Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 10
Áhugi- og atvinnumennska
Hikhail Lomonosof
ískurri læráömi
Framhald af 9. síðu
'heiðurssess að koma fram sem
fulltrúar íslenzkra áhuga-
manna, að þeir eyði hluta af
sumarleyfi sínu til slíkra ferða.
Það verður heldur aldrei hjá
því komizt að nefna þetta líka
nokkurskonar skemmtiferð,
sem í ílestum tilfellum verður
ógleymanlegt æfintýri, sem þeir
hafa fyrir tilstilli íþróttanna
fengið tækifæri til að taka þátt
í.
Leikþörf og félags-
legt samneyti
Ég held að það sé hyggilegt
að halda sig fast við það að
líta á þátttöku áhugamanna í
íþróttum sem þeirra eigið á-
hugamál, sem þeir sinna og
stund.a sér til gamans og auk-
inar heilbrigði fyrir sjálfa sig,
og. að þeir séu fyrst og fremst
að leita að verkefnum til þess
að fá útrás fyrir leikþörf sína,
og innri þörf fyrir félagslegt
samneyti við félaga og jafn-
ingja.
Að blanda peningakröfum
inn í þetta á einn eða annan
ihátt er stórt skref aftur á bak.
Reynslan erlendis af þessum
greiðslum og þóknunum í ýmsu
íormi sýnir, að þar sem pen-
ingar fara að hafa áhrif, hefur
hinn sanni áhugi og félagsandi
foeðið mikinn hnekki. Er þar
sérstaklega stuðst við umsögn
eins af kunnustu knattspyrnu-
anönnum Svía frá árunum 1930
til ’40, sem verið hefur virkur
í félögum og er nú kunnur i-
þróttafréttamaður þar í landi,
og mikits virtur. Hann kvaðst
mikið feginn að þessi aldar-
andi hefði ekki verið til þegar
hann var virkur íþróttamaður,
en hann kvaðst hafa góða að-
stöðu til að bera þetta saman.
Þess má til gamans geta að
sjálfir álfta þeir mann þenna,
sem heitir Sven Rydell, bezta
knattspyi-numann Svíþjóðar frá
upphafi!
Ég held því, að orðalag íþrótta-
laganna „um frjálsa íþrótta-
starfsemi" sé gert af mikilli
framsýni og raunsæi, en þar
stendur: „íþróttastarfsemi ut-
an skóla er falin frjálsu fram-
taki landsmanna, og fer fram
í félögum sem einstaklingsstarf,
með þeim stuðningi sem veitt-
ur er samkvæmt lögum þess-
um.“
„Krónugleraugu“
Það er vafalaust tímabært að
gera sér fulla grein fyrir því
hvert stefnir í þessum áhuga-
málum eða atvinnumennsk'J
um íþróttir. Hvort ekki kunni
svo að fara, ef farið verður að
greiða landsliðsmönnum fyrir
landsleiksferðir og vissar æf-
ingar, að aðrir leikmenn vilji
ekki fá fyrir sína leiki og sín-
ar æfingar. Að stjómendur og
nefndarmenn neiti að taka þátt
í fundum nema að fá visst á
tímann. Að leiðbeinandi segi
ekki til í drengjaflokki, nema
að hafa fyrst flett upp í taxta
fimleikakennara. Að svo kunni
að fara að allir þeir, sem koma
nærri íþróttastarfseminni.
setji fyrst upp „krónugleraugu",
áður en þeir taki að sér störf
þau sem áhugamaðurinn vann
áður. Þróunin í heiminum virð-
ist því miður benda í þá átt
víðast hvar, og mætir menn
sem líta á íþróttahreyfinguna
sem almennt uppeldismeðal, sbr.
fund Norðmanna og Svía í fyrra
u.m þessj. mál, bera kvíðboga
fyrir að íþróttahreyfingin sigli
hraðbyri í átt til „gladiator-
anna“ þar sem fáir útvaldir eiga
að sýna sig, en hinir að horfa á.
Frímann
Framhald af 7. síðu
hvaða Iit sem hann vildi. Hann
stofnaði glergerð og kenndi
bændum sjálfur iðnina, og hann
stofnaði einnig verkstæði þar
sem mósaíkmyndir voru gerð-
ar undir hans leiðsögn. Þekkt
er mósaíkmynd hans af orust-
unni við Poltövu. Með öðrum
orðum: hann var einnig mynd-
listarmaður.
Hér með er upptalningu
hvergi nærri lokið Þið ráðið
hvort þið trúið því, — en auk
alls þessa var Lomonosof at-
hafnasamur sagnfræðingur,
málfræðingur, stílfræðingur,
bragfræðingur og eitt bezta
skáld aldarinnar. Vissulega er
okkur auðveldara að meta
þessa hlið starfs hans en vís-
indalegar uppgötvanir hans.
Vísindarit úreldast tiltölulega
fljótt, því miður. Merkilegt
kvæði er hinsvegar óháð tím-
anum.
