Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 9
VIÐ ÁRAMÓT Ahugamennska og at- ur- vinnumennska í íbróttum Á síðari árum hefur því skotið mjög upp kollinum hér á landi að íþróttahreyfingin ætti að greiða þeim íþrótta- mönnum laun, sem fara í keppni ferðir til annarra landa, og er þá sérstaklega átt við lands- lið. Ennfremur að greiða fyrir safingar sem sérstaklega er stofnað til vegna kappmóts eða leiks. Enn sem komið er varð- ar þetta heizt knattspyrnuna. Hér er á ferðinni mál sem all- ir þurfa að taka afstöðu til, sem sinna íþróttum af áhuga og vilja, til þess að þær nái til sem flestra æskumanna í land- inu. Vafalaust eru skoðanir þessar byggðar meira og minna á því sem er algengt erlendis, og má segia að þeim sé vork- 'unarmál að gera þennan sam- anburð, sem Mtið hugsa útí að- stæður hér. Fyrir hina ætti þetta að liggja ljóst fyrir. Fleira mun líka koma til þegar þessi -skoðun kemur fram, og má þar nefna hinn langa yinnutíma sem hér virðist hafa numið iand, og margir komast ekki undan til þess að geta séð sér og sínum farboða. Þetta hefur líka Vu óhrif að menn almennt fara að líta á alla • SKAUTAR 1 fyrradag var haldið skauta- mót í Östersund í Svíþjóð og þar jafnaði Hans Wilhelms- son sænska metið í 500 m hlaupi á 42,1. Göran Slott vann 5000 m á 8.16,1 og Helge. Haase A-Þýzkalandi vann 500 m hlaup kvenna og 1500 á 48,0 og 2.35,4. f öðru sæti var Jean- ette Ashworth USA á 48,7 og 2.39,2. hluti með ,,krónugleraugum“, og er sama hvort þeir þurfa þess eða ekki. Þetia er að verða tiðarandi, sem mjög sennilega étur upp þann áhuga sem áður kynti undir svo mörgum hugsjónamálum. En ,þá vaknar spurningin hvort hér sé að þróast heppi- leg stefna í íþróttaáhugamálun- um. Ymsir munu svara því til, að hér verði að fylgjast með tímanum og öðrum þjóðum í þessu efni, við verðum að dansa með, nauðugir viljugir, eins og þeir. Hver á að borga? Þegar rætt er um það að greiða íþróttamönnum fyrir vinnutap, og vissár æfingar, verða menn að gera sér grein fyrir því, hvernig eigi að standa undir þeim kostnaði sem af því leiðir. Hvernig eigi að afla teknanna, hvort það eigi að skattleggja félögin, hvort það eigi að skattleggja leikmót, eða hvort það eigi að krefjast þess af ríki og bæjum að borga þessar upphæðir, eða hvort sér- samböndin sjálf eigi að afla þessara tekna, svona útaf fyr- ir sig, án þess að það á nokk- urn hátt skerði tekjuöflunar- möguieika félaganna. Ef við athugum þetta nokk- uð nánar munum við fljótlega komast að raun um að sjóðir félaganna munu ekki það gild- ir að þejr séu aflögufærir til að greiða mönnum laun, sem leika í iandsliðum, og ef til þess kæmi, er ekki að vita hvenær leikmenn fara að krefj- ast þess að félagið greiði þeim kaup, ef félagið fer sjálft í ferðalag. Hvað mundu félögin segja við því að leikmót þeirra væru skattlögð til þess að greiða þeim vinnulaun sem fara í landsleiksferðalag í eina eða tvær vikur á ári? Sennilega munu þau ekki telja tekjur af mótum það miklar að þau geti miklu miðlað. Þá er það krafan á ríkis— og bæjasjóði, sem svo margir að- hyllast í vaxandi mæli. Það er sjónarmið útaf fyrir sig, að ríki og bæir taki þessi mál í sínar hendur, og leysi af hólmi á- hugamennina, að einhverju eða öllu leyti. Um það verður þó ekki rætt hér að þessu sinni. Ef til alvarlegrar umræðu um það mál kæmi yrðu sjálfsagt um það skiptar skoðanir, en við verðum að horfast í augu við það sem er í dag. Ef litið er með sanngirni á afskipti þess opinbera af mál- um íþróttamanna verður eklci annað sagt en að þeim sé veitt- ur góður stuðningur á margan ’hátt, þó alltaf megi segja að það sé hvergi nóg, því mikið þurfi til að byggja upp, til þess að íþróttahreyfingin hafi fullkomin vaxtarskilyrði. Styrkirnir í fyrsta lagi má benda á styrki þá sem renna til íþrótta- mannvirkja. 1 öðru lagi styrki til íþróttakennslu. Þá má geta þess að ríkissjóður annast að miklu leyti fjárframlög til Starfrækslu íþróttasambands Is- lands, og bendir það til þes-s að félögin séu þess ekki megnug að sjá íþróttasambandi sínu fyrir daglegum þörfum, og sann- ar það svo ekki verður um villzt að þau hafa ekki fé af- lögu til þess að greiða lands- liðsmönnum vinnulaun. Að lokum má á það benda, að á síðasta ári varði Mennta- málaráðuneytið 200.000 króna til utanferða íþróttamanna. Með fjárveitingu þessari er löggjaf- inn að sýna íþróttamönnum skilning á því hve land vort er afskekkt og ferðir dýrar til og frá landinu. ísland mun ; sennilega eina landið í hinum ! svokallaða vestræna heimi, sem ; þannig styrkir íþróttamenn sína j til ferðalaga til annarra landa. ! Væri það eðlilegt ng sann- ; gjarnt að krefjast að til við- : bótar yrðu landsliðsmönnum ; okkar greidd vinnulaun úr rík- ■ issjóði meðan á ferðinni stend- : ur? Ég held varla. Hér er eng- ; an veginn verið að draga úr : því að íþróttahreyfingin sé vel : styrkt af opinberu fé, það er i gott málefni, sem marga varðar, i og sterkur þáttur í uppeldi j þjóðarinnar, ef forvígismenn í- i þróttamála og landsmála missa j aldrei sjónar á því sem í- j þróttahreyfingin byggist á, en ] það er: hið félagslega hlutverk, j kennslan, leiðbeinendastörfin, j og aðstaðan. Og vafalaust er j framkvæmdinni á þessum mál- um bezt komið í höndum á- hugamannanna. Að öllu þessu athuguðu, verður erfitt að finna þá aðila sem með sanngirni er hægt að krefja um þessar greiðslur. Hvers má krefjast af áhugamanninum? fþróttamenn, ekki síður en aðrir, verða að gera sér grein fyrir því að hér er fámenni sem verður að halda uppi sjálf- stæðu þjóðfélagi í strjálbyggðu landi, sem liggur langt frá öðrum löndum. Þetta verða á- hugamennii'nir að horfast í augu við á hvaða sviði sem þeir starfa. Þeir verða að taka á sig þyngri bagga en borgarar annarra þjóða. Þeir verða að gera sér fulla grein fvrir því að þeir liafa ekki efni á því að vera annað en áhugamenn, bá kemur til athugunar hvort það sé óeðlilegt, að þeir, sem valdir eru i landslið, og þátt- töku í ferðalagi til annara landa, leggi til sem fram- lag áhugamannsins hluta af sumarleyfi sínu. Hér verður viðkomandi sérsamband að sjá svo til, að slíkum ferðum Verði stillt svo í hóf að ekki komi til vandræða, hvað þetta snertir. Ef við hinsvegar hverfum að því að greiða þessum mðnnum laun, hljótum við að spyrja hvar það endi. Eru góðir nefnd- armenn, góðir stjórnendur fé- laga og sambanda minna virði en landsliðsmaður, í starfi sínu fyrir íþrótttahreyfinguna? Um það má