Þjóðviljinn - 27.05.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.05.1961, Blaðsíða 4
1) ÞJÓÐyiLJINN — Laugardagur 27. maí 1961 Skemmtiferðir til Grœnlands frá Reykjavík á þessu sumri lándnámsbyggða á Grænlandi í 5 aldir, þótti takast með af- ' brigðum vel og verða öjlum í sumar vcrða þrjár þriggja daga hópferðir í'arnar héðan með ferðamenn til hinna fornu íslendingabyggða, á vestur- þátttakendum minnisstæð, | strönd Grænland.s og þrjár kynnin af stórfenglegri nátt- ^ dagsferðir til norðlægari slóða, úrufegurð Grænlands, hinni Meistaravíkur á austurströnd- sérstæðu menr ingu Grænlend- ( inga og sögulegu minjum um búsetu Islendinga í landinu. Ferðir þessar verða farnar dagana 19.—21. júlí, 2.—4. ág- úst og 16.—18. ágúst. Flogið verður til Narssarssuaq og heim aftur með Cloudmaster- flugvél. Fargjald (innifalið: flugferðir, gisting, matur, ferð- ir á Grænlandi o.s.frv.) er 4480 krónur. mni. | Fyrir ferðum' þessum starda í sameiningu Ferðaskrifstofa I rikisins og Flugfélag íslands, ' eins og drepið var á hér í blað- inu í gær. Þriggja daga ferð Lengri Grænlandsferðirnar verða með svipuðu sniði og hcpferðin, sem farin var í fyrrasumar til Narssarssuaq við Eiríksfjörð og næsta ná- grenni. Sú ferð, fyrsta hóp- ferð íslerdinga til hinna fornu Flugí clag Islands gefur ut land- kynningar- bæklinga Flugfélag íslands licfur fyr- ir nokkru gefið út fjórá bækl- inga til landltynningar. Bækl- ingar þessir eru gefnir út á fjórum tungumálum, dönsku, þýzku, ensku o.g frönsku. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur ritar bækling um jarðfræði íslands, dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur ritar bækling um fuglalíf á ís- landi og birtir skrá yfir 76 tegundir fugla, sem hér dvelj- ast sumarmánuðina eða allt árið, auk 7 teg. fugla sem hingað koma öðru hverju eða eiga vetursetu. Bæklirig um grcðurfar Islands ritar Eyþór Einarsson cand. mag. Fjórði bæklingurinn er um íslenzka liestinn og höfundar þeir Gunn- ar Bjarnason skólastjóri og Cedric Burton. —. Nokkrar myndir eru í hverjum þessara landkynnirgabæklinga, sem eru smekklega útgefnir. Eins d;*.gs ferð Dagsferðirnar. til Meistara- víkur á austurströri Græn- lands kosta 2350 krónur. Þær ferðir verða farnar héðan frá Reykjavík 25. júní, 25. júlí og 14. ágúst. Islands og Grænlandsferðir útlendinga Þórhallur Vilmundarson menntaskólakennari, sem var fararstjóri í hópferðinni til Grænlands í fyrrasumar, hef- ur tekið saman upplýsinga- bækling' lim Grænlándsferðfrh- ar, en Ferðaskrifstofan og Flugfélagið gefið út. Bækling- urinn er á ensku og fyrst og fremst ætlaður útlendingum, en gera má ráð fyrir að marg- ir útlendingar, sem leggja lsið sina hingað til íslands og dvelj- ast hér um hálfsmánaðar skeið eða svo, ha.fi hug á að komast líka til Grænlands. Með þetta í huga eru ferðirnar m.a. skipulagðar. Nú þegar er vit- að að hópur Svisslendinga ætl- ar að notfæra sér Grænlands- ferðirnar 'í sumar. Hópur þessi mun koma hingað til lands á vegum ferðaskrifstofu einnar í Zjúrich en fulltrúi frá henni dvaldist hér á landi um skeið í fyrrasumar til að kynna sér möguleika á ferðum skemmti- ferðamanna frá meginlandinu til Islands og Grænlands. Gjöf til Styrkter- félags lamaðra og fatkðra Hinr.i 24. þ.m. afhenti frú Helga Jónsdóttir gjö.f til Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra að upphæð kr. 2000. Gjöf þessi er gefin til minningar um frú Ingibjörgu Björnsdóttur frá Bæ í Borgarfir'ði af nokkr- um gömlum nemendum og kunningjum hennar. Frú Ingibjörg lézt 7. sspt. 1945, eri mundi þennan dag hafa orðið áttræð, hefði hún lifað. — Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar þessa gjöf, og hlýhug þann, er henni .fylgir. Ekki uppsögn á samningum Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi frá Alþýðusam- bandi Vestfjarða: I tilefni af frétt, sem birzt he,fur í blöðum og útvarpi, þess efriis, að útvegsmenn um land allt, (að Vestmannaeyjum og Akureyri undanskildum, hafi sagt upp samningum við sjó- mannafélögin um síldveiðar, tekur Alþýðusamband Vest- fjarða það fram, að útvegs- menn á sambandssvæði þess, en þ.e. ísafjarðarkaupstaður, Isafiarðaraýslur, Bcrðastrand- arsýsla og Strandasýsla. hafa ekki sagt upo síldveiðisamr- ingnum, að cðru leyti en því, að Útvegsmannafélag ísfirðí- inga, Isafirði, hefur sagt samn- ingnum upp. og nær sú upp- sögn aðeins til 'isfirzku bátanna. Aðrir útvegsmenn á sambands- svæði A.S.V. hafa ekki sagt samrö.ngunum upp, a.m.k. hef- ur þá lá'ðst að tilk.ynna réttum hlutaðeigendum um upnsögn- ina A.S.V. Grænlenzk börn. Myndina tók einn Islendinganna, sem þátt tók í hópferðinni til Grænlands í fyrrasumar. Iðgjaldatekjur Samviimutrygg- inga jukust um 33,5 prós. sl. ár Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnut rygginga á árinu 1960 iiámu 84,7 millj. kr. og höfðu aukizt um 21,3 millj. frá fyrra ári eða uin 33,5%. Tjónin námn 59,8 millj. lsr . 5,3 millj. liærri 'iipnhæð en á-ið 1959. Framanskr'ð var u 'plýst á aðalfundi Samvinratrygginga og Líftryggingafélagsins And- vöku' sem haldinn var á Sel- fossi fyrir skömmu. Samþykkt var að endur- greiða þeim, sem tryggt höfðu hjá félaginu kr. 7.380.906.00, sem skiptist þannig á hinar ýmsu tryggingagreinar: Brunatrygging. kr. 2.192.173.00 Bifreiðatrygg. kr. 1.671.251.00 Dráttarv.trygg. kr. 335.666 Skipatryggirg. kr. 1.324.724.00 Vörutryggingar kr 1.681.628.00 Ferða- og slysatr. kr. 78.468.00 Byggingatrygging. kr. 96.996.00 Með þessari endurgreiðslu tekjuafgangs tU hinna tryggðu hafa Samvinnutryggingar end- urgreitt samtals til trygging- artakanna frá því byrjað var c~ö úthluta. tekjurfgangi árið 1049, kr. 29.370.940.00. Miðað við iðgjöld lækkar kostnaðarpróseutan úr 10% 1959 í 9,2% 1960. Iðgjalda- og tjónasjóðir fé- lagsins námu í árslok kr. 109.9 milljónum og liöfðu auk- izt um 24.8 milljónir á árinu. Iðgjaldatekjur félagsins námu tæpum 2.7 milljónum kr. Var samþykkt að leggja kr. 310.000.00 í bonussjóð og kr. 2.375.000,00 í tryggingasjóð, Frah. á 10. síðu. iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiHiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiimiiuiiimiiiiiiiiiiiitiiiimimiiiiiiimiiiiiiiiiiiijiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimEiimuumiiimiiuauiii = Tvö bréf í dag frá Vestmannaeyjum og Hafnar- | íirði — enn um dægurlög og óskalagaþætti — = íslénzk dægurlöa eiga rétt á sér •— aðstöðumunur | tónsmiðs og rithöfundar hér á landi — óskalaga- = þáttur sjúklinga orðinn betri en var. E Hér kemur bréf frá Odd- það allt dýrðlegur skáldskap- geiri -Kristjánssyni í Vest- mannaeyjum: ..Fyrir nokkru birtist frá þér athugasemd aftan við greinarkorn frá Tólíta sept- ember, hvar