Þjóðviljinn - 27.05.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1961, Blaðsíða 6
flb) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. maí 1961 Laugardagur 27. ma'i 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7 — --isgi þlOSVILIINN ©tgefandl: Sameiningarfloklcur alþýðu - Sóslalistaflokkurinn. - Ritstiórar: Maenús Kjartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstiórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, nrentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bíml 17-500 (5 Iín-j~' Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja t»jóöviljans h.f. iOllh. i Péfur SumarliSason: ms ■9 Glæframeimska J^Jorgunblaðið birtir á forsíðu í gær mjög hræsnisfull- Aan ramma um verkfallsmálin. Er þar talað um nauð- syn þess að samningafundamennirnir „geri sér hver um sig grein fyrir því, hve ábyrgðarmiklu hlutverki þeir gegna‘‘ og meginatrfðið sé „að á samningafund- unum ríki andrúmsloft skilnings á gagnkvæmum og jafnframt sameiginlegum hagsmunum". Og sitt hvað meira fylgir af þvílíku orðagjálfri. Otaðreyndin er sú að það er aðeins einn aðili sem hef- ur sýnt ábyrgðartilfinningu í samningunum um kaup og kjör: verklýðshreyfingin. Meira en hálft ár er nú liðið síðan alþýðusamtökin sneru sér til ríkis- stjórnarinnar, báru fram tillögur um það að hún gerði ráðstafanir til þess að bæta kjörin með verðlækkun- um og öðvum hliðstæðum aðgerðum og hétu því að meta allt slíkt til jafns við beinar kauphækkanir. Rík- isstjórnir ihefur gersamlega neitað þessum tillögum og allt til iþessa ekki. gert handarvik til þess að greiða fyrir bví að samningar takist um hinar sjálfsögðu kröfur verklýðshreyfingarinnar. Algerara ábyrgðar- levsi er ekki hægt að hugsa sér; en í staðinn efna ráð- herrnrnir að vísu til samfelldari utanferða og þrálát- ari stórveizluhalda en dæmi eru til áður í sögu þjóð- arinnar. TVTær fimm mánuðir eru liðnir síðan Dagsbrún bar ” fram kröfur sínar, gerhugsaðar og nákvæmar. Hálf- ur fimmti mánuður er liðinn síðan fulltrúar verka- manna áttu fyrsta viðræðufund sinn við atvinnurek- endur. En allan þennan tíma hafa atvinnurekendur ekkert haft til málanna iað leggja, ekki komið fram með eina einustu þarflega tillögu; aðeins haldið uppi endalausu þvaðri og pexi. Það hefur sannarlega ekki komið fram hjá þeim að þeir eigi „ábyrgðarmiklu hlut- verki að gegna“ eða að „andrúmsloft skilningsins“ leiki um vit þeirra. 'yinnubrdgð ríkisstjórnar og atvinnurekenda hafa ver- ið frámunalega ábyrgðarlaus, en allir vita af hverju þau stafa. Þessir aðilar þykjast vera að halda uppi taugastríði gegn fólkinu 1 landinu. Þeir vita að verka- fólk vill ná samningum án verkfalla eins og alþýðu- samtökin hafa sýnt í verki með vinnubrögðum sínum, og nú á að freista þess hvort ekki er unnt að nota ábyrgðartilfinningu verkafólks til þess að skerða rétt þess. Valdamennirnir hugsa sem svo: Ef beðið er fram á seinustu stund — er þá ekki hugsanlegt að verkafólk sætti sig við rýran hlut til þess að forða þjóðfélaginu frá vinnustöðvun? Þeir hegða sér eins og örvænting- arfullir fjárhættúspilarar en ekki ábyrg öfl d þjóð- félaginu. Fn þessi glæfrastefna ríkisstjórnar og atvinnurekenda er vonlaus. Ábyrgðartilfinning verkafólks dregur ekki minnstu vitund úr þeirri fullvissu hvers manns að nú skuli alþýðusamtökin ná verulegum kjarabót- um. Hinn einbeitti ásetningur verkamanna hefur kom- ið frarp í svo til einróma ákvörðunum verkalýðsfélag- anna