Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 4
Eins og öllum er kunnugt,
verða margir sjómenn frá
Reykjavík að leita atvinnu
annarsstaðar, ef þeir vilja vera
til sjós á viðunandi skipum,
því. að öll endurbygging báta-
flotans hefur að mestu leyti
farið fram hjá höfuðborg lands-
ins. Reykjavík hefur staðið í
stað, hvað snertir ný fiski-
skip, á sama tíma og skipa-
stóll landsmanna hefur aukizt
og batnað að miklum mun og
jafnframt því sem íbúum hef-
ur fjölgað þar sem annarsstað-
ar á landinu.
• Einkabraskið í
útgerð
Á síldveiðum í sumar var ég
á báti frá Norðfirði og kunni
vel við mig, og þegar skip-
stjórinn og ^itgerðarmaðurinn
báðu mig um að vera á bátn-
um í haust vestur á Flateyri
er boðið upp á sem verbúðir, \
sé haganlegt o.g með nútíðar
þægindum. í sumar var mér
kunnugt um að fólk var látið
borga frá kr. 40—90 kr. á dag
fyrir fæðið í sumum útgerðar-
stöðvunum. Einn piltur sagði
mér frá þvi, að hann hefði
verið háifan mánuð í vinnu í
vor í útgerðarstöð einni, sem
seldi starfsmönnum sínum
fæðið, og þegar búið var að
gera upp fæðispeninga og
vinnulaun átti hann eftir 350
krónur eftir þennan hálfa
mánuð! Svona eru nú samn-
ingarnir góðir sumsstaðar á
Vestfjörðum.
• Suðureyri við
Súgandafjörð
Þegar sýnt var að vélarbilun-
in mundi valda varanlegri trufl-
un á rekstri bátsins og að
hann yrði ekki ganghæfur
# ' íí I I '■ í þjónustu bandaríska hernáms-
" liðsins — og fást víst þreföld
laun fyrir hann, eflaust greidd
í dollurum. Hafnargerðirnar
mega víst sitja á hakanum,
þegar setuliðið kallar. — En
væri nokkuð á móti því að
vitamálastjóri gerði grein fyr-
ir þessum framkvæmdum?
® Meðalafli í róðri
6—7 lestir
Frá Súgandafirði er mjög
mislangt róið,- suður á Breiða-
fjörð og allt norður á Húna-
flóa, út á Hala og Hornbanka
og stundum í fjarðarmynnið.
Fer þetta allf eftir áttum.
Við fórum í fyrsta róður 27.
október og komum úr síðasta
róðri 20. des. Á þessu tímabili
fórum við 34 róðra,' 2 í okt.,
17 í nóvember og 15 í des-
ember. Frá 23. nóv. til 1. des.
var landlega. í síðasta róðri í
nóvember töpuðum við einum
þriðja af línunni og báturinn
brotnaði það mikið ofan þilja
að það tók 10 daga að gera
við skemmdirnar.
iFyrir róðrana 19 í október
og nóvember höfðum við í hlut
7913 krónur og róðrarnir 15 í
desember gáfu í hlut 7509
krónur, auk orlofs.
Við erum með 40 bala o.g
Greinarhöfundur, Páli Helgason, um borð í vélbátnum Hjálmari tekur það 8—10 tíma að draga
'
!
!
!
-!
!
!
!
«
við Önundarfjörð, réð ég mig.
Var ég kallaður til skips upp
úr miðjum septembermánuði,
en þegar vestur kom bárust
mér þau tíðindi að vél bátsins
hefði bilað rétt áður en hann
tók höfn á Flateyri. Voru þetta
forlög eða var bátsvélin að
mótmæla því að fá ekki að vera
áfram á Norðfirði?
Flateyri er táknrænn sfaður
um einkabraskið í útgerðarmál-
um og útgerð. Einar Sigurðs-
son var þar í nokkur ár guð-
leg forsjón útgerðarmálanna,
en flutti á brott alla stærri
bátana og togarann líka, at-
vinnutækin sem lífsafkoma
íbúanna byggðist fyrst og
fremst á. Á þessum stað er
skráður vélbáturinn Barðinn,
sem fékk á sínum tima fé úr
atvinnubótasjóði en hefur ekki
til Flateyrar komið síðastliðin
5 ár. Ennfremur er skráður
þar togarinn Sigurður, sem
aldrei hefur ko.mið í heima-
höfn, og fyrirtækið, sem á tog-
arann að nafninu til, ísfell
h.f., er búið að selja allar
eigur sínar nýju fyrirtæki, h.f.
