Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 10
Framhald af 7. síðu. í som ísland hefur fyrir fullunn- . i ar vörur sínar í öðrum löndum, í öðrum heimsálfum, þar sem . stóríelldar þjóðfélagslegar og ! efnahagslegar breytingar eru að ! gtrast. Marko.ðir bíða okkar íslend- ; inga víða um lönd. Engri rík- I isstjórn, engum. aðilum á að j vera stætt á því að vinna gegn eða vanrækja öflun þeirra og í nýtingu fyrir íullunnar vörur ! okkár. í ísland á hráefnin. Það á gáf- : aða og þróttmikla þjóð, sem j hefur sannað getu sína til af- reka. Nú verður hún að fá sitt ; nýja tækifæri. AHsherjar iBnvœSing ; Þegar rætt er hér um iðn- ■væðingu fslands við núverandi skilyrði, er ekki aðeins átt við hinar venjulegu löggiltu iðn- .greinir. Hún er hér heldur ekki rædd á þeim grundvelli, að með iðn- ! væðingu íslands sé einvörðungu «ða sem næst einvörðungu átt : við byggingu fáeinna risa- stórra verksmiðjubákna, er væru reist fyrir erlent fé með vafasömum skilmálum og sem :gætu sligað eínahagslíf þjóðar- innar og stefnt því í sjálfheldu. Hér er iðnvæðing Islands fyrst og fremst skilgreind og rædd sem tæknilega háþróuð vinnsla hinna nóttúrulegu hrá- «fna íslands, fyrst og fremst lífrænna, en einnig ólíírænna. Allt annað er rangt’ og þjóð- hættulegt, vegna þess að það ibyggir ekki á eðiilegum tilveru- .grundvelli íslenzku þjóðarinnar. Hitt er jafn augljóst, að iðn- væðing, sem byggir aðallega á vinnslu eigin hráefna, hlýtur að : skapa grundvöll að hagsælli þróun allra þeirra annarra iðn- greina og atvinnugreina, sem íslenzk orka, þekking og aðrar aðstæður gera eðlilegar og •æskilegar fyrir þjóðina. Allt það, er að framan grefn- ! ir, hnígur að einni og sömu ■ályktun: fslenzka þjóðin verður að faka markvissa stefnu á alls- herjar iðnvæðingu íslenzkra at- vinnuvega og gera viðeigandi ráðstafanir til að hrinda þeirri . stefnu í framkvæmd. Hverja þá ríkisstjórn, sem vinnur gegn eða vanrækir fram- kvæmd þessarar stefnu, verður þjóðin að senda út í hafsauga. í sambandi við svo umfangs- mikið mál, sem iðnvæðing fs- lands er, en þó í eðli sínu svo einfalt, er nauðsynlegt að huga m.a. að eftirfarandi atriðum. NauBsynleg- ar forsendur í fyrsta lagi þarf að semja heildaráætlun um iðnvæðingu íslands á framangreindum :grundvelli. e.t.v. áætlun í á- föngum, þar sem gert sé ráð fyrir því, hvernig beita megi kröftum þjóðarinnar að þessu , verkefni, en gæta þess jafn- framt að setja ekki upp of- spenntar framkvæmdaáætlanir, «r kynnu að verða þjóðinni of- viða. í öðru lagi þarf að beina til- tæku íslenzku fjármagni til framkvæmda á áætlun um iðn- væðingu íslands, fjármagni xíkis, bæjar- og sveitafélaga, samvinnufélaga, hlutafélaga og einstaklinga. Þjóðin verður að tryggja það, að bankar og aðr- ar opinberar lánsstofnanir þjóni markmiðum og fram- kvæmd iðnvæðingarinnar. Jafnframt þarf að athuga um öflun nauðsynlegs og æ'skilegs erlends fjármagns til iðnvæð- ingarframkvæmda, en einungis á þeim grundvel’i. að þau yrðu hvorki formlega né raunveru- lega háð neinum beim ski’vrð- um. er skertu frelsi íslands ré særðu þióðarmelnað íslend- inga, að þau yrðu fengin á grundvelli langs tíma (t.d. 20 —40 ára) og með lágum vöxt- um (2—3%), og að þau yrðu aldrei svo há, að hlutfallið milli þeirra og þjóðarfram- leiðslunnar yrði þjóðinni hættulegt. í þriðja lagi er nauðsvnlegt að skapa iðnvæðingu íslands fullkominn vísindalegan grund- völi. Það barf að margfalda fjárframlög til visinda-. til- rauna- og rannsóknarstarfsemi íslendinga í þágu atvinnuveg- anna, e.t.v. að umskipuleggja alla núverandi starfsemi á þessu sviði, skipuleggja gagn- gerða, alhliða kr'tiska rann- sókn á hráefnalindum landsins, lífrænum sem ólífrænum. á orkulindum landsins. tæknileg- um og skipulagslegum vanda- málum atvinnulífsins, á mögu- leikum nýrra atvinnugreina o. s.frv. Á þessu sviði má enginn