Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 7
Miðvikudagur ,26. bktóber 1960 — ÞJÓÐVILJINíí — (7 IN SINS ER RUNNIN UP að hefja vertíð að nýju að ó- breyttum rekstursgrundvelli. Þannig er; dómur útvegs- manna um þá nýju efnahags- málastefnu, sem . sérstaklega vár ætíað að koma atyinnu- lífi þ^óðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvöli. Út- gerðarrnenn erri okki einir til- frásagnar um það hvernig viðreisnin héfur le'kið sjávar- útveginn. Það er á allra vitorði að um 150 fiskibátar hafa að undanförnu legið bundnir vegna fjárhagsörðugleika. Tugir miiljóna af vátrygg- ingariðgjöldum bátaflotans ingi eins meðalstórs frysti- húss. Árið 1959 voru öll vinnu- laun hjá þvi frystihúsi, sem hér um ræðir 3,3 milljónir króna. Vaxtaútgjöld voru hing vegar 1,0 milijón. Vaxta- útgjöidin hjᦕ þessu frystihúsi hækka á þessu ári, vegna viðreisnarvaxtanna, uiri rúm- lega' 700 þúsund krónur, eða hækkunin nemur sömu fjárhæð og 22% hækkun á öllu kaupgjaldi hjá frysti- húsinu hefði numið. Haraldur Böðvarsson út- gerðarmaður á . Akranesi skýrði nýlega frá því' í grein í Morgunblaðinu, að frysti- húsin þar, sem greiddu í vinnulaun rúmar 20 milljónir króna, þyrftu að greiða 8 milljónir króna i vexti. Áf þeirri upphæð er hið nýja vaxtaokur 3—4 millj. króna. Þannig kemur vaxta- okrið við framleiðsluna, þó að sérfræðingar ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum og hún sjálf þykist ekkert sjá og ekkert vita og reikni ekki með slíkum auknum útgjöld- um. Stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar hafa lika áttað sig v.el a því hvað nú er að ger- ast t.d. í sjávarútveginum. Einar Sigurðsson útgerðar- maður og alþingismaður selur nú hvern' fLsk;bát sinn af öðrum og leigir og selur frystihús sín rétt eins og sá vondi sé á hælunum á honum. Og síðan hefur hann í frum- varpsformi hér á Alþingi til- kynnt að nú hugsi hann sér að snúa sér fýrst og fremst að minkabúskap þar sem hann muni vera miklu ábata- samari en sjávarútvegurinn. Þannig blasir . gjaldþrot viðreisnarinnár við hvar sem litið er í íslenzkum sjávarút- vegi. Þetta gjaldþrot viðr reisnarinnar hefur orðið, {rátt fyrir biðlund þjóðarinn- ax, I rátt fyrir það, að verka- menn og sjómenn og allir launþegar landsins hafa beðið og þalað áframhaldandi Ttaup- lækkun allar reynslutíma við- reisnarinnar. En nú er reynslutíminn bú- inh. Nú hafa launastéttir landsins tekið á isig miklar fórnir í langan tíma til þess að sanna haldleysi kenninga þeirra manna, sem i sífellu hafa þrástagazt á því, að all- ir erfiðleikar í efnahagsmál- um þjóðarinnar stöfuðu af of háu kaupgjaldi vinnandi fó^ks. Núverandi stjórnarflokkar lækkuðu með lögum frá Al- þingi kaiipgjald allra laun- þega strax í ársbyrjun 1959. Og aftur var vegið í sama knérunn með . gengis^ækkun- inni á þessu. ári. OKaupmáttur • launa hefur verið minnkaður, en erfiðleikarnir í efnahags- málum þjóðarinnar eru þó meiri en áður var. ftfli hefur ekki brugðizt og verSfall var vitað fyrir Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að neita með öllu þeim staðreyndum sem við miklu meir en áður með afJ- ann á erlendan markað. Það er því alrangt, að stefnan hefur reynzt röng og útreikningar sérfræ.ðinga rík- isstjórnarinnar .standast ekld próf reynslunnar. Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin, að viðreisnin hefur gert hag útflutnings- framleiðslunnar lakari en áð- ur, ftð viðreisnin héfur lagt á herðar vinnandi almehríings í landinu óbærilegar byrðar, að viðreisnin hefurejíki náð þeim árangri í pening^málum þjóðarinnar, sem ráð;;ýfar fyr- ir gert. "^ Þetta liggur ljóst; fyrir. Þessu þýðir ekki að reyna að neita. En hvað er það þá, sem hefur gerzt í efhahagsmálum þjóðarinnar ? Viðrelsnin vðldur öfugþróun í utanríkisverzlun og framkvæmílum 1 viðskiptamálum þióðar- . kostar inn í i vestræ I viðskiptamálum þjóðar innar hefur orðið stórfelld breyting. Á átta fyrstu mán- uðum yfirstandanci árs hef- ur þjóðin keypt inn vörur frá 6 Vestur-Evrópulöndum og Bandaríkjunum fyrir 539 milljónum króna hærri fjár- hæð, en þessi lönd hafa keypt vörur af okkur fjTÍr. Á þessu tímabili höfum við t.d. keypt vörur frá Vestur- Þýzkalandi fyrir 261 milljón króna, en Vestur-Þýzkaland hefur keyþt af okkur fyrir aðeins 41 milljón. Þannig höf- um við óhagstæðan verzlun- arjöfnuð v'ð Vestur-Þýzka- land á 8 mánuðum, sem nemur 220 milljónum. króna. Og það sem þó er ennþá verra er það, ,að Vestur- Þýzkaland kaupir aðallega af okkur ísvarinn fisk þ.e.a.s. ó- unna vöru sem miklu hag- stæðara hefði verið fyrir okk- ur að fullyinna hér heima. Á sama tíma og viðsk:ptin sveiflast þannig yfir dregur úr viðskiptum okkar við þau lönd, sem greitt hafa hæsÆ verð fyrir útflutningsvörur okkar og tekið þær vörur af okkur, sem oftast hefur ver'ð ÍKS JÓSEPSSONAR V9Ð FTRSTU UMRÆOU FJÁRLAGA eru í vanskilum og afborgan- ir;, og vextir af stofnlánum liggja í óreiðu. Hvert útgerðarfyrirtækið af öðru svíkst um að greiða kaup á tilskilduríi tíma og skuldarófan lengist í sífellu. Vaxtaokur viðreisnarinnar er beinlínis að leggja að velli hvert framleiðslufyrirtækið af öðru. ijá frystshusi sam- kun á greiddu kaupi var ákveðin sögðu þeir, að verðlag í landinu myndi ekki hækka vegna vaxtahækkun- arinnar og að þeir hefðu ekki tekið tillit til vaxta- hækkunarinnar við útreikn- inga á afkomu sjávarútvegs- ins. Va:ctahækkunin mun. þó nema 200—250 milljónum króna á ári og megnið af þeirri f járhæð leggst á beinan eða cbeinan hátt á útflutn- ingsframleiðsluna. Sem dæmi um það hvernig vaxtahækk- unin verkar á hag fiskiðn^ aðarins skulu hér tilfærðar nokkrar tölur beint úr reikn- blasa um hag sjávarútvegsins. En hún á skiijanlega bágt. Sérfræðingar. hennar og hún sjálf höfðu einmitt lagt á það höfuðáherzlu að hin nýja stefna væri við það mið- uð að koma rekstri sjávarút- vegsms á „hallalausan og heilbrigðan grundvöll án bóta eða styrkja." Ríkisstjórnin hefur því reynt að berja í brestina og finna skýringar á því hvernig til hefur tekizt. Ein af skýringum ríkis- stjórnarinnar á erfiðleikum útgerðarinnar er sú, að afla- leysi valdi. Hér er um algjöra blekk- ingu ^ð ræða. Aflinn í ár er meiri en nokkru sinni áður. Bátaflotinn veiddi um 30 þúsund tonnum meir á vetr- arvertíðinni nú, en árið áður. Og síldveiðin, sem auðvitað var léleg, var þó miklu betri en hún hefur verið mörg ár í röð aðeins að árinu 1959 undanskildu. Afli togaranna er lélegur, en þó er ekki mikill munur á heildaraflanum nú og árið áð- ur þegar fullt tillit er tekið til þess að nú hafa þeir siglt aflaleysi eigi hér sök á erfið- leikum t.d. bátaflotans og fisluðnaðarins Þá er önnur skýring ríkis- stjórnarinnar á því hvernig komið er, að gífurlegt verðfall á mjöli og lýsi hafi nú kom- ið til og hafi ríkisstjórnin ekki getað séð slíkt fyrir. Hér er líka um rangan málflutning að ræða í megin- atriðum. Verðfallið á mjöli og lýsi var skollið