Þjóðviljinn - 03.07.1960, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. júlí 1960
HSustað efir lífsmerkjum
■Framhald af-6. síðu.
Leitin
um, annað að ná sambandi
við ibúana. En svo vel vill
til að gert hefur verið undra-
tæki nokkurt, móttökutæki
fyrir útvarpsbylgjur utan úr
geimi. Svo næmt er þetta
tæki, að það spannar geim-
víddirnar. (Á sjónvarpi sjást
þessar geimbylgjur eins og
logndrífa á spjaldinu.)
Tæki þetta er í rauninni
geisiöflugt móttökutæki fyrir
sjónvarpsbylgjur. Það hefur
loftnet (oftast kringlulaga)
til að safna geimbylgjunum
og magnara til að magna.
Maðurinn við tækið gerir
fremur að sjá en heyra. „Ef
við fengjum skeyti frá Jifandi
verum úti í geimi“ segir
Drake. mundi koma eins og
aukastafir í hrafnasparkið frá
'hinum óskaplega hávaða utan
úr geimnum."
Tvennt var það sem þurfa
þótti til framkvæmdanna við
Project Ozma; cðru framar:
loftnet ncgu stórt til að ná
til hinna nálægari stjarha og
móttökutæki svo næmt að það
gæti greint merki sem finna
mætti að send væru af viti
gæddum verum frá óhljóðun-
um utan úr geimnum. I fyrra-
vor lýsti Drake því yfir, að
tækið væri orðið svo fullkom-
ið, að unnt væri að hefja leit
að merkjum þessum og rétt
að gera það, því þeir hnettir
innan stjörnusveipanna, sem
ætla mætti að byggðir séu,
væru svo ótalmargir að með-
al. þeirra hlytu að vera fjöl-
margir byggðir verum á
hærra þroskastigi en mann-
kyn jarðarinnar. Philip Morri-
son og Giuseppi Cocconi, eðl-
isfræðingar sem starfa við
Cornell-háskóla, segja svo í
hinu brezka vísindatímariti
Nature: „Það er mjög Hklegt
að einhversstaðar, þar sem
viti bornar verur hafa þróað
með sér v'ísindi, hafi lengi
verið vonazt eftir slíkri vís-
indaþróun, sem þarf th að
senda skeyti og taka við
skeytum utan úr geimi, í
grennd við sól okkar,.... og
að þeir sem þar búa hafi fyr-
ir löngu hafið tilraunir til að
koma slíku sambandi á.“ Það
verður byrjað að leita á svæði
sem tekur yfir 15 Ijósára bil
frá jörðu. -Skilyrðin fyrir því
að þetta heppnist eru auðvit-
að þau að þeir fyrir handan
eigi nógu öflug senditæki
(eins og þau sem hér á jörðu
eru til nú þegar) til þess að
móttökutæki Ozma, sem er 85
fet að þvermáli, geti náð
skeytunum. Drake hefur bent
á það, að þessi tæki fari
hatnandi með ári hverju. 1
desember að vetri verður til-
búið mcttökutæki, sem er 140
fet að þvermáli. En 1962
verður tilbúin kringla, sem á
að vera 600 fet að þvermáli.
Síðan er gert ráð fyrir að
smíðað verði mcttökutæki,
sem á að verða 1000 fet að
þvermáli.
Þegar búið er að hlusta
varxdlega ,á Tau Ceti og Epsi-
lon Eridani, á að færa út
kviarnar og hlusta í tíu
klukkutíma á dag í þrjá daga
á hverja af ýmsum nálægum
stjörnum, sem líklegar þykja.
Og komi nú merki á spjald-
ið, sem þykir gefa til kynna
að nú sé markinu náð, munu
þau verða skráð á band og
reynt að skýra þau. L'íkurn-
ar til þess að tilraunin tak-
izt fljótt eru álitnar mjög
litlar. Verurnar þarna fyrir
handan kunna að hafa sent
merki, sem hafa farið fyrir
ofan garð og neðan hjá okkur
um ár og aldir, jafnvel jarð-
aldir. Það eru ekki nema 25
ár síðan okkur jarðarbúum
tókst fyrst að smíða móttöku-
tæki til að taka við útvarps-
hylgjum utan úr geimi.
AS spanna
geimviddir
Það er ætlunin að hlusta
eftir merkjum, ekki að senda
merki. Ef það tækizt að koma
á skeytasendingum milli jarð-
arbúa og þroskaðri manna eða
annarra vera á öðrum hnetti,
mundi þurfa að búa til mál
sem báðir gætu skilið. Drake
álítur að á því mundu að
vísu vera miklir erfiðleikar,
en þó ekki óyfirstíganlegir.
Það mætti hafa einföld stærð-
fræðitákn (t.d. flatarmyndir
eða regluna fyrir röð frumefn-
anna) til þess að skiptast
á fyrstu kveðjunum, síðan
mætti senda sjónvarpsmyndir
og láta nafn fylgja hverri
mynd, svo sem gert er við
lestrarkennslu barna. En
hvemig sem farið verður að,
verður samtalið seinlegt eða
álíka og þá er tröllin voru
að kallast á og liðu hundrað
ár frá því að spurt var þang-
að til svarað var.
