Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.09.1961, Blaðsíða 6
{fcffðfanði: Sameiningarílokkur alþýðu — ^ Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnúo KJartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. — PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir láagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ckólavörðust. 16. BíxklI 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞjóðvilJans h.f. Fullkomið þjóðfélag? i TTvað skyldu margir íslendingar álíta að hér sé komið á íullkomið þjóðfélag, og sé fullkomnunin svo algjör að * ekkert megi haggast? Og hvað skyldu þeir vera margir sem | telja að fundizt hafi algildur mælikvarði á réttlæti tekju- ■ skiptingar landsmanna, algilt hlutfall milli allra stétta og hópa í þjóðfélaginu sem verði fyrir hvern mun að viðhalda? Á- " stæða er til að ætla að það séu ekki nema fáir menn sem telja íslenzka þjóðfélagið orðið alfullkomið að þessu leyti. ■ En meðal þeirra gæti virzt sem væru sjö ráðherrar á ís- landi og ennfremur hinir alræmdu „sérfræðingar“ þeirra um I efnahagsmál. Hvað eftir annað eru gefnar virðulegar o.pin- berar skýrslur um efnahagsmál íslendinga af þessum aðilum _ þar sem svona barnalegar hugmyndir um þjóðfélagsástandið " á íslandi virðast lagðar til grundvallar. Nú síðast nýja fl blekkingarplaggið um ,,viðreisnina“, sem aumingja Alþýðu- I biaðið virðist halda að leysa muni allan áróðursvanda aft- ■ urhaldsins á íslandi héðan í frá, þó Morgunblaðið sýnist efablandnara, eftir uppsetningunni að dæma. T blekkingarplaggi þessu er, eins og raunar oftar í áróðri ■ afturhaldsins, talið svo sjálfsagt að ekki þurfi að eyða að því orðum, að knýi launþegar, t.d. lágt launaðir verka- I menn, fram nokkra leiðréttingu á kaupi sínu, þá sé það ein- hverskonar náttúrulögmál að allar stéttir þjóðfélagsins fái ■ kauphækkun að sömu hlutfallstölu, þannjg að hækki verka- " maður með 50000 króna árslaun kaup sitt lítillega, verði þjóð- I félagið að hækka í sama hlutfalli laun allra embættismanna I landsins, líka hinna hæstlaunuðustu. Og ekki nóg með það. _ Formælendur þessarar furðulegu hagfræðikenningar telja nú * ekki einungis að allir menn sem laun taka í þjóðfélaginu hljóti að fá kauphækkun í sama hlutfalli og verkamenn sem I knýj-a fram lagfæringu á kaupi, heldur verði „sjálfstæðir . atvinnurekendur“, þeir sem taka tekjur sínar með ýmsum * hætti af gróða, að fá hækkun sem sé tilsvarandi í prósentum I og kauphækkun Dagsbrúnarmannsins, og jafnvel margföld á við það sem hinn lágt launaði verkamaður fékk. Með þessum _ hætti „sannar“ núverandi ríkisstjórn og „efnahagsmálasér- " fræðingar“ hennar að ekki megi neins staðar hækka kaup | verkamanna, án þess að allt hið fullkomna og réttláta þjóð- I félag fari úr skorðum. A ð sjálfsögðu eru hvorki ráðherrarnir í afturhaldsstjórninni | sem nú hreykir sér í iila fengnum völdum, né efnahags- I málasérfræðingar hennar svo barnalegir að þeir trúi þessum _ forsendum sínum né sönnunum sem af þeim eru leiddar. " Hugmyndin um íslenzka þjóðfélagið sem fullkomið, sem | þjóðfélag þar sem fundin hafi verið svo réttlát skipting I tekna hinna einstöku þjóðfélagsstétta og hópa að það hlutfall megi fyrir engan mun raskast, er einungis ætluð til áróð- * ursbrúks. Þeir sem byggja opinberar skýrslur og tilkynningar á slíkum firrum vita það fullvel, að á fslandi, eins og í öðrum I löndum sem búa við auðvaldsskipulag er meginbaráttan inn- _ an þjóðfélagsins stéttabarátta, sem á þessu stigi er að veru- ■ legu leyti einmitt um tekjuskiptinguna. Það dylst sjálfsagt fáum fslendingum að ekkert sem líkist réttiæti ríkir í skipt- I íngu þjóðartekna íslendinga, :að enn sitja fámennar gróða- ■ klíkur yfir hlut fjöldans og raka til sín óhófsgróða á kostnað hans, eftir óteljandi leiðum. JTarátta verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjörum er - einmitt háð til að breyta hlutfallinu í skiptingu þjóðar- " teknanna launastéttunum í vil. Barátta afturhaldsins beinist I hinsvegar að sjálfsögðu að því :að hindra slíkar breytingar og I ganga á hluta vinnandi fólks. Afturhaldið islenzka beitir nú ■ rikisvaldinu, ríkisstjórn og Aiþingi, í þessari baráttu enn blygðunarlausar en það hefur þorað um skeið, og hlýtur I verkalýðshreyfingin að svara þeim síendurteknu árásum með því að virkja alla krafta sína til baráttu, jafnt i hinni beinu ■ baráttu verkalýðsfélaganna og til átaka um það ríkisvald, sem Sjálfstæðisflokkurinn ög Alþýðuflokkurinn brúka nú svo opinskátt í þjónustu auðvalds og gróðabrallara. — s. Á fundi í miðstjórn Sósíalistaflokksins í sumar flutti Eggert Þor- bjarnarson erindi um iðnvæðingu íslands. — Þjóðviljinn hefur beðið Eggert leyfis til að birta erindið, og íer það hér á eítir: ...........................- ■ ■ Eggert Þorb’iarnarson: ; Fyrir stjórnmálaflokk eins og Sósíalistaflokkinn, sem byggir á hinum skapandi, lífrænu þjóðfélagsvísindum, marxism- anum, er það fremur flestu öðru nauðsynlegt að fylgjast með og gera sér grein fyrir þeim breytingum, er verða í þjóðlífinu, en þó fyrst og fremst þeim breytingum, er ger- ast í grundvelli efnahagslífsins. Vanræki hann þetta, verður hann ekki fær um að segja al- þýðu manna og þjóðinni í heild til vegar. Honum hættir þá til að setja dæmi þjóðarinnar rahgt upp og fá þar með skakka út- komu. Sem betur fer hefur það ver- ið styrkleiki Sósíalistaflokksins að geta sett dæmi þjóðarinnár rétt upp á hverjum tíma á grundvelli réttrar skilgreiningar á breytingum þjóðfélagsástands- ins og handsamað þar með þann hlekk þróunarinnar, sem íslenzkri alþýðu, íslenzku þjóð- inni var þýðingarmestur. Stórbrotnasta dæmi þessa var hið djarfa frumkvæði Sósíal- istaflokksins og þá fyrst og fremst formanns hans, Einars Olgeirssonar, árið 1944 um ný- sköpun atvinnuveganna, afrek, sem er einn skærasti glampinn í nútímasögu Islands og sem íslenzka þjóðin býr að enn í dag og mun lengi að búa. íslenzka þjóðin stóð þá greinilega á vegamótum. Hún átti fleira en eitt val. SÚ á- kvörðun, sem tekin varð, hlaut að verða ákvörðun til lang- frama. Verkalýðsstétt íslands hafði þá nýskeð séð, hve hún var voldug og sterk. Hún reistí iíka þá framfaraöldu á íslandi, sem hæst hefur risið, og sem fylgt var eftir af vinstri stjórn- inni um það bil áratug síðar. I hverju var val þjóðarinnar fólgið, árið 1944, er íslenzka þjóðin hafði endurreist lýð-' veldi sitt? ' 1 - Til þess að svara þessari spurningu, þarf að hafa tvær staðreyndir í huga úr þáver- andi efnahagsástandi íslands. I fyrsta lagi átti ísland, sem þurfti flest