Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 12
jllÓÐVIUINN Sunnudagur 7. janúar 1962 — 27. árgangur — 5. tölublað Gagnmerk grein eíílr ungan íslenzkan hagfræðing b regður skýru Ijósi á eðli og markmið bandalagsins I gagnmerkri tímaritsgrein færir ungur íslenzkur hagfræö- ingur, Þór Vigfússon, rök aö því aö sjálfstæði íslands og íslenzku þjóðinni væri búinn hinn mesti háski af því að ganga í Efna- hagsbandalag Evrópu. Niðurstöður þær og ályktanir sem hagfræðingurinn dregur af ýtarlegum og rökstuddum athug- unum eru þær, að afleiðingar aðildar Islands að Efnahags- bandalaginu yrðu þessar: ★ að íslenzkur iðnaður « hlýtur að Ieggjast niður, landbúnaður að verða fyrir skakkai'öllum, hvort sem ein- stökum greinum hans tekst að halda sér, og fiskvciðiland- helgi okkar verður lögð nið- ur. ★ það hlýtur að leiða til þess að fiskistofninn við ís- land eyðist og fiskveiðar hcr Ieggjast niður, tilvera okkar hér verður undir erlendum fyrirtækjum liér á Iandi kom- in, sem rekin verða að ein- hverju leyti, kannski að miklu eða mestu leyti, með erlendu verkafólki; þau mundu því vart vcita ölluin þeim vinnu- færu íslendingum atvinnu, scm livergi fá hana annars staðar í landinu sjálfu. ★ að það cr eklti cinu sinni víst að þessi crlendu fyrirtæki verði reist liér, það verður undir duttlungum auð- valdsmarkaðsins í V-Evrópu komið en ekki okkur. ★ en það cr alveg víst, enda þótt þessi atriði fari á þann hátt sem okkur verður hagkvæmastur, að íslenzkt þjóðfélag líður undir lok sem stjálfstætt þjóðfélag. Og þá líður fleira undir lok; íslenzk mcnning og íslenzkt þjóðerni týnist líka. Eliki auðvelt útgöngu Og greinarhöfundur varar enn við: „Ef við sjáum fram á þessa þróun eftir að við erum geng- in í Efnahagsbandalagið, getum \ Framh. á 3. síðu. Og svo kom kröpp lœgð Er fréttamaður Þjóðviljans ók upp í Mosfellssveit til að fylgjast með lokaæfingu und- ir þrettóndabrennu ungmenna- félagsins Aftureldingar var fagurt veður, stjörnubjart og hiti um frostmark. En Ás- björn á Álafossi og aðrir fyr- irmenn þrcttándafagnacþii'.ns báru ugg í brjósti, því veður- i fræðingur nokkur hafði sagt / þeim að kröpp lægð væri að * nálgast landið og myndi hún líklegast spilla þcssu ágæta veðri. Og krappa lægðin kom ask- vaðandi og í hádegisútvarp- inu í gær var tilkynmt að þrettándafagnaðinum væri frestað þar til veður gerðist skaplegt á ný. Þessar myndir hér á síð- mni tókum við er æfing stóð ffir í Hlégarði. Fjöldi ung- linga úr sveitinni var þar saman kominn og þeim til að- stoðar voru félagar úr Þjóð- dansafélagi Iíeykjavíkur. At- riðin voru æfð hvert á fætur iiðru og þetta þótti ungling- anum í Mosfellssveit að von- um ákafiega spennandi. Þeim varð tíðlitið upp á sviðið í salnum, því þar voru allskon- rr skrautlegir búningar í iössum — búningar sem þau I ;iga að skarta í þrettánda fagnaðinum. Að æfingunni iokinni fengu þau að velja sér búninga og þá var nú handa- gangur í öskjunni! Á stóru myndinni sjáum við nokkra af yngri þáttakend- um í hópdansi og það Ieynir sér ekki að myndavélin vek- ur mikla athygli á kostnað dansins. Á næststærstu mynd- inni sjáum við tilvonandi álfa- kóng og álfadrottningu rabba saman um hin vandasömu hlutverk, en þau eru í hönd- um Gerðar Lárusdóttur og Þórðar Guðmundssonar, sem bæði eru Mosfellssveitungar. Á minnstu myndinr-i eru tvær stúlkur úr Þjóðdansafélaginu, sem hafa nælt sér i