Þjóðviljinn - 07.01.1962, Blaðsíða 7
þlÓÐVILJINN
6tsefandl: Samelnlnsarflokkur albíBu — Sðslallstaflokkurlnn. — Rltstjðran
Masnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfl Olafsson. Sigurður GuBmundsson. -
Fréttarltstlórar: ívar H. Jónsson, Jðn BJarnason. — Auglýslngastjóri: GuBgeir
Magnússon. - Rltstjðrn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmlðja: SkólavBrSust. 19.
aimt 17-500 (6 línur). ÁskriftarverB kr. 50,00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00.
PrentsmlSJa Þjððvlljans h.f.
Milljón hvern dag
þegar verbamenn fara fram á kauphækkun og bætt
kjör er j*afnan svarað, að peningar séu ekki til, at-
vinnuvegirnir beri enga kauphækkun. Og þetta bar-
lómssvar er ekki einungis gefið þegar hlutaðeigandi
atvinnuvegir ganga illa, eins og sagt er, heldur hefur
þetta alltaf verið svar atvinnurekenda og afturhalds.
Hefðu kjör verkamanna og annarra launþega seint
batnað ef bíða hefði átt eftir því að atvinnurekendur
teldu sig hafa efni á því að greiða hærra kaup.
JTnn hefur þetta svar verið flutt og efni þess túlkað
í afturhaldsblöðunum undanfarnar vikur þegar
rætt hefur verið um kjarabætur sjómönnum til handa
og almennar launahækkanir verkafólks. Það er sem
ritararnir berji sér á brjóst og sverji og sárt við
leggi að ekki geti útvegurinn tekið á sig nýjar kaup-
hækkanir. En svo vel vill til, iað nú liggur fyrir Alþingi
mál til úrlausnar þar sem farið er fram á að gerðar
séu ráðstafanir til stuðnings atvinnuvegunum og þá
fyrst og fremst sjávarútveginum, beinlínis í þeim til-
gangi að hækka fiskverð til sjómanna og útgerðarmanna
og kaupgjald til þeirra sem vinna að framleiðslustörf-
unum. Það er frumvarp þeirra Lúðvíks Jósepssonar og
Karls Guðjónssonar um aðstoð við atvinnuvegina, sem
áður hefur verið kynnt rækilega í blaðinu.
¥ frumvarpi þessu er lagt til að gerðar verði róttækar
ráðstafanir til að létta af sjávarútveginum hinu
gegndarlausa okri og arðráni, sem nú fer fram og merg-
sýgur þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Ráð-
stafanirnar eru vaxtalækkun, lækkun vátryggingar-
gjalda, lækkun útflutningsgjalda, lækkun farmgjalda,
lækkun lumboðslauna sölufélaga og umboðsaðila. Sýnt
er fram á í greinargerð frumvarpsins að lœkkuh heild-
arútgjalda sjávarútvegsins af þessum ráðstöfunum
myndi nema að minnsta kosti 365 milljónum króna á
ári. En slík lækkun heildarútgjalda sjávarútvegsins
gerði mögulegt að hœkka fiskverðið innanlands um
25—30% og jafnframt vœri hœgt að hækka kaup þess
fólks sem við fiskvinnslustörfin vinnur í landi, um, 20%.
ITel mun fylgzt með því, hvaða afgreiðslu þetta þjóð-
“ nytjamál fær á Alþingi. Með skýrum dæmum og
rökum hefur það verið sýnt að „peningar" eru til, og
það miklir peningar, ef hin óhemju verðmæti sem skap-
ast vegna starfs íslenzkra sjómanna og verkamanna eru
ekki látin renna burt úr framleiðslunni, burt frá því
fólki sem mest hefur að því unnið að skapa verðmætin,
í arðránsklær.
Málari pólitískur fangi
ITestur í Mexíkó situr einn víðkunnasti málari tuttug-
* ustu aldar í fangaklefa. Ekki vegna þess að hann
hafi framið neinn glæp eða hlotið neinn. dóm, heldur
er „sök“ hans að vera einn af leiðtogum Kommúnista-
flokks Mexíkó, og hafa tekið virkan þátt í kjara- og
réttmdabaráttu alþýðunnar í landi sínu. Hann varð
sextíu og þriggja ára í fangelsinu í desember sl., og
heilsu hans hrakar óðum. Honum hefur verið haldið
þar í sextán mánuði. Samt þrjózkast mexíkönsk yfir-
völd við að sleppa honum, enda þótt ríkisstjórninni
berist beiðnir um það og kröfur frá mörgum löndum.
TVÍafn hans er David Alfaro Siqueiros. Það nafn er
hvarvetna kunnugt sem nafn eins hinna þriggja
stóru, málaranna, sem lyft hafa mexíkanskri nútíma-
myndlist í heimsfrægð, en Siqueiros er jafnan nefnd-
ur í sömu andrá og Rivera og Orozco og deilir með
'þeim varanlegri og sívaxandi hylli. Þá væri vel ef
samtök íslenzkra listamanna og ekki síður verkalýðs-
hreyfing landsins létu til sín heyra í þeim mótmælum,
sem fyrr eða síðar neyða Mexíkóstjórn til að afmá þann
blett á heiðri landsihs að halda Siqueiros í fangavist,
heilsuveilum á sjötugsaldri. — s.
MIKHAIL L0M0N0S0F
Bernskubrek
og œskuþrek
Eitt af því fyrsta sem ég
sá, þegar ég kom til Moskvu
var stór mynd af rjóðum og
kringluleitum manni með hár-
kollu sem situr með penna í
hendi umkringdur vísindanna
attribútum og horfir djarf-
mannlega framan í allan heim-
inn. Þessi mynd hékk yfir upp-
gangi í aðalbyggingu húman-
istískra deilda í Moskvuhá-
skóla en, til beggja handa voru
stórar styttur af Lenín og Stal-
ín. Þetta var semsagt enginn
smákarl. Þetta var Lomonosof,
en ég hafði aldrei heyrt hans
getið áður og geri ég ráð fyrir
því að svo hefði verið um
flesta íslendinga. Samt var
Lomonosof einhver merkasti
maður sinnar aldar; bað er
hann sem hefur verið kallaður
faðir rússneskra vísinda og
fyrsti háskóli Rússlands.
Rússland var rétt að vakna
til nýrra tíma þegar Lomono-
sof fæddist fyrir 250 árum.
Pétur mikli var önnum kafinn
við að raka skeggið og yfir-
þyrmandi guðfræði af hinu
gamla Rússlandi klæða það í
evrópiskan frakka Qg hárkollu,
hella ofan í það te og kaffi,
kenna því reikning, teikningu,
siglingafræði, menúett og
virkjagerð, En ,allt gekk þetta
erfiðlega, landið var stórt, liðs-
menn fáir. Og það virðist í
fljótu bragði næsta furðulegt
að einmitt Lomonosof skyldi
verða mesti menningarviti þess-
arar aldar. Hann var bónda-
sonur og hann fæddist norður
við Hvítahaf, langt frá skóla-
haldi höfuðborga. En hitt
ber einnig að hafa í huga, að
einmitt í þessum nyrztu hér-
uðum landsins ríkti aldrei
bændaánauð; þar voru bænd-
ur reyndar fátækir, en engu
að síður sjálfstæðir framtaks-
samir, upplitsdjarfir. Þeir voru
ekki kaghýddir langt fram í
ætt eins og bræður þeirra er
sunnar bjuggu.
Saga Lomonosofs er eins og
ævintýri sem við lásum í sið-
ferðilegum lestrarbókum, ævin-
týrið um fróðleiksfýsn og iðju-
semi sem sigrar heiminn. Hér
höfumvið meira að segja stjúp-
una vondu sem berst af heift
við bókelsku drengsins, svo að
hann verður að stelast í skræð-
ur sínar úti í hjalli, kaldur og
sársvangur. Hann átti nefnilega
að vera að gera eitthvað. Eða
þá jafnaldrarnir; þeir börðu
hann fyrir það, hve vel hann
las í kirkjunni. Það eru ekki
aðeins íslenzkir Ljósvíkingar
sem hafa stundum staðið nakt-
ir og bókarlausir á sumardag-
inn fyrsta.
Lomonosof las fyrst guðs-
orðabækur, annað var ekki til.
En svo komst hann í tvær bæk-
ur ógeistlegar: gamla gramma-
tík og kennslubók í reikningi
sem Pétur mikli hafði látið
gefa út handa siglingaskólum
sínum. Iiann fékk mikla ást á
þessum bókum og kunni þær
að lokum utan að. Hann hefur
kallað þær ,.hlið míns lær-
dóms“. Og þegar hann var
genginn inn um hliðið héldu
honum engin bönd framar.
Hann strauk að heiman tvítug-
ur að aldri, komst með fisk-
sölum til Moskvu. Þar tókst
honum að komast á slavnesk-
grísk-latnesku akademíuna sem
var guðfræðilegur menntaskóli
í átta bekkjum, en hlaut þó að
ljúga til um uppruna sinn,
segjast vera af aðalsættum.
Busar urðu mjök hneykslaðir
þegar ,þessi tvítugi (bjálfi“
settist á bekk með þeim til að
læra latínu. En Lomonosof
þrammaði menntaveginn stór-
um skrefum; næsta vor var
hann kominn í þriðja bekk og
farinn að yrkja á tungu Ovíðs
og Hórasar.
Lomonosof var fljótur með
þennan skóla og dvaldi síðan
um tíma í Kíef, en þar gat eng-
inn kennt honum neitt. Árið
1736 var hann kallaður. til Pét-
ursborgar ásamt öðrum greind-
um piltum, og skyldi hann
njóta íræðslu við Vísindaaka-
demíuna sem þá var tekin til
starfa ekki alls fyrir löngu, en
þar voru starfskraftar að mestu
útlendir. Til allrar lukku nam
Lomonosof ekki lengi staðar
þar (rekstur Akademíunnar
gekk mjög á tréfótum). Hann
var þá um haustið sendur til
Þýzkalands ásamt tveim stúd-
entum öðrum og skyldu þeir
læra málmvinnslu.
Fyrst voru þeir þrjú ár við
háskólann í Marburg og lærðu
eðlisfræði og heimspeki hjá
Christian Wolf, ágætum vís-
indamanni. lögðu beir og stund
á efnafræði og frönsku. Þeim
gekk vel námið, einkum fór
Lomonosof á kostum. Hinsveg-
ar lifðu þeir heldur sukksömu
lífi. Það var eðlilegt; Lomono-
sof hafði í Moskvu lotið ströng-
um aga og búið við brauð og
kvas fyrir tvo peninga á dag
og svipað hefur líklega verið
um hina. Og það var eins og
hleypa kálfum út í fyrsta sinn
að setja þá niður í frjálslegt
andrúmsloft þýzks háskpla með
fjölda gullrúblna frá rússnesku
akademíunni í vösum. Þeir
þömbuðu vín meir en áður
hafði sézt í Marburg, voru og
djarftækir til kvenna og síags-
málamenn með afbrigðum. Þeir
söfnuðu skuldum þrátt fyrir
Tæki sem Lomonosof notaði við rannsóknir sínar á rafmagni og
nú eru geymd í Lomonosof-safni í Leníngrad.
g) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. janúar 1962
Mikhail Vasilévitsj Lomonosof
ríflegan styrk. og svo mikil ógn
stóð Marburgurum af þessum
rússnesku stúdentum að það
var ekki fyrr en við brottför
þeirra að skuldunautar þorðu
að kvarta um framferði þeirra
við meistara Wolf. Sá góði mað-
ur gat flest fyrirgeíið Lomono-
sof og leysti vandræði þeirra
stúdentanna. Skildu þeir svo
með tárum.
Nú var haldið til Freiberg
til ,að læra málmbræðslu. Meist-
ari beirra Genkel hafði fyrir-
mæli um að hafa strangan aga
á stúdentunum Slíkt átti illa
við svo lífsþyrstan mann sem
Lomonosof og hafði hann
skamma dvöl í Freiberg. Lagði
hann land undir fót og lenti í
mörgum ævintýrum. Eitt sinn
féll hann í gildru prússnesks
liðsforingja sem leizt vel á
líkamsburði þessa rússneska
risa, og var hann ölvaður
færður í búning prússneskra
Eftir Árna Bergmann
1711 -1961
átjándu öld er rússneskt þjóð- sín taka á flestum sviðum
félag að losna úr fjötrum aft- raunvísinda og var á mörgum
urhaldssamrar kirkju, persónu- sviðum heilli öld á undan sam-
Ieikinn kastar af sér þungbærri tíð sinni. Hann hélt fram ágæt-
guðfræði og fáfræði og beinir um og frumlegum kenningum
huganum að gátum og unaðs- um bygginsu efnisins, um eðli
semdum þessa heims. Verald- ljóss og lita. Iiann hélt því
legar bókmenntir og listir stíga fram að hiti væri ekki annað
sín fyrstu skref og menn fara en hreyfing efnisagna og hann
í djarfa leiðangra inn á lendur vissi af varðveizlu orkunnar.
vísindanna undir gunnfána Hann skildi samtíðarmanna
bjartsýnnar skynsemistrúar. bezt lofttegundanna náttúrur.
Öll svið mannlegrar þekkingar Hann var mjög alvarlegur veð-
eru enn tiltölulega illa könnuð, urfræðingur, rannsakaði vinda
þá eru óteljandi erfiðar gátur °S setti fram sky.nsamlegjar
óleystar, — en einmitt þes? kenningar um eðli norðurljósa.
vegna eru menn ekki enn Hann smíðaði eldingarvara. ný-
hrjáðir af ýmsum neikvæðum stárlegan sjónauka til athug-
hliðum verkaskiptingarinnar. ana ' daufri birtu_ tæki til
sem bindur menn ævilangt við veðurathugana Qg honum tókst
þröngt starfssvið. Einmitt þá að lata kvikasilfur frjósa. Hann
eru ágæt vaxtarskilyrði fvrir fékkst við kortagerð og endur-
uomo universale, þann þrótt- bætti siglingatæki og fann upp
mikla fjölhæfa mann sem með ný- Hann var ágætur stjömu-
góðum árangri lætur til sín fræðingur og kenndi að á Ven-
taka á ólíkustu sviðum vísinda us væri andrúmsloft. Ilann gaf
og lista. í sögunni getur varla sér tíma t'1 að verða einhver
ágætara dæmi um slíkan mann ágætasti glermeistari í víðri
en einmitt Lomonosof , veröld. Eftir fjöaur þúsund til-
. .. raunir gat hann gert gler með
Afrekaskrá þéssa- mánns er
næsta furðuleg. Hann lét til Framh. á 10. síðu.
húsara, tókst þó að flýja úr
þeirri illu vist áður en langt
um liði.
Árið 1741 sneri Lomonosof
aftur til Pétursborgar, og voru
honum fljótlega fengin ýmis
störf við Akademíuna. í þeirri
stqfnun ríkti þá andrúmsloft
sem ekki var beinlínis hollt
ungum eldhuga eins og Lomon-
osof; þar var einatt fullt af
smásálum og hirðstjórum alls-
konar og hlaut hann að eiga
við þá marga skráveifu á löng-
um starfsferli. Hófust nú frjó-
söm ár vísindalegra rannsókna,
kennslustarfa, bókmenntalegra
iðkana.
Sá kall var
ekkert trys...
Átjánda öldin er endurreisn-
artímabil í rússneskri sögu.
Auðvitað er margt ólíkt með
rússneskri endurreisn og vest-
urevrópskri, ólík söguleg for-
tíð, ólík ytri þróunarskilyrði.
En hliðstæður eru margar. Á
DR. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON FIMMTUGUR
Fáir menn vinna sjálfum sér,
landi og þjóð svo mjög til
frægðar, að ástæða sé til að
minnast þess á prenti þótt þeir
hoppi yfir þröskuldinn, sem
skilur milli hins fimmta tugar
og þess næsta þar á eftir. En
einn þessara fáu er Sigurður
Þórarinsson; hann verður fimm-
tugur á morgun og ætlar að
verja þeim merkisdegi til
þess að fræða flatlendinga suð-
ur í Árósum um eldfjöll og
öskulög á Islandi. Ég vona að
hann hafi ekki verið svo for-
sjáll að banna Þjóðviljanum að
minnast á afmælið.
Ætt og uppruna Sigurðarmun
ég ekki rekja; það verður gert
eftir önnur fimmtíu ár eða
rúmlega það og þá af allt öðru
og dapurlegra tilefni. En fædd-
ur er hann á Hofi í Vopna-
firði og þó oftar kenndur við
Teig í sömu sveit; hann er
þeirrar tegundar manna sem
Jón í Möðrudal kallar Teigsara
log veit ég að minnsta kosti um
einn annan en Sigurð, sem Jón
gefur það sæmdarheiti, snilld-
arskáldið Þorstein Valdimars-
son.
Sigurður gerðist á ungum
aldri skólapiltur á Akureyri og
mun þá hvorki hafa þótt hár
í loftinu né efnilegur til líkam-
legra afreka. En smásveinn sá
átti eftir að verða mikill ferða-
og göngugarpur, öræfasirkill og
útilegumaður, sem helzt kýs
að slá tjaldi sínu á köldum
klaka Vatnajökuls eða rétt við
kjaftvikið á spúandi eldfjalli.
Að loknu stúdentsprófi hafnaði
hann hjá frændum vorum Dön-
um og síðar Svíum og í Sví-
þjóð dvaldist hann lengi, las
þar landafræði og náttúrufræði,
lærði að spila á gítar og náði
sér í . ágæta konu. Til marks
um álit Svía á honum má geta
þess að hann var settur próf-
essor í landafræði og forstöðu-
maður landfræðideildar háskól-
ans í Stokkhólmi um eitt skeið.
Ekki munu horfur á atvinnu-
leysi þar eða gylliboð héðan
hafa valdið því að hann hélt
að lokum heim og sneri sér
endanlega að íslenzkri jarð-
fræði með þeim ágætum sem
lærðum og leikum eru næsta
kunn. í rannsóknaferðum ber
hann jafnan á höfði skotthúfu
rauða og þeygi fagra; hún er
tvímælalaust frægasta höfuð-
fat á þessu landi og verður á-
reiðanlega geymd undir gleri
síðar meir eins og hattur Nap-
oleons.
Ýmsir halda því fram að
hver sá fræði- og vísindamað-
ur, sem hyggst verða liðtækur
í grein sinni, verði að fórna
henni öllum tíma sínum og
hugsun frá morgni til kvölds,
frá vöggu til grafar. Engan
mann þekki ég sem afsannar
þetta jafn-rækilega og Sigurð-
ur Þórarinsson. Hann er á miðj-
i'.m aldri orðinn löngu heims-
kunnur vísindamaður, hann er
einn afkastamesti náttúrufræð-
ingur þessa lands, hann er sí-
skrifandi um fræðigrein sína í
erlend tímárit jafnt sem ís-
Sigurður Þórarinsson á leið í fyrsta rannsóknarleiðangurinn til
öskju eftir að gosið hófst þar í vetur. Myndin var tekin í flug-
véi á Ieið til Akureyrar.
lenzk, flytjandi um hana fyrir-
lestra utan lands og innan,
sækjandi alþjóðaþing og aðrar
samkundur starfsbræðra sinna
vestur í Mexíkó eða suður á
Hawaii. Ætla mætti að slíkur
maður hefði ekki mikinn tíma
aflögu, hann hlyti að vera
hreinræktaður fagidíót. En það
er nú öðru nær. Sigurður hef-
ur líka tíma til alls annars.
Hann flytur erindi og skrifar
greinar um ýmis efni, hann les
fagurfræði, hlustar á tónlist,
yrkir klassísk ljóð eins og
„María, María“ og „Mikið lif-
andi skelfingar ósköp er gam-
an“ og ótal mörg fleiri og öll
eru þau sungin og spiluð í öll-
um óska- og danslagatímum
útvarpsins. En þau eru ekki
nema svipur ef höfundurinn
flytur þau ekki sjálfur. Meðal
annars vegna þess er hann
einhver eftirsóttasti skemmti-
kraftur þessarar borgai'. Eng-
inn góðra vina fundur er svo
glaður að hann hefjist ekki í
nýtt og glaðara veldi ef Sig-
urður kemur með gítarinn og
syngur einhverjar af vísunum
sínum. Þá líður kvöldið fljótt
og fyrir mun koma að fjólublá-
ir draumar Skarðsheiðar og
Akrafjalls roðni af fyrstu morg-
unsól áður en hópurinn tvistr-
ast.
Hvernig fara svona menn að
því að koma þessu öllu í verk?
Er þeirra sólarhringur lengri en
annarra? Þurfa þeir minna að
sofa? „Ef hvorki væri sunnu-
dagur né nótt, þá mætti
duðra“, er haft eftir húsfreyju
einni á öldinni sem leið. Hún
eygði ekki annan möguleika
til þess að auka afköstin en
þann að fækka hvíldarstund-
um hjúanna. Sennilega skipu-
leggja hamhleypurnar tímasinn
betur en aðrir, nýta hverja
stund til vinnu, skemmtunar
eða hvíldar, eftir því sem við
á. Alefling andans, það er
þeirra einkunnarorð.
Ég á tvær óskir til handa
Sigurði Þórarinssyhi á þessu
afmæli. önnur er um langlífi
og lífsnautnina frjóu; hin er
sú að Katla fari nú ekki að
gjósa meðan hann er úti í lönd-
um, Það væri Ijótur grikkur
góðum vini.
Þ. G.
Sunnudagur 7. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (||