Þjóðviljinn - 03.10.1961, Síða 6
^txef&ndl: Sametnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórari
liagnús KJarransson (áb.), Magnús Torfi ólaísson, Sigurður öuðmundsson. —
*réttarítstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Wfagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ekólavörðust. 10.
17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja ÞJóðvilJans h.f.
Einræðisstjórn
f»að er auðvelt verk að „stjórna" með endalausum til-
skipunum og valdboði ofan frá. En eigi slík ein-
ræðisstjórn að bera árangur til lengdar verður hún að
ráða yfir öflugri lögreglu og her sem kúgi þegnana til
þess að sætta sig við fyrirmælin gegn vilja sínum.
Slíkt einræðisstjórnarfar er alþekkt í sögunni, en ís-
lendingar hafa ævinlega verið frábitnir þvílíkum
stjórnarháttum. Viðhorf íslendinga hefur verið Það að
landi beri að stjórna í samráði við þegnana, í samvinnu
við þá og samkvæmt vilja þeirra, og þegar gerðar séu
erfiðar stjórnarathafnir verði þær að ganga undir þá
prófraun að þegnarnir skilji nauðsyn þeirra og sætti
sig við þær, en ekki vegna þess að þeir beygi sig af
þrælsótta fyrir einhverjum voldugum ráðamönnum. Á
þennan hátt kann oft að vera erfitt að stjórna, en
þetta eru Þau einu stjórnmál sem íslendingar virða og
viðurkenna og telja í samræmi við hugmyndir sínar
um frelsi og lýðræði.
Oú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur algerlega gef-
^ izt upp við að stjórna íslandi í samræmi við vilja
almennings. Hún hefur í staðinn gripið til vaxandi
einræðisathafna, endalausra bráðabirgðalaga og fyrir-
mæla. Þau viðbrögð eru ekki merki um styrka og á-
kveðna stjórn, eins og málgögn hennar reyna stundum
að halda fram, heldur sýna þau að ríkisstjórnin veld-
ur ekki viðfangsefni sínu; hún hefur gefizt upp við
að stjórna á þann hátt sem íslendingar vilja láta fara
með sameiginleg mál sín. Ofbeldi ríkisstjórnarinnar
hefur aftur og aftur bitnað á verklýðssamtökunum,
sem hafa verið rænd hinum mikilsverðustu réttindum
til þess að unnt væri að korna kjörum verkafólks langt
niður fyrir viðunanlegt lágmark. Ofbeldið hefur bitnað
á þjóðinni í heild, eins og þegar ríkisstjórnin fram-
kvæmdi gengislækkun með bráðabirgðalögum og svipti
alþingi einum dýrmætasta rétti sínum. Og einræðis-
hneigðin hefur komið niður á einum starfshópnum
af öðrum, nú síðast á læknum sem hafa verið beittir
fantatökum í stað þess að samið væri við þá á menni-
legan hátt.
lVrauðsynlegt er að þjóðin veiti þessum vinnubrögðum
stjórnarherranna sérstaka athygli. Ekki aðeins er
stefna ríkisstjórnarinnar þjóðhættuleg heldur einnig
aðferðir hennar við að framkvæma stefnuna. Henni
hefur þegar tekizt að valda þvílíkri upplausn og ólgu
í Þjóðfélaginu að dæmalaust er hér á landi um langt
skeið; það sýður undir hvar sem litið er. Ætli ríkis-
stjórnin að halda stefnu sinni og vinnubrögðum til
streitu verður hún að styðja ofbeldisverk sín vaxandi
valdbeitingu, og raunar er vitað að í stjórnarherbúð-
unum eru sífelldar umræður um þau efni. Hugmyndin
um aðild íslands að Efnahagsbandalaginu er til að
mynda ekki sízt rökstudd með því að þar sé að finna
kúgunarvald sem baldnir Íslendingar verði að beygja
sig undir. Baráttan gegn ríkisstjórninni fjallar þann-
ig ekki aðeins um kaup og kjör' og efnahagsmál 1 þröng-
um skilningi; það er ekki síður barizt um frelsi og
lýðræði og þau lífsviðhorf sem eru íslendingum jafn
eðlileg og andrúmsloftið. Það er því orðið mjög brýnt
að ríkisstjórnin fái að finna það svo að ekki verði um
villzt að þjóðin ætlar hvonki að þola stefnu hennar
né vinnubrögð; verklýðssamtök, bændur og milli-
stéttir og menntamenn verða að taka höndum sam-
an um að hrekja stjórnina frá völdum á eins skömm-
um tíma og kostur er, áður en miklu verra hlýzt af
rangsnúnum viðhorfum hennar,;^g-;ósíemilggBm;> vfmnw-s
brÖgðuíttV' l2- m. :■* ■ ;-r v >
Þessi hugsun lét mig
síðan aldrei í friði
Við erum ko.min til Hafli.ða
Hafliðasonar skipasmiðs " á
Bjarkargötu og byrjum for-
málalaust á efninu.
