Þjóðviljinn - 27.04.1961, Blaðsíða 4
1) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. apríl 1901
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiinmi 1
Æskulýðssíðan
kemur á morgun
Háskolafyrirlest-
ur um
Henry James
David Clark prófessor, Ful-
bright sendikennari í amerísk-
um bókmennlum við Háskóla
Islands, heldur 6. fyrirlestur
sinn fyrir aimenning í dag,
fimmtudag, kl. 8.30 síðd. í 1.
kermslustofu háskólans. Fyr-
irlesturinn fjallar um hina
frægu skáldsögu Henry James
„The Wings of ihe Dove“
(1902). Henry James er einn
mesti siílsnillingur á óbundið
mál enskt og þessi skáldsaga
er talin ein af beztu sögum
lians, orðlögð fyrir hárfínt sál-
fræðilegt raunsæi í persónu-
lýsingum sínum.
Farfugler ganga
á Tröllakirkiu
Farfugladeild Reykjavikur
efnir lii 2% dags ferða’.ags um
Jiægtu helgi. Verður ferðinni
heitið norðu.r á Tröllakirkju á
Holtavörðuheiði, ekið á laug-
ardag' að heiðinni og síðan
gengið á Tröllakirkju á sunnu-
daginn. Komið verður í bæ-
inn að kvöldi 1. maí.
Skrifstofa Farfugla verður
í sumar til húsa að Lirdar-
götu 50. Hún er opin þrjú
kvöld í viku, á miðviku-,
fimmtu- og föstudagskvöldum
kl. 8.30—10, sími 15937.
Mikið annriki i
Grænlandsflugi
Þrjár fjögurra hreyfla flug-
vélar Flugfélags íslands voru
í Grænlandsflugi í fyrradag,
en eins og kunnugt er af fyrri
fréttum, eru tvær áhafnir og
flugvélar staðsettar þar, önn-
xtr í Syðra-Straumfirði, hin í
Narssarssuaq. Þá fór Cloud-
masterleiguflugvél félagsins til
Meistarvíkur með vörur.
í gærkvöld voru 70 Danir
á leið til Grænlands meðal far-
]>aga í áætlunarflugi Flugfé-
lags íslands frá Kaupmanna-
höfn og Glasgow og fara
flestir þeirra með Sólfaxa ár-
degis í dag til Narssarssuaq,
en nokkrir tii Meistaravikur.
Eins og getið var í Þjóðviljanum ,sl. sunnudag, lá stórt banda-
rískt vöruflutningaskip í Reykjavíkurhöín fyrir helgina og var
þá skipað um borð margskonar varningi frá bandaríska her-
námsliðinu á Keflavíkurflugvelli, m.a. skotfærum. Myndin var
tekin sl. laugardag, er verið var að Iyfta um borð nokkrum
skctfærakössum.
'étt a§ breyta úrskiiröi sínum
I gær barst Þjcoviljamim af-
rit af bréfum, sem Magnús
Guðmundsson fyrrverandi lög-
regluþjónn hefur ritað til
Hæstaréttar svo og skipaðs
verjanda síns fyrir Hæstarétti,
Ragnars Óiafssonar. Gru þau
bæði dagsett á sumardaginn
fyrsta.
I bréfinu til Hæstaréttar
mctmælir Magnús ályktun
Hæstarétfar frá 14. þ.m. um
lausn Guðlaugs Einarssonar
frá starfi sem verjandi Magn-
úsar og segir Magnús í bréf-
inu, að Guðlaugur hafi „livergi
brugðist trausti" sínu og hafi
úrskurður hæstaréttar orðið til
þe3s, ,,að vonir mínar um
sýknudóm, í samræmi við sak-
leysi mitt, dvínuðu“. Siðan
segir Magnú.s orðrétt: „... bið
ég yður (þ.e. Hæstarétt) í
einlægni að endurskoða af-
stöðu yðar í ályktun um lausn
verjanda míns, Guðlaugs Ein-
arssonar, og óska þess, að
hann fái aft.ur í hendur vörn
fyrir mig í þessu máli með
nýrri ályktun Hæstaréttar.“
Þá áskilur Magnús sér í bréf-
inu rétt til „hvers konar
krafna“ ef Hæstiréttur dauf-
heyrist við þessari bón.
I bréfinu til Ragnars segir
Magnús- m.a.: „... ég viður-
kenni aldrei annan verjanda i
máli þessu en Guðlaug Einars-
son hdl. og mun hvorki ræða
við annan lögmann né svara
spumingum fyrir dómi eða
annað gjöra í málinu án vlð-
urvistar og aðstoðar Guðlaugs
Einarssonar, verjanda míns.“
Tekur Magnús fram, að
hann vantreysti ekki lögfræði-
hæfni Ragnars en segir, að sér
Framhald á 10. síðu
Fjáröflunardagur Bláa
bandsins er n.k. sunnudag.
Væntir félagsskapurinn
þess, aö bæjarbúar styrki
gott málefni og kaupi merki
Bláa bandsins. Þau veröa
til sölu í Reykjavík, Vest-
mannaeyjum, Keflavík,
Siglufirði og víðar.
Stjórn Bláa bandsins bauð í
gær fréttamönnum að skoða
hjúkrunarstöðvarnar á Fálka-
götu 29 og Flókagötu 31 og
vislheimilið í Víðinesi á Kjal-
arnesi, ssm er síðasta stór-
virki samtakanna.
Eins og kunnugt er, hafa
samtökin í sex ár rekið hjúkr-
unarstöð hér í Reykjavík fyrir
áfengissjúklinga, 1200 manns
hafa dvalið þar, þar af um 70
konur. 1 hjúkrunarstöðinni á
Flókagötu 29 dveljast áfengis-
sjúklingar um lengri eða
skemmri tíma efíir því sem
þörf krefur og á Flókagötu 29
er bráðabirgðadvalarstaður
fyrir þá, sem. eru útskrifaðir
sjúklingar af Bláa bandinu en
eiga eftir að koma undir sig
fótum á ný. Þar búa þeir einn
eða tveir í herbergi og fá
fæði, þjónustu og húsnæði fyr-
ir 525 kr. á viku.
I Víðinesi eru áfengissjúk-
lingar til framhaidsdvalar, þeir
hafa áður verið á hjúkrunár-
stöð Bláa bandsins í Reykja-
vik tilskilinn tíma eftir regl-
um slofnunarinnar, en þurfa
að dómi læknis lengri sjúkra-
húsvist en þar er veitt, ef von
á að vera um varanlegan bata..
Enginn fær vist í Víðinesi,
nema hann sæki sjálfur um
það skriflega og undirriti
skuldbindingu vistheimilins þar
að lútandi og undirgangist að
dvelja þar tilskilinn tíma.
Stytztur dvalartími þar er sex
mánuðir en lengsti tvö ár.
Ákvörðun um, hverjir skuli
teknir á vistheimilið er í hönd-
um nefndar sem skipuð er:
formanni Bláa bandsins, yfir-
lækni hjúkrunarstöðvarinnar á
Flókagötu 29 og framkvæmda-
stjóra Bláa bandsins.
I fyrra dvöldu í Víðinesi 22
menn. Á árinu útskrifuðust 10
eftir sex mánaða dvöl eða
lengri tima. Aðeins einn fór
áður en umsömdum tíma var
lokið. Yngsíi vistmaður var 21
árs og sá elzti 61 árs.
Bláa bandið keypti Víðines
árið 1958 með hjálp ríkisins.
Bærinn hafði brunnið veturinn.
áður og varð því að byrja á
að byggja nýtt íbúðarhús. Nú
er búið að innrélta og breyta
húsakynnum svo sem kostur
var á og í byggingu "ér ’gott
íbúðarhús fyrir ráðsmann vist-
heimilisins og konu hans.
Mikið er enn eftir ógert en
kostnaður við allar þessar
framkvæmdir er gífuriegur.
T.d. varð að bora eftir vatni
rúma 30 metra í jörðina og er
það ekki svo lítill kosínaðar-
liður.
Ekkerl hæli er hér fyrir
drykkjusjúkar konur, en. brýn
nauðsyn er að það geti sem
fyrst komizt á laggirnar.
Bláa bandið hsfur árlega
merkjasöludag til að safna fé
til framkvæmda ' samt&kanna
og verður merkjasöludagurinn
að þessu sinnj á sunnudaginn
kemur. Meðlimir samtakanna
annast dreyfingu merkjanna
* hér í Reykjavík og úti á landi.
Stjórnandi Karla-
kórs Reykjavíkur
Tvœr einvígisskékir Tds og Botvinniks,, sú 13. og 15.
Svo illa tókst til, er 13. ein-
vígisskák Botvinniks og Tals var
birt hér í blaðinu sl. þriðjudag,
að í henni urðu allmargar mein-
légar viilur þannig að hún varð
óskiljanleg. Eru lesendur beðn-
ir velvirðingar á þessum mis-
tökum og birtist skákin hér aft-
ur, vonandi rétt í þetta sinn.
Þá hefur þlaðinu einnig borist
15. einvígisskákin og er hún
birt hér líka.
ÞRETTÁNDA SKÁKIN
Hvltt: Botvinnik — Svart: Tal
1. d4 Rf6, 2. c4 g6, 3. Rc3
Bg7. 4. e4 d6, 5. Í3 0—0, 6. Be3
£ö, 7. dxe dxe, 8. Dxd8 Hxd8,
9. Rd5 Rxd5, .10. cxd c6, 11. Bc4
b5, 12. Bb3 Bb7, 13. 0—0—0 e5,
14. Bc-2 Rd7, 15. Re2 Bf8, 16.
Rc3 a6, 17. b3 Hac8. 18. Bd3 Rb6,
19. Be2 Hd6, 20. Kb2 f5, 21. Hcl
Hf6, 22. a4 bxa, 23. bxa a5, 24.
Kc2 c4, 25. Hbl Bb4, 26. Ra2
Bcö, 27. Bxc5 Hxc5, 28. Rc3
Bc8, 29. Hb2 Bd7, 30. Hhbl
Bxa4t, 31. Rxa4 Rxa4, 32. Hb8f
Kg7. 33. Hlb7f Hf7, 34. d6
Hxb7, 35. Hxb7t Kf6, 36. Hxh7
Hc8. 37. d7 Hd8, 38. Bxc4 Rc5,
39. Hf7t Kg.5, 40. Bb5 fxe
Skákin fór í bið, en Tal gaf
hana án þess að tefla lengra.
Stóðu leika- þá: Botvinnik 8V2,
Tal iVz-
FIMMTANDA SKAKIN
Hvítt: Botvinnik — Svart; Tal.
1. d4 RfG, 2. c4 g6, 3. Rc3
Bg7, 4. e4 d6. 5. f3 0—0, 6. Be3
c6, 7. Bd3 e5, 8. Rge2 exd, 9.
Bxd4 c5, 10. Bf2 Rc6, 11. 0—0
a6, 12. Dd2 Be6, 13. Hadl Da5,
14. b3 Hab8, 15. Bbl Hfd8, 16.
f4 Bg4, 17. h3 Bxe2, 18. Rxe2
Dxd2, 19. Hxd2 He8, 20. Rg3
Bf8, 21. Hel He6„22. Rfl Hbe8,
23. Hde2 Bg7, 24. g4 Rd7, 25.
Kg2 H6e7, 26. Rh2 Rf8, 27. Bh4
Re6, 28. Hfl Hd7 29. g5 h5, 30.
gxh Bxh6, 31. Rg4 Bg7, 32. Rf6f
Bxf6, 33. Bxf6 Rg7, 34. Hdl Rh5
35. Bc3 -Hed8, 36. Bc2 KÍ8, 37.
Bdl Ke7, 38. Bg4 Hc7, 39. Í5
Ke8, 40. f6 b5, 41. Hd5 bxc —
Hér fór skákin í bið, en fram-
haldið varð á þessa leið:
42. bxc Hb7, 43. Kf3 Hb4, 44.
Bxb4 Rxb4, 45. Bxh5 Rxd5, 46.
exd gxh, 47. Hbl KÍ8, 48. Hb6
Kg8.. 49. Kf4 Kh7, 50. Kg5 Hg8t,
51. Kxh5 Hg3, 52. h4 He3, 53.
Hxd6 He5t, 54. Kg4 Kg6, 55.
Kf4 Hf5t, 56. Ke3 Hh5, 57. Hxa6
Hxh4, 58. Kd3 Kf5, 59. Hc6 Hh2,
60. Hxc5 Hxa2, 61. Hc7 Kxf6, 62.
Hd7 Ke5, 63. He7t
Tal gaf sliékina. Að lokinni 15.
skákinni stóðu leikar þannig:
Botvinnik 10 vinningar, Tal 5.
Ragnar Lár. teiknaði
þessa mýnd af Sigurði
Þérðarsyni tónskáldi og
stjórnanda Karlakórs
Reykjavíkur, en kórinn
heldur nm þessar mundir,
eins og áður hefur verið
skýrt frá í fréttum blaðs-
ins, fimm sön.gskennntanir
í Austurbæjarbiói fyrir
styrktarfélaga, sína. Minn-
ist kórinn á þann hátt
m.a. 35 ára afmælis síns
á þessu ári.
Fyrsti afniælissömgur
Karlakórs Reykjavíknr
var s.l. þriðjudagskvöld,
en sá finimti og síðasti
verður á Iaugardaginn og
hefst kl. 4 síðdegis. Að
þeim tónleikuni! verða
seldir nokkrir aðgöngu-
miðar.
Varð fyrir bíl
1 gærdag klukkan tæplega
eitt varð maður á Vespuhjóli,
Vilhelm Jeneen að nafni, fyr-
ir herbifreið á mótum ÍBú-
staðavegar og Háaleitisvegar.
Var hann fluttur á slysavarð-
stofuna en meiðsii hans munu
ekki hafa verið alvarieg.