Þjóðviljinn - 28.01.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.01.1961, Blaðsíða 4
lllililillíliliillilllllllllllliilillllllllllllllllí 4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. janúar 1961 ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 134. þáttur 28. jan. 1961 ORÐABE^GVR Því hefur löngum verið haldið fram að ljóð Jónasar Hallgrímssonar séu auðskild- ari en annarra manna. Rétt er það að honum er ekki gjarnt að mtá fló'kið orðalag, en hins vegar eru margir stað- ir x kvæðum hans torskildir, enda hafa stundum komið fram heldur hæpnar skýring- ar á þeim sumum. Nú hefur Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga sert þættinum nokkrar spurningar um reiðar slóðir í Ijóði Jónasar um Skjald- breið. Sá vísuhelmingur sem máli skiptir í þessu sambandi er á þessa leið: R.ið ég háan Skjaldbreið skoða,/ skín á tinda morgunsóI./glöð”m fág- ar röðulroða/reiðar slóðir, dal og hól, — Þorsteinn scnir um þetta m.a.: ..Fyri- um árum var ei >n af aðdá- endum Jónasar Hallgrímcson- ar að syngja honum Lf og kom þar margt furðuler't fram. Hanh minutist á orðið reiðarslóðir. Hann taldi mest- ar líkur á þar ætti hann við silunga eða silungaslóðir á heiðum uppi, gæti hugsazt að hann ætti við hvali og hefði horft svo langt aftur í tím- ann að sjá ísland á kafi í sjó. En að hann hafi átt við rciðgöturrar í kringum Hlöðu- felþ það virtist vera mannin- um lokuð bók. Getur það hugsazt að maðurinn hafi aldrei heyrt nefndar reiðgöt- ur, eða taldi hann það of lágt mat á hugsanagangi J. H. að fara að snuðra þar eftir reiðgötum?" Þessi skýrirg sem Þor- steinn hefur hér eftir ónefnd- um aðdáanda Jónasar mun ekki vera nýlega tilkomin, en ef hún væri rétt, ætli að staf- sétja reyðarslóðir (eða reyðar slóðir, í þessu sambandi skipt- ir ekki máli hvort ritað er eitt orð eða tvö), því að reyður i merkingunni silungur eða hvalur er skrifað með y (dregið af rauður), og þann- ig er orðið ritað í íslenzlcri söngbck sem fyrst mun hafa komið út undir nafninu þrjú- bundruð sönavar, snemma á þessarí öld. Ég held að þessi skýri vT 'Um silungaslóðir eða að skáldið ihafi séð f huga sér sjó með syndandi hvölum flæða þar yfir sem nú er Hlöðufell, sé ágætt dæmi um of langsóttar skýringar á einföldum textaatriðum. Eðli- legasti skilniagurinn er að reiðar slóðir merki = reið- götur, og „dal og hól“ sé aðeins viðurlag við það orð, náraari útskýring á því hvar þessar reiðarslóðir eru. Þorsteinn segir enn í fyrr- nefndu hréfi: ,,Og svo langar mig að spyrja um þessa hund- leiðu setningu sem virðist þó vera skrautfjöður í máli og riti men-.'itamanna, í þann tíð. Er nokkuð hægt að segja mér um þessa setningu sem færði mér lieim sanniiin um að þetta sé gott og fagurt mál? Ég efa það ek'ki að þeir mörgu og miklu fræðimenn sem virð- ast hafa mikið dálæti á þessu orðalagi vita betur en venjulegir alþýðumem sem þykir a'fkáralegt, þegar þess cr þá gætt að mörg önnur falleg orð eru til sem þýða nákvæmlega það sama. Það væri mér rnikill greiði ef hægt væri að leiðrétta mig um þetta atriði, svo að þessi setning stingi mig ekki hér eftir sem hingað til, jafnt þó ég sé í sjöunda himni að lesa eða hlusta á hugþekkt