— Hvenær og hvar ertu
fæddur, Hafliði?
■— Ég er fæddur 3. október
1891 í Dvergasteini í Hafnar-
firði. (þaðan er einníg Emil
ráðherra).
—• Svo þú ert þá Hafnfirð-
ingur að uppruna?
— Faðir minn Hafliði var
sonur Þorsteins Halldórsson-
ar frá Bakka í Garðahreppi.
Amma mín var af Selkotsætt
undan Eyjafjöllum. Langafi
minn var austan úr Hreppum.
Móðurafi var kominn af Bauka-
Jóni og móðuramma mín var
frá Signýjarstöðum af Húsa-
fellsætt. Þú sérð því að ,.hafn-
firzki“ uppruninn er ærið
blendinn.
— Uppalinn í Hafnarfirði?
— Já, ég fluttist ekki hing-
að fyrr en á afmælisdaginn
minn þegar ég var 19 ára.
— Hverju manstu eftih í
Hafnarfirði þegar þú varst
smástrákur?
— Það fyrsta sem ég man
eftir mér var í suðurendanum
á Dvergasteini. Frans Simsen
sýslumaður var þá næsti ná-
granni okkar. Gömul kona í
Hafnarfirði sagði mér ,að þá
hefði hún eitt sinn komið að
mér sitjandi á kjallaratröpp-
um bak við húsin með bláan
fresskött í fanginu sem við átt-
um en Frans stóð dálítið frá
óg miðaði á okkur byssu, hiigð-
ist skjóta köttinn í fanginu á
mér. Gamla konan tók byssima
ýf sýslumanninum.
Þú hefur
Hafnarfirði?
verið í skóla í
— Ég fór í barnaskófann
1902 og á vornámskeið í Flens-
borg 1905. Þá voru skínandi
kennarar þar. Jón Þórarinsson
skólastjóri, Ögmundur Sigurðs-
son síðar skólastjóri, Jóhannes
Sigfússon og Gunnlaugur Krist-
mundsson, sem hafði verið
nemandi þar en kenndi á nám-
skeiðinu. Kennslan var ákaf-
lega lifandi hjá Jóni Þórarins-
syni. Það var lítið um kennslu-
áhöld þá, en Jón sýndi okkur
og sannaði hreyíingu Sólar-
gangsins með krítarstrikufh á
veggnum í sólskini. Jón Þorar-
insson og Einar á Óseyri vildu
að ég héldi áfram í Flensborg
— en ég nennti því ekki, því
miður. Enskan stóð í mér.
Stærðfræði var eftirlætisgrein
mín, og ég gat lært dönsku og
þýzku — en ekki ensku!
— Og hvað ‘gerðirðú þá?
— Ég byrjaði í skipasmíði
hjá Sveini Magnússyni frá
Gerðum — og síðan hef ég ver-
ið í þeirri grein. Við vorum í
húsi er Jóhannes Reykdal átti
við Lækinn og síðar Dvergur.
Annars smíðuðum við báta
þar sem mennirnir áttu heima
er áttu þá. Seinna byggði
Sveinn sér sm’ðaskúr á bak
við hús er hann átti niðri við
Lækinn.
— Kaupið?
— Þá hafði ég 12y2 eyri um
•gfov ariignitó EífStór:. 1 iiárírífótuíégpað'
" smíða báta sjálfur fyrir karl-
I
ana. Það hefur til skamms
tíma verið við lýði bátur er
ég smíðaði 1908 fyrir Halldór
í Ásbúð og Ólafur átti s'ðar.
Ég smíðaði eina 6—7 báta, t.d.
3 fyrir Hellubræður. Efnið í
einn bátinn, tveggja manna
far, man ég að kostaði 35 kr.
f.vrir vinnun.a fékk ég 20 kr.
og 2 tvævetra sauði. — man
ekki hvað þeir voru virtir mik-
ið. Árið 1909 var lögð vatns-
veita til Hafnarfjarðar úr
Lækjarbotnum, kaupið i þeirri
vinnu var 20 og 25 aurar um
tímann. eftir afköstum.
— Hversvegna fórstu hing-
að?
— Ég fór hingað vegna þess
hve lítið var að ger.a í Hafnar-
firði. Norðmenn voru .þá að
hætta sinni útgerð þar — ég
man eftir 35 norskum línu-
veiðurum þar á höfninni þeg-
ar flestir voru. Svo var þar
dauður tími þar til Bookles
settist ,að í Svenborg.
— Varstu orðinn sveinn, og
gekk betur í Reykjavík?
— Ég útskrifaðist eiginlega
aldrei sem sveinn! Þegar ég
kom hingað haustið 1910 í
Slippinn til Ellingsen ' voru
þar aðeins 4 verkstjórar, sem
höfðu 40 aur,a á tímann, beztu
skipasmiðirnir hö.fðu 35 aura
á togara með Þórarni Olgeirs-
sýni, hann var þá nýtrúlofað-
ur dóttur Joe Little og var
þetta annað skipstjórnarárið
hans!