skrautleg- an höfuðbúnað og virðast hafa fengið „tilfelli“, eins og maður orðaði það sem sá myndina. Að lokum vonum við að krappar lægðir haldi sig sem lengst frá Mosfellssveit á næstunni, svo ungmennafélag- ið geti haldið sinn glæsilega þrettándafagnað, Mosfells- sveitungum og Reykvíkingum til ánægju. PARIS 6/1 — Franski kommún- istaflokkurinn hefur boðað til fjöldafundar síðdegis í dag hjá aðalstöðvum flokksins við Kos- suth-torg til að mótmæla vél- byssuárás á aða’.stöðvarnar sl. fimmtudagskvöld. C'þekktir menn hófu þá allmik'a vé’byssuskot- hríð úr bifreið á byggingutta og særðist einn af starfsmönnunum lífshættu'.ega. Lögreglan hefur brugðizt heift- Þúsundir déu vegna kulda á Bretlandi LONDON 6/1 — Brezka heil- brigðismálaráðuneytið tilkynnti í dag, að kuldinn á Bretlandseyj- um um jólin hefði kostað 2579 1 mannslíf þar í landi. Flestir þeir, sem fórust af völdum kuld- anna, voru eldra fólk. Flestir lét- ust úr lungnakvefi og lungna- bólgu og margir úr infúensu, sem voru afleiðingar af kuldakastinu. Tiagþúswndir fugSa fórusf Mikil olía hefur borizt úr sjón- um upp á vesturströnd Græn- lands, og þekur hún þar fleiri hundruð ferkílómetra svæði. Tugþúsundir af sjófuglum liggja dauðir á ströndinni vegna þess að þeir hafa lent í ólíunni í sjónum. Þessi mikli skaði á fugl- um er mjög alvarlegur, ekki sízt vegna þess að sjófuglar eru . ein helzta fæða Grænlendinga á vetrum. arlega við bessarii fundarboðun Kommúnistaflokksins. Heíur mik- ið lögreglu- og herlið verið kvatt til starfa í París, ög á að beita þvi gegn íundarmönnum. Komm- únistaflokkurinn bendir á það að stjórn de Gaulle leyfi úti- fundi fiöldasamtaka, og hljóti því flokknum að vera leyfilegt að halda líka slíkan fund. Hvet- ur flokkurinn alla. sem ekki óska að lifa í fasistísku ríki að koma til fundarins. Yfirvöld- in í París hafa hinsvegar bann- að alla fjöldafundi í borginni, og innanríkisráðuneytið sendi í gærkvöld út tilkynningu þar sem minnt er á að allir slíkir fundir séu bannaðir. Sprengjuárás í morgun var sprengd plast- sprengía í byggingu Kommúnista- flokksins í Lille og hún gjör- eyðilögð, og er talið víst að meðlimir fastistasamtakanna OAS hafi verið þar að verki, eins og líka i vélbyssuárásinni í París. Ekkert tión varð á mönnum, en allar rúður í næstu húsum brotnuðu. Kommúnista- flokkurinn i Lille- hefur hvatt fólk til að mæta til fjöldafund- ar fvrir utan aðalstöðvarnar síð- degis í dag. nýr fundur Fundur samninganefnda um kjör bátasjómanna var haldinn í fyrradag og stóð í hálfan þriðja klu.kkutíma. Nýr fundur hafði ekki vei'ið boðaðu.r um hádegi í gær og var þá talið að engir fundir yrðu um helgina. © * LÆRA SKÍÐALISTIR AF NORÐMÖNNUM Tveir ungir siglfirzkir skíðamenn, annar 17 en hinn 20 ára, lögðu af stað með Gúllfaxá i gærmorgun og var ferðinni heitið til Noregs. Þeir fara á vegum Skíðafélags Siglufjarðar og ætla að læra sem mest af Norðmönnum um skíðagöngu og skíðastökk, og er ætlunin að dveljast í Lille- hammer í því skyni og við æfingar um tveggja mánaða skeið. Þeir hafa báðir getið sér góðan orðstír á skíðamót- um hér heima og þykja hinir efnilegustu iþróttamenn. Mynd in af þeim félögum var tekin in. á Reykjavíkurflugvelli er þeir lögðu upp í íerðina glaðir og reifir. Þeir heita Birgir Guðlaugsson (til vinstri) og Þórhallur Sveinsson. (Ljós- mynd Þjóðviljans).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.