Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 5
SKAUTSLA HONOLÚLÚ — Hinn kunni franski heimskautafræðingur, Paul-Emiie Victor, skýrði ráð- stefnu sem haldin var í Hono- lúlú um Ky(rralxafasAtæðið frá því að nýgerðar . athuganir bentu til þess að Suðurskauts- landið væri í tvennu lagi. Komið hefur í ljós að skurð- ur fullur af ís, .liggur þvert í gegnum það. frá Rosshafi til Amundsenshafs. Athuganir hafa leitt í Ijós að skurður þessi er sums staðar svo djúpur að botn hans liggur 2.200 metra undir sjávarfleti. Victor sem var formaður frönsku nefndarinar á ráðstefn- unni sagði að annar hluti Suð- urskautslandsins væri miklu eldri en hinn og væri sá jarðfræðilega skyldur Suður- ■Afríku. Hinum hlutanum sem á skemmra skeið að baki sér svipar hins vegar til jarðmynd- unar Andesfjalla í Suður-Ame- Þetta var tíunda ráðstefnan um Kyrrahafssvæðið og tóku þátt í henni um 1.500 vísirda- menn frá fjölmörgum löndum heims. K|ú“Eisspreisgii?g ^ 3 Samtök kjarnavopnaand- 55 B r sa ■ tfisSSB stæðinga á Bretlandi mót- mæltu ákvörðun Sovétstjórnarinnar um kjarnasprengingar með því að fara í fjöldagöngu að sovézka sendiráöinu í London. Þegar Bandaríkjastjórn tilkynnti samskonar ákvörðun, ætluðu sömu að- ilar að mótmæla þeirri ákvörðun líka. En þá sagði takmörkun ,.frelsisins“ í „hinum frjálsa heimi“ til sín. FóJkinu var bannað að bera fram mótmæli sín. Þess í stað var þeim hrúgað í lögreglu- vagna af vörðum friðarins, eins og myndin sýnir. ' r Oskað eftir miiflytjenduih STDNEY — Samkvæmt síðustu áætluw ástralskra yfirvalda um innflytjendur verður lögð aukin áherzla á að fá Norðurlandabúa til að gerast innflytjendur í Ástralíu. Geoffrey ,Cloe. fyrrverandi að- alræðismaður Ásiralíu á Norð- urlöndum með aðsetri í Kaup- mannahöfn, er nýkominn til Sidney. Hann segir að nú verði Norður-Ameríka ekki lengur það svæði sem Norðurlandabúar flytjist mest tit, heldur verði straumnum beint til Ástralíu. Til þessa hafa tiltölulega fáir Norðurlandabúar flutzt til Ástr- alíu. Eftir heimsstyrjöldina, í byrjun ársins 10-16, vo.ru hafnar stórfelldar áætlanir um inn- flutning fólks til Ástralíu. Síð- an hafa 1,6 milljónir manna hvaðanæva úr heiminum flutzt búferlum til Ástralíu. Af þessum hafa aðeins verið 11.000 Norður- landabúar. þar af 4000 Finnar. Svíar eru um 1600 í þessum hópi, Danir 3600 og um 2000 Norðmenn. Um síðustu áramót höfðu 2259 af bessum 11000 inn- flytjendum öðlazt ríkisborgara- rétt í Ástralíu. Hafið þið nokkru sinni heyrt talað um tening-slaga hænuegg? Ekki það? Þau eru Mú samt til, ef trúa má frétt frá Raleigh í Bandaríkjunuin, og meira en það: svo virðist sem hægt sé að láta livaða hænu sem er verpa slíkum eggjum. Það voru hænur bandaríska vísindamannsins Henry W. Garden, sérfræðings í alifugla- rækt í Norði^r-Karólínu, sem tóku upp á þessu nýmæli. Ekki af sjálfsdáðum að vísu, heldur voru þær tamdar til þess. Þannig er farið að: Fyrst er búin til teningslaga kalkskurn, tóm. í hana er síðan helt hvítu og rauðu úr venjulegu eggi. Þá er tekin hæna, helzt sú sem verpti egginu og hinu, tenings- laga gervieggi stungið inn í eggjastokk hennar. Hænan tek- ur nú að búa til skurn utan um gervieggið og verpir því síðan sem sínu eigin. Að sögn Gard- ens er hægt að venja hænur á að framleiða slík egg, enda þótt þeinr gangi illa að verpa þeim. En til hvers er nú verið að breyta fyrirkomulagi náttúr- unnar á þessu sviði? Tilgangur- inn er sagður sá að gera eggin fyrirferðarminni í flutningum, en þau verða samt mun brot- hættari en hin náttúrlegu. Washington 14 9 — Fonraður kjarnorkumálanefndar Banda- ríkjaþings, Chet Holifield, sagði í dag að tæknifræðingar nefndar- innar ynnu dag og nótt að því að undirbúa kjarnorkusprengingu neðanjarðar. Jafnframt var tilkynnt í Wash- ington að Bandaríkiamenr! muni' ■hefja tilraunir með kjarnavopn innan tíu daga. jríiifspresig? mnm . WASHINGTON 14/9 — Sovét-. menn sprengdu enn eina kjarna-/ sprengju við Novaja Semlja; Samkvæmt fréttum frá kjarn- orkumálanefnd Bandaríkjanna, var sprengja þessi sprengd í gufuhvolfinu, og var hún nokkr- ar milljónir lesta af TNT- sprengiefni að styrkleika. Fasistar í llði Tshombe Sukarno Tndónesíuforseti hefur ákveðið að senda utanríkisráð- herra sinn. Subandrio, til Moskvu til viðræðna við Krústjoff forsætisráðherra. Ajn.k. 100 manns fórust og um 1000 slösuðust á Formósu nii i vikunni, þegar hvirfil- bylurinn „Pamela“ geisaöi yf- ir norðurhluta eyjarinnar. i— Vindhraðinn ivar 216 km. á klukkustund. 475 af hinum særðu eru í iífsliættu. 31 manns er saknað eftir óveðrið. Hvirfilbylurinn olli gífurlegu tjóni. 1 höfuð- borginni, Taipeíi, mis.stu 13.415 manns lieimili si'n. Þulir við útvarpið í Argentínu eru í nýíjtárlegu verkfalli. Það er sama eðlis og verkföll þau eða mótmælaaögerðir, sem framkvæmdar eru með því að hreyfa slg lúshægt við vinnuna. Þnlirnir hafa einnig hægt á sér við vinnuna, þ.e. þeir tala hægt og draga seiminn til þess að leggja áherzlu á kaupkröf- ur sínar. Þeir lesa alla texta í leiöinlegum sífrutón, og svo hægt að dagskráin fer öll úr skorðum. Fjöldi verzlunarfyrir- tækja liafur steinhætt að senda tiikyimingar sínar í útvarpið. Málverkaþjófnaðar-faralduriiin hefur nú náð til Ameríku. S.l. þriðjudag var framin bíræfiim málverkaþjófnaður í húsi mUlj- ónara nokkurs í Beverley Hills í Kaliforniu. Eru þau metin á 670.000 doUara. Meðal stolnu málverkanna eru •' taverk eft- ir Picasso og Y glíani. Búlgaría, sem áður var van- þróað landbúnaðarland, hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan hin sósíalíska bylting var framkv.,-md þar fyrir 17 árum. Iðnaðarframleiðslan er nú 12 sinnum meiri en 1939. Þriðja 5 ára-áætlun Búlgar'u er framkv etnd á árunum 1958- 1962. M?ð l f rainleiðsluaukning á ári á þessu tímabili hefur verið 16 prósent í iðnaðinum. Nú er iðnaðarframleiðslan á eimi ári eins mikil og hún var í allri fvrstu 5 ára-áætlun- inni. Landbúnaðarframleiðslan hefur einnig auliizt stórlega í Búlgaríu, en landið er ekki lengur fátækt landbúnaðarland. heldur liefur það orðið öílug- an iðnað. Alhýða landsins hef- ur fengið miklar þjððfélagsleg- ar umbætur. A myndinni sést nýtt orlofsheimili verkamanna á Svartahafsströnd Búlgaríu. Svissnealta ríkisstjórnin hcfur ákveðlð ,að tekinn skuU upp nýr þióðsöugur fyrir Sviss — en með þeim fyrlrvara að þetta sé gert til reynslu í þrjú ár, Gamli þjóðsöngurinn. sem ndt- aður hefur verið í 100 ár, þyk- ir ekk! heppilégur, þar sem lagið er það sania og við brezka. þjóðsönginn ,.God save the Queen“ og gamla aiistnr- ríska keísarasöngimi ..Ilei! dir im Siegerkranz“. Stjómir flestra kantónnnna í Sviss, hafa rm-'lt með hinum nýja þjóðsöng, sem einnig hefur hlotið mcðmæli fjökla sérfræð- inga. Þjéðsöngurinn hefur franskan, þýzk.an og íta’skan texta, en 'þtn-si mál pui ÖIT op- inber viðurkennd mál í Sviss. S/ðan ?