um land allt og á þeirri samheldni verður ekk- ert lát fyrr en sigur er unninn. Verkamenn hafa bor- ið fram kröfur sínar og rætt um þær af fullri ábyrgð- artilfinningu; þeir þurfa ekki á neinum brellum eða taugastríði að halda, og allir slíkir tilburðir valda- manna hafa aðeins öfug áhrif. — m. Ber að legg ja Kennaraskólann niður? Á árinu 1960 birfust í ís- lenzkum dagblöðum nokkrar greinar um launamál kenn- ara. Hjá viðkomandi ráðu- neyti munu og liggja nokkra’r kröfur kennara um bætt laun, en þeim kröfum er enn ósvarað. Ekki er ég viss um að launakröfur kenna'ra eigi mik- inn hljómgrunn hjá almenn- ingi, kennarar yfirleitt laldir hafa ágætislaun. Látum það sjónarmið eiga sig að sinni. Ég veit að yfirleitt mun skrif- um okkar um þessi mál ekki hafa verið veitt mikil athygli, og þar sem ég tel, að ekki sé verið að bera í bakkafullan lækinn, vildi ég vekja athygli á nokkrum atriðum, ef verða mætti til þess, að einhverj- um yrði þau að umhugsunar- efni. Ríkisvaldið hefur sett lög um fjölda slarfsgreina. Lög þessi stuðla yfirleitt að tvennu: Setja ákvæði um, hvers krafizt sé af einstak- lingum stétfarinnar hvað snertir sérmenntun hennar og hinsvegar að veita henni vernd á atvinnuvettvangi þjóðfélagsins, þannig að rétt- indalausir menn leggi ekki undir sig atvinnugreinina. Verndunarákvæðin eru mjög skýlaus, enda hafa þau kom- ið sturdum harkalega fram á atvinnuleysistímum, en auð- vitað slaknað á þeim, þegar sérgreinamennirnir hafa ekki komizt. yfir að sinna þeim verkefnum er buðust. Sá, sem kaupir vinnu ófaglærðra manna, til þeirra verka er sérmenntunar krefjast, stend- ur þó alltaf uppi réttlaus gagnvart þeim vinnugæðum, sem hann krefst. Ófaglærður múrari vinnur algerlega á á- byrgð þess, er kaupir vinn- una. Sé verkkaupandinn ekki ánægður með verkið getur hann engan sótt til saka nema sjálfan sig. Væri um fagmann að ræða, gæti hann fengið verkið metið og end- urunnið á kostnað fagmanns- ins. Það er opinber staðreynd að urn 15,% kennarastéttar- innar eru menn án kennara- prófs. Nú er ég á engan hátt að mótmæla því, að ekki geti hver og einn kennt börnum sem á annað borð lætur sig falan til slíkra starfa, en hitt virðist mér greinilegt, að eng- inn aðili á nokkum kröfurétt á hendur þessum mönnum, hvorki um vinnubrögð, fram- ferði eða árangur í starfi og er sama hver aðilinn er, hvort um er að ræða fræðslumála- stjórn, skólanefndir, foreldra eða börnin, sem unnið er fyr- ir. Þessir menn vinna alger- lega á ábyrgð fyrrgreindra að- ila. Það gildir það sama um réttindalausan kennara og aðra réttindalausa menn í starfi. Við sitjum uppi með starfið, vel eða illa af hendi leyst. Lög viðkomandi stétt- arfélags geta yfirleitt útilok- að réttindalausan mann frá vinnu, en stéttarfélag barna- kennara útilokar ekki neinn mann frá starfi, því það sama 'ríkisvald sem vermiar almennar starfsgreinar þjóð- félagsins hefur sjálfit tskið frumkvæðið um að ráða próf- lausa menn inn á starfsvett- vang kennara og yfi’rleitt fyr- ir lægra kaup, a.m.k. í far- kennsluhéruðum. Það virðist einnig að nóg framboð sé af mönnum til þess að vinna að kennslustörfum, svo fremi sem ekkert þu'rfi á sig að leggja um sérnám. Það hlýtur að vakna sú spurning, hvort ekki sé með öllu nauðsynjaiaust að halda uppi dýrum sérskóla til menntunar kennaraefna, hvað þá heldur að vera nú að byggja milljónahús yfir slíka fræðslustarfsemi. Menn lifa ekkert frekar af launum sín- um þótt