Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 3
Telar sjálfstæðisbaráttu Sslendinga „dygga Rússsþjén- Hstu en opinn fjandskap við vestræn ríki“ Sicátarnir Arnlaugur Guðmundsson og Haukur Haraldsson afhcnda forseta skeytið. — (Ljósm. Vigf. Sig.). Lúðvík Jósepsson skrifaði ára- mótagrein í Austurland, mál- gagn sósíaiista á Austurlandi. Ræddi hann þar m.a. um vinstri- samvinnu og lagði nokkrar ein- faldar spurningar fyrir forustu- menn Framsóknarflokksins. Tím- inn svarar í gær í forustugrein, og hrannar þar svo mjög saman fáryrðum og útúrsnúningum að hliðstæður munu vandfundnar og meitar allri vinstri samvinnu. Tíminn gefur svofellda “lýsingu á grein Lúðvíks: ,.Lúðvík ræðir allmjög heims- málin, telur Rússa hina einu sönnu friðarpostula og stefnu þeirra o.g aðgerðir hina einu sönnu lausn . . . Aðdáunin er svo fölskvalaus, að þar ber engan skugga á. Rússar eru algóðir.“ Um þetta er það eitt að segja að Lúðvík minnist ekki einu orði á Rússa í grein sinni; þeir eru ekki ncfndir á nafn!! Fyrirspurnir Lúðvíks Þá víkur Tíminn að orðum þeim sem Lúðvík beinir sérstak- lega til Framsóknarflokksins, en sá kafli í grein Lúðvíks er svohljóðandi; ,.Nú um áramótin standa mál- ín þannig að enginn veit hvað Þrjár íbúðir, tveir bílar í fyrradag var dregið í 9. fl. Happdrættis D.A.S. um 55 vinn- inga og féllu vinningar þannig: 3ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 38853, Aðalumboð. Eigandi Álf- heiður Óladóttir, Vesturg. 52. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tré verk kom á nr. 30471. Aðalumboð. Eigan-di Al- fons Guðmundsson, Laugavegí 86 a. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 9286. Aðalumboð. Eigandi Ellert Ketilsson, Glaðheimum 26. Opel Caravan Station-bifreið kom á nr. 24441. Aðalumboð. Eigandi Guðlaugur Kristmunds- son, Granaskj. 4. iMoskvitch fólksbifreið kom á nr 44137. Aðalumboð. Eigandi Bæringur Sigvarðsson, Ægissíðu við Kleppsveg. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000.00 hvert: 4412 14530 14707 36397 45374 Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000,00 hvert: 134 446 2330 3586 3951 4276 4287 5532 10478 11669 14687 18556 19829 19943 25454 26441 26778 29023 30169 30428 31949 32296 32489 32907 33642 35337 37632 38942 39343 40635 42440 42770 43450 43617 44490 49946 51468 51732 52215 53349 53620 53818 54719 59477 61982 (Birt án ábyrgðar) Sendu forsetanum nýárs- kveðjur með Ijósmerkjum vakir fyrir foringjum Framsókn- arflokksins um afurðasölu til hægri eða vinstri. Afstaða Fram- sóknar til Eefnahagsbandalag'sins er óljós. Hún talar um ,,aukaað- ild“. Á það kannske að vera fyrsta skrefið? Framsóknarforingjarnir vita þó mætavel. að þátttaka íslands í bandalaginu myndi þýða. að hér yrði engin íslenzk fiskveiðiland- helgi lengur. Þeir vita líka, að efnahagslegu — og pólitísku -— sjálfstæði landsins væri lokið með inngöngu í bandalagið. En samt virðast þeir Fram- sóknarmenn v.era óráðnir um hvað gera skuli. Og hver eru heilindi Fram- sóknarforingj anna í andstöðunni við núverandi ríkisstjórn, ef þeir ætla að neita öllu sam- starfi við okkur Alþýðubanda- lagsmenn? Þeir vita þó fullvel, eins og allir landsmenn, að eina hugs- anlega leiðin til þess að fella núverandi ríkisstjórn og knýja fram breytta stefnu, er >að báð- ir stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi standi saman um sam- eiginleg mál. Framsóknarforingjarnir munu ekki sleppa við að taka skýra afstöðu til þessara mála. Þeir verða látnir segja fyrir kosning- ar hvað fyrir þeim vakir. Svari þeir engu, nema óákveðnu, þá vita allir hvað þeir hafa í huga. Og þá vera þeir dæmdir af vinstri mönnum samkvæmt því. Spurningin er sú: Vill Framsókn að herinn fari úr landinu? Vill Framsókn standa gegn þátttöku íslands í Efnahags- bandalaginu? Vill Framsókn vernda fisk- veiðilandlielgina? Vill Framsókn lækka vextina? Vill Framsókn hækka kaupið? Vill Framsókn uppb.vggingu at- vinmveganna um allt land? Vill Framsókn þetta eða vill hún eitthvað annað? Vill hún vinna með þeim sem þetta vilja framkvæma, eða vill hún vinna með þeim. sem vilja algjöra andstæðu við þetta?“ Svör Tímans Þetta eru einfaldar og skýrar spurningar, en hver eru svör Tímans? Hann segir svo í for- ustugrein sinni í gær- um þessi atriði öll: ,.Eftir það setur hann upp í mörgum liðum og feitum eins konar prógramm fyrir vinstri menn og vinstra samstarf í landinu. Bæði af því og eins hinu, sem sagt er um heimsmál- in, verður Ijóst, að Lúðvík tel- ur forsendu þess dygga Rússa- þjónustu en opinn fjandskap við vestræn riki. Séu ekki allir vinstri menn hæstánægðir með framkomu Rússa í S.Þ., Kongó eða Berlín og telji ekki vetnis- sprengingar þeirra alveg sjálf- sagðar og jafnvel vestrænum ríkjum að kenna — ja, þá eru þeir engir vinstri menn og geta ekki staðið að vinstra sam- starfi í landinu! Þetta er sem- sagt mælikvarðinn sem Lúðvík leggur á vinstrimennsku og grundvöllurinn sem hann telur, að menn verði að standa á ... Það er ekki vinstra samstarf um framfarir og umbætur' sem máli skiptir, heldur þjónustan við kommúnismann og Rússa.“ Lærdómsrík viðbrögð Þótt Tíminn svari ekki einni einustu spurningu Lúðvíks, eru viðbrögð hans nægilegt svar. í stað þess að ræða um íslenzk vandamál hleypur hann undir pilsfald Rússagrýlunnar og stend- ur þar við hlið stjórnarblaðanna. Þegar hann ræðir um ,.dygga Rússaþjónustu en opinn fjand- skap við vestræn ríki“ á hann eflaust við kröfurnar um brott- för hersins, fullt sjálfstæði fs- lands og óskerta fiskveiðiland- helgi! Og ýmsum fyrri kjósend- um Framsóknar mun þykja fróð- legt að s.iá í blaði sínu að hækk- að kaup, lækkaðir vextir og uppbygging atvinnuveganna séu ekki framfaramál. Sjaldan hefur forusta Framsóknar afhjúpað 'sig jafn gersamlega og með þessum vanstilltu viðbrögðum, og verð- ur það mál rætt nánar hér í blaðinu. Á gamlársdag sendu íslenzkir skátar forscta íslands nýárs- kveðju með þeim liætti, að kveðj- an var send með ljósmerkjum yf- ir Skerjafjörð, en sendiboðar fluttu hana heim að Bessastöð- um til forsetans. Kveðjan var svohljóðandi: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, verndari íslenzkra skáta. fslenzkir skátar senda yður og fjölskyldu yðar einlægar nýárs- kveðjur. er skátaárið 1962 geng- ur í garð. Vér heitum því að efla skáta- starfið hvarvetna á landinu sem framast vér megum og minnast þannig 50 ára skátahreyfingar á íslandi. Með skátakveðju. Jónas B. Jónsson skátahöfðingi. Forseti fslands, sem er vernd- ari íslenzkra skáta sendi svo- hljóðandi kveðju aftur: Skátahöfðingi Jónas B. Jónsson. Ég þakka kærlega nýárskveðjur íslenzkra skáta og árna þeim góða félagsskap allra heilla á komandi hálfrar aldar afmælis- ári. Ásgeir Ásgeirsson. Þessar kveðjusendingar fóru þannig fram, að nokkrir skátar sóttu heirn til Jónasar B. Jóns- sonar skátahöfðingja boðkefli, og var rituð á það nýárskveðjan til forsetans. Hlupu þeir síðan með það niður í Grímsstaðavör við Skerjafjörð, en þaðan sendu skátarnir kveðjuna yfir Skerja- fjörð, með ljósmerkjum — morse — til skáta, sem staðsettir voru í Álftanesfjörunni. Jafnskjótt og þeir lásu úr ljósmerkjunum rit- uðu þeir kveðjuna á skjal og settu í bambushólk. Hlupu síðan tveir skátar með kveðjuna til Bessastaða og afhentu forseta íslands hana. Tóku þeir við kveðju hans og hlupu með hana niður í fjöruna og sendu yfir fjörðinni á sama hátt og áður. Þessar kveðjusendingar fóru fram milli kl. 3.30 til 6 á gaml- ársdag. Skátafélag Reykjavíkur annað-> ist um flutning á kveðjunum. (Frá skrifstofu B.l.S.) Hreðbáf stolið : i frá flrmúk 14 ' Aðfaranótt sl. föstudags var stolið hraðbáti, er stóð fyrir ut- an húsið Ármúla 14. Þetta var nýr bátur og ómálaður, sérkenni- legur í lögun og búinn til hér á landi. I bátnum er trégrind, klædd aluminiumplötum, sem eru soðnar saman. Er hann 8 fet að lengd, breiður og rúnnaður að framan. Þá var á mánudaginn stolið útvarpsviðtæki úr Radíóbúðinni á Klapparstíg 26. Var það gert í afgreiðslutíma. Þetta var lítið tvílitt transistortæki, grátt og dökkgrátt að lit af gerðinni Nor- mende. Rannsóknarlögreglan biður þá< sem kynnu að geta gefið ein- hverjar upplýsingar í sambandi við þessa tvo þjófnaði, að gefa sig fram við hana. fbúar Dusseldorf allir bólusettir D0SSELDORF 7/1 — Hér var £ dag haldið éfram að bólusetja fólk og um leið fréttist að fimm ára drengur hefði veikzt hættu- lega af bólusótt, en hún barst til borgarinnar í síðustu viku með kaupsýslumanni sem kom frá Afríku. Ætlunin er að bólu- setja alla íbúa borgarinnar* 700.000 að tölu, einnig er bólu- sett í Wuppertal, Oberhausen og Freiburg. blöðunum af engu minna of- forsi en þegar þau véfengdu það á dögunum að Vestur- Þjóðverjar hefðu leitað hóf- anna um heræfingasvæði hér á landi. En á sunnudaginn var gerðust allt í einu þau tiðindi að Tíminn viðurkenn- ir ,að uppljóstanir Þjóðvil.ians hafi verið réttar. Skýrir Tím- inn írá bók sem einn af helztu samverkamönnum Eis- enhowers hafi gefið út, en þar er m.a. vikið að ræðu sem Dulles heitinn hélt snemma á árinu 1953, ,.þar sem hann hafi m.a. nefnt þau lönd, þar sem Bandarikin þyrftu að hafa stöðvar fyrir árásarvopn. Meðal þessara landa var ís- land.“ Og síðan bætir Tím-' inn við: ,,Það mun líka vera rétt, >að um þetta leyti hafi borizt hingað beiðni um að kafbátar fengju að hafa að- setur hér, en því verið neit- að, þar sem íslendingar vildu ekki leyfa staðsetningu árás- arvopna eða árásarstöðva í landi sinu.“ Þótt Tíminn segi að beiðnin ,.muni“ hafa bor- izt veit hann fullvel alla mála- vexti. Framsóknarflokkurinn var þá í ríkisstjórn og áform Bandaríkjamanna um a5 sprengja kafbátahöfn inn í Þyril í Hvalfirði var lög5 fyrir forustumenn flokksins, en þeir þorðu ekki að falt- ast á hana af ótta við al- menningsálitið w Þannig geta stundum lið- ið 9 ár áður en hernámsblöð- in skýra landsmönnum frá hinum örlagaríkustu vanda- málum. Þau munu trúlega segja frá því 1970 að Vest- ur-Þjóðverjar hafi farið fram á aðstöðu til heræfinga 1961, og vonandi geta þau þá bætt því við að tilmælunum hafi verið hafnað. — Austri. Síð- borin játning Á undanförnum árum hef- úr Þjóðviliinn margsinnis skýrt frá bví að Bandaríkja- menn haíi falazt eftir kaf- bátastöðvum á íslandi. Þes um frásögnum hefur jafnott verið mótmælt af hernáms- Miðvikudagur 10. janúar 1962 ÞJÓÐVILJINN — a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.