Þjóðviljinn - 27.05.1961, Page 9

Þjóðviljinn - 27.05.1961, Page 9
4 — ÓSKASTUNDIN Laugardagur 27. maí 1961 — 7. árgangur — 16. tölublað. ■aí Það er meira gaman að rellu, sem þú hefur sjálf- ur búið til, en þeirri sem fæst í leikfangabúðinni á 15 krónur. Efnið í rell- una áttu. Það er blýant- ur með strokleðri á end- anum, títuprjónn, selló- ’fanlímband og svo papp- írsrenningur. Hann á að vera ferkantaður svona spannarlangur á hvern veg. Merktu Hornin A,B, C og D. Gtírðu punkt á miðjan renninginn, Búðu sjálfur til vindrellu f dragðu línu skáhait frá hornunum (A.B.C.D) inn að miðpunkth Á með- fylgjandi mynd getur þú séð hvernig rellan verð- ur til. 1. Klipptu eftir horna- iinunum upp til hálfs. 2. Taktu horn A og sveigðu þannig að A komi ofan á miðpunkt- inn. límdu endann niður með límbandi. Gættu þess að sveigja en brjóta ekki. 3. Gerðu eins við B, C og D. Límdu hornin vel niður. 4. Stingdu títuprjóni gegnum miðjuna og festu hann í strokleðrinu á blýantinum. 5. Haltu nú á blýant- inum og snúðu rellunni í vindinn, og hún mun snúast. Ef það er logn skaltu veifa blýantinum svo rellan fari af stað. Búðu til töluna 8 í loft- inu eins og strákurinn á myndinni og það mun hvína í rellunni þinni. Þú getur litað relluna þ:na. T.d. A gult, B rautt, C grænt' og D blátt. Á geimöldinni Kennarinn: Hvað hét engillinn. sem guð sendi til Maríu? Nemandinn steinþegir. Kennarinn vingjarn- lega: Ga — Gaa. . . Nemandinn himinlif- andi; Gagarín! KltttKrl Vilborti Daobjartndóttír - Út9«fand! bJáSvllJina Jirsí Wolker; 'k'--—----------- UM milljóna- mæringinn ★——t------?——— SEM stal sólinni ★———— --------— - Þorgeir Þorgeirsson þýddi. ★---------------- Það var óskaplega r:k- ur. miiljónamæringur. Á endanum var hann búinn að safna sér öllu ríki- dæmi jarðarinnar. Hann gat veitt sér allan skap- aðan hlut. Hann bjo í fínustu villunni og allir þjónuðu honum. En aumingja milljóna- mæringurinn var veikur. Veiki hans var raunar ekki mjög hættuleg, en hún var óþægiieg. Um allan líkama hans uxu ótótleg, gul kýii, sem vessinn rann úr á daginn og hann sveið herfilega í á nóttunni. Þetta var ógeðslegur sjúkdómur — svo ógeðslegur, að millj- ónamæringinn sjálfan hryllti við honum og' þess vegna reyndi hann að hylja kýlin bak við mjúk klæði og silkipúða í rúm- inu sínu. Rikidæmi milljónamær- ingsins óx stöðugt. en sjúkdómur hans ágerðist líka. Kýlaveikin var far- in að nálgast augun. Það var milljónamæringurinn hræddastur við. Kýlin máttu ’ vera um . allan kroppinn »— augun voru það eina, sem varð að sleppa, ef hann vildi lifa, drottna og græða. Veiki milljónamæring- urinn ákvað að sækja lækni. Hingað til hafði hann ekki spurt neinn ráða, ekki svo mikið sem hleypt neinum inn til sín, því hann vildi ekki að neinn kæmist að því hv'að hann var raunvfeúu- lega vesæll. Hann var hræddur um að fólk. sem öfundaði hann af allri hamingjunni mundi verða ánægt með veik- indi hans og finnast það vera hamingjusamara en hann. Því hann var á þeirri skoðun, að sá sem ætti mesta peninga hlyti l:ka að vera hamingju- samastur. Aðrir héldu: þetta líka þegar þeir sáu fallegu fötin hans, bílana- og þægindin. ’Og hann kallaði á al- bezta lækninn og sagði við hann: „Herra læknir — skoðið mig vandlega og segið mér hvað ég á að gera til þess að mér- batni. Veikindi mín eru Framhald á næstu síðu. Knattspyrnumótin byrja fyrir alvöru: Um helgina fara fram um 20 leikir í Reykiavik, Kafnarfirðl og Njarðvíkum Um þessa helgi fara fram um 20 leikir í knaltspyrnu, og / munar þar meslu að nú hef jast mótin í yngri flokkunum: öðr- um, þriðja, fjórða og fimmta flokki. Auk þess sem mótið í fyrsta flokki heldur áfram: 1 dag fara þessi leikir fram: Melavöllur 1. fl. KR — Fram klukkan 14.00, Valur — Þrótt- ur 15.15. Háskólav. 2. fl. A Valur — Þróttur 14.00; 2. fl. B KR — Fram 16.30. Framv. 4. fl. A KR — Fram 14.30, 4. fl. B Fram — KR 15.00. KR-v. 3. fl. A KR — Fram 14.00, 3. fl. B KR — Franf 15:00, 5. fl. k Fram — KR 14.00, 5. fi. B Fram — KR 15.00. Valsv. 3. fl. A Valur — Þróttur 14.00, 4. fl. A Valur — Þróttur 15.00, 5. fl. A Vafur — Þróttur kl. 16.00. Ef við gerum ráð fyrir að 14 menn, aðalmenn og vara- menn komi til leiks í hverju liði, eru hvarki meira né minna. en nm 400 drengir sem eru í „eldinum“ þennan laug- ardag eftir hádegi, dreifðir á fimm velli. Fyrsta deildin byrjar á morgun. I Hafnarfirði keppa Akur- nesingar við Hafnfirðinga kl. 8.30., og er beðið eftir þeim leið með nokkurri eftirvænt- ingu. Þessi lið hafa ekki leik- ið neinn leik í „þríkeppninni“, og eiga þannig báða eftir. — Akranes var talið heppið að vinna í Keflavík um hvíta- sunnuna, og í leik sínum við Keflavík stóðu leikar lengi3:0 fyrir Hafnarfjörð, þó að Kefla- vík tækist. að jafna. Völlurinn í Hafnarfirði hefur verið lag- færður og einnig áhorfenda- svæði. Leikur KR og Akureyrar sem átti að fara fram á Ak- ureyri á sunnudag verður hér í Reykjavík, þa!r sem gras- völlurinn á Akureyri er ekki tilbúinn enn vegna hins síð- búna sumars. Leikur sá getur orðið skemmtilegur, ekki sízt eftir hina mismunandi leiki KR í vor. Leikur Fram og Vals sem átti að fara fram á sunnu- dag er fluttur til mánudags- kvölds. Önnur deildin fer líka af stað. Það er ánægjulegt að sjá að leikir annarar deildarinnar hafa verið settir af stað um sama leyti og leikir fyrstu deildar, og í rauninni furðulegt að það skyldi ekki hafa verið gert fyrr, eða um leið og önnur deild varð til, i stað þess. að hafa hana sem nokkurskona’r olnbogabarn. í dag áttu að fara fram tveir | leikir, en ísfirðingar hættu við j að koma suður þar sem þeir óttast að verða innilokaðir hér vegna verkfallsins. Það verða því Keflavík og Reynir sem keppa í dag kl. 4 á leikvellinum í Njarðvík. Mun Keflav'ik hafa hug á að taka bæði stigin í þeim leik, ef dæma á eftir frammistöðu þeirra á móti ÍA um daginni. Eftir leikskránni er gert ráð fyri'r að Þróttur keppi við Ölfusinga hér á Melavellinum klukkan 20.30, en því miður hafa Ölfusingar dregið sig til baka í keppninni, og ber að harma' það. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM ----Laugardagur 27. máí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (9j Valur aflijúpar minnisvarða um sr. Friðrilí Friðriksson í tilefni af 50 ára afmæli Vals afhjúpaði félagið minnis- varða um séra Friðrik Frið- riksson að Hlíðarenda, á 94. afmælisdegi hans sl. fimmtu- dag. Framkvæmdi form. Vals, Sveinn Zoega, þá athöfn með stuttri ræðu, þar sem hann í fáum orðum lýsti þeim áh'rif- um sem séra Friðrik hefði haft á starf og anda félagsins. Minntist leiðtogans og leiðbein- andans og þakkaði. Kvaðst hann vona að stytta þessi yrði til þess að viðhalda þeim góða anda innan félags- jins, sem Friðrik hefði sífellt Iglætt í huga Valsdrengja. Viðstaddir athöfn þessa voru ættingjar séra Friðriks, stjórn KFUM og margir Vals- félagar. Á eflir ræðu Sveins sungu Valsmenn, Valssönginn, en sjálfa afhjúpun myndarinn— ar þle. fjarlægja dúk þann er sveipað va’r um styttuna, frarn- kvæmdi fj'rirliði fjórða flokks Vals og var hann í Valsbún- ingi. Við þetta tækifæri flutti séra. Bjarni Jónsson, form. KFUM, ávarp og bæn og minntist hins. látna æskulýðsleiðtoga. Brjóstlíkanið va'r gert af Ríkarði Jónssyni og var haiin viðstaddur athöfnina. Stendur það á steinstalli, en bak við, sem myndar kröftugan bak- grunn stendur stór klettur, og' er nokkurt bil á milli. Vegna þrengsla í blaðinu verð- ur frétt um leik Vals og KR að bíða næsta hlaðs, en þá verður ítarleg umsögn um leikinn. Skozkf Eið í boði Vals kent- ur hingað á mánudaginn Á mánudagskvöld koma hingað góðir gestir frá Skotlandi í boði Vals, knattspyrnuliðið St. Mirren. Þetta er gott 1. deildar lið sem mun keppa hér fjórum sinnum: á miðviku- dag við Val, á föstudag við Akranes, á mánu- dag við KR og á miðvikudag 7. júní við úr- val Suðvesturlands. Nánar um liðið á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.