Þjóðviljinn - 16.12.1961, Page 2

Þjóðviljinn - 16.12.1961, Page 2
IMHHNNIHIf Að Týsgötu 1 hefur nú ver- ið opnuð jólasala á eftir- prentunum af málverkum eftir marga heimsfræga mál- ara frá ýmsum tímum. Eru þarna á bqðstólum yfir 50 myndir, allar innrammaðar, og verði þeirra stillt mjög í hóf. Kostar myndin frá 160 —180 krónur. Aðeins ein eft- irprentun er af hverri mynd. Eru þær allar mjög vel gerð- ar og hin tilvaldasta jóla- gjöf. Þarna eru einnig á boðstól- um nokkrar kínverskar mynd- ir og einnig nokkrar mjög skemmtilegar sænskar ævin- © LeiBrélting Nokkrar prentvillur komu fyrir í greininni „Vökuíhald- ið klórar í bakkann“ á Æsku- iýðssíðu Þjóðviljans í gær. Tvær þeirra eru þess eðlis, að þær torvelda mjög allan skilning, á greininni. í setningunni, sem byrjar þannig: „Stúdentaráð sýnir þar. . .“ hefur fallið niður lína. Rétt er setningin þannig: ^.Stúdentaráð sýnir þar rétti- lega fram á, að engin Iága- brot voru framin af þess hálfu í sambandi við boðun stúdentafundarins sem kaus undirbúningsnefnd 1. desem- ber hátíðaha!danna“ Þar sem stendur að núver- anai ráðamenn stúdentaráðs- ins séu ..aðeins höfuðið á sömu ófreskiunni, — Vöku- íhaldinu" á að standa ,,aðeins eitt höfuðið á sömu ófreskj- unni, — Vökuíhaldinu“. týramyndir eftir John Baver. Þá eru þar og til sölu nokk- ur málverk eftir íslenzka málara, þar á meðal eftir hinn unga málara Eyjólf Ein- arsson, er undanfarið hefur haft þarna sýningu á verkum eftir sig. Auk eftirprentananna og málverkanna eru einnig á boðstólum ýmsir smekklegir listmunir, keramikmunir o.fl., sem hentugir eru til gjafa. Ættu menn að líta við á Týsgötu 1, ef menn eru í leit að smekklegri en ódýrri gjöf nú fyrir jólin. ★ ★ ★ Nú berst mikið að af jóla- bögglum frá útlöndum. Til þess að flýta fyrir afgreiðslu þeirra verður tollpóststofan í Hafnarhúsinu opin í dag til kl. 17. FÉLAGAR! Jólavaka verður n.k. sunnu- dagskvöld 17. des. í Tjarnar- götu 20 (niðri) kl. 8.30 stund- víslega. Á skemmtiskránni er t.d.: spurningaþáttur, kapp- ræður, eplaát, gamansaga, limbó, jólasveinninn kemur í heimsókn, dans og sitthvað. fleira. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Æ.F.R. GuðspfaH Júdasar Annar hluti skáldsögu gyð- ingarithöfundarins heimsfræga Sholen Asch um lífið í Gyð- ingalandi á dögum Krists er komin út hjá Leiftri í þýð- ingu Magnúsar Jochumsson- ar. Allt verkið nefnist Naza- reinn en þessi hluti Læri- sveinnin og erbókinsaminsem sveinnin og er bókin samin sem brot úr guðspjalli eftir Júdas Ish-Karíot. Fyrsti hluti verksins, Rómvcrjinn, er áð- ur kominn út á íslenzku. Stefán Jónsson fréttamaður hefur samið bók, Krossfiskar og hrúðurkariar nefnist hún, og er safn 17 frásöguþátta úr þjóðlífinu. Munu það vera all sundurleitu mannkindur, sem Stefán hefur fyrirhitt eftir bókarheitinu að dæma. Á bók- arkápu segir að drepið sé meðal annars á