'En forvitri mannsins fær
enginn heft. Harold Urey, nó-
belsverðlaunahafi segir svo:
„Ég þykist vita það að ein-
hversstaðar á óþekktum
hnetti sé verið að tala um
það hvort líf sé á öðrum
hnöttum eða ekki. Ef við
næðum sambandi við ein-
hverja slíka, yrði það meiri
viðburður en nokkur annar
sem unnt er að ímynda sér.“
íþróftir
Framhald af 9. síðu
íþróttamenn og flokka'r gætu
dvalið og hafa jafnframt starf-
ar.di drengja'búðir, svo drengir,
og einnig stúlkur, gætu haft
lifandi samband við okkar
bezta íþróttafólk.
Ekki má ljúka þessum skrif-
um svo, að ekki sé minnzt á
matráðkonuna Ólafíu Auðuns-
^óttur, sem er systir þeirra
Auðunsbræðra, en hún hugsaði
einstaklega vel um drengina.
Einnig má geta þess að eitt
ungmennafélag, UMF Aftureld-
ing i Mosfellssveit, kostaði að
öllu leyti fjóra drengi á nám-
skeið þetta.
SpjailaS við þrjá nýsfúdenta
Framh. af 7. síðu
er, miklu minna kaup, sem
stúlkurnar hafa, en sami
kostnaður.
— Telurðu, að þær geti
unnið fyrir sér?
— Það vantar mikið á það.
Það er hægt að hafa fyrir
fötum og vasapeningum en
ekki meiru, að minnsta kosti
ekki í venjulegri vinnu.
— Hvað hefur þú stundað á
sumrin?
— Eg hef aðallega unnið í
verzlunum, t.d. í Kron og í tó-
baksverzlun. Svo hef ég líka
verið í kaupavinnu.
— Og hvort finnst þér
betra ?
— Eg held ég vilji heldur
vera í kaupavinnu, ef það væri
betur borgað. Annars jafnar
það sig kannske, því að fólk
eyðir ekki eins .miklu 'í sveit-
inni.
— Hvað voruð þið margar
stúlkurnar í stærðfræðideild-
inni núna ?
— Við vorum 12, sem byrj-
uðum í deildinni í fjórða bekk,
en útskrifuðumst 7. Hinar
duttu úr.
— Og hvernig geðjaðist þér
að stærðfræðinni ?
—• Mér fannst hún hálf-
strembin. Hún þarf voðalega
yfirsetu.
— En eðlisfræði og efna-
fræði?
— Þær eru eiginlega
skemmtilegri en stærðfræðin,
meira lifandi.
Hvernig stóð á því, að þú
fórst í stærðfræðideild ?
— Eg held það hafi verið
mest vegna þess, að mér gekk
svo vel í reikningi í barna-
skóla og stærðfræðin var með
hæstu einkunnum mínum i
þriðja bekk. Það er mjög vill-
andi, hve stærðfræðin þar er
mikið léttari en seinna verður.
— SkÍDta menn ekki stund-
um um deild?
— Jú, aðallega fyrst í fjórða
bekk og fara þá úr stærðfræði-
deild í máladeild.
— Er ekki máladeildin allt-
af fjölmennari?
— Jú, það eru alltaf nokkru
fleiri í máladeild, en það mun-
aði ekki mjcg miklu núna. Það
er að aukast, að strákar fari
í stærðfræðideild, þv'í gð það
gefur fleiri tækifæri.
— Ætla margar a.f stúlkun-
um að halda áfram námi?
— Eg held, að meirihlutinn
ætli sér eitthvað meira, þótt
það verði kannske ekki há-
skólanám.
— Hvað leggja þær helzt
fyrir sig?
— Flestar, sem fara í Há-
skólann leggja fyrir sig tungu-
mál, en svo eru margar, sem
fara í eitthvað annað, t.d. í
Kennaraskólann.
— Fannst þér stúdentsprófið
erfitt ?
— Það er nokkuð erfitt, ef
fólk ætlar sér að taka háa
einkúnn.
— Mikið erfiðara en lands-
próf ?
— Það er ekki hægt að bera
það saman. Þetta eru svó mörg
munnleg próf og þá ræður
heppnin meiru. Undir lands-
prófið er meiri lestur og stagl.
— Hvað þótti þér skemmti-
legast að læra?
— Sögu og íslenzku og
kannske náttúrufræði.
— Hvað ætlastu fyrir í
haust?
— Eg er að hugsa um nám
erlendis, en ég veit ekki hvern-
ig það gengur. Það er svo dýrt
og ekki hægt að vinna með því
á sumrin.
— Hvaða nám er það?
•—- Eg vil helzt ekki þurfa
að segja það. Eg er svo hrædd
um, að ég komist ekki.
.■— En ætlarðu í háskólann
hérna, ef illa ifer?
— Eg veit ekki. Það getur
verið að ég láti innrita mig.
— Hvernig líkaði þér ann-
ars í Menntaskólanum ?