þeir læri til starfans í glæsilegum byggingum. Það mun va'rla ofsagt, að stór hluti fræðsluhéraðanna utan stærstu kaupstaðanna, hafa ekki árum saman haft fullskipað starfslið lærðra kennara og sum engan. Ég hef ekki orðið þess va'r að skóianefndir eða hin einstöku fræðsluhéruð hafi gert neinar teljandi athugasemdir við þetta ástand, en því segi ég skólanefndir, að þær eru ó- neitanlega fulltrúar almenn- ings um þær kröfur sem for- eldrar gera um fræðslu barna sinna. Sannleiku'rinn er sá, að í raun og veru telur almenn- ingur ekki neina brýna nauð- syn á því, að hafa lærða kenn- ara til starfa, svo fremi ein- hver fáist til þess að sinna þessu starfi. Þróun þessara mála undan- farin ár gefur tilefni til að á- lykta að ekki líði á löngu unz eingöngu próflausir kennara'r verða starfandi við flesta skóla utan stærstu kaupstað- anna. Lækkaðar kröfur til sta'rfsmanna hljóta að þýða lækkaðar kröfur um vinnu- hverjum finnist þetta ofsagt, og þess vegna skulum við at- huga það svolí'tið nánar. I landbúnaði hefur orðið gjörbylting, bæði í tækjum og rekstri búanna. Það er óhugs- andi fyrir bónda að komast af með þá almennu þekkingu sem 'ríkjandi var fyrir þrem- ur áratugum. Við sjávarsíð- una hefur raunin orðið sú, t. d. í stærri kaupstöðum, að verkamönnum fer fækkandi. Fyrsta greirt Kennslumál í kreppu gæði. Þetta skeður á sama tíma og við keppumst'Við að auka hverskonar tækni og iðnað í landinu og þjóðfélagið þarf sífellt meira á allskonar tæknimenntuðu fólki að halda. Það sem mest hefur ýtt und- ir aukna alþýðumenntun með öðrum þjóðum, verður liér til þess að minnka hana. Jafnvel stórveldi eins og Bandaríki Norður-Ameríku hefur nú ný- lega endurskoðað afstöðu sína til fræðslumála og tvöfaldað útgjöld sín til þeirra, meðal annars með mikilli hækkun á kennaralaunum, til þess að 'tryggja sér fullmenntaða menn til þeirra starfa. Hér förum við öfugt að, og al- menningur og fulltrúar hans láta sem ekki sé nein hættá á ferðum. Það er viðurkennt af öll- um, að barnaskclarnir þurfa nú að gegna æ meira uppeld- ishlutverki í þjóðfélaginu, ekki aðeins hvað snerti'r al- menna menntun, heldur og einnig um fjölda sammann- legra þátta, sem áður lágu aðeins á vettvangi heimilisins. Góðir framhaldsskólar og sérskólar koma að litlu haldi ef undirbúningsmenntunin er vanrækt. Það er og 'til lítils að vera að státa af stórkost- legum framkvæmdum í þjóð- féiaginu, ef við á sama tíma rífum grundvöllinn undan því að þjóðin ' geti í framtíðinni valdið þeim atvinnuháttum, sem tækni nútímans skapar. Það má vel ve'ra að ein- Man ég ekki betu'r en eitt dagblaðanna benti mjög ræki- lega á þetta í vetur þó í öðru sambandi væri. Verkamönn- um mun fara fækkandi í þjóð- félaginu, en með verkamönn- um á ég við þann hluta þjóð- arinnar er vinnur að þeim störfum, sem engrar sérkunn- áttu þarfnast. Allur hinn opinberi vinnu- ma'rkaður hefur hækkað kröf- una um almenna þekkingu starfsmanna sinna. Hið góða fullnaðarpróf nær skammt í dag, það verður að afla sér meiri menntunar. Framhaldsmenntun ve'rður því erfiðari nemendunum sem undirbúningur þeirra er lak- ari, og er þega'r töluvert far- ið að bera á vandkvæðum af þeim orsökum. Það er nefni- lega staðreyndin, að ekki er aðeins vítavert að lærðum kennurum fækki, heldu'r ekki síður það, að ekki skuli stór- um meira vandað til barna- fræðslunnar en nú er gert. Það þarf að stó'rauka kennsluna í barnaskólum, fjölga bæði kennurum og