-rf>'>hs.með A’ub Khan varð fnrseti Pakistan fyrir ]irem árum hafa 117.000 börn í landinu vevið sltírð nafni hans. Framhald af 1. síðu. fallið og 30 særzt úr liði SÞ. Reutersfréttir í kvöld herma að harðir bardagar geysi enn víða í Katanga. Elisabethville er orðin tvískipt og ráða SÞ yfir austurlilutanum en menn Tshom- bes yfir vesturhlutanum, þar sem aðsetur hans er. Sagt er að menn Tshombes hafi í dag náð aftur útvarpsstöðinni og pósthúsinu, er lið SÞ náði eftir blóðuga bar- daga á miðvikudag. Sænskir, ind- verskir og írskir hermenn úr liði SÞ náðu bó símstöðvarbygging- unni og pósthúsinu aftur eftir tveggia stunda bardaga. Talsmað- ur SÞ sagði á blaðamannafundi í Leopoldville í dag. að SÞ hefðu allar mikilvægar stöðvar í Elisa- bethville á sínu valdi. Franskir foringjar Yfirmaður liðs SÞ í Kongó, Sví- i inn Sture Linner, -segir að er- lendir herforingjar í her og lög- reglu Katanga séu að etja Kat- angamönnum til bardaga við SÞ og því beri þessir foringjar á- byrgðina á því sem hefur skeð. Áköfustu bardagasinnarnir í þess- um hópi eru franskir herforingj- ar, sem ekki eiga afturkvæmt til Frakklands vegna þáittöku í fas- istauppreisninni í Alsír. Þessir foringjar hafi í samráði við Kat- angastjórn neitað að hlýða sam- þykkt SÞ um að þeir skyldu hverfa úr landi. Bretar andvígir. Stjórnir Indlands og Bandaríkj- anna hafa lýst yfir því að þær styðji aðgerðir Sameinuðu þjóð-' anna í Katanga. Brezka stjórnin er hinsvegar andvíg aðgerðunum, og hefur brezki ambassadorinn í Leopoldville tilkynnt Hammar- skjöld það. Belgíustjórn hefur einnig gagnrýnt það harðlega að SÞ skuli vilja hreinsa hina er- lendu herforingja burt úr Kongó og binda endi á klofningsstefnu Tshombes. Fimm írar féllu Seint í gærkvöld bárust frétt- ir frá Salisbury um að 5 írskir hermenn hefðu fallið er er Katangahermenn gerðu þeim fyrirsát um 130 km fyrir norðan Elisabetville. mnim MOSKVU — Þrjátíu þúsund ungir menn og konur frá hinum fátæku löndum heims í Afríku, Asíu og Ameríku hafa sótt um að fá að stuiada nám við Lúm- úmbaháskólann í Moskvu. Vararektor háskólans, P. Jer- sin prófessor, hefur skýrt TASS- fréttastofunni frá þessu. Aðeins verður hægt að verða við ósk- um lítils hluta þessa mikla fjölda, en gert er ráð fyrir ,að nú í haust hefji sex hundruð er- lendir stúdentar og eitt hundrað sovézkir nám við háskólann. Sjö deildir eru í háskólanum: Verkfræði, búnaðarvísindi, læknisfræði, sa^a og málvíst- indi, hagfræði og alþjóðaréttur, eðlisfræði, stærðfræði og nátt- úruv’sindi. Námstilhögun er svipuð sem tíðkast í öðrum sovézkum há- skólum og öðrum æðri skólum: Stúdentar hlýða á fyrirlestra, taka þátt í seminaríum, vinna á rannsóknarstofum, en stunda einnig hagnýt störf við iðnað, landbúnað o.s.frv. Föstudagur 15. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.