að sjálfsögðu deila, en í flestum tilfellum munu afreksmenn koma frem- ur fyrir atbeina góðra stjórn- enda, en góðir stjórnendur fyrir tilstilli afreksmanna. Af þessu er ljóst að erfitt er að segja fyrir um það hvar ætti að stöðva launagreiðslur fyrir iþátttöku í íþróttahreyfingunni u.tan vallar sem innan, ef útí það væri farið. Það er því ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að iandsliðs- menn, sem valdir eru í þann Framhald á 10. síðu. • ÓVÆNTUR SIGUR ■ ■ Á föstudaginn sigraði svig- > maðurinn bandaríski Bud ; Werner (24 ára) mjög óvænt ! í stórsvigskeppni í Courche- J vel í Frakklandi. Bud sigraði ■ Frakkana Georges Maudit og j Jean-Claude Killy. Brautin ■ var 1800 m löng með 61 hliði. j Bud fékk tímann 1.37,02, ; Maudit 1.38,3 og Killy 1.38.8. ! í kvennaflokki sigraði franska ; stúlkan Christine Coutschel á ! 1.13,9 og Joan Hannah USA ; 2. á 1.14,8. 1 - ■ . ■ ■ j• EGYPTAR UNNU i * ■ | Kairo 5/1 Egyptaland sigraði ; ] í dag Austurríki í knattspyrnu- j \ kappleik í Kairó 1:0. i ; I • SKAUTAR ; • | Skautameistaramót Noregs ; i verður haldið 20. og 21. janú- ; [ ar n.k. í Harstad. Um leið og' j I byrjað var að selja aðgöngu- ; ■ miða varð svo mikil eftir- ! ■ ; spurn hálfum mánuði áður en ; [ mótið hefst, að búið er að j [ panta miða fyrir 40 þúsund j ■ norskar krónur! , ! ! i• SUND i j ■ Á fimmtudaginn setti ástr- ; i alska sundstjarnan Neville : ; Hayes nýtt heimsmet í 220 ; j jarda flugsundi, hlaut tímann ; ; 2.14,9, gamla metið, sem hann j : átti sjálfur var 2.17,3. i ! : • KNATTSPYRNA í ■ : : Framámenn knattspyrnumála ■ ; í Englandi sátu á fundi í gær : ■ og ræddu m.a. hvað eigi að ; [ gera til að fjölga áhorfendum ■ ■ að knattspyrnuleikjum, en ; j þeim fer sífellt fækkandi. Til- ; lögur eru um það að hafa 4 ■ deildir og 20 lið í hverri fyr- ; ir sig. Einnig er rætt um að ■ fleiri lið gangi á milli deilda. [ Þá eru ráðagerðir um það ■ að úrslitaleikur bikarkeppn- [ innar fari fram í júníbyrjun j ; í stað maíbyrjun og að leikið ; ■ verði í miðri viku og jafnvei j : á sunnudögum. ■ ■ i ! • HANDKNATTLEIKUR ■ ■ : : : 1 fyrradag fór fram í Lue- ; ■ ■ j beck B-landsliðskeppni í hand- j ■ knattleik milli V-Þýzkalands : i ■ j og Svíþjóðar og sigruðu iþyzk- ■ [ ir 21:17. • ÓVEÐUR TRUFLAR ENN I ■ Vegna snjó og ísa hefur enn ; verið frestað mörgum leikjum j 'í' bikarkeppninni* 1 ensku. Þeg- j ar leikvellirnir eru í svo j slæmu ásigkomulagi semþessa j daga getur allt skeð og hafa i nokkur 1. deildar lið þegar ; orðið að lúta í lægra haldi j fyrir liðum úr öðrum deild- | um. Sérfræðingar telja að ■ Tottenham og Burnley verði j [ í úrslitum bikarkeppninnar • | — en margt getur breytt þeim j ] spádómi þegar veðrið leikur ■ i knattspyrnumennina svo grátt. ! utan úr heimi OLYMPÍSKIR SJÓNVARPSHNETTIR i I Japanir hafa látið þau boð út ganga að þeir I muni senda á Ioft 50 sjónvarpsgerfihnetti, til 1 að endurvarpa sjónvarpsefnii frá OL í Japan 1 1964. Myndin sýnir hvernig listamaður nokk- ur hugsar sér sjónvarpshnettina á braut um- hverfis jörðu er þeir endurvarpa sjónvarps- efni til jarðar. Sunnudagur 7. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Q’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.