Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 1
i i t i i i Sunnudagur 7. januar 1962 — 27. árgangur — 5. lölublað • Bankarnir hafa stöðvað mót- töku síldar til frystingar með því að neita frystihúsunum um Ián á frysta síld. Þetta gerist samtímis því að síldarskipin fengu hlaðafla strax og gaf á sjó eftir áramótin. •Bann bankanna kom til fram- kvæmda á fimmtudag. Á föstu- dag kom svo stjórn Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna saman til að ræða málið. Ríkti þar megn óánægja með afstöðu bankanna. Ákvað stjórnin að fara þess á leit að lánað verði út á 5000 tonn af frystri síld í viðbót við það sem áður er komið, en það munu vera um 10.700 tonn. ® Ekki selt til Sovétríkjanna Búið mun að selja um 6000 tonn af frystri síldv.mest aí því eða 3200 tonn til Vestur-Þýzka- lands. Samningar standa yfir við Tékkóslóvakíu og Rúmeníu og VerSiegsráð vsnter gögn Hið nýstofnaða VerðlagsráS sjávarútvegsins 'kom saman á nokkra fundi í síðustu viku og íundur hefur verið boðaður í ráð- inu á morgun klukkan þrjú. Það tefur stöi’f ráðsins að mikið skortir á að fyrir liggi fullnægjandi gögn sem nauðsyn- leg eru við verðákvörðun. Eru það opinberir aðilar sem eiga að leggja gögnin til. standa vonir til að unnt verði vildu þeir semja um kaup á að selja um 1500 tonn í hvorn stað. Þegar rætt var við sovézka frystri síld, en gerðu það að skilyrði að samningurinn væri bindandi, íslendingar ábyrgðust síldarkaupendur á síðasta ári, I afhendingu á umsömdu magni. Framkvæmdastjórn SH vildi ekki ganga að þeim skilmálum, taldi afla of óvissan til að unnt væri að gera bindandi samning. • Fulltrúafundur kallaður saman Nú hefur komið á daginn að auðvelt hefði reynzt að frysta það magn sem Sovétríkin vildu kaupa. Ríkir mikil óánægja inn- an SH yfir því hvernig haldið heíur verið á þessum málum. Heíur nú í skyndi verið leitad til Sovétríkjanna á ný og þeim boðin fryst síld, sem íslenzkir aðilar höfnuðu að semja um þeg- nr það stóð til boða. Ákveðið var á stjórnarfundi SH að kalla saman fulltrúafund samtakanna, en hann verður ad boða með tíu daga fyrirvara. Ætla má að á þessum fundi verði rætt hvernig haldið hefur verið á síldarsölumálunum fyrir frystihúsin og sömuleiðis láns- bann bankanna. KIKIA FYRIR r r BIO- HORN Strákarnir voru í feluleik og- gægðust fyrir horn hins mikla Háskólabíós á Melun- um, þegar ljósmyndara Þjóð- viljans bar þar að um daginn — og hann notaði tækifærið og tók þessa skemmtilegu mynd. Stöðva frystingu síldar Mikil síld, — en þeð ek 1 i % Eldeir í húsi við Vesturbrún Um kl. 13 í gær kom upp eldur í húsi Gunnlaugs Pálsson- ar arkitekts að Vesturbrún 36. Hafði kviknað i í risi yfir aðal- hæð hússins, en það var stopp- að með spónum. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins, en talsverðr skemmd- ir urðu á risinu. Eldurinn komát ekki niður á aðalhæðin^,v én múrhúðun hrundi af millivegg, þar sem járnbiti, er hélt veggn- Um uppi, kipptí sér við hitann. Sósíalistar! Fundur í fulltrúa- og trún- aðarmannaráði annað kvöld ki. 8.30 í Tjamargötu 20. Til umræðu; húsnæðismál. Sósíalistafél. Reykjavíkur. 34000 tunnur síldar veidd- ust í fyrrinótt SÍIdarflotinn, sem hefur Iegið í höfn síðan um áramót, komst loks út i fyrradag. Mikil síld veiddist 18—20 sjóm. undan Malarrifi. I»ar fengu 40 skip 34.400 tunnur. Undir morgun spillt.ist veður og í gærmorgun var komið vonzkuveður. Sökkhlaðnir bát- arnir áttu þá í erfiðleikum með að komast inn. Reykjavík Til Reykjavíkur komu í gær 16.000 tunnur af 18 bátum. Sild- in er no.kkuð góð til söltunar og verður reynt að vinna hana eftir því sem hægt er. Hæstir þeirra báta, sem komu til Reykjavíkur voru: I-Ielga með 1600 tunnur, Víðir II. með 1600 tunnur, Guðmundur Þórðarson með 1600 tunnur, Pétur Sigurðs- son var með 1450 tunnur, Björn Jónsson með 1200 tunnur og Halldór Jónsson og Óiafur Magnússon voru með 1100 tunn- ur hvor. Keflavík Hæstir Keflavíkurbátanna voru þessir: Gunnólfur með 1400 tunnur, Ingiber Ólafsson með 1200 tunnur, Manni, Guðbjörg og Pálína voru með 1000 tunnur hvert. Bræðslan í Kefiavík er alveg full og verður ekki tekið við síld í hana fyrst um sinn. Afli þeirra báta, sem komu inn í gær, verður unninn í salt eða frost. Akranes Flestallir bátarnir réru, ■ en litlu bátarnir ekki fyrr en seint i fyrrakvöld, þegar fréttist urm síldina í Jökuldjúpinu. Þeir sem voru seinir fyrir fengu lítið sem. ekkert. Þessir bátar komu me5 síld í gær; Höfrungur II. með 1400 tunnur, Haraldur með 1100 tunnur, Anna með 900 tunnur, Skirnir og Sigurður SI vorut með 700 tunnur hvor, Sigurður AK var með 650 tunnur, Sigrúm með 600 tunnur, Keilir 450 ogt Sigurfari var með 350 tunnur. Sandgerði Ekki áttu að koma nema tveitf bátar til Sandgerðis, annar var Mummi með 500 tunnur og sv» var Jón Garðar á leiðinni, ent ekfei vSr kunnúgt um afla hans*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.