málefni." Siðast í þessari tilvitran drepur Þorsteinn á atriði sem skiptir meginmáli í sambandi við orðalag og stíl allan, það er hvemig þetta eða hitt orðalagið orkar á lesandann. Sumir höfundar hafa gaman af að 'koma lesendum sírum á óvart með orðalagi sínu, þeir eru oft fyndnir, en hneyksla líka stundum, sumir hafa öðrum fremur lag á að finna orðalag sem á greiðan aðgang að öllum lesendum. Eri þeir sem særa lesendur sína eða- áheyrendur með orðalagi sínu, eiga á -hættu að vekja ósjálfrátt áhrif sem eru öfug við það sem til er ætlazt. En víkjum þá að spurningu Þorsteins. Orðið tíð er jafnan kven- kyns 'i íslenzku rrí, ien dærni eru til um það frá fornú Lari að það sé karlkyns í ákveðnum samböndum, og eru þess dæmi allt frá 11. öld Fr-smh. á 10. síðu Kongó er land mikilla andsíæðna, Þar er mestur vélaiðnaður í Afríku sunnan Sahara og norðan Suður-Afríku, en forn menning landsmanna er enn við lýði. Hér sjást menn af Bangalla-ættfloliknum dansa helgidansa á stjórnmálafundi í Leopoldville. Frétiir aí enskum bókamarkaði: A Eurnt-Out Case. By Graham Greene. Heiiismann. 16 s. Það bar til tíðinda í síð- -ustu vi-ku, að út kom ný skáldsaga eftir Graham Greene; vinsælasta starfandi rithöfund í Bretlandi um þessar mui-rlir. Nú sem oft áður hefur liann haft býsna gott lag á að vclja sögu sinni vettvc.ng, sem allra augu beinast að, Kongó. Þessi nýja bók Grsencs liefur enn ekki komið í -bóka- búðir bæjari'ii, (nema í danskri þýðingu í Bókaverzl- un Isafoldar), en tekinn verð- -ur upp hluti af ritdómi V. S. Pritchett 'í New Statesman 20. jairnar 1961. I ritdóminum segir: „Þetta er skáldsaga um— vandara. „Mér líður ekki þægilega", skrifar dullarfullur farþegi í fleytu -biskupsins, sem í gufuhitanum í Kongó er á hægri ferð til hælis holdsveikra í Kongó. „Mér líður ekki þægilega; lifandi er ég þess vegna.“ En skyldi hann ekki fremur kiósa að þjást en að láta sér ekki líða þægilega, svona rétt aðeins til að gera sér gram-t í geði? Þannig spyr lækniri'ri í trúboðsstöðinni s'iðar. Er ekki leitin að þján- ingunum og upprifjan þján- inganna ef til vill „eina ráðið til að til að vera í snertingu við hin almennu lífskjör mannfólksins“ ? Gera þjáning- arnar okkur ekki að hfut- takenndum i arfsögn kristin- dcmsins? — í stórum drátt- um er þetta viðfangsefni hinnar nýju skáldsögu Gra- liams Greenes. Farþeginn er- um við sjálf. Honum er ætlað áóLsýna ráðleysi og máttleysi hugar manna og tilfinninga gagnvr.rt hinum ægilega heimi -okkar. Hann getur staðið augliti til auglitis við stað- reyndirnar, en þær eru ofviða tilfinningum hans. Það er mikilvægi Grahams Greenes sem skáldsagnahöfundar, að hann kam að velja sér mik- ilvæg viðfangsefni.“ — „Farþeginn er Querry nokk- ur, heimsfrægur kaþólskur húsameistari, sem ifarið hefur til Kongó -til að týna sjálfum sér. Hann stendur á heljar- þröm. Sál hr.”i-; á sér Kongó- vardamál. Hann hevrir á hæli 'hinna holdsveiku, að þeir, sem látið hafa limi áður en þeir eru læknaðir eru kallaðir „slokkn- aðir“. Siðferðilega er Querry slokknaður. Læknast hann? Trú hans er löngu horfin Það vrr lausn. Ha-'a hefur sagt skilið við fjölskyldu sína og hún við hann. Hann var frjáls undan guðrækilegum