slagsmál á Norðfirði, viskýdrykkju í Súð- inni og grútarbað á Siglufirði, og er furðu bíræfið af Stef- áni að draga allt þetta efni undan fréttaaukunum í út- varpinu og lauma því í bók- ina í staðinn. Hugsanlegt er líka að eitthvað hafi ekki þótt útvarpshæft. Kristinn Jóhann- esson hefur teiknað í bókina. Útgefandi er Ægisútgáfan. Sami útgefandi sendir frá sér unglingabók. Á flótta og flugi, eftir Ragnar Jóhannes- son. Segir þar af dreng og telpu sem fara til sumardval- ar í sveit norðvestanlands og lendir strákur þar í ýmsum ævintýrum, svo þaú stallsyst- kin afráða loks að strjúka. Hý Jóa-bák Fjórða bók í unglingabóka- flokknum um Jóa Jóns nefnist Jói og týnda skipið og er ný- komin út hjá Leiftri. Höfund- ur nefnir sig örn Klóa. Ásamt Jóa eru aðalpersónurnar þær sömu og í fyrri Jóa-bókum, þau Kiddý Munda skátafor- ingi og Pési prakkari. Sagan er tileinkuð drengjum sem eins og Jói hafa sökum lík- amlegs vanmáttar orðið að yf- irstíga ýmsa örðugleika til að geta fullnægt ævmtýraþfá sinni. Teikningar í sögunni eru eftir Ólaf Gíslason. Þriðja bók Ægisútgáfunnar er Hvalur framundan eftir Frank T. Bullen, Englending sem lýsir af eigin raun búr- hvalaveiðum víða um heims- j (» .*. höfin um síðústu aldamót. Veiðjleiðangurinn stóð tvö til þrjú, ár og risaskepnurnar voru veiddar með handskutli úr bátkænum. Óli Hermanns- son hefur þýtt bókina en í henni eru allmargar myndir. ★ Sísí, Túku og apaketlirnir er nafn á nýrri ævintýrasögu handa börnum og unglingum eftir Kára Tryggvason. Þetta er 72 síðna bók með 16 teikn- ingum eftir Þórdísi Tryggva- döttur. ... Kári Tryggvason ér þpgar kunnur barnabókahöfundur, einkum hafa bækur hans um Dísu á Grænalæk notið vin- sælda yngstu kyn-slóðarinnar. ísafold gefur bókina út. „Krossfiskar og hrúðurkarl- ar" eftir Stefón fréttamann Dagskrá efri deildar Alþingis lauRardaRÍnn 16. des. 1961, kl. 1.30 miðdegis. Lántaka hjg Alþjóðabankan- um, frv. — Ein umr. Verðlagsráð sjávarútvegsins, frv. 2. umr. sameinað þings: Kosning framkvæmdastjóra Söfnunarsjóðs Islands til sex ára, frá 1. janúar 1962 til 21. desemiber 1967. Stjórnandi kafbátsins fylgdist með báðum skipunum, í sérstekri fjarsjá, er þokan verkaði ekki á. Braunfisch og Otter lágu með stuttu millibili, en vegna þokunnar sást ekki á milli þeirra. Er kafbátsfaringinn beindi fjar- sjánni að Otter sá hann allt í einu Ann þar um borð og sá, að hún veifaði klút. Það var merki um það, að mennirnir tveir væru fundnir. Ö) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. desember M6I 1 dag er laugardagurinn 16. des- ember. 9. vika vetrar. Tungl í hástiðri kl. 29.11. Árdegisháfiæði 1U. 0.03. Síðdegisháflæði kl. 12.41. Náiturvaiv.la ■ ember er 'ítSáá 24040. vikuná 10.—16. des- i Laugavegsapóteki, Alþingl ; Flugfélag Is'ands: | BXiililandaflug: Skýfaxi er vænt- | anlegrv til Reykjavíkur k’. 17.00 ! í dag frá Kaupmannahöfn og : GLsgow. Hrímfaxi fer til Oslóar, ■ Kaupmannahafnar og Ha.mborgar • 1:1. 8.30 í dag. Væntanlegur aftur • til Reykjavikur kl.- 15.40 á morg- : un. ; Innanlandsflug: í dag er áætlað ; að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), • Egilsstaða. Húravíkur, Isa.fjarðar, ; Sauðárkróks og Vestmannaeyja. ■ Á morgun er áætlað að fljúga til : Akurevrar og Vestmannaeyja. j Skipadeild S.Í.S. ; Hvassafell er í Reykjdvik. Arn- ; arféll er 1 Kristia.nsand, fer það- ■ an til Siglufjarðar og Akureyrar. t Jökulfell er í ReykjaV(k. D'sar- feil fer í dag frá Hamborg á- leiðis til Gdynia. Litlafell fer í dag frá Reykjavík til Vestmanna- eyja. Helgafeil er á Akureyri. Hamrafell fór 6. þ.m. frá Hafn- a.rfirði áleiðis til Batumi. Dorote Danielsen fór 13. þ.m. frá Siglu- firði áleiðis til Aabo, He’sinki og Walkom. Skaansund er í Len- ingrad. Heeren Gracht er í Len- ingrad. Loftleiðir: 1 dag er Leifur Eiríksson vænt- anlegur frá Stafa.ngri, Amsterdam og Glasgow kl. 22.00. Fer til N.Y. kl. 23.30 : Vetrarlijálpin 5 Skrifstofan er í Thorva’dsen- ; stræti 6, í húsakynnum Rauða ■ krossins. Opið kl. 10—12 og 1—5. • Simi 10785. Styrkið og styðjið : Vetrarhjálpina. ; Munið jólasöfnun Mæðra- ; styrksnefndar. ; Umsóknum um aðstoð og frarn- ■ lögum — í peningum, fatnaði eða • öðru — veitt móttaka í skrifstof- S uhni Njálsgötu 3, simi 14349, op- : ið daglega kl. 10.30—18.00. ! Bókasafn DAG£2RúNAR • Freyjugötu 27 er opið föstudaga j klukkan 8 til 10 síðdegis og laug- : ardaga og sunnudaga klukkan 4 ; til 7 síðdegis. | skipin ! Skipaútgerð ríkisins: j Hekla fór frá Reykjavík i gær ; austur um land í hringferð. Esja ; er væntanleg til Rvíkur í dag að | austan úr hringferð. Herjólfur ■ fer frá Vestmannacyjum klukkan j 21 í kvöld til Rvíkur. Þyrill kom i til Rvikur í gærkvöld. Skjaldbreið ; fór frá Rvík í gær vestur um • land til Akureyrar. Herðubreið ; er á Austfjörðum á suðurleið. ; Eimskip: 5 Brúarfoss kom til Rvíkur 15. bm. ■ frá N.Y. Dettifoss hefur væntan- ; lega farið frá Hamborg 14. þm. • til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Kal- Í mar 14. þm. til Turku, Kotka og : Leningrad. Goðafoss fer frá N.Y. ■ 15. þm. til Rvíkur. Gu’lfoss fer ■ frá Rvik 18. þm. til Isafjarðar, ; Siglufjarðar og Akureyrar. Lag- ■ arfoss fer frá K-höfn 15. til Leith : og Rvíkur. Reykjafoss fór vænt- : anlega frá Gautaborg 14. þm. til • Antverpen, Rotterdam og Ro- • stock. Seifoss fór frá Dublin 8. ■ þm. til N.Y. Trö’lafoss fór frá j Rvík 15. þm. til Hull, Rotterda.m j og Hamborg. Tulngufoss fer frá ; Rvik á hádegi í dag 16. til Akra- ; ness og þaðan til Tálknafjarðar, ; Hólmav'kur, Sauðárkróks, Sigiu- ; fjarðar og Raufarhafnar og það- : an til Hamborgar Osló og Lysekii. Þrjár ef eftirpreníununum, sem eru á boðstóium að Týsgötu 1. — (Ljósm. Þjóðv. A.IÍ.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.