kotungsbragur eiga sér stað. Það þarf að fullrannsaka kenn- ingar og hugmyndir, hvort heldur bær lúta að efnasam- setningu hráefna. niðursuðu og niðurlagningar. fiskimjölsfram- leiðslu til manneldis, vísinda- legri skilgreiningu á hæfileik- um og gæðum ís’enzkrar ullar, sktlgreiningu á ólifrænum hrá- efnum landsins, gildi þeirra og vinnslumöguleikum o.s.frv. I fiórða laei er árangursrik iðnvæðing íslands ekki sízt undir bv! komin. að íslending- ,ar fylgist á hverjum tíma með nýiungum í umheiminum á sviði tækni og vísinda. Þetta er þjóðinni alger nauðsyn vegna fámennis hennar, vegna þess, ag þótt hún geti veitt hlutfallslega jafnmikið fé eða meira til visindastarfa og hver önnur bjóð. bá er hún þó ekki fær um að leggja fram þær risafúlgur, sem aðrar þjóðir geta veitt. En nú er ekki lengur hægt að fylgjast með nýjustu fram- förum í tækni og vísindum með þvi að treysta einvörð- ungu á tækni og visindastig hins gamlá auðvaldsheims. Þjóð, sem lætur það henda sig, verður á eftif' tímanum. dregst aftur úr og verður lágreist þjóð. Hún lendir í líkfi aðstöðu og brezki aðallinn á sinni tíð, þegar bandaríska þjóðin var að brjóta af sér nýlenduhlekk- ina og reisa sinn nýja heim í rykmekki afreka og fram- kvæmda. Brezki aðallinn áttaði sig ekki á því, hofmóðugur sem hann var, að hann var sjálfur að missa forustuna en Amer- íkumennirnir að taka hana. Auðvitað eigum við íslend- ingar að læra af öllum þjóð- um, einnig þjóðum h;ns gamla auðvaldsheims. En ef íslendingar ætla ,að setja markið hátt, iðnvæða land sitt, skapa sér sess meðal fremstu þjóða heims á sviði sinna atvinnuvega, þá er þeim óhjákvæmileg nauðsyn að gera því atriði fullan reikning, að vaxtarbroddar vísinda og tækni er ekki lengur í löndum hins gamla heims, heldur í hinum nýja heimi. heimi sósíálismans. þar sem yfirburðatækni <^g vís- indi eru að risa upp úr ryk- mekki stórkostlegustu' uppbygg- ingar atvinnuvega, sem mann- kynssagan greinir frá. íslenzka þjóðin hefur ekki efni á bví að láta fordóma aftra sér í þessum eínum. í fimmta lagi er það eitt frumskilyrði árangursríkrar iðnvæðingar fslands, að end- urskoðuð verði frá grunni af- staðan til launakjara vísinda- manna og tæknimenntaðra manna í fullri vitund þess, að án launastiga i samræmi við þjóðfélagslegt gildi starfs þeirra, hlýtur þjóðin að lækka flugið og dragast aftur úr. í sjötta lagi er það þjóðar- nauðsyn, og einkanlega nauð- syn iðnvæðingar landsins, að allt lánakerfi verði endurskoð- að á þeim grundvelli, að megin einkenni lánakerfisins verði löng lán og lágir vextir. Það lána- og vaxtakeríi, sem nú ríkir í landinu, er hreint brjál- æði, ein helzta rót verðbólg- unnar og er í - rauninni kerfi, sem er beint gegn sjálfstæðu atvinnulífi íslendinga. í sjöunda lagi er nauðsyn- legt að endurskipuleggja og samræma alla starfsemi. er að öflun markaða lýtur, gera hana fullkomlega virka í samræmi við þarfir þjóðaríramleiðslunn- ar, útrýma allri sviksemi, hvort sem hún er runnin af rótum pólitiskra fordóma eða hags- muna, sem eru andstæðir hagsmunum þjóðarinnar. Og síðast en ekki sízt. Árangursrík framkvæmd iðn- væðingar íslands verður að byggja á og haldast í hendur við batnandi lífskjör íslenzkr- ar alþýðu. Milli þeirra aðila, er taka höndum saman um fram- kvæmd á iðnvæðingu íslands, milli verkalýðsstéttarinnar og annarra aðila, þarf að takast samkomulag um verðlags- og kaupgjaldsmál, um tryggingu lýðréttinda í landinu. Það er hollt að hafa þá staðreynd i huga, að stærstu framfaraskref íslenzku þjóðar- innar í efnahagslífinu hafa ver- ið samofin batnandi lifskjörum og auknum lifsþrótti vinnandi stétta íslands. Og það er full ástæða til að ætla, að víðtæk þjóðarsamtök urn þá steínu að iðnvæða ís- land muni einmitt auðvelda Jausn þeirra vandamála. er lpta að verðlags- og kaup- ■ gjaldsmálum. Hagsmuna- má! alls þorra Islendinga