- hjálm Einarsson, sem gert hefur hinn ísíenzka íþrótta„garð‘‘ frægari en nokkur annar íþrótta- maður, og' hirin er Höskuldur Karlsson, sem m.a. hefur verið meðal keppenda í landsliði ís- lan.ds í frjálsum íþróttum. Þessir ágætu menn hafa feng- ið til umráða húsakynni Garð- yrkjuskólans að Reykjum við Hveragerði, og hafa þeir aðgang að sundlguginni og öðrum stöð- um sem til þarf og tiltæk eru þar. Þeir segjast hafa í hyggju að byrja með'tvö námskeið sem eiga að standa frá 4. til 14. júní og það síðara írá 18. til 28. júni. Gera þeir ráð fyrir að hámarkstala joátttakenda geji orðið. 40, og aídurstakmarkið er 12—16 ára. Dagskráin sem þeir félagar hafa búið út ber með sér að drengirnir fá nóg að gera, og það verður æði tilbreytingaríkt. Þarna verður auðvitað morgun- leikfimi, knattleikir, knattspyrna og har.dknattleikur, frjálsar í- þróttir og sund. Inn á milli verð- ur svo komið fyrir íþrótta- fræðslu, fjallaferðum, og' þá um leið náttúruskoðun. Að loknu góðu dagsverki, er svo kvöld- vaka fyrir drengina. Um þessa dagskrá sína segja þeir Vilhjálmur og Höskuldur, að ætlunin sé að blanda saman áreynslu og' hvíld, leik og fræðslu, þannig að á hverjum degi fái hver og einn sem mest við sitt hæfi. Þeir segjast ekki líta aðeins á það sem dreng- irnir gera þennan stutta tíma sem þeir eru hjá þeim. Við viljum, og leggjum á það sér- staka áherzlu, segja þeir, að kenna þeim og efla áhuga þeirra og skilning á iþróttum. Með þessu vonum við að þeir haldi áfram, þegar heim er komið og' taki þá ef til vill aðisér að leiðbeina öðrum, Þó vilja þeir ekki segja að þetta sé leiðbeinendanámskeið en með kvikmyndasýningum, um- ræðufundum og leiðbeiningum um félagsmál o.fl. telja þeir að drengirnir verði betur undir slíkt búnir. en ella. Ágústa setti nýtt met í gærkvöld A sundmóti IR í gærkvöldi bar það helzt til tíðinda, að Ágústa Þorsteinsdóttir bætti met sitt í 100 mera skrið- sundi, synti á 1:05,6, og bætti því metið um 1/10 úr sek- úndu. Önnur i sundinu varð danska sundkonan Kirsten Strange á 1:06,6. í 100 metra skriðsundi karla sigraði Guð- mundur Gislason bezta skrið- sundmann Dana á 58,3. Larson synti á 58,3. í 100 metra bringusundi kvenna sigraði Linda Peter- sen, Danmörku á 2:57,0, en Hrafnhildur synti á 2:59,8. Nánar verður sagt frá keppnlnni í blaðinu á morgun. Þeir leggja áherzlu á það að ekki verði farið út á þá braut að velja þá hæfustu, því ..heil- brigðir þurfa ekki læknis við“ eins og þeir orða það. Umsóknir verða því teknar í þeirri röð sem þær berast. Þeir segjast þó ekki neita því að æskilegt væri að ungmenna- og iþrótta- félög ættu sem flesta fulltrúa, og kæmi þá til álita hvort ekki kæmi til mála að þau styrktu til dæmis efnilega drengi til æf- inga þarna fyrir keppni síðar á sumrinu. Allur kostnaður fyrir hvern einstakling verður 500 krónur fyrir hvort námskeið, og' er þar allt innifalið: fæði, húsnæði kennslugjöld, afnot af íþrótta- velli. Umsóknir eiga að sendast Höskuldi Karlssyni, Keflavík' eða Vilhjálmi Einarssyni, Lynghaga 11, Reykjavík, og þurfa að hafa borizt fyrir 10. maí vegna fyrra námskeiðsins, en fyrir 20. maí vég'na þess síðara. Ágæt tilraun Það er sannarlega virðingar- vert að þeir Vilhjálmur og Hösk- uldur skuli ráðast í þetta fyrir- tæki, sem svo lengi hefur verið urn rætt, en framkvæmdin dreg- ist. Er ekki að efa að þeir fé- lagar leysi þetta verkefni vel af höndum, enda eru þeir engir við- vaningar í þessum málum. Vafálaust verður áhugi hér fyrir svona námskeiðum ekki síður en annars staðar. Árangur- inn fer að s'jálfsögðu eftir því hve vel tekst að gera þetta líf- rænt og skemmtilegt og hve miklum fróðleik verður hægt að miðla ungum mönnum. Verður sannarlega fróðlegt að fylgjast ineð framvindu þessa ágæta máls. John hefur lagt mikið að sér að bæta metið nú undanfarið ár og það sýnir bezt að það er engin tilviljun að hann bætir það, að þegar hann setti metið var rigning og heldur óhagstætt veður. Það er því ekki að efa að keppnistimabilið sem er að byrja verður hans fyrsta stórár. Viðskiptasamkomu- lag framlengt Samkomulag um viðskipti Is- lendinga og Pólverja hefur ný- lega verið endurnýjað óbreytt til septemberloka n.k. Landslið Brasilíu í knattspvrnu lagði fyrir nokkru upp í knatt- spýrnuför, þar sem keppt verður í þrem heimsálfum. Fyrsti leik- urinn fór fram í Kairo og fóru leikar þannig að Brasilía va-in Arabíska lýðveldið 5:0. Mikill á- hugi var fyrir leiknum og' fciðu áhorfendur frá því snemraá morguns við aðgöngumiðasöluna til þess að tryggja sér aðgöngu- miða. Næsti leikur átti að vera í Damaskus og þriðji leikurinra á að fara fram í Malmö i Sví- þjóð. í Kaupm.höfn leik þeir 10. maí. Tveim dögum síðar leika þeir í Mílano á Ítalíu og sennilega leika þeir annan leik þar eiiin:g. F.vrir hvern leik sem þeir leika i Arabíska iýðveldinu fá þeir 45 þús. dollara, en í Ve.;t- ur-Evrópu íá þeir 20 þúsu.id dollara. Næstum allir þátttak- endur voru með i Svíþjóð 1958: þegar þeir unnu heimsmeistara- keppnina það ár. Trúlofunarhringir, Stein- krlnglr, Hálsmen, 14 og 1B kt gull. Er hun höfuðlaus Knattspyrnulið brezkra, kvenna mun bráðlega leggja upp í keppnisför um margar lieimsálfur, til Bandaríkjanna, Suð- ur-Ameriku, Ástralíu, Japan og' Filippseyja. I liði þessw, se:n þeklet er undir nafninu „Nomads“, eru 29 leikmenn, stúlfewr á aldrinum 12—30 ára, allar frá Manchester. Myndin hér fyrir ofan var tekia á æilngu „Nomads“ í Didsbury, nálægt Man- chester, og er engu ljkara en önnur stúlkan hafi misst höfuðsð í viffureigmiuii.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.