ótta um hegningu og að laun- um hefur ham hlotið gífur- lega velgengni. En á ferli sínum frá einni ástkonu til annarar hefur hann glatað, — e-f hanii hefur nokkru sinni átt, — ekki aðeins get- unni til að elska, heldur líka líka getunni til að látast, Og með henni hafa líka horfið hæfileikar hans eða áhugi hans á þeim. Eftir stendur hann nú með óbei-t á sjálfum sér. Ef hann heldur 'I auð- mýkt í lítilmctlegan starfa á' hæli hinna holdsveiku, fer hann cf til vill að þjást og þá um leið að lifa að nýju.“ „Síðar/i lítum við hörmungar liælisins með augum Querrys, einarðs, en veraldarvans. Þessir vesalingar, sem af legg- ur ódauninn, skríða eða mjaka sér áfram á stúfunum; þeir eðla sig, geta börn og deyja, ekki af boldsveiki. Aðrar þjáningar bíða þeirra, lömu-nrveiki, ormapest, svefn- sýki eða berklar Querry þyk- ir fátt. um, utan andartak er hann bjargar lífi þjóns síns: þá glampar á von, en glamp- ar aðeins. Munkarnir á trú- fcoðsstöði'rú hirða ek-ki u-m trúlevsi hans; til þess eru þeir of niðursokknir í rafveit- ur sinar og smiðar. I tóm- stundnm pínum hrjá þeir hann með barnsle-gu masi og ung- gæði sl egum dægrastyttingum. Að vera guði gefinn, kemur Framh á in síðu Þeir þurfa að fá áminningu Á morgun og á sunnu- daginn eru kosningar í Dagsbrún. Verkamaður hef- ur beðið póstinn fyrir þessi orð til félaga sinna: Ég er kunnugur á mörg- um vinnustöðvum og hef lengi veitt athygli atferli þeirra manna sem að B-list- anum slanda, en aldrei orð- ið þess var að þeir beittu sér fyrir neinum þeim mál- um Dagsbrúnarmanna sem félaginu væru til hagsbóta eða velfarnaðar. Þessir menn eru fóðraðir af andstæðingum Dagsbrún- ar, og meðan svo er mun ég ekki treysta þ-eim til nýti- legra verka. Ég vil því alvarlega skora á alla félaga mína að mæta þessu í kosningunum um helgina á þann 'hátt að þeir sem að B-lislanum standa fái þá útreið sem verði þeim alvarleg áminning. Kjósum því allir A-listann. Dagsbrúnarinaður. Dýragarður — sauðnaut Uppástungan í pcstinum nýlega um vísi að dýragarði og fiskasafni hérlendis er orð í t-.ma talað, segir Karl Sigurðsson, cg bætir við: Vil ég taka undir það að full þörf er fyrir fiskasafn, og er ekki vanzalaust að slíkt skuli ekki fyrirfinnast hjá þessari fiskveiðiþjóð; þar er loft.slag ekki til fyr- irstöðu. Dýragarð yrði hins vcgar fvrst í stað að takmarka við dýr úr norðlægum löndurn. I desember var ég í dýra- garðinum í Kaupmannahöfn. Aðalerindi mitt þangað var að sjá sauðnautin. Margt hefur verið rætt og ritað um sauðnautin sem flutt voru hingað um 1930 og afdrif þeirra. Margir kenndu dauða þeirra því að þau -hefðu ekki haft það haglendi sem þau þurftu. Þama í dýragarðinum sá = ég sauðnaut vera að éta 5 grófgert hey, og spurði því 5 vörðinn hvort þetta væri — ekki venjnlegt, danskt hey. E Ilann Icváð svo vera. Væri nú ekki ráð að gera = eina tiiraun enn með sauð- = naut og =’epna þeim norður 5 á 'Btröndum, til dæmis í = Sléttuhrenpi eða annansstað- = ar þar sem sauðlaust er? E Þar ættí svking af búfé ekki = að koma til greina. Verði E dýragarðí komið hér upo, E verður þetta harðgerða dýr = norðusins höfuðprýði hans. =

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.