á mörgum mán- uðum áður, en viðreisnarlög- gjöfin var samþykkt á Al- þingi. Það sést m.a. á því, að í greinargerð gengislækkunar- frumvarpsins er það tekið fram skýrum orðum, að við ákvörðun hins nýja gengis hafi verið tek'ð tillit til verð- fallsins á mjöli og lýsi. Hið rétta er líka það að svo að segja öll sildarmjöls- og síld- arlýsisframleiðslan 1959 lenti í verðlækkuninni og að tals- verðu leyti vegna þess, að ríkisstjórnin neitaði útflytj- endum að selja þessar afurð- 'ir á þá markaði, sem jafnan höfðu haldið verðinu uppi. Nei, um það ætti ekki að þurfa að deila, að viðreisnar- erfiðast að tryggja öruggan markað fyrir. Það er augljóst mál, að viðreisnin hefur náð þeim tilgangi að þvinga við- skipti þjóðarinnár yfir til á- kveðinna landa, landa sem áð- ur< höfðu orðið uniir í sam- keppninni um viðskiptin við ísland. Þaí var erlent peningavald, sem kíiúði ríldsstjórnina til þes'-.arjr stcfnubreytiagar, sérfræðingar þess peninga- valds hafa séð hagsmunum þsss borgið. Þessi nýja stefna í við- skiptamálum á eftir að reyn- ast þjóðinni dýr. Hún mun fyrr en varir kalla yfir okkur markaðs- kreppur og verðfall útflutn- ingsvaranna. Fyrsta sprett- inn ganga þessi viðsk'pti á þann hátt, að landið gerist skuldugra og skuldugra við þessi útvöldu lönd vestrænn- ar samvinnu. En svo koma skuldadag- arnir og þá verðum við nauð- ug;r viljugir að selja fram- leiðsluvörur okkar til þess-' ara landa, jafnvel þó, að verð- lag þar sé okkur óhagstætt. iEh á þennan hátt skal reka Island hvað sem það kostar inn í ; vestræna ef nahagskerf ið. Bein afleiðing hinriar nýju . efnahagsmálastefnu ér: margs^ konar öfugþróun, stfii nú á sér stað í atvinnu- og efna- hagsmálum lands:ns. Þannig hafa okurvextirnir leitt til þess, að sífel't sækir meir og meir í það horf, að f ramleiðsluvörur séu fluttar út óunnar, eða sem minnst unnar. Þannig hefur> t.d. út- flutn'ngur á ísvörðum fiski aukizt um 10 þúsund tonn á þessu ári, á sama tíma, sem fiskur til frystingar minnkar að sama skapi. Hið sama gerist með salt- fisk. Útflutningur á verkuðum saltf'ski hefur minnkað um helming á þessu áíi, en út- flutningur á óverkuðum salt- fiski vex að sama skapi. Hér er um öfugþróun að ræða, sem augljóslega stafar af vaxtaokrinu og lánsfjárkrapp- unni, sem ríkisstjórnin hefur skipulagt. Hliðstæð öfugþróun hefur átt sér stað i fjárfestmgar- málunum. Nú er það litia aðhald, sem gilti í þessum málum úr sög- , unni. Nú er það lögmál gróða- hyggjunnar, sem ræður hvaða fjárfestingarí'ramkvæmdir eiga sér stað. Og hver er svo reynslan? Hún er sú, að nú þjóta upp stærstu bíóhús, sem byggð hafa verið til þessa á íslandi. Nú þjóta upp 8 hæða hótel- byggingar. Nú eru byggð bankahús og stórhýsi verzlunar og iðnað- ar. Nú þíirfa þessir að'lar ckki lengur að skammast yfir því, að þeir fái ekki fjári'esting- arleyfi. Nú er það lögmál pening- anna sem gildir. En það fer heldur lítið fyr- ir byggingu framleiðslufyrir- 'tækja. Frystihús og fiskverk- . smiðjur sem voru hálfbyggð, geta verið það áfram. Lögmál peninganna hefur ekki áhuga á slíkum fram- kvæmdum. Þá hefur viðreisnin ekki síður haft alvarleg áhrif á í- búðahúsabyggingar almenn- ings. Hin nýja stefna hefur stórlega dregið úr slíkum framkvæmdum og hún hefur þegar orðið þess valdandi, að fjöldi fátækra manna hefur gefizt upp við það að eignast eigin íbúð og aðrir sjá fram Framhald á 10 'síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.