umræðuefnið va^ íslenzk danslagasmíð. í grein þinni kom ýmislegt fram sem ég hefði löngun til að ræða dál'tið. Þú kallar íslenzk dægurlög ..misskiln- ing í tónlist".' Hvað um hin erlendu dægurlög sem hellt er yfir þjóðina á öllum tím- um dagsins. Bera þau svo langt af, að þar sé ekki um ,.misski!ning“ að ræða, eða ljóðin sem fylgja þeim, er ur? Frá mínu sjónarmiði má kvæði við danslag ort af ís- lenzkum manni vera mikill leirburður, ef það er ekki betra en hin ensku og þýzku, og kemur margt til. Á öllum timum hafa tón- skáld samið danslög handa unga fólkinu og ekki skamm- ast sín fyrir. Eru Bach, Beet- hoven, Schubert og fleiri slík- ir ekki undanskildir. Morg hinna íslenzku danslaga eru lipurlega samin, og þjóna vel tilgangi sínum. Standa sízt að baki kúrekasöngvunum sem mestri hylli hafa náð s.l. ár. Hinsvegar skal játað að Ijóðin mættu oft vera betri, og ekki myndi ég hvetja Tólíta sept- ember til frekari ljóðagerð- ar en orðið er. Margir falleg- ir danslagatextar hafa komið fram eftir meiin eins og Tóm- as Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og fleiri. Eitt af stórskáldum Ítalíu skammast sín ekki fyrir að yrkja kvæði handa unga fólkinu, við þau lög sem það vill syngja; sem- sé dægurlögin. Formig á tónsmíðinni er ekki aðalat- riðið heldur „sál melódíunn- ar“. Tónsmíði á íslandi á sér ekki langa sögu.. Ritlist hefur aftur á móti verið stunduð í aldaraðir. Það þykir sjálf- sagt að veita hverju ungu skájdi, sem sendir frá sér , ljóðakver skáldastyrk, og eng- inn álasar því fyrir að kynna ljóð sín t.d. í útvarpi. Að- stöðumunur rithöfundar og tónsmiðs er svo gífurlegur á íslandi að fáir gera sér það ljóst. Þegar Tólf.ti september hef- ir þann manndóm í sér, og kjark, að reyna að kynna tónsmíðar sínar og afla sér nokkurra ,króna, þá hleypur þú upp með feikna vandlæt- ingu, og' ekki nægja þér minni menn til samanburðar en Beethoven og Grieg. Ég hefi alltaf sterkan' grun um. að þeir sem mest vitna til slíkra jöfra í tónsmíðinni, unni ekki tónlist eins mikið og þeir vilja vera láta. Sann- ur tónlistarunnandi heyrir oft fallegar línur í einíöldu dans- lagi, þó tónsmiðurinn sé að mestu ókunnur í dagblöðun- um eða hjá þeim sem í þau rita. Hándel notaði oft lög sem hann heyrði af tilviljun í tónsmíðar s'nar. Sneið þau til og lagfærði eftir smekk sínum, og þörf tónsmíðarinn- ar hverju sinni. En þú góði bæjarpóstur ætlar að rifna af vandlætingu. Ég held að þú hafir ekki efni á því. Myndi ráðleggja þér að reyna að vera svolítið kátari. svo að ,.báejarpósturinn“ þinn yrði öði’U hverju lesandi vegna geðvonzku-'. Hér kemur bréf frá Sigurði Herlufsen í Hafnarfirði; „Laugardagur 20. maí 1961. í dag var fluttur óskalaga- þáttur sjúklinga, senx er ekk- ert fréttnæmt í sjálfu sér. Þessi þáttur hafði þó sér~ stöðu, hann var betri en ah- ir aðrir þættir, sem ég- hef áður heyrt af sama tagi. Ég finn sterka hvöt hjá mér til að þakka fyrir þenn- an þátt og vonast ég fast- lega til þess að hann sé byrj- un á nýjum velgengnistímá óskalagaþáttar sjúklinga. Þá er ekki vafamál að öllum sem á hann hlusta, verður gott af, og þá verður árangurinn eins og til hefuF verið ætlazt í upphafi“. !iiiiiiiiiiiIi(iiuiiiliiiiuiiiiii(iiiiiiuiiiiii(ii(i((iiiiiiiiii(ii(iiiiiiiiiiiiiiniiiiiiuiiHni!uii!imiiiiii'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.