Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 2
2) — J>JÓ»VIUINN — Miðvikudagur 26. október 1960 SAUMAVÍLASYNING í Breiðfirðingabúð (uppi) Opin klukkan 2—7 allir velkomnir Sýndar eru vélar til heimilis og iðnaðar. Ennfremur PASSAP-prjónavélar. — Sýnikennsla daglega. Kvikmyndasýningar klukkan 3—4 daglega. Verzlunin PFAFF H.F. Skólavórðustíg 1 nt:i!IIUillililllIlIllilIilIIUIHIIIlIIiI(íUIUllllllltllHlllllllllI!HilHll>lltlllílll!IIIllll......U111111! III i 11II111IIIIIII i 1111! ill í II11111II111 i III11 i L! I llii 1111 ií I i HII11 f 1! MIII11IH t!! 11 IHl I i Hl III IIEUf IFUI t illl l! IIIIÍÍUH11U Kaupmenn og kaupfélög Bökurum og öðrum er nota pappírspoka, tilkynnum vér, að nú höfum við allar stærðir úr sterkum gljáandi kraftpappír Vinsamlega berið verð okkár við erlenda poka, ef yður verður boðin kaup á þeim. — Hvíta poka framleiðum við ekki nema sérstaklega sé um það beðið. — Framleiðsla ok'kar er ódýrari en sú erlenda, og tökum við það aftur fram, — Berið saman verðið — yðar og okkar vegna. Sendið okkur pantanir yðar nú þegar — og endurnýjið ef 'þér eigið pantanir hjá okkur AUt verð staðfest af verðlagsstjóra. Vegna fullkomins vélakosts okkar getur erlend framleiðsla ekki keppt við okkur. Símnefni: Kraft.. — Vitastíg 3 — Símar 128 70, 13015. | n(uumMMMiuuiuuiuuuuiiuiuuiuuuiumiuuiuiiiuuiuiMMiuuMiiMiuiuiiiMiuiiuuum Merkfallsbansiið rætt á Alþingi Framhald af 12. síðu. hefði ek'ki haft neina sérstöðu og af því hefði ekki leitt'meira tjón fyrir þjóðina heldur en t.d. stöðvun fiskiskipaflotans eða öðrum verkföllum við fram- leiðsluatvinnuvegina. Verkfalls- bánnið hefði verið 'y beinu fram- haldi af fyrri árásum ríkis- stjórnarinnar á verkalýðshreyf- inguna svo ssm kaupskerðing- unni, afnámi vísitölu á kaup- greiðslur og gengisfellingunni. ¦ Eðvarð Sigurðsson tók und- -ir þessi ummæli Hannibals og lý'sti því yfir, að verkalýðs- hreyfingin í Iandinu myndi ekki l»e!a öðru sinni slíkar að.gerðir. Það skyldi r'ikisstjórnin gera sér ljóst. Mótmælaaldan, sem risið hefði innan verkalýðs- hreyfingarinnar gegn verkfalis- banninu sýndi, að hún léti ekki troða á grundvallarlýðréttindum sínum, verkfallsréttinum. Hannibal beindi mörgum fyrirspurnum til Ingólfs Jóns- sonar atvinnumálaráðherra, en hann gafst algerlega upp við að svara þeim nema út í hött pg mátti helzt á honum heyra, að verkfallsbannið hefði verið stórgreiði við flugmennina, gerður til þess að forða þeim frá því að vinna flugfélögun- um tjón með verkfallinu! Umræðunni varð eigi lokið pg voru f jórir á mælendaskrá, er henni var frestað. Brot á þingræðisieglum Framha]d af 12. síðu. liann að traðka á þingræðinu. ,Sagði hann, að sama hefði ver- ið raunin, er stjórnin gaf út bráðabirgðalögin um afurða- verðið haustið 1959. í>á hefði hún ekki heldur haft þingmeiri- hluta að baki sér. Hann benti einnig á, að bráðabirgðalögin féllu úr gildi 1. nóv. og engar Brezkir togarar Framhald af 1. síðu. Nokkrum klukkustundum síð- ar, er varðskipið í>ór kom á staðir.n, voru allir togararnir fyrir utan takmörkin. Þrátt fyrir að skuggsýnt var x orðið tókst flugvélinni að sjá tbæði athafnir svo og númer tog- I aranna. Þeir voru allir frá Hull. líkur væru til þess, að þingið ,hefði fyrir þann tíma lokið af- greiðslu málsins. Sýnt væri, að stjórnarflokkarnir gerðu sér Ieik að því, að gefa á milli þinga út bráðabirgðalög, sem jþeir hefðu ekki þingmeirihluta- samþykki fyrir og féllu úr gildi Um það leyti, sem þing kæmi saman, þannig, að þin.ginu gæf- ist ekki kostur á að taka af- stöðu til' þeirra. Með þessu væri verið að óvirða þingvilj- ann og ékki furða, þótt stjórn- in vildi stytta þinghaldið sem mest hún gæti til þessað-geta gtjórnað í friði með bráða- birgðalögum, sem meirihluti Al- þingis væri andvígur. S'íðar i umræðunum tók Hannibal Valdimarsson undir þessi ummæli Eysteins og sagði að ríkipstiórnin, sem sett hefði bráðabirgðalög, er hún fengi ekki staðfest af Alþingi bæri samkvæmt öllum þingræðis- venjum að segja af sér tafar- laust, — hún væri eJkki lengur löggjafi heldur ofbeldisseggur. Hannart-snið Nýjasta Evróputízka. Karlmannaföt og frakkar Nýtízku snið Nýtízku efni. £Htíma' Kjörgarði vantar unglihga til blaðburðar. um Freyj'ugötu, Heiðargerði og Ðigranes í Kópa- vogi. Afgreiðslan, sími 17-500. Þórður sióari Gilder stökk á fangavörðinn, sem gat ekki hreyft legg né lið af hræðslu. Gilder hóf hann á Íoft, ljós- kerið datt á gólfið og síðan fangavörðurinn. Fanga- verðinum. gafst ekkert tóm til að grípa til byssunnar og er'hann gat reist sig upp var fangina horfinn. Gild.er hljóp eins og hann frekast mátti. Allt hafði gengið eins og í sögu, en nú var það erfiðasta eftir. Taugar hans voru spenntar til hins ítrasta^:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.