— Hvað manstu eftir lengstri
vöku á togara?
-— Lengstri vöku man ég
eftir þegar við vorum ný-
komnir frá Grimsby beint á
Hvalbak, við vöktum þar lát-
laust í 2 sólarhringa, fórum
svo inn á Fáskrúðsfjörð eftir
salti — ég gleymi ekki þeim
viðbrigðum að koma utan úr
þokuyeggnum á hafinu upp
undir Seley þar sem allt var
baðað í sólskini! Við sváfum
4 stundir í höfn, síðan út aft-
ur og vöktum samfleytt aðra
tvo sólarhringa.
— En mestri veiði?
— Skörpust veiði á vertíð
var þegar við fórum út um
miðjan dag miðvikudaginn fyr-
ir sk'rdag og þá beint austur
að Þjórsárkjafti, þar fiskuð-
um við látlaust báða bænadag-
ana en á laugardaginn kom
snarpt austan skafningsrok svo
við fórum í var við Vestmanna-
eyjar. Á páskadagsmorgun- fór-
um við svo beint upp í Vík í
Mýrdal — hefðum getað þekkt
fólk á landi, svo grunnt vor-
um við. Þarna var svo stór
Hafliði skipasmiðameistari
og aðrir íhlaupasmiðir 27y2
eyrir. Ellingsen setti mig í að
gera við jullur með gömlum
hreppstjóra af Snæfellsnesi,
Ármanni föður Kristins rektors.
Hann sagði þegar ég byrjaði;
þú færð útborgað á laugardag-
inn. Svo kom hann öðru hvoru
til að Jíta á verkið, en sagði
aldrei neitt. Á laugardaginn
fékk ég svo útborgaða 40 aura
um tímann. Þá varð ég ánægð-
ur og hrifinn. Ellíngsen var
ágætiskarl, hann var í senn
slippstjóri og verzlunarstjóri
Qg allt í öllu.
Frá Ellingsen fór ég til Otta
— þá var farið að smíða mót-
orbáta. Annars var nóg að
gera við skipasmiði frá því
skúturnar komu á haustin og
þar til þær fóru í febrúar-marz,
síðan komu Fransarar inn sem
lent höfðu í „hafaríi“, skút-
umar með bilanir og líka Fær-
eyingar svo nóg var ,að gera
fram í júlí, en síðan ekkert þar
til skúturnar komu aftur á
haustin. Þá varð maður að
far,a til sjós á sumrin. Sumarið
1911 var ég á lítilli skútu,
Ásu. 1912 var ég á síldveið-
um, reknetaveiðum hér í Faxa-
flóa með Geir Sigurðssyni
skipstjóra. Hann var ágætis-
maður og oft glaðværð, hann
var alltaf að koma með vísur
á okkur. Kátir voru karlar á
kútter Haraldi orti hann þegar
hann var rneð Harald frá
Akranesi.
Við höfðum 50 krónur á
mánuði í kaup og 50 aura í
premíu af tunnu og máttum
Sumarið 1913 fór ég svo
göngufiskur að við gátum varla
einhent hann milli kassa. Við
fiskuðum þarna báða ; páska-
dagana og komum sýo með
skipið fullt uppi og íniðri á
þriðja í páskum.
Þórarinn vakti jafnt* mönn-
um sínum, það var nfeira en
sumir aðrir gerðu. Hann hyllt-
ist til að láta okkur sofa eitt-
hvað í hverjum sólarhring, en
hann var vinnuharður. En
svona var þetta alstaðar. Karl-
arnir á skútunum stóðit meðan
þeir gátu staðið og eins var
á róðrarbátunum, kaupamenn
stóðu myrkranna á milli. Líf
þjóðarinnar var ein vinnulota
þegar gaf fyrir veðri.
— Og kaupið?
— Kaupið á togaranum voru
75 kr. á mánuði og 9 kr. af
fatinu, nema 18 kr. í Vest-
mannaeyjum, þar var Norð-
maður sem gaf helmingi hærra
fyrir það en gert var í Reykja-
vík.
— Þú lærðir meira í skipa-
smíði en þetta hjá Sveini?
— Sumarið 1910 fór ég einn
túr á Elínu, lítilli skútu. í Pat-
reksfjarðarflóanum fór ég áð
velta því fyrir mér í stormi
hvaða afl það væri sem rétti
skipið við aftur þegar það
hallaðist. Þessi hugsun lét mig
síðan aldrei í friði. Svo fór
ég í skóla í Bergstaðastræti
hjá Ásmundi Gestssyni, það
var kallaður lýðháskólj, var
þar tvo vetur. Síðan smíðaði ég
nótabáta fyrir eigin reikning
og fékk 5 þúsund krónur frá
ára.m.óiuna „jij .ágús.tlaka, ,Það
iifffiM hiikill peningúri'þá. Þá fór
ég út að læra, fór 16. sept 1916
g) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 3. október 1961