kennslustundum og fækka nemendum á hvern kennara. I nútímaþjóðfélagi tekur sér- námið við strax að loknu skyldunámi, og því ber að ganga svo vel frá hinni al- mennu fræðslu sem framast er unnt. Þar má hvorki spara fé né tíma. Eins og nú er, er barna- fræðslan Vægast sagt oln- bogabarn þjcðfélagsins, eins og börn e'ru líka yfirleitt hjá okkur. Það er ekki nóg að byggja milljónahallir til sýnis . um þessa starfsemi, þegar allt, sem liún þarf á að halda er skorið við nögl. I dag eru allar stundaskrár barnaskól- anna miðaðar við það lág- mark, sem í upphafi var sett um kennslustundafjölda á ald- ursflokk, og þó ekki, fyrir nokkru var hann lækkaður á yngri aldu'rsflokkunum, og þetta á við jafnt í bóklegum greinum sem sérfögum. Það hefur ekki verið hægt að verja eyri til þess að bæta þar neinu við, nei miklu frek- ar hafa heyrzt raddir um að nauðsynlegt sé að minnka þessa skólagöngu. Skólser- E an, það sem fram fer í skól- anum og sá tími, sem þav' er J varið, er eitt af því sem ’S' ýmsir telja varasamt barn- E inu. Það er að vísu enn tal- E in nauðsyn að barn sé í skóla E bláveturinn, en heldur ekki 5 lengur. Það er ekki fyrr far- E ið að vora en allir eru upp- E fullir af hneykslun yfir því, E að blessuð börnin skuli vera = í skóla í stað þess að vera jjj úti. Og stundum vorar E snemma hjá okkur. Þó er það E staðreynd, sem betur fer, að jj- börn hafa yfirleitt ekki ann- = að að gera í þessu þjóðfélagi, = en vera í skóla og afla sér E þekkingar. Þau eru yfirleitt E ekki raunverulegur vinnu- E kraftur eða tekjuaðilar á heim- E ilunum, svo er fyrir að þakka E batnandi lífsskilyrðum okkar. E Það er oft á tyll:dögúm — talað um það, að æskan sé = það dýrmætasta sem eitt = þjóðfélag eigi, og ég geri ráð S fýrir að yfirleitt meini menn E það. Sé svo, ber að láta þessa E æsku fá það bezta í hendur E og velja henni þá beztu E starfskrafta sem völ er á. E Ef almenningur telur enga E þörf á að hafa lærða kennara E lianda börnum sínum, þá er E ekkert við núverandi þróun E að segja og þá ber að leggja E kennaraskólann niður. Vilji E almenningur hafa sérmennt- j= aða kennara handa börnum E sínum, ber foreldrum hvers E fræðsluhéraðs að gera þá E kröfu til skólanefnda sinna E og þær síðan að gera þær E ráðstafanir, sem nauðsynleg- E ar eru til þess að fá slíka E menn iil starfa. Núverandi á- E stand er hvorki fugi né fisk- E ur, það er 'til skammar þeirri E þjóð, sem hæli'r sér af ótrú- S legum framkvæmdum á sviði E atvinnutækni og batnandi lífs- E kjara. 5 = liiiiiiiiimiiiMiiiiiiimmiimuMiiiiiiiiinimiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiii!iiiiiiiiimmiiiiiiiMiiiiiiiiimmimgiiiiiiiiiiiiii(iiiii Iiennaraskóli íslands er á leiðinni að veslast upp vegna dræmrar aðsóknar samtímis því að E verið er að reisa yfir hann þessa, nýju byggingu við Stakkaliiíð. = ........... E Varla mun geta Ieikið vafi á um það, að málverkasýning Eggerts Guðmundssonar, sem nú getur að líta í Iðnskólanum nýja, er bezta sýning hans til þessa. En sé þetta haft fyrir satt, þó felst í því viðurkenn- ing þess, að Eggert sé ennþá vaxandi listamaður, þó að orð-: inn sé fimmtíu og fjögurra ára og er það meira en sagt yrði um margan málarann, sem náð hefur þessum aldri. Ég hef þekkt Eggert, frá því- er báðir voru um eða innan við tvitugt, og fylgt þróun hans með athygli alla tíð síðan. Og þegar ég ber saman þessa sýningu hans og hinar fyrri, sem nú eru orðnar alimargar, síðan hann tók