Lomonosof gerði rússneskri
tungu margan greiða. Bók-
menntamál var á hans dögum
næsta klúðurslegt. Rússneskar
bækur höfðu um skeið verið
ritaðar á undarlega samsettu
máli. Við hlið fomra orða og
orðmynda úr kirkjuslavnesku
(eða fornslavnesku) stóðu her-
fylkingar latneskra, hollenzkra,
þýzkra og franskra tökuorða
Péturstímans en lifandi rúss-
neskt talmál skauzt öðru hvoru
eins og í leyfisleysi inn í setn-
ingarnar, sem voru óendanlega
langar og álappalegar, enda
þýzk-latneskar að ætt. (Við ís-
lendingar eigum hliðstæðu í
Magnúsi Stephensen). Lomono-
sof gerði mikla búbót; barðist
gegn ofnotkun fornslavneskra
orða og orðmynda, einkum
þeirra sem voru venjulegum
lesara óskiljanleg. Hann mælti
■aðeins með þeim fornum orða-
forða sem væri skiljanlegur.
enda ekki ýkja ólíkur samtíma-
rússnesku, o.g hann mælti einn-
ig með rússneskum orðum úr
lifandi máli, máttu þó ekki
vera ,,vúlgar“. Hann skipulagði
einnig orðaforðann frá sjónar-
miði stílfræði. Æðri stíll skyldi
einkum nota fomslavnesk orð
og orðmyndir (þó skiljanleg)
og skyldi í þessum stíl skrifuð
hetjulofkvæði, lofkvæði, há-
tíðaræður. Millistíll skyldi eink-
um nota orðaforða sem sam-
eiginlegur var bæði fornslav-
nesku og rússnesku, og mátti
í þessum stíl skrifa sorgarleiki,
ádeiluleiki, harmljóð, vísinda-
rit. Lægri stíll skyldi nota
venjuleg rússnesk orð (þó ekki
hrjúft talmál) og á honum
skrifaðir grínleikir, gamanvís-
ur_ lýsingar á hversdagslegum
atburðum. Þetta var mjög skyn-
samleg skipulagning á því stigi
málssögunnar.
Lomonosof hefur ort fróðlegt
kvæði sem hann nefnir „Samtal
við Anakreon“. Þar þýðir hann
nokkur kvæði þessa gríska
söngvara víns og ásta, en skýt-
ur inn á milli þeirra athuga-
semdum frá sjálfum sér. Hann
segist að vísu vel kunna að
meta sætleg orð og hjartans
blíðu en þó „dái ég meir ei-
lífa frægð hetjunnar". Og
skömmu síðar ber hann Anak-
reon saman við Cato sem setti
það öðru ofar að ,,verða lýð-
veldinu að liði“. Anakreon fer
he'dur illa út úr þeim saman-
burði
Já. Lomonosof var skáld nyt-
semdar og skynsemi, enda 18.
aldar maður. í hátíðakvæðum
hans til keisaradrottninga er
talað um miklar mannlegar
dyggðir, giarnan þá í sambandi
við hið mikla fordæmi Pét-
urs mikla allt saman í anda
menntaðs einveldis auðvitað.
Um leið eru þessi kvæði beinn
áróður fyrir vísindunum sem
muni verða því víðlenda og
auðuga Rússlandi til margfaldr-
ar blessunar. Lomonosof yrkir
mikla drápu „Um njdsemd
glersins“ með mörgum fróðleg-
um dæmisögum máli sínu til
sönnunar. í ádeilukvæði sem
nefnist „Sálmur til skeggsins“
gefur hann þröngsýnum klerka -
lýð á baukinn. Gegn miðalda-
vaðli þeirra teflir hann „Hug-
leiðingum um mikilleika Drott..
ins“ þar sem athugull náttúru-
skoðari og bjartsýnn, skynsem -
istrúaður deisti lofar undur og-
stórmérki alheimsins. í þess-
um kvæðum er mikið af klass-
staðfærðum:
Mínerva, Mars koma í heim-
sókn til Volgu, Névu. í þessum
kvæðum birtist sú þróttmikla
hugsun, sem engar gátur hræð-
ist. í þessum kvæðum er rúss-
neskri tungu beitt af meiri
hugkvæmni og smekkvísi en
dæmi voru til áður og þar með
búið í haginn fyrir einkavin
allra, Púsjkín, sem síðar kom
til að leiða þá tungu til full-
komnunar og frelsis í tjáningu.
Árið 1765 dó hann, þessi
mikli starfsmaður. Fáir kunnu
að meta vísindaafrek hans sem
skyldi meðan hann lifði, og þau
urðu ekki til slíkra beinna
nytsemda sem hann hafði von-
að: Lomonosof var of langt á
undan samtíð sinni. En hann.
hafði sáð þeim fræjum á akri
þekkingar og lista sem síðav
báru blómlegan ávöxt.
í einu kvæði lætur Lomono-
sof sig dreyma um það að
Rússland eignist ,,sína Platóna
og hugfljóta Newtona“. Sá
draumur hefur rætzt. Hann vai
sjálfur sá fyrsti. en ekki sá
síðasti. Og það eru einmitt
þessir Newtonar sem í dag'
minnast hins fjölhæfa fj'rir-
rennara síns með dýpstri virð-
ingu.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarár-
porti þriðjudaginn 9. þ.m. kl. 1 til 3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Skóútsala
hefst á morgiin
Háhælaðir, kvarthælaðir og ílatbotnaðir
KVENSKÖR
seljast með mjög miklum aíslætti
Austurstræti 10
fc- _______________
Volkswagen kom ó nr. 5690 í happdrœtti
Þjóðviljans. - Átt þú þann miða?
Ballettskólinn
Tjamargötu 4
kennsla hefst að nýju mánudag-
inn 8. janúar.
Munið okkar vinsælu kvenna- og
unglingatíma á kvöldin.
Barnaflokkar fyrir og eftir hádegi.
Upplýsingar í síma 24934.
GLER OG LISTAR
SANDBLÁSIÐ GLER
POLYTEX PLASTMÁLNING
UNDIRBURÐUR, margar gerðir.
GLER og LISTAR hi.
Laugavegi 178- — Sími 36645
Þjóðviljann
vantar unglinga til blaðburðar um
Laugarás og Hverfisgötu I
Afgreiðslan, sími 17-500
jl Q) — ÞJÓÐVILJINN — Súnnudagur 7. janúar 1962