Almenn skilyrði inn é við og út á við eru nú fyrir hendi til þess að undirbúa og hefja iðnvæðingu íslands. En hún kemur ekki af sjálíu sér. vesna þess að i landinu eru sterk öfl, sem vilja ekki iðnvæðingu íslands, heldur vilja áframhaldandi útflutning íslenzkra hráefna óunninna, vilja halda nýlendumarkinu á efnahagslífi íslands, os vegna þess að beir menn eru ti1, sem lita á iðnvæðingu íslands að- allega í ljósi fáeinna risafyrir- tækja, reistra fyrir erlent fé. Hún kemur ekki af sjálfu sér, vegna þess. að við völd er ríkisstjórn. sem er að brjóta niður beztu og traustustu mark- aði íslenzkra afurða og sem framkvæmir- þá stefnu að við- halda nýlendueinkennum í efnahagslífi íslands. Sumir kunna að spvria. hvers vegna við sós'alistar leggjum þá ekki til sósíaiist- ískar ráðstafanir nú begar í þessum efnum, hversvegna við „leggjum ekki til, að þjóðin svari ráðandi afturhaldsstefnu með því að taka nú þegar upp sósíalistíska búskaparhætti í stað þess að leggja til alls- herjar iðnvæðingu á framan- sögðum grundvelli. Auðvitað er sósíalisminn. okkar tillaga til þjóðarinnar.' Við vitum og munum útskýra það enn betur fyrir þjóðinni. að sósíalisminn einn levsir hin þjóðfélagslegu vandamál íslendinga til fulls, að hann einn sem þjóðfélagskerfi getur leyst allan sköpunarmátt ís- lendinga úr læðingi, að sósial- isminn mun gera ísland að landi allsnægta fyrir alla ís- lendinga. En við erum raunsæismenn og þess vegna viðurkennum við þá staðreynd — og eigum ekkert bágt með það —, að meirihluti íslenzku þjóðarinnar er enn ekki reiðubúinn til þess að taka uop sósíalistiska bú- skaparhætti. Hinsvegar renna allar stoð- ir undir það, að yfirgnæfandi meirihluti ar. þvert í flokka, sé, sammála um nauð- syn þess að iðnvæða ísland á þeim grundveUi að útrýma ný- lenduleifum úr * isíenzku at- vinnulifi. reisa 'ffnr| efnahavs- legt sjéltstæði íslenzku þ.ióð- , arinnar. bæta ■lífskjörin, efla menninguna. Fmmitt þessi meirihkj'i þjóðerinnar þarf nú að bindast samtökum., Hann barf að mvnda í emu eða pðru formi eða án stranwra forma rý bjóð- prsamtök allra þeiéra íslend- inga, sem viba iðnvfeðinvu Is- Jands á þeim’’ fmmdvelli. er hér hefur ve”ið !ýst. Forys'una fyrir þessum þjóð- , arsamtökum, f.yrir iðnvæðingu íslands verður ís1én7ka vérka- lýðsstéttin að taka. Hún er fær um bað. Hún hefur til bess andlegan þroska. og y'ðsýni, að taka sfíkt frúmkyæði.. taka forvstu fvrir því að. þeina, iðn- . væðingu íslands í farsæ&n farveg íslenzkra. þjóoárhágsr muna. Hún tók slíka forysfu fvrir þjóðinni, þegar hún sameinaði yfirgnæfandi meirihluta henn- ar um nýsköpun atvinnuyeg,- anna — og hitti í mark, vegna þess. að hún hafði skilning. frumkvæði og styrkleika til - : : 1 1 - j- .lLrÍ'.*ÍiV ' fl i‘ þess að handsama pæsta hlekk- inn í keðiu þróunarin.ijiar. Nú er það aftur hennar að handsama næstá hlekkinn. Nú er það hennar að taka einbeitta, öflugá forystú ' um allsherjariðnvæðingu íslands og færa hana fram til sigurs. Hún mun hafa úm það at- fylgi allra þjóðhollra Íslend- inga. Síðasta sumarferð ÆFR Um helgina efnir ÆFR til síðustu ferðarinnar á þessu sumri og verður þá farið í Þórsmöik, en Mörkin er aldrei fegurri heldur en í litskrúði sínu á haustin. Lagt verður áf stað kl. 2 e.h. á laugardag og komið á sunnudagskvöld til baka. Farið verður í göngu- ferðir um Mörkina og’ kom- ið við í Stakkholtsgjá og víð- ar á heimleiðinni. Tilkynnið þátttöku sem fyrst á skrifstofu ÆFR, sími 17513, opin kl. 4—7 síðdegis. íSÍppgkiCiþjóðarinn- |sgMrh*‘stéttir og HÚSEIGENDUR — HÚSBYGGJENDUR Höfum allar tegundir m ÞÉTT3NGAR STEINÞAKA TII VERNDUNAR RÁRUIÁRNSÞAKA TIL VERNDUNAR ÞAKPAPPA TIl GÓLFLAGNA I VERKSHIÐIUH SHELL m/y Upplýsingar um framkvæmdir veittar á skrifstofu vorri. Olíufélagið Skeljungur. Sími 38100 j itiniMI: Ór, m Q. 0) ~ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.