fyrst að koma fram opinberlega fyrir svo sem þrem áratugum, þá virðist mér tvennt sérstaklega eftirtektar- vert. Fyrst það, hversu hann hefur aukizt að kurmáttu og listþroska á þessu tímabilí, en hitt annað, hversu hann er þó sjálfum sér líkur alia tíð þrátt íyrir allt, bæði um efnisval og efnismeðferð, hugarstefnu og handbragð. Það eru yfirleitt sams konar eða svipuð hugð- arefni, sem á hann sækja allt frá' upphafi, og hann gerir þeim jafnan áþekk skil að öðru en því, að honum eykst tækni og vald yfir viðfangsefninu, eftir því sem fram líða stund- ir. Þessari sýningu Eggerts má skipta í nokkrar sæmilega vel afmarkaðar deildir. í eina þeirra kæmu til dæmis þjóð- lífs- og þjóðsagnamyndir, sem þarna eru allmargac til sýnis, en slík viðfangsefni hafa löng- um verið honum huglejkin, og hefur honum stundum tekizt Vel í þeim efnum. Annars virð- ist mér sem Eggert nái yfirleit* Wki mjög hátt á þessu sviði, svo mikla rækt sem hann hef- ur þó við það lagt. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hon- um hefur ekki tekizt að verða nógu mikill teiknari, og á hann reyndar í því efni sam- merkt við flesta aðra íslenzka málara. Hið sama má t.d. segja um Ásgr.'m Jónsson, sem einn- ig hefur íengizt mjög við það að gera myndir úr þjóðsögum, og er þetta einmitt orsök þess, hversu ákaflega lítils virði margar þjóðsagnateikningar Ásgríms eru í raun og veru þrátt fyrir sniild hans á vett- vangi sjálfrar málaralistarinn- ar. Einna beztar af fyrrnefndum þjóðlífs- og þjóðsagnamyndum á þessari sýningu eru þær, sem nefnast „Gamla vörin“ (5) og „Við erum farnir“ (32). AnnarS tekst málaranum oft vel að ná óhugnanlegum geðblæ ísl. sagna um drauga og aftur- LENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 148. þáttur 27. maí 1961 göngur. Ekki kann ég þó að E meta mynd eins og „Miklabæj- = ar-Sólveig“, tel þar að auki, að E minning þessarar ógæfusömu E konu mætti fá að vera í friði E fyrir oss nútímamönnum og E því skyldi Eggert íáta hér við E sitja -og hirða ekki um að E framkvæma þá áætlun sína, ,E er hann hefur lýst í blaðavið- E tali, ,að gera þessa ömurlegu E teikningu að stóru málverki. E Mun hærra en í þessum E myndum nær Eggert í lands- E lagsmálverkum sinum, en þau E skipa annan sérflokk þessarar E sýningar. Snilldarverk eru E Framhald á 10. síðu = LcmdafrœðÉheiti erlend Forfeður okkar höfðu að ýmsu leyti ákveðnar hugmynd- ir um legu landa sem þeir höfðu heyrt getið um, og fróð- ir menn vissu hversu langan tima tók að ferðast frá einu landi til annars. Löndum þess- um gáfu þeir nöfn, svo og ýmsum merkisstöðum öðrum. Þannig nefndu þeir Bjarma- land norðurhéruð Rússlands og Finnlands, Alpafjöll nefndu þeir Mundíufjöll, borgina Bari á Ítalíu Bór, Jerúsalem Jórsali, og þar fram eftir götunum. Þorri þessara nafna hefur horf- ið úr notkun í íslenzku og þau sjást ekki í ritum nútima- manna nema verið sé að llkja eftir fomu orðavali. Öðru máli gegnir um ýmsa aðra staði, svo sem sumar helztu borgir Norðurlanda, Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Engum manni dytti í hug að nefna þær á íslenzku Köbenhavn og Stock- holm, og er það þó góð almenn regla að nota um landfræði- leg fyrirbæri þau heiti sem í- búar landsins nota í sinni eig- in tungu. Nú er það svo að landfræði- leg fyrirbæri eru okkur ekki öll jafnnákomin. Milljónaborg við norðanvert Atlanz.haf kem- ur okkur meira við en jafnstór borg austur í Kína, og 50 þús. •• manna bær á Norðurlöndum er okkur hugstæðari en jafn- stór bær á Ítalíu. Að öðru jöfnu er eðlilegra að við gefum íslenzkt heiti þeim hlutum sem koma okkur meira við en hin- um sem eru utan við okkar áhugasvið. Ég hygg það hafi farið í vöxt nú á síðari órum með aukinni samgöngutækni að staðir sem löngum hafa heitið gömlum og meðfærilegum ís- lenzkum nöfnum séu ekki leng- ur nefndir þeim, heldur útlend- um nöfnum — sem eru þá oft og tíðum dregin af hinu ís- lenzka heiti. Þarf í þessu ekki að fara lengra en líta á norska staði, sem eru oft ekki nefnd- ir á sama hátt og tíðkast í annarri hverri íslendingasögu og íslendingar hafa jafna>gert, heldur eftir norskri siðvenju. Þessi ósiður veldur því að oft er Björgvin ekki neínd svo, heldur Bergen. Þá er Stafang- ur ekki nefnd svo, heldur not- uð hin norska mynd nafnsins, Stavanger, og þykir jafnvel fínt í útvarpi að hafa áherzlu á miðatkvæði til að sýna norskukunnáttu. Jafnvel er Þórshöfn í Færeyjum stundum kölluð hinu danska heiti, en hvorki færeysku (Tórshavn) né íslenzku. íslenzk mynd orðs- ins er þó upprunaleg. Þá eru staðir á Grænlandi oft kallað- ir dönskum nöfnum, en hvorki grænlenzkum né íslenzkum. Nú segir sjálfsagt einhver lesandi sem svo að útlendu nöfnin séu sjálfsögð í notkun vegna þess hagræðis sem fylg- I ir því að þurfa ekki að þýða: þau, einkum í sambandi við samgöngur. Ekki sé ég að þaue rök standist, því að það ætt? ekki að vera neinum erfiðara: að nota íslenzk orð um staði: en um annað, þegar hann á annað borð talar íslenzku. Og' að minnsta kosti sum staða- heiti erlendis eru enn notuð í íslenzkri þýðingu, t.d. Kaup- mannahöfn. Flugfélög og skipa- félög ættu að ganga á undan öðrum með góðu fordæmí un> að láta ferðaáætlanir sínar vera með íslenzkum staðaheit- um, svo langt sem þau nó. Að sjálfsögðu er ekki nema stundum unnt að finna ís- lenzkar þýðingar á erlendurn staðaheitum, því að yfirleitt; eru ekki aðrir en hinir algeng- ustu og þeir sem við þekkjunn bezt er hafa hlotið íslenzkt heiti. Stundum komumst við sökum breyttra aðstæðna í nánara samband við einhverja erlenda staði en við höfurrt óður verið, og er þá rétt að ís- lenzka heiti slíkra staða. Eittí slíkra orða er Prestvik, sem þarlendir menn kalla Prest- wick, en við höfum fulla heim- ild til að segja og rita Prest- vík í móðurmáli okkar, og beygia orðið eins og' hvert ann- að örnefni sem endar í -vík (til Prestvíkur o.s.frv.). í sambandi við landafræði- heiti er ekki úr vegi að ’yinn- ast á þann ósið sem lengi hef- ur tíðkazt. að nefna ýmsa staðí alit öðru nafni en íbúarilir sjálfir eða þarlendir menn aðr- ir nefna hann. Sem dæmi má nefna gildru er biaðamenn hafa stundum flækzt í. að nefnai staði í Mið-Evrópu enskumi heitum, o.s.frv. Öðru máli gegn- ir um staðaheiti sem falla bet- ur við íslenzkt mólkerfi en or-5 íbúanna sjálfra um staðinn. Svo er t.d. um Varsjá (pólska Warszawa). Annað er um Nap- oli á ítal:u, en marg'ir hafal nefnt hana Neapel, sem fer miklu verr í íslenzku en hia ítalska mynd nafnsins. Höfuð— borg Finnlands gengur hér oítt undir sænska nafninu Helsing— fors, bótt á máli borgarbúai siálfra heiti hún Helsinki. serm fer alveg eins vél í íslenzku. Pfins veear væri sjálfsaat a'5» nota sænsku myndina Helsing- fors, ef hún færi betur i: íslenzku og beygðist þá einst og íslenzkt orð, en til þess yrð# að íslenzka hana: Helsingja- foss, í Helsingjafossi, o.s.frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.