— Það var anzi skemmtilegt.
Félagslífið í vetur var svo mik-
ið, málfundir, listkynningar og
dansæfingar. Það hefur mikið
aukizt síðan félagsheimilið kom
og aðstæðurnar bötnuðu.
— Taka stúlkurnar ekki mik-
inn þátt 'I félagslífinu?
— Jú, þær eru að verða anzi
athafnasamar í því, a.m.k. að
því er viðkemur dansi og svo-
leiðis.
— Segðu mér að lokum eitt.
Heldurðu, að það sé rétt, sem
stundum er haldið fram, að
stúlkur séu iðnari við nám en
piltar?
— Eg held, að t.d. í barna-
skólum lesi þær betur en verði
latari, þegar kemur upp í efri
bekkina í framhaldsskólunum.
Halldóra Sigurðardóttir,
Langholtsvegi 24, er dóttir
Guðbjargar Guðbrandsdóttur
og Sigurðar Ólafssonar, múr-
ara.
— Hvaða framhaldsnám
hyggst þú leggja stund á, Hall-
dóra?
— Það er alveg óráðið.
— Þú ætlar kannske ekki að
halda áfram?
— Jú, ég er alveg ákveðin í
því.
— Eru margir stúder.tar,
sem eru óráðnir í, hvað þeir
taka fyrir?
— Eg held það séu flestir
með einhver áform.
— Finnst þér skortur á unp-
lýsingum um framhaldsnám ?
— Eg hef svo lítið reynt að
afla mér upplýsinga um það,
en þeim er að minnsta kosti
ekki ýtt að manni, þó veitir
Handbók stúdenta náttúrlega
nokkrar leiðbeiningar.
— Nota stúdentar þá bók
mikið ?
-— Já, ég held það séu lang-
flestir, sem hafa keypt hana
og gluggað eitthvað í hana, en
ég veit ekki hvort nokkur hef-
ur farið eftir henni.
— I hvaða deild varst þú?
— Eg var í stærðfræðideíld.
—• Af hverju valdirðu stærð-
fræðideildina ?
— Eg held það hafi mest
verið slys.
— Sérðu kannske eftir því?
— Nei, ég býst við, að ég
myndi fara aftur 'í stærðfræði-
deild,- ef ég ætti nú að velja.
^Það skortir tilfinnanlega meiri
eðÍisfræðikennsKf í máíadeild-
jinni. Eg held það sé t.d. gagn-
legra að lesa eðlisfræði en
latínu. Svo standa Hka fleiri.
leiðir opnar fyrir þá, sem hafa
stærðfræðideildarpróf en mála-
deildar.
— Hvað segir þú um hug-
myndina um stofnun náttúru-
fræðideildar ?
— Mér lízt alveg prýðilega á.
hana. Eg held það yrði fjöl-
mennasta deildin. Það yrðu á-
reiðanlega margar stúlkur, sem
leituðu í þá deild. Eg veit um
margar, sem hafa talað um
það, að þær vildu læra meira
í ýmsum greinum en hægt er
að gera í máladeild, t.d. í eðl-
isfræði.
— Fer þeim stúlkum ekki
fjölgandi, sem fara í stærð-
fræðideild ?
—- Jú, þeim fer ört fjölg-
andi. Eg held það sé mest
venja, að stúlkur skuli flestar
hafa farið í máladeild.
— Hvað starfar þú núna ?
— Eg vinn í Útvegsbankan-
um.
— Hefurðu unnið þar á
sumrin?
— Nei, ég hef unnið í verzl-
unum. Það eru flestar skóla-
stúlkur, sem vinna á sumrin í
verzlunum eða skrifstofum.
— Og hvernig er kaupið?
— Það er náttúrlega nokkuð
misjafnt.
— En miðað við það, sem
piltamir hafa upp?
— Uss! Það er ekki helm-
ingur af þvi, sem þeir geta haft
upp. Þeir hafa svo miklu meiri
möguleika á að fá upppgripa
vinnu, t.d. landmælingar eðá
eitthvað þess háttar.
—- Fara margar skólastúlkur
í síld?
— Ekki úr Menntaskólanum
að minnsta kosti. Þáð hefur
verið svo mikið happdrætti.
— Hvernig Hkaði þér í skól-
anum?
— Mér líkaði að sumu leyti
ágætlega. Annars hefur maður
við svo lítið að miða, hvort
þetta er góður skóli eða vond-
ur.
— Hvað fannst þér helzt að?
— Það má náttúrlega um
þetta deila, en ég held, að
sambandið á milli kennara og
nemenda sé ekki nógu gott.
Svo eru kennslúskilyrðin auð-
vitað slæm, sérstaklega fyrir
stærðfræðideildina.
— Hvað þctti þér mest gam-
an að læra í skólanum ?
— Ekki stærðfræði. Mér
þótti gaman að Iæra eðlisfræði
en mest haifði ég gaman af ís-
lenzku.
S.V.F.
Mvndjr til
t^kifærisgiafa
Mvndarammar
Fívergi ódýrari
ínnrömmunarstofan,
Njálsgötu 44