Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 4
Einar Guðbjartsson SEXTUGUR Hann Einar í Kleppsholtinu er sextugur í dag. Þar sem ég verö ekki í landi og get þessvegna ekki heimsótt liann. langar mig til að senda i)onuni nokkrar línur. Ekki býst •ég við. að hann verði mér þakklátur íyrir það, því hann hefur fram til þessa haft litl- ar msetur á því, að láta sín opinberlega getið. Auk þess hugsa ég. að hann .sé sömu skoðunar og lárviðar- skáldið um það, að honum finnist það ekkert sérstakt af- Einar Guðbjartsson. reksverk að ná tilteknum aldri. Ekki mun ég rekja aettir Ein- ars, enda ~ lítill ættfræðingur, en hann er Vestfirðingur, af alþýðu- og sómafólki kominn í þáðar ættir. Á uppvaxtarárum Einars var það viðtekin hefð, að börnin hæfu þátttöku sína í atvinnu- iífinu strax og þau gátu eitt- hvað gert til gagns. Mun Ein- ar þar sízt hafa verið ann- arra eftirbátur. ■Ungur fór hann á sjóinn og var um margra ára skeið á liskiskipum og í siglingum. Mun sá strangi skóli, sem sjó- sóknin var í þá daga hafa orð- ið honum drjúgt veganesti, <enda minna um bókfræðin þá. Að hætti greindra .alþýðu- manna mun hann þó ekki hafa látið sér þann fróðleik nægja, sem lífsbaráttan færði, heldur aflað sér staðgóðrar þekkingar tmeð lestri og íhygli. hvar sem því varð við komið. Síðan hann hætti sjósókn hefur hann stundað alla al- genga daglaunavinnu, nú um xnargra ára skeið við höfnina. Einar er kvæntur Skúlínu Haraldsdóttur, mætri konu, og hafa bau komið á legg sjö mannvænleeum börnum. Nú óma um hús þeirra hlátrar barnabarnanna, enda myndi hvorugt þeirra hjóna una <íðru. Þau hafa alla 'sina ' hjú- ájcapartíð heigað sig börnum og heimili og aldrei sparað spor né erfiði þeim til velferð- ar. Einar Guðbjartsson stendur mér ailtaf fyrir sjónum, sem dæmigerður alþýðumaður, eins og þeir gerast heilsteyptastir. Sérhvert rúm, sem hann hefur skipað í atvinnulífinu hefur þótt vel skipað, enda veit ég okki til þess, að honum hafi fallið verk úr hendi þau 35 ár, sem ég hef þekkt hann. Það er í fullu samræmi við Efsskoðun hans, að hann hef- ur harslað sér völl við þjóð- nytjastörf og hefur aldrei fóstrað með sér neinar hug- í DAG myndir um það að ,.vinna sig upp“ úr röðum alþýðunnar. Með henni vill hann standa og falla. Einar er stundum ómyrkur í máli. Allur veifiskataháttur og hálfvelgja, eða undansláttur frá réttu máli eru eitur í hans beinum. Hann trúir á rétt al- þýðunnar til Hfsgæðanna og að vinnan sé grundvöllur allra verðmæta. Hann stendur alltaf í fremstu röð þegar blásið er til baráttu fvrir réttindum verkalýðsins. Það hefur hann alltaf gert og ekki ailtaf sér að kostnaðarlausu. I-Iann þekk- ir af reynslu bá tíma, þegar róttæk sannfæring var munað- ur og baráttan fyrir henni var álitinn glæpur, sem refsað var fyrir með atvinnuofsóknum. Engu af þessu hefur hann gleymt. Þessvegna er hann enn- þá kjarnyrtur og hvassyrtur, þegar verklýðsbaráttuna ber á góma, svo að mjúkfingraðri mönnum með tillesnar skoðan- ir finnst stundum nóg um. Einar er mikill áhugamaður um skáldskap, einkum ljóð. Hann kann mikið af kvæðum góðskálda og sand af vísum, enda sjálfur vel hagmæltur, þótt hann myndi aldrei fást til að viðurkenna það. Jæja, fóstri. Nú er víst nóg komið? Ég óska þér og þínum hjart- anlega til hamingju á þessum heiðursdegi. Haraldur Björnsson. Lceknar fjarverandi Alnia Þórarinsson