Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur líi september 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (J Flúrgötuljos fra Elektroskandia. v... I gær var opnuð að Freyju- götu 27 ljóstæknisýning á veg- um saenska fyrirtækisins Elek- troskandia og umboðsmanrs þess hér á landi, Johanns Rönn- íngs h.f. Sýning þessi er eins konar fara.ndsýning á ývnsum lanipa- og l.jca'tibúna'ii frá Elektroskandia. Ilún hefuv ver- ið ha'dirt víða í Sviþ.ióð og héð- an vercur hún futt til Noregs. Sýningin verður opin fram á þriðjudag 19.. þ.m. kl. 14—21 daglega. en síðasta sýningardag- inn verður hún aðeins opin fyr- ir fundarmenn á haustfundi Ljóstæknifélags íslands. Elektroskandia sýnir þarna helztu gerðir flúrlampabúnaðar, sem fyrirtækið framleiðir nú, og ber: þar áberandi mikið á plast- efnum. Bæði er hér um að ræða innilampa til notkunar í skrif- stoíum. verksmiðjum og víðar, en einnig lampa til götulýsing- ar. Þá eru sýndar nokkrar gerð- ir Ijóskastara og mjög athyglis- verður handlampi (,,hundur“) til notkunar við bifreiðaviðgerð- ir. Er það lítil flúrpípa í bún- aði, sem þoiir vel hnjask. Þá sýnir fyrirtækið ýmsar ljósmyndir a< lýf,rngarkerfum, innanhúss og utan, þar sem lampar þeirra eru notaðir. Á sýningunni eru auk þess veittar ýmsar almennar upplýs- ingar um ljóstækni. Einkum er leit.azt við að sýna mun hinna ýmsu ljósgjafa, sem nú eru á boðstóium. Sérstökum Ijósakassa hefur verið komið fyrir þar sem sýndur er munurinn á venjulegum glólömpum (perum), l'lúrpípum, kvikasilfurlömpum og ; natríumlömpum. í kassanum eru fjögur hólf, eitt fyrir hvern liósgjafa. í hólfunum eru einnig litaspjöld, sem öll eru eins. og sést gjreinilega hver áhrif ljósið liefur á litina. Þegar kveikt er á hinum fjórum ljósgjöfum brevtist útlit spjaldanna og verða þau mjög ól'k innbyrð- is. í hólfunum er auk þess mjög misjöfn biría, enda þótt hver lampi taki jafnmikið rafmagn. Sýnir þetta, að hinar nýrri gerð- ir ljósgjafa (svonefndir úr- hieðslulampar) haí'a miklu hærri nýtni en venjulegir gló- lampar. Tveir fulltrúar frá Elek'ro- skandia eru staddir hér meðan á sýningu bessari stendur og svara þeir ásamt fulltrúum Jo- hanns Rönnings h.f. ýmsum fyr- irspurnum. Nú hefur verið ákveð- inn annar skiladagurinn fyrir Reykjavík. Verður hann miðvikudaginn 20. september. Fyrir þann dag þurfa allir þeir, sem starfa að dreifingu happdrættis- blokka að gera grein fyrir henni. Einnig eru menn beðnir um að skila pening- um fyrir selda miða. Félagar Sósíalistaféiags Reykjavikur þUrfa að fylgjast vel með þvi hvern- ig þeirra deild gengur og vinna að því að árangur hennar verði sem beztur. Þeir sem eru nú þegar búnir að ljúka einhverju af .sínu verkefni ættu að gera skil í skrifstofuna, Þórsgötu 1, simi 22396. Skrifstofan er opin kl. 10 til 12 árdegis og 1 til 7 síðdegis, á morgun, laug- ardag, kl. 10 til 12 árdegis. Hingað til lands er kominn I kuunur bandarískúr fiðlusnill- ingur, Michael Rabin, sem er | að hefja tónleikafiir til ýmissa landa í Vestur-Evrópu, m.a. Englanás, Noregs, FÍnnlands, Vestur-Þýzka'arids, Sviss og ftalíu auk Islands. Hér heldur | hann tónleika, fyrst á Akur- eyri í kvii’d. og' á mánudags og hriðjudagskvii'd kl. 7 nmn hanri leika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Reykjavík í Aus'urbæjarbíói. Á tónleikunum hér á landi mun_ Miehael Robin leika ein- | leiksverk eftir Beethoven. Fauré, 1 | Chausson, Chopin-Milstein. 