sitt undir sjó að sækja, úreltan og úrsérgenginn fiskveiðiflota. I öðru lagi hafði ísland eign- azt á styrjaldarárunum umtals- verðár ihhstæður. Val íslenzku þjóðarinnar var fólgið í því að ákveða hvort þessar innstæður skyldu notað- ar til nýsköpunar íslenzks at- vinnulífs og nýr grundvöllur þar með lagður að efnahags- legu sjálfstæði hins nýja lýð- veldis, eða hvort Island ætti að byggja áfram á úreltum og litlum fiskveiðiflota og tefla efnahagslegu sjálfstæði lýðveld- isins þar með í voða nýlendu- stöðúnnar. Báðir kostirnir voru fyrir hendi. Hvorn þeirra sem var mátti taka og það var ekki sjálfgefið, hvor yrði tekinn, vegna þess að uppi voru gagn- stæðar ráðleggingar til þjóðar- innar. íslenzka þjóðin tók fyrri kostinn. Hún féllst á rök Sós- íalistaflokksins um nauðsyn þess að dusta enn betur af sér ryk nýlendukúgunarinnar og hefja íslenzkt atvinnulíf til vees. Meginstefnan var tekin á stórfellda öflun fiskiskipa, hinna lífsnauðsynlegu tækja til öfl- unar hráefna úr greipum Ægis. Sú stefna var óvéfengjanlega rétt. Á þeim tímum og við þáverandi skilyrði var það brennipunkturinn í efnahags- legri sjálfstæðisbaráttu Islend- inga að afla sér nýtízkulegs fiskveiðiflota til þess að geta stóraukið “fiskveiðar þjóðarinn- ar, bætt lífskjörin og skapað forsendur fyrir efnahagslegum og menningarlegum framförum. ASsfœS- urnar nú ÁHí þetta er okkur Islend- ingum áríðandi og lærdómsríkt að hafa £ huga, er við athugum nii' breyttar aðstæður, Hverjar eru þær breyttu að- stæður, ér setja 'þjóðfhni kosti að velja' um?1 ‘ . I fyrsta lági 'é’féá' íslendíngar nú öflugán cg að möfgu1' leyti nýtízkulegan fiskveiðiflót’a með mikilli afkaétágefú. " Þáðr væri því ekki rökrétt 'acý'léggjá nún megináherzjuna : á aukningu; sjálfs fiskveiðiffqtans, — , enda þótt — og þar, vil ég strax setja fullgfldaþjj^va^nagla,,— á engan hátt megi. slaka á nauö- synlegrÍ£„fih|dumý^p, aukningu og útbúnaði fjskyeiðiflotans svo sem kröfur hyers tíma gera nauðsynlegt. , , I öðru lagi , eru, vandamál fiskimiðanna, vandamál .fiski-. stofnsins og.. verndunar , hans. orðin brýnni nú en nokkru sinni fyrr, pp(i .sú staðreynd rennir eölilegiuo stoðum , undir þörfina á , f nllnýtingu, þegs, sem aflað er. ■ 'i-'hav- I þriðjg; fagi... efnahagsstefna \ núverandi, ríki^fjþrnar, sem er fólgin í þy:í, að,$kipuleggja efna- hagskreppu,tjf.júandinUj ,þrýsta niður lífskjönum almennings, brjóta niður viðskiptin við hinn trausta yýðgkiptaþeim sósíalist- ísku landanna; ,. viðhajda og blása glæðum, í ;l,eifarnar af ný- . lendustigi Islands og gera það að b.jarglausum.fanga, í kreppu- heimi auðvaldskerfisins,,,. ! Rökrétt ályktun ,af.,þessum staðreyndum , er sú,..,, .að ísl. þjóðin stendur nú frammi fyr- ir nýju vali, nýjum, kostum, og að sú ákvörðumjgernþekin verð- ur, hlýtur að.,iyerða fekin til langframa, ,,r, ,,.,..,, . armBúofd ó'i’i jC* I hverju felst i.þetta nýja val þjóðarinnar? Það.felst i því að annað hvort heldur Island á- frara að flytjai hréefni sín út óunniiix'eda >líttvunni&,j dregst aftur úr, lækkar lífskjörin og lætur: .núverandi:: stjérnárstefnu það ■ efliru að Jþrýsta nýlendu- stimpliuum á erwá.þess með þvi að íjötaja: það'.,éfffiahagslega, — .................„„i [0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.