frá 12. sept. til 20. okt. (Tómas Jónsson). Árni Bjömsson um óákv. tíma. (Stefán Bogason). Axel Blöndai til 12. október (Ölafur Jóhannsson). Eggert Steinþórsson óákv. tima (Kristinn Björnsson). Esra Pétursson. (HaJldór Arinbjarnar). Gísii Óiafsson frá 15. apríl í óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðjón Guðnason til 10. okt. (Jón Hannesson). Gunnar Benjamínsson til 17. sept. (Jónas Sveinsson). Gunnar Guðmundsson óákv. (Halldór Arinbjarnar). Hjalti Þórarinsson frá 12. sept til 20. okt. (Ólafur Jónsson). Hulda Sveinsson frá 1. sept. til 1. okt. (Magnús Þorsteinsson). Sigurður S. Magnússon óákv. t. Kristjana Helgad.. til 30. sept (Ragnar Arinbjarnar). Páll Sigurðsson (yngri) til 25. september (Stefán Guðnason, Tryggingarstofnun ríkisins, sími 1-9300. Viðtalst kl. 3—4). Páli Sigurðsson til septloka. (Stefán Guðnason). Richard Tliors til sept.loka. Sigurður S. Magnússon óákv t. (Trvggvi Þorsteinsson). Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Guðmundur Benediktsson). Snoi-ri, Hallgrímsson til sept- embsrioka. ISvcínn' þéttirsson frá 5, 'séþt- 'emfp'er í 2—3 vikur. (Kristján Sveinsson). Valtýr Aibertsson til 17. sept (Jón Hjaltalín Gunnlaúgsson). Vikingur Arnórsson óákv. tima (Ólafur Jónsson). Póröur Möiier til 17. sept. (Ólafur Tryggvason). | SVEFNSÓFAK J—| SVEFNBEKKIR [“] ELDHCSSETT H N 0 T A N Þórsgötu 1. húsgagnaverzlun, Allir vita að Garcia Lorca var frægt leikritaskáld en hitt vita færri að hann var líka vel liðtækur á sviði myndiistar- innar. Hér eru tvær teikningar eftir hann og heitir sú efri „Ást“ en sú neðri „Dauðinn“ — verkefni ckki alls óskyld þeim scm hann tekur fyrir í leikritum sínum! VIÐTÆKJASALA Hafnaistræti 7 Herðubreið fer vestur um land í hringferð hinn 19. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag ög árdegis á morgun til Hornafjarð- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjaröar, Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á mánudag. Starfandi fólk velur hinn endingargóða Skynsöm 'stúlka! Hún notar hinn frábæra Parker T-Ball ... Þessa nýju tegund kúlupenna, sem hefur' allt að fimm sinnum meira rit-þol, þökk sé hinni stóru blék-fyilingu. Löngu eftirað venjulegir kúlupennar hafa þornað, þá mun hinn áreiðán- legi Parlcer T-Ball rita mjúklega, jafnt og hiklaust. POROUSKULA einkaleyfj PARKERS. Blekið streymir um kúluna og matar., hioar.' fjölmörgu blekholur ... Þetta tr.yggir, að. blekið er alltaf skrifhæft í oddinum., . ., § Parker ^úlupénnS A PRODUCT OF dþ THE PARKER PEN COMPANY * 9-.81I4. No. 9-B114 — 2 col. x 7 in. (14 in.) • fer frá Reykjavík kl. 17.00 á 'morgun 16. þ. m. til Leith og Kaupmannahafn- ar. Farþegar eru beðnir að koma til. skipj, kl. 15.30. Vantar stúlku til afgreiðslustaría MfiTABDEILDlN Hafnarstræti 5. Kaupfélag Kópavog-s, Kópavogi heldur framhalds aðal- . fund í Digranesskólanum n.k. sunnudag, 17. þ.m. lcf. li.'ÓO. DAGSKRÁ: • , .... ... | 1. ‘SkýhsTá ffámkvæmaástjófa. 2. ;.Framfíðarpekstur kaupfélagsins. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. ■ Vú,• >< r:;1 ■e-otTniv fliy Hús við Miðstræti á góðri eignarlóð, hentugt fyrir heildsölu eða ánnan svipaðan atvinnurekstur, til sölu. "•r'&r* ’ "■■'- *.vt. i, Fasteignasalan Hallveigarstíg 10. ...,......... KRISTJÁN GUDLAUGSSON, hrl. Símar 13400 og 10082. — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.