Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 5
Flugíreyjustörf Ákveði'ö er að' ráða nokkrar stúlkur til flug- freyjustarfa hjá félaginu á vori komanda. Nauðsynlegt er, aö umsækjendur hafi lokiö gagn- fræðaprófi eða öðru hliðstæöu prófi. Kunnátta í ensku ásamt einu Nórðurlandamálanna er á- skilin. Lágmarksaldur umsækjenda skal vera 20 ár. Umsóknareyðublöð veröa afhent í afgreiðslu fé- lagsins, Lækjargötu 4, Reykjavík, frá 9. þ.m. og hjá afgreiöslumönnum þess á eftirtöldum stöð- um: Akureyri, Egilsstööum, ísafiröi og Vest- mannaeyjum. Eyðublöðin þurfa að hafa borizt félaginu út— fyllt og merkt „Flugfreyj ustörf“ eigi síðar en 20. janúaúr. ICELAPJJOAIR 150 þekktir Norðmenn vara við Efnohagsbandalaginu — Ncregur má ekki binda sig óuppsegjanlegum samningi í ríkjasamsteypu sem er til þess stcfnuð að viðhalda sundrung- inni og pólitiskum viðsjám í heiminum. Smáríkin hafa enn sínu scrstaka hlutverki að gcgna. A þessa leið er komizt að orði í ávarpi sem 150 kunnir Norð- menn hafa gefið út þar sem þeir vara landa sína við því að ger- ast aðili að Eínahagsbandalagi Evrópu. Þeir eru bæði andvígir beinni aðild Norðmanna að bandalaginu og lausari tengslum þeirra við það. Þeir sem rita undir ávarpið eru flestir listamenn, prófessorai' og aðrir menntamenn og bætast þeir nú í hóp sextán prófessora og annarra kennara við hagfræði- deild húskólans í Osló sem varað höfðu við aðild Norðmanna að bandalaginu. Meðal þeirra sem undirrita á- varpið er forstjóri norska þjóð- leikhússins, Bjarne Andersen, Helge Seiþ, ritstjóri Dagbladet, aðalmálgagns Vinstriflokksins, rithöfundurinn Aksel Sandemose, leikkonan Liv Slrömsted, tón- skáldið Harald Sæverud, próf- essoramir Hans Vogt, Guttorm Gjessing, leikarinn Jack Fjeld- stad, rithöfundarnir Finn Cai’ling og Johan Bovgen, Karl Evang heilbrigðismálastjóri, leikhús- stjórarnir Hans Heiberg og Frits von der Lippe og rithöfundur- inn Tarjei Vesaas. í ávarpinu segir m.a. að auk þeirrar Evrópu þar sem hugsjón- ir lýðræðisins hafi fæðzt sé til önnur Evrópa sem beri ábyrgð á landvinningastríðum pg ný- ' lendukúgun og mikil hætta sé á því að það verði sú síðarnefnda 'sem Norðmenn myndu tengjast ef þeir. gerast aðili að Efnahags- ! bandalaginu. Þá er á það bent í ávarpinu að engin trygging sé | fyrir því að Efnahagsbandalagið 1 verði Norðmönnum til nokkurs ; gagns þegar til lengdar lætur, ; „heldur ekki frá efnahagslegu sjónarmiði". Hefur vakið mikla atliygli Ávarpið hefur vakið mikla at- j hygli í Noregi og norsk blöð segja frá því undir stórum fyrir- sögnum. Bagbladct fagnar ávarp- inu mjög, enda er ritstjóri þess einn af þeim sem undir það rita. Blaðið gagnrýnir framkomu stuðningsmanna Efnahagsbanda- lagsins sem hafi reynt að þagga niður í andstæðingum þess. Ef því verði ekki afstýrt að Noreg- ur verði í einhverjum tengslum við bandalagið, telur blaðið að þau verði að vera sem lausust. Gaumgæfileg athugun þu.rfi að fara fram á öllu þessu máli áð- ur en Norðmenn „afsali sér verulegu.m hluta sjálfstæðis síns í þágu ríkjasamsteypu." Málgagn Verkamannaflokksins, Arbeiderbladet, viðurkennir það sjónarmið sem kemur fram í á- varpinu að smáríkin hafi enn miklu hlutverki að gegna í heim- inum, en heldur því fram að Norðmenn geti haft áhrif á stefnu Efnahagsbandalagsins-, ef þeir gerist aðili að því. Taflfélag alþýðu Aöalfundur félagsins verður haldinn sunnudag- inn 7. jan. 1962, kl. 2 e.h., í Breiðfirðingabúð, uppi. STJÓRNIN. MÍR-f élagar Munið eítir íyrirlestrinum í Mír-salnum í dag klukkan 4. KRÓNA VINNINGUR í BOÐI OG AUK ÞESS MARG« IR TUGIR ANNARRA STÓRVINNINGA HÁLF MILUÓN í HVERJUM ® Þúsund vinningar á mánuði að meðaltali. ® Heildacfjáchæð vinninga hefuc hækkað um næcfellt 5 málljón kcón- ur. Kynnið yðuc skcá um vinninga í umboðunum. á er hver síðastar ?ð kaupa miði, þó fást miðar enn í flestum umboðum REGIÐ Á M IÐVIKUDAGINN Umboð í Reykjjavík Beykjavík: Vesturver, Aðalstræti 6 Grcttisg. 26, Halldóra ólafsdóttir Laugavegur 74, Verzl. Roði Hreyfilsbúðin, Hlemmtorgi Söluturninn við Hálogaland Kópavoguc: Ólafur Jóhannsson, Vallargerði 34 Sigurjón Davíðsson,- Verzl. Mörk,' Áifhólsvegi 34 Hafnacfjörðuc: Fél. Berklavörn, afgr. Sjúkra- saml. Hafnai-rjarðar. Sunnudagur 7. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.