Fiskiðjunni, Flateyri. Þeir eru
sterkir fjármálaarmarnir á
Einari Sigurðssyni og þó að
einn fingur bresti er bara að
styrkja aðra.
Eru ekki góðar verbúðir á
svona stað, sem byggir alla af-
komu sína á sjósókn og þarf
að fá aðkomufólk allan ársins
tíma til að geta starfrækt þau
fyrirtæki og báta sem gerðir
eru út þaðan? Svarið við þess-
ari spumingu, sem einhver
kynni að varpa fram er þessi:
Verbúðir eru engar, en göm-
ul UÖá, fóVk"'Hefi5t 'ýfiT-"
gefið, oft til staðar, og þæg-
indin þá misjafnlega mikil,
engin böð, takmarkaður hiti,
afskráð hermannarúm eða
bjálkaflet eru einu húsmun-
irnir, og matsala í einkaeign.
Heildarsamtök verkalýðsins
verða að gera meira en þau
hafa gert fyrir verkafólkið sem
fer á milli staða. Það verður
að vinna að því, að það fái fast
vikukaup og girða verður fyr-
ir að hægt sé að okra á fæð-
iskostnaði þess og stuðla að
því að húsnæðið, sem fólkinu
frá Ncskaupstað.
þessa haustvertíð, var ekki um
annað að ræða en snúa sér í
aðrar áttir um pláss, því að á
sjó vil ég vera meðan heilsan
leyfir. Næsta kauptún við
Flateyri að norðan er Suður-
eyri við Súgandafjörð og þang-
að réð ég mig. Þar er mikil
útgerð, sem- blómgazt hefur í
höndum heimamanna, byggð
upp á félagslegum grundvelli.
•Mikil trillubátaútgerð er þar á
sumrin. Þá eru stóru bátarn-
ir á síldveiðum en trillurnar
skapa mikla atvinnu í landi.
Verkafólk hefur unnið 12—15
stundir daglega, þegar á sjó
hefur gefið, og hlutirnir á
trillunum hafa verið frá 40—
80 þúsund krónur yfir sumar-
ið. Á 25 lesta báti, sem gerður
er út frá Suðureyri en var
fram í október sl. um 5 ára
skeið í þjónustu hernámsliðs-
ins, var hluturinn í október-
mánuði einum 22 þús. kr. —
skipt í 10 staði *— en meðan
báturinn var í þjónustu hers-
ins var mánaðarkaup hvers
manns 9000 kr. Sjórinn var
•því gjöfulli í þetta sinn en
hernámsliðið hafði verið.
• Eins Og í gull
grafarabæ
Trillurnar hætta' róðrum í
síðustu viku októbermánaðar
og við taka stórir bátar, 5 að
tölu. Þeir róa á haustvertíð
fram að jólum og svo aftur
eftir áramót, allan tímann með
línu.
Á Suðureyri er margt að-
komufólks, sem vinnur við
verkun aflans, en megnið af
fiskinum er fryst, smáfiskur-
inn hertur og stórfiskurinn
saltaður. Móttaka og meðferð
á aflanum er til fyrirmyndar.
En eru þá ekki á staðnum
fyrirmyndar verbúðir i því á-
sigkomulagi sem nútímamaður
gerir kröfu til? Nei, því er nú
ver og miður, og þessvegna
skapast hér einskonar gull-
grafarabragur, sem veikir alla
félagslega starfsemi. Löggæzla
er engin og vínið ótakmarkað
til ungra og gamalla, ef þeir
aðeins senda pöntunarskeyti.
En pósthús og símstöðvar mega
ekki vera opinberar vínbúðir
fyrir óþroskaða unglinga í ver-
stöðvum eins og nú er orðið,
jafnt helgidaga sem virka.
í hvaða formi verbúðir eiga
að vera er spurning sem full
þörf er að verði rædd í sam-
tökum verkalýðsins og síðan
komi fram ákveðnar tillögur.