1 i Krol, Bloch og Sarasate og mun Mitchel Andrews aðstoða hann með undirleik. í hinum j löndunum, sem hann heimsækir i í þessari ferð, kemur hann hins i vegar aðallega fram sem ein- I leikari með þekktustu sinfóníu- hljómsveitum viðkomandi landa og leikur við þau tækfæri konserta eftir Brahms, Beethov- en, Tjækovski, Prokofief, Wieni- awski og fleiri tónskáld. Hefur hann búið sig undir að leika alls um 25 fiðlukonserta í þess- ari för. Miehael Rabin er aðeins 25 ára -að aldri, fæddur í New York 2. mai 1936. Er hann þeg- ar orðinn meðal beztu og' þekkt- ustu fiðluleikara í Bandaríkj- unum og heldur að jafnaði milli 50 og 75 opinbera tónleika á ári auk bess, sem hann hefur leik- ið inn á fjöjda hljómplatna. Rabin hóf tónlistarnám korn- ungur. Aðe'ins 5 ára tók hann Landsfundur barnaverndar- féEaganna hefst í dag Seinnipart dags í gær varð órekstur á horni Hofsvalla- götu og Ægisslðu. Jóhanna Guðmundsdóttir, Sörlaskjóli 40 hlaut höfuðhögg og skrám- aðist á fæti við áreksturinn. Landsfundur barnaverndarfé- laga verður settur kl. 10 f.h. í dag að Fríkirkjuvegi 11. Verða rædd á fundinum ýmis barna- verndar- og æsku.lýðsmál. Á fundinum í dag flytur Sigurður Björnsson sáli'ræðingur erindi um geðvernd barna og hefst það kl. 11 f.h. Eítir hádegi kl. 2 mun Ingibjörg Stephensen talkennari flytja erindi um talkennslu á íslandi og að því loknu verða u.mræður. Síðdegis verða fluttar skýrsiur um starfsemi einstakra félaga og umræðum haldið á- fram. í kvcld kl. 20,30 hefst samkoma í hátíðasal Háskóla íslands. Þar flytur Jóhann Hannesson skóla- meistari fyrirlestur, er hann nefnir: Skólakerfi og þjóðfélag. Ennfremur munu Björn Ólafs- son, Jón Sen og Einar Vigíússon leika þætti úr Divertimento eft- ir Mozart. Er öllu áhugafólki um felllbytsins GULVESTON, Texas 14/9 — Fellibj^ urinn Carla hefur nú orðið a.m.k. 31 manni að bana, og talið er fullvíst að sú tala eigi eftir að hækka mikið því margra er saknað. Tjónið af völdum fellibylsins nemur millj- örðum króna. Um það bi! hálf milljón manna, sem flutt var burt af fellibylssvæðinu, er nú komin aftur til heimila sinna, — eða til þess staðar þ.ay sem þau voru áður en bylurinn eyddi þeim. uppeldismál heimill aðgangur að fyrirlestrinum, svo og erindunum, sem ílutt eru á fundinum, á með- an húsrúm leyíir. Á rnorgun kl. 10 f.h. hefst landsfundurinn að nýju. Þá flyt- u.r María Finnsdóttir erindi um vandamál ungra stúlkna, en að því loknu verður fundarstörfum haldið áfram. Lýkur fundinum síðdegis á laugardag með kaffi- drykkju í boði B.R. öll erindi á fundinum verða flutt í íundarsal templara að Frí- kirkjuvegi 11. Michael Rabin að stunda píanóleik en frá 7 ára aldri hefur 'hann einvörð- ungu gefið sig að fiðluleik. For- eldrar hans, sem bæði eru tón- listarfóik. komu honum 8 ára gömlum í læri hjá einum bezta fiðlukennara heims, Ivan Gal- amian. sem um árabil hefur starfað við Juilliard tónlistar- Framhald á 9. síðu. memi Hér á landi eru nú staddir tveir skógræktarmenn frá Alaska. Annar þeirra, R. R. Robinson. er yfirmaður landverndar í öllu Alaska, en hinn, James W. Scott, het'ur skógareldvarnir með höndum. Robinson hefur starfað í Alaska í 27 ár, en Scott nokkru skemur. Hingað komu þeir á vegum Bandaríkjastjórnar samkvæmt ósk Skógræktar ríkisins til þess að kynna sér skógræktarstarfið almennt, en um 60—70% af því fræi, sem hér hefur verið sáð um langt skeið, er komið frá ýmsum stöðum Alaska, og sumt af því komið hingað fyrir at- beina þeirra. Þeir félagar hafa nú verið á- ferðalagi um landið í hálfan mánuð. 1 kvöld, föstudag, sýna þeir litmyndir og kvikmyndir frá Alaska og flytja stutt erindi um landið og þjóðina í Húskólanum. í næstu viku munu þeir ferð- ast nokkru víðar og halda heim um mánaðamótin næstu. Með því að sumir hlutar Al- aska eru svipaðir Islandi, og þeir félagar búa einmitt á slíku svæði, er ekki að efa að mörgum muni þykja íróðlegt að hlusta á og sjá litmyndirnar í kvöld. Er það Skógræktarfélag Islands og Skógrækt ríkisins, sem bjóða til þessa erindis og er öllum heimill aðgangur meðan rúm leyfir. Fram- lag okkar Morgunblaðið kvæðst eins og aðrir hafa áhyggjur af til- raunum Sovétríkjanna með kjarnorkuvopn; „Vísinda- menn gera nú ráð fyrii' að geislavirkt ryk frá þessum sprengingum leggist á allt norðurhvel jarðar, sérstaldega þó yfir íshafssvæðinu." En hver verða viðbrögð blaðsins við áhyggjum sínum. Þær birtast í gær í stjórnlausum fögnuði yfir vopnaglamri ungra íhaldsmanna á Akur- eyri: „íslendingum ber skylda til að leggja fram sinn skerf til varnar frelsi og lýðræði ... varnir 1-slands séu sem 'tráustastar ... ekki komi til mála að varnarliðið hverfi úr landi ... íslendingum ber að auka stuðning sinn við (Atl- anzhafs)bandalagið með öll- um þeim hætti er verða má.“ Með öðrum orðum: Meira vígbúnaðarkapphlaup, fleiri kjarnorkusprengingar, hrika- legri ógnanir, meiri þátttaka Islendinga í þeim átökum sem skelía mannkynið. Hvergi er orð um það að stórveldin verði að leysa deilumál sín með samningum, hætta tilraunum með kjarnorkuvopn en eyði- leggja í staðinn öll múgmorðs- tæki. leggja niðui' herstöðvar og herbandalög og nota fjár- muni sína til almenningsheilla í stað vígbúnaðar. Morgun- blaðið er ánægt með vald- stefnu þá sem einkennir á- standið í heimsmálum, en um leið verða áhyggjur þess út af tilraunum með kjarnorkuvopn einber hræsni; þær tilraunir eru afleiðing þeirrar stefnu sem Morgunblaðið boðar. Hitt stjórnarblaðið, sem kennir sig við alþýðuna, hugg- ar lesendur sína með því í gær að ekki muni „nema“ 20 milljónir Bandaríkjamanna missa lífið í kjarnorkustyrj- öld. því þar í landi hafi ver- ið komið upp miklum fjölda af byrgjum sem geti verndað fólk. Engin slík byrgi eru til hér á landi og kemur væntan- lega ekki að sök að mati Morgunblaðsins: „Islendingum ber skylda til að leggja fram sinn skerf til varnar frelsi og lýðræði." — Austri,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.