Þjóðviljinn - 27.04.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.04.1961, Blaðsíða 10
}L0) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. apríl 1961 SKÓLAMÁL Framhald aí 7. síðu. miðað er við hliðstæða þjón- ustu í hinum löndunum, eða þjóðartekjurnar. Þessi samanburður sýnir hve lítið við leggjum fram til skclahalds, samanborið við nálægar þjóðir. Skotar eru ekki rík þjcð. Er það einum Islendingi ofraun að verða meiri en hálfur á við einn Skota, í framlögum til mennt- unar barna sinna? Nízka íslenzkra valdhafa á öll framlög til skclamála er þjóðarböl, sem vel getur orð- ið þjóðerni okkar og allri hagsæld til tortímingar. En ekki duga peningafram- lögin. ein, það sýnir dæm: Bandaríkjanna; þau leggja allmikið fé til skólahalds en árangurinn er bágborinn. Menntun kennararanna, áhugi þeirra á skólastörfunum og val daglegra viðfangsefna ræður mestu um hvort ár- angur svarar til tilkostnað- ar. Sú hlið skólastarfsins er kennaranna, og þar mega þeir ekki bregðast sér né þjóðinni. Kennarar eru ekki full- komnir, fremur en aðrir menn, og mjög skortir þá marga sjálfstraust og sjálf- stæði í hugsun. Margir þeirra eru of háðir öðrum stéttum, sem notið hafa „æöri mennt- unar“, þótt þær skorti raun- hæfa þekkingu á flestu eða' öllu sem varðar dagleg störf kennaranna. Þetta er kennslu- starfinu háskalegt. Tvennt verða kennarar um- fram allt að sjá og skilja: Fyrst þetta: Siðrænt uppeldi verður ekki skilið frá vitrænu upp- eldi. Allt mas um „menntun hjartans" er innantómt rugl, því að allt siðgæði hlýtur að fylgja skilningi einstak- lingsins á hag og þörfum annarra manna og samfélags- ins. Sá skilningur er vitrænt atriði, sem 'í engan verður troðið með prédikunum né kárínum, heldur verður að þróast í störfum að sameig- inlegum viðfangsefnum. Raun- hæf þekkingarleit, frjó'tt nám þarfra fræða, er meðal beztu viðfangsefnanna, og svo hver önnur þarfleg stcrf sem börn- in geta uonið að sameiginlega. Mögnun prcfmetnaðar (eink- unnasýki) í fræðigreinum, íþróttum og hverju cðru er ósiðrænt athæfi. Annað þetta: Hverjum kennara er nauð- synlegt að gera sér sem gleggsta grein fyrir þekkingu, gáínafari og hugsunarmáta hvers nemaada síns, svo og allri aðstöðu hans til starfa og náms, og reyna að haga kennslu sinni eftir því. Gáfna- magn hvers eins veröur aldrei réttilega mælt eða metið, sízt á unga aldri, enda skiptir það engu verulegu máli. Sérhvert barn sem vit hefur til þess að nema móðurmál sitt nokk- urnveginn vel á eðlilegum tíma, í eðlilegu umhverfi, hef- ur næga greind til þess að ljúka öllu skólanámi með sóma, ef kennslan og önnur aðbúð er 'í lagi. Það er háska- leg villa að kenna greindar- skorti um, eða skorti á sér- gáfum, þegar nemanda geng- ur nám einhverrar námsgrein- ar illa; annarsstaðar hlýtur sökin að liggja. Orsakir slíkra meina eru ekki aðeicis hindr- un á námsferli barnsins, þær lama einnig skapgerðina og siðferðið, og því verður að ryðja þeim úr vegi. G.O.G. 2ja til 3ja her- bergja íhúð Óska eftir 2ja til 3ja herj bergja íbúð fyrir 14. maí. Upplýsingar í síma 15692. saumavélar [ ) \ Veritas saumavélin saumar á auðveldan hátt sikk-sakk spor cg fjöldann allan af mynsturssaum. Allt inn- byggt. Verð aðeins kr. 6755.00. Hagstæðir greiðslu- skilmálar. Garðar Gískson h.f. Reykjav'ik. FALLEGAR fermingargjafir Komméður úr ter.k og mahogni með 3, 4, 5 og 6 skúffum. Skúiason £c Jénsson hf. Laugavegi 62 Skólavörðustíg 41 Sími 36503 Þjóðviljann vantar ungling til blað- burðar í Blesugróf AFGREIÐSLAN sími 17500. Háseigendur Nýir og gamlir miðstöðvarkatl- ar á tækifærisver'ði. Smíðum svala- og stigahandrið. Við- gerðir og uppsetning á olíu- kynditækjum, heimilistækjum og margs konar vélaviðgerð- ir. Ýmiss konar nýsmíði. Látið fagmenn annast verkið. Í'LÓKAGATA 6, sími 24912. ■ ELDHÍJ SSETT H SVEFNBEKKIR Q SVEFNSÓFAR HNOTAN húsgagnaverzhm Þórsgötu 1 Húsgögn og innrétiingar Tökum að okkur smiði á húsgögnum og innréttingum Leitið upplýsinga. Almenna liúsgagnavinnu- stofan. Bækur frá Sovétríkjunum Við erum nýbúnir að fá mjög mikið úrval góðra bóka frá Sovétríkjunum: Vísinda og fræðirit. Sígikl skáklverk. Bækur um Sovétríkin. Kennsluþækur. Myndabækur. Listaverkabækur. Mikið úrval barnabóka, glæsilega myndskreyttar. Engar bækur eru eins ódýrar, og bækur frá Sovét- ríkjunum. Komið og skoðið. Þér munið sannfærast um, að hvergi er liægt að gera eins góð bókakaup, sem hjá okkur. Sendum ckeypis bókalista til allra sem óska þess. I S T O R G h. f. Hallveigarstíg 10, Sími: 2 29 61. Uppreisnin í Alsír fér úi um þúfur Tilkynning til húsaigenda í Reykjavík Bæjarráð hefur ákveðið að gefa húseigendum kost á, að kaupa sorpílát með föstu loki, og verða þau afgreidd í júlí n.k. Pantanir óskast tilkynntar sem fyrst til sorphreins- unarinnar, Vegamótastíg 4, símar 12746 og 13210. Reykjavík, 24. apríl 1961. Bæjarverkfræðingur. iistihú&eigendur! Nú er tími til að endurnýja gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver og kodda í ýmsum stærðum. — Fljót afgreiðsla. FIÐURHREINSUNIN, Kifkjuteig 29. — Simi 33301. Framhald af 1. síðu. haud. en nú má telja víst að þeir þrír síðastneíndu hafi all- ir kornizt undan og er búizt við að þeir leynist einhvers staðar í Alsír, en muni reyna að kom- ast úr landi. t.d. til Spánar. Hins vegar náðist Challe cg var hann fluttur til Parísar. Á flugvellinum þar beið hans hópur lögreglumanna sem fluttu hann í Santé-fangelsið. en þar verður hann látinn dúsa þar til mál hans og íélaga hans kemur fyrir herrétt. Hann er sakaður um landráð og' á dauðadóm yfir höfði sér. Stjórnin fagnar sigri. Með handtöku Challe var lok- ið þessari fjögra daga uppreisn sem um tíma virtist ætla að steypa Frakklandi út í borgara- styrjöld. De Gaulle og stjórn hans íögnuðu sigri, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin hafði öll sýnt eindreginn vilja til að berjast gegn uppreisnar- mönnum, en herinn reyndist henni einnig hollari en almennt hafði verið búizt við. Afsalar sér ekki alræðisvaldi. De Gaulle og stjórn hans komu saman í gær og var m.a. rætt um hvernig þeim skyldi vefsað sem stóðu fyrir uppreisn- inni eða létu ánetjast uppreisn- armönnum. Búizt er við að kraf- Keflcvíkurdeilan Framhald af 12. síðu. að hætta við vegna þess áö engin kona mætti til vinnu. Sátiafundur Sáttasemjari boðaði fund með deiluaðilum í vinnudeilunni í Keflavík í gærkvöld. Var hann haldinn í Reykjavík. Til að fullnægja dómi Fólags- dóms he.fur verkakvennafélagið sagt upp samningum við Vinnu- veitendafélag Suðurnesja, og gengur hann úr gildi 1. júní samkvæmt þeirri uppsögn. Bréf Magnúsar Framhald af 4. síðu. hafi engin tilkynning borizt um skipun hans sem verjanda og ráði traust sitt á Guðlaugi þessari afsiöðu sinni. Bréf Magnúsar er svar við bréfi frá Ragnari, þar sem hann kvaddi Magnús á sinn fund til við- tals um málið. Hæstiréttur afgreiddi í fyrradag svar við bréfi Magn- úsar en lionum hafði enn ekki borizt það í gær. Var það á leið í pósti. izt verði ströngustu refsinga sem lög heimila. Þá er það fullyrt að de Gaul’e sé staðráðinn i að af- sala sér ekki þeim alræðisvöld- um sem hann i'ékk meðan hætta stafaði af uppreisnarmönnum, heldur er ta'ið lík’egt eð hann vilji tryggja sér slík völd fram- vegis. Serkir fúsir til saniringa. Serkneska þjóðfrelsishreyf- ing.’n sem ekki aðhalðist ncitt meðan ,á uppreisninni stóð sem torvelt hefði viðureign de Gaulle við uppreisnarmenn hefur lagt áherzlu á að hún sé nú fúsari til samningaviðræðna um frið í Alsir en nokkru sinni fyrr. Csie- ur uppreisnarmanna hafi rutt úr veei einni af þeim tálmunum sem komið hafi : veg fyrir frið hingað til. Landhe’g'sbrct Framhald af 1. síðu Geir Zoega til þess að vera við réttarhöldin í máli skip- stjórans fyrir hönd útgerðar- innar. Flaug Bjöm Pálsson með þá til Eyja. Réttarhöld hófust þó ekki í gærkvöld eins og fyrst var búizt við en þau áttu að hefjast í morgun. Starella er nýr togari. aðeins 9 mánaða gamall og hið glæsi- legasta skip, sagði fréttaritari Þjóðvil.ians í Vestmannaeyjum í gærkvöld. 'í'shcmbs handíckmn Framhald af 1. síðu Elisabethville. lýsti stjórnin þar yfir hernaðarástandi í Katanga- fylki. Sagt var að innanríkis- ráðherrann Múnango ætlaði að taka völdin í sínar hendur og' niyndi hann hóta stjórninni í Leopoldville stríði, ef hún léti ekki fangana lausa. í Elisabethville er sagt að Tshombe hafi ekki verið mjög fastur í sessi að undanförnu, mikill rígur hafi verið innan stjórnar hans. ig 0? siná á Ráðgjafarþing Evrópuráðsins kom saman til funda í Stras- bourg mánudaginn 24. april. Þingfundina sækja að þessu sinni af fslands hálfu Jóhann Þ. Jósefsson, fymrverandi ráðherra, og Rannveig Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.