• Hafnarframkvæmd-
ir í áföngum
Fyrir rúmum 20 árum var
hafin smíði hafskipabryggju á
Suðureyri. Var hér um að ræða
nokkurskonar brimbrjót, sem
strandferðaskipin geta lagzt
að. Eins og venja var áður
um hafnarmannvirki, var
bryggjan smíðuð í áföngum og
liðu mörg ár milli áfanga.
Framkvæmdir voru hafnar fyr-
ir strið en verkinu ekki lok-
ið fyrr en 1958. Sá galli var
á verkinu að síðasta bryggju-
kerið féll ekki á réttan stað,
svo að aldrei var gengið frá
bryggjunni á þann hátt sem
ráð var fyrir gert í upphafi
Enda þótt bryggjan væri
ófullkomin varð hún lyftistöng
fyrir þorpið. Hægt var að
landa úr bátum og koma af-
urðunum á brott, án þess að
selflytja þær fram í skipin.
• Mistök við
bryggjusmíði
Nú í ár hefur verið byggð
ný höfn á Suðureyri fyrir báta-
flotann. Að vísu he.fur ekki
verið gengið frá henni að öllu
leyti, en stálþil er fullgert svo
bátarnir gátu byrjað að landa
í höfninni 15. nóvember sl.
Bátarnir eru hér í öruggu
lægi, en áður urðu þeir að
halda sjó í öllum vondum
veðrum og var það oft kald-
samt og litil hvíld hjá sjó-
mönnunum.
Þau miklu mistök urðu að
bryggjan var stórskemmd þeg-
ar hún var byggð. Stór og
reyndar bezti hluti hafnarinn-
ar var fylltur upp aftur vegna
mistaka, sem efalaust má skrá
á reikning verkfræðingadeil-
unnar, því að enginn verkfræð-
ingur hafði umsjón með verk-
inu.
Stór og mikill krani vann
að hafnargerðinni og þótti
mönnum gaman að bera sam-
an afköst hans og gömlu úreltu
tækjanna, sem yfirleitt hafa
verið notuð við hafnargerðir
fram að þessu. En sögu stóra
og mikilvirka kranans á vist
eftir að skrá, því að nú er hann
hættur að vinna að hafnargerð-
um fyrir fslendinga en horfinn
línuna, en stim á miðin frá
einum upp í 8—9 tíma, eftir
því hvert farið er. Löndun er
venjulega framkvæmd á einni
stund og enginn fiskur stung-
inn með sting í löndun.
Meðalafli í nóvember í róðri
var tæp 6 tonn, en í desember
um 7 tonn.
Venjulega er haldið i næsta
róður um leið og löndun er
lokið, nema um helgar. Þá er
skylda að vera í landi 12
stundir og ekki er leyfilegt að
fara fyrr en kl. 6 síðdegis á
sunnudögum.
Lengsti róður tók 27',4 tíma,
frá því lagt var af stað og þar
til búið var að landa, og feng-
um við þá um 8% lest.
Hlutur sjómanna er 2,7% af
aflaverðmæti á bátum yfir 40
lestir
• Uppgjör til
fyrirmyndar
Hér á Súgandafirði er upp-
gjör við sjómenn til svo mikill-
ar fyrirmyndar, að ég held að
ekkert væri á móti því að út-
varpsþátturinn sem nefnist
,,Um fiskinn“ greindi frá því
einu sinni. Um leið og búið
er að vigta fiskinn í síðustu
veiðiför, og áður en bátarnir
hafa verið hreinsaðir, er sjó-
mönnunum sagt hver hluturinn
er í vertíðarlok og þeir beðnir
að koma og gera upp, hvort
sem er á nóttu eða degi. Þeir
hefðu fulla þörf á því sumir
útgerðarmennirnir að koma
hingað í skóla, a.m.k. þeir
sem skreppa til Norðurlanda
eða Marokkó án þess að hafa
áður lokið uppgjöri við fyrr-
verandi skipshafnir sínar.
Ég hef í þessum pistli ekk-
ert minnzt á hið lága verð á
fiskinum, en gaman væri að
sjá réttan reikning yfir fisk-
verð, þegar búið er að ganga
frá honum. Hygg ég að þá
komi fljótlega í Jjós, að geng-
ið hefur verið á rétt sjó-
mannsins svo um munar.
Hér hefur ekkert verið
minnzt á öryggismálin, en sjó-
menn verða að átta sig á þeim.
Páll Helgason.
!4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. janúar
1962