Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 1
IÓÐVI Ll
Miðvikudagur 26. október 1960 — 25. árgangur — 241. tölublað
Félagsfundur
Félagsfundur verður i
ÆFR annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld, klukkan 9. Áríð-
andi mál á dagskrá. Mætið
stundvíslega.
Stjórn ÆFR.
oup hœkki 15 til
styttri vingiuvika,
fast vikukaup og eftirvinno sé.a
Alþýðusambandið sendir frá sér
frumdrög að kjarakröfum og
býður ríkisstjórninni viðræður
Miðstjórn AlþýÖusambandsins hefur samþykkt frum-
drög að kjarabótakröfum verklýðssamtakanna í væntan-
legri samningagerð við atvinnurekendur.
Er þetta gert í samræmi við október, þar sem tillaga Eð-
ákvarðanir ráðstefnu verkalýðs-
félaganna um 'kjaramál.
Villandi frásögn
EðHlegt þótti að birta ekki
tillögur sambar.dsstjórnar fyrr
en félögin hefðu fengið þær i
hendur, en í útvarpsumræðun-
um í fyrrakvöld gerði Birgir
Finnsson þetta mál að umtals-
efni á mjög villandi hátt.
Hið rétta í málinu er að mið-
stjórn A.S.I. fól Eðvarð Sig-
urðssyni, Snorra Jónssyni,
Eggert G. Þorsteinssyni og
Óskari Hallgrímssyni að vinna
að því að semja drög að sam-
eiginlegum. kröfum. Á fundum
nefndar þessarar lögðu þeir
Eðvarð og Snorri fram
ákveðna tillögu, en Eggert og
Öskar tóku hvorki afstöðu til
hennar né báru fram sjálf-
stæða tillögu.
Sex gegn þrem
Loks á miðstjórnarfundi 19.
Árásarmálið
flutt á Vell-
ínum a morgun
Mál bandarísku hcrmanranna
sem kærðir hafa verið fyrir á-
rás á ísl. stúlku á vellinum í
sumar og nauðgunartilraun, hef-
ur nú verið þingf est í sakadómi j
Keflavíkurf'ugvallar. að því er'
Bj'irn Ingvavsson lögreglustjóri i
á vc'.Iinum hefur tjáð Þ.ióðvi'j-
anum. Vcrður málii flutt fyrir
dóiii á morgun, fimmtudag.
Srrk:amli cr Lo;i Einarsson, en
ver.iancli Kanaruia IBjörn Hclga-
son.
llilillllilllillllllllllllUIIIUIUUIIIIMIII
varðs og Snorra lá fyrir, dró
Eggert upp plagg sem átti að
vera gagntillaga. Þar kennir
ýmissa kynlegra grasa, til
dæmis er talið að kaupmáttur
launa fyrir átta stunda vinnu-
dag fyrir efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar hafi verið
slíkur að nægt hafi til að fram-
fleyta meðalfjölskyldu.
Eðvarð bar fram breytingar-
tillögu við tillögu Eggérts og
var hún samþykkt með sex at-
kvæðum gegn þremur.
Síðan var tillaga þeirra Eð-
varðs og Snorra samþykkt með
sama atkvæðamun. Er hún
birt sérstaklega hér á síðunni.
Ekkert svar
Jafnframt drögum að kjara-1
bótakröfum í samningum við
atvinnurekendur samþykkti
miðstjórn A.S.l. að kjóea fjóra
menn til að hef ja þegar viðræð-
ur við rík:sstjórnina um eftir-
taldar ráðstafanir:
1. Almenna Jækkun á vöru-
verði m.a. með niðurfellingyi
viðaukasölus'.iatts í tplli
(8.8%) — læklcun aðflutnings-
gjaldla og ströngum verðlags-
ákvæðum.
2. Lækkuit útsvara af al-
•nennum launatekjum.
3. Almenna lækkun útláns-
vaxta.
4. Afnám ákvæðis laga, sem
banna að kaupgjaldssamningar
séu tengdir verðlagi.
5. Aðrar ráðstafanir, sem
verkalýðrsfélögii' k>rnnu að
'¦"e'— til jafns við beinar launa-
h^'if^ir.
í nor,idi*",a vnru þeír kosnir,
E^varð. Snorri. E.Tgert og Ósk-
B-r, R;tnði Aiþýðusamband-
i?j f^r~r"'"isrfiðhorra. bréf um
n.álið ?0. októhor. en e^ckert
sv.or bocur borizt frá ríkis-
stjc'rnrn".i.
| Nýja stífl-
an í Laxá
5
jjj E;ns og skýrt var frá hér
E í blaðinu í gær, var nýtt
= mannvirki við Geiraetaða-
kvísl í Laxá, Suður-Þing-
eyjarsýslu, tekið í notkun sl.
laugardag. . Hefur verið
byggð stífla í kvisl þess-
ari með lokum, sem notaðar
verða til að hafa taumhald
"á vatnsrennslinu, auka það
og minnka eftir þörfum.
Standa vonir til að mann-
virki þstta tryggi rennsli
Laxár og komi. í veg fyrir
rafmagnsskort á orkuveitu-
svæðinu nyrðra. — Myndin
var tekin á laugardaginn,
er lokurnar voru dregnar
frá stíflunni í Geirastaða-
kvísl í Laxá. Vátnið ryðst
fram.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIII.......Illllllllllllllllllill
Brezkir togarar rádast inn i
landhelgina á nýjan leik
Brezkir togarar hafa enn
á ný ráðizt inn í íslenzka
landhelgi þrátt fyrir hátíð-
leg loforö um að slíkt skuli
ekki ske.
Gæzluí'lugvélin Rán stóð þrjá
togara að veiðum í fyrrakvöld
svo langt fyrir innan landhelg-
islínu að enginn vai'i getur leik-
ið á að um er að ræða veiði-
þ.iól'nað að yiirlögðu ráði. Hafa
brezku togararnir þar með tek-
ið upp fyrri hætti frá í sumar,
þegar þeir þyrptust í landhelg-
ina enda þótt togaraeigendur
hefðu lýst yfir að togaraskip-
stjórunum væri skipað að halda
sig utan 12 mílna markanna.
Þetta landhelgisbrot er þeim
mun ósvífnara sem það er fram-
ið í hléi á viðræðum milli rík-
isstjórna Bretlands og fslands
um landhelgismálið, og bendir
til að afstaða íslenzkra stjórn-
arvalda sé skilin svo í Bret-
landi að íslendingum megi allt
bjóða.
Tilkynning Landhelgisgæzl-
unnar í gær um atburð þennan
hljóðar svo:
Laust i'yrir myrkur í gær-
kvöldi kom gæzluflugvélin Rán
að þremur brezkum togurum að
veiðum íyrir innan íiskveiði-
takmörkin við Hvalsbak, og
voru tveir þeirra allt að 6 sjó-
mílum innan takmarkanna, en
einn minna. Gaf ílugvélin þeim
stöðvunarmerki með ljósmerkj-
um. Tveir togaranna héldu þá
þegar út iyrir takmörkin, en
einn sinnti engu merkjum i'lug-
vélarinnar og hélt áíram veið-
um.
Framhald á 2. síðu.
ii.......iiiiilliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu iiiiiiiiiiiliiiillllliiliiiiillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
S Drög Alþýðusambandsstjórnar að saineiifinleg-
5 um kröfum verkalýðsfélaganna eru svohljóðandi:
| 1. Kaupkröfur 15 — 20%.
E 2. Almenn stytting viiiniitímaiis í 44 klst. á viku,
E þannig að ekki verði unnið eftir hádegi á laug-
E ardögum. Kaupið verði sama og nú er fyrír
E 48 stunda vinnuviku.
= 3. Kaupgjaldsákv. samninga falli úr gildi og nýj-
5' ar samningaviðræður verði teknár upp, ef vcrð-
5' lag hækkar um ákveðna hundraðstölu, t.d. 3%.
4. Krafa urn, að fast vikukaup verði greitt alls-
slaðar, þar sem hægt er að koma því við. —
Þar sem því verður ekki viðkomið, verði tíma-
kaupið 4% hærra,
5. Allir eftirvinnutaxtar verði afnumdir, og öll
vinna, sem unnin er umfram dagvinnu, verði
]»annig greidd með 100% álagi á dagvinnukaup.
6. Kröfur um almennt kvennakaup verði eigi
lægri en kvennanefnd sú, sem kosin var á
kvennaráðstefnu A.S.l. sl, vor, hefur sett fram,
og birtar ha.fa verið sambandsfélögum í bréf-
um dags. 20. sept. og 4. okt. sl,
Megin efni þeirra er það, að bilið milli kvenna-
kaups og karla styttist þannig, að kvennakanp-
ið verði ekki lægra en 90% af almennu karl-
mannskaupi og að undir karlmannskaup falli
no'kkru fleiri vinnuflokkar en hingað til, þar á
meðal öll ræstingarvinna, öll vinna í sláturhús-
um, öll vinna við blautan saltfisk og skreið svo
og við humar o.s.frv.
iiiiii.....iiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiitiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMniiiiiiiiiuniiiiiiiiiiiiMiiiiu