Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 12
1 | Tillagon send daginn áöur “ en skilafrestur rann út Þióðviliinn Miövikudagur 10. janúar 1962 — 27. árgangur — 6. tölublað í íyrrinótt Margrét Guðmundsdóttiir o g Þorkell G. Guðmundsson Eins og við skýrðum frá í geer, hlaut ungur arkitekt 1. verðlaun í samkeppni um minnisvarða til heiðurs hafn-. firzkri sjómannastétt, sem hefur átt svo mikinn þátt í uppbyggingu og velmegun Haínarfjarðarbæjar. Fréttamaður Þjóðviljans ræddi stundarkorn við verð- launahafann, Þorkel G, Guð- mundsson, og konu hans Mar- gréti Guðmundsdóttur, eftir að verðlaun höfðu verið veitt. Þorkell sagði að hann hefði lokið námi í húsgagnaarki- tektúr fyrir einu og hálfu ári. Hann lærði fyrst husgagna- smíði og fór síðan til Kaup- mannáhafnar og dvaldi þar í þrjú ár við nám í húsgagna- arkitektúr. Hann er 27 ára gamall. — Hefurðu áður tekið þátt í slíkri samkeppni? spurði fréttamaður. — Nei, aldrei. Og ekki held- ur í samkeppni um húsgögn. — Hvenær byrjaðirðu að vinna þetta verk? — 1 sumar. En ég var alltaf að íleygja þessu írá mér öðru hVoru. í fyrstu hafði ég fleiri hugmyndir i kollinum, en svo fannst mér þessi helzt koma til greina. Konan mín hjálp- aði mér að velja og hafna, svo hún á sinn þátt í þessu. — Er langt síðan að þú sendir tillöguna? — Nei. það var ekki fyrr en daginn áður en skilafrestur rann út. Ég ætlaði að hsetta við að senda, en bar tillög- una undir mann, sem hefur gott vit á slíku, og hann ráð- lagði mér eindregið að senda tillöguna. Að endingu sagði Þorkell að hann hefði lengi verið aö hugsa um að sækja fíma h.iá Ásmundi mýndhöggvara, en hann hefði aldrei hat't tírna til þess; orðið að vinna öll kvöld og helgar til að borga námsskuldir og lífsviðurværi. Þorkell vinnur hjá Einari Sverrissyni. húsameistara R- víkurbæjar. Margrét kona Þorkels er dóttir Guðmundar heitins GissurarSonar, er var i'orseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Eitt síðasta verk Guðmundar. áður en hann lézt var að stjórna hátíðafundi bæjar- stjórnar í tilel'ni 50 ára af- mælisins. en á þeim fundi var einmitt ákveðið að el'na til fyrrnefndrar sanikeppni. Síldveiðibátarnir voru úti í fyrrinótt og' voru þeir í síld í Jökuldjúpi. Síldin var þar á stóru svæði, en stygg' og erfið viðureignar. Sæmilegt veður hélzt framund- ir miðnættið, en versnaði eftir það. svo að erfitt var að at- hafna sig við veiðarnar. Fáein skip íengu góða veiði, en rriörg fengu lítið sem ekkert. Síldin sem veiddist nú, er ekki talin eins góð og sú sem siðast barst. Reykjavík Enginn Reykjavíkurbátur var með yf'ir 900 tunnur, en hæ.stur var Pétur Sigurðsson, með 900, þá Leifur Eiríksson með .750 tn., Víðir II var með 700, Ásgeir og Guðmundur Þórðars'on voru með 550 tunnur hvor, Jón Trausti og Halldór Jónsson voru með 500 tunnur hvor. Aðrir voru með allt niðrí 100 tunnur. Keflavik 7—0 Keflavíkurbátar munu hafa fengið veiði í fyrrinótt, hæst var Bergvík með 1000 tunnur, Eldey og Jón Finnsson voru með 500 tunnur hvo'r bátur. Nokkrir bátar voru með 2—300 tunnur og margir fengu ekkert. Akranes 7 Akranesbátar fengu síld í fyrrinótt og var hæstur þeirra Haraldur með 1370 tunnur. Höfr- ungur II var með 1300 tunnur, Sæfari með 500 tunnur, Skírnir var með 300 tunnur, Sigurður AK var með 200 tunnur, Keilir 200 tunnur og Anna var með 25.0 tunnur. Sandgerði Eini Sandgerðisbáturinn, sem fékk síld. var Víðir II. en hann fór með hana til Reykjavíkur. Farþegaþotan látin laus Villtist inn í landhelgi Sovétríkjanna 35562 símanotendur í T landinu um si áramót 1500 ný númer í Reykjavik og Hafnariirði í marz og aprílmánuði n.k. Samkvæmt upplýsingum póst- og símamálastjórnar- innar voru alls 35.562 síma- notendur á landinu og haföi pá fjölgað um 2607 á síöasta ári. mánuði n.k. verði 500 ný sima- númer tekin í notkun í Haínar- firði og 1000 ný símanúmer í Reykjavík um mánaðamótin marz og apríl n.k. Um það leyti mun nýr við- bætir við símaskrána koma út, en í þes-sari viku mun póst- og símamúlastjórhin gefa út nýtt Bæjatal á íslandi. Bæjatal var síðast gefið út árið 1951. Landssíminn tekur við af hernámsliðinu. MOSKVA 9 1 — Sovézk yfir- völd tilkynntu í dag að látin yrði laus belgísk farþegaþota, sem villtist yi'ir sovézku landsvæði í gær og ncydd var til að lenda i Arineníu. Farþegaþotan verður Idtin laus strax og tæknileg skil- yréii eru fyrir hendi Ambassador Belgíu fékk þær upplýsingar hjá Kuznetsoff. vara- utannkisrápherra, að áhöfn og •farþegar. væru við beztu heilsu. Kuznetsoff afhenti ambassadorn- um formleg mótmæli vegna þess að flugvélin hefði brotið loft- helgi Sovétríkjanna. I mótmæla- orðáendingunni er látin í ljós sú von að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Talsmaður Sabena-flugfélags- ins. sem á flugvélina, segist álíta að farþegarnir verði mjög bráð- lega látnir lausir. Yrðu þeir sennilega sendir flugleiðis til Moskvu og þaöan til ákvörðun- arstaða sinna. Flugvélin var á leið frá Teheran til Brússel með | viðkomu í Istanbul. er hún villt- ! ist inn yfir landamæri. Sovét- ríkjanna. Belgísku ílugmennirn- ir fljúga síðan farþegaþotunni heim. Flugvélin er á Grozny- flugvelli í Norður-Kákasus, um 328 km fyrir norðan tyrknesku landamærin. Drengur meiðist allilla á fæti I gærdag um klukkan 3 síð- degis varð það slys að Sólheim- um 23. sem er háhús. að fjögurra eða fimm ára garnall drengur, Steinar Björnsson að nafni, varð með aranan fótinn á milli í lyftu og meiddist aliilla um öklann. Var hann fluttur í slysavarðstot- una. Um 2600 manns eru nú á bið- lista sem væntanlegir símanot- endur. Ný núnier í niarz og' apríl Póst- og símamálastjórnin hef- ur einnig upplýst, að í marz- Tekinn i notkun 22. þ.m. Samkvæmt upplýsingum frá póst- og símamálastjórninni verður nýi sæsiminn til Fær- eyja og Skotlands tekinn í notkun eftir tæpan hálfan mánuð. mánudag'inn 22. þ.m. Getnaðarverna- töflur seldar hér í Reykjavík í síðasta laugardagsblaði birt- ist frétt á 5. síðu blaðsins um getnaðarvarnatöflur, sem verið hefðu á markaðnum á megin- landi Evi'ópu urn skeið. Nú hef- ur Þjóðviljinn fengið þær upp- lýsingar, að getnaðarvarnatöi'lur hafi verið seldar í lyfjabúðum hér í Reykjavík um nokkurt skeið. Amerískar töflur hafa fengizt í 1-2 ár og kostar mán- aðarskammtur af þeirn á sjötta hundrað krónur. Vestur-þýzkar töflur hafa verið seldar síðan í september og kostar mánaðár- skammtur þeirra tæpar 200 krón- ur. Töflur þessar eru aðeins seldar gegn lyCseðlunx. Af öðrum fréttum frá póst- og símamálastjórninni er þess helzt að geta, að um síðustu ára- mót tók hún við rekstri Lóran- stöð.varinnar við Hellissand á Snæfellsnesi, samkvæmt samn- ingi við bandaríska hernámslið- ið. Starfa þar nú tólf fastir starfs- menn Lands-símans. , Á Hellissandi er nú rekin lít- I il endurvarpsstöð, því að Lóran - • stöðin truflaði viðtöku útvarps- ins í nokkrum viðtækjum þar. Nýtt póst- og símaliús í Hafnarfiirði. Magnús Eyjólfsson hefur ver- ið settur stöðvarstjóri pósts og síma í Hafnarfirði frá 1. janúar s.l. að telja. Símaafgreiðslan þar í bænum verður flutt um næstu helgi í hið nýja póst- og síma- hús við Strandgötu 26. Þá hefur Guömundi Ingvars- syni verið veitt staða stöðvar- stjóra pósts og síma á Þingeyri friá síðustu áramótum að telja. Bonnstjórn spéhrædd út af sovézkri orðsendíngu BONN 9 1 — Erlendir fréttarit- arar í Bonn segja í dag að sov- ézka orðsendingin til Bonnsljórn- arinnar. sem afhent var 27. des. sl., gefi tilefnii til bjartsýni um lausn Berlínardeilunnar. Bonn- stjórnin birti Ioks í gær cfni orð- sendingarinnar þrátt fyrir mót- þróa Adcnauers kanzlara. Adenauer hafði lýst yfir því að hann sæi ekkert nýtt í orð- sendingunni. Fréttaritararnir halda hinu gagnstæða fram. Þeir segja, að Sovétstjórnin hafi ekki komið með neinar alvarlegar á- sakanir á hendur v-þýzku stjórn- inni, og auki það horfurnar á lausn þrætunnar um Berlín. Sovétstjórnin lýsir einnig yfir Jvilja sínum að hefja viðræður I við vesturveldin meö það fyrir augum að gera samninga um V- Berlín. Verði þetta gert annað- hvort um leið og undirritaðir verða friðarsamningar við Aust- ur-Þýzkaland eða áður. Sovét- ; stjórnin kveðst ekkert hafa á móti því að Vestur-Berlín hafi pólitísk, efnahagsleg og menn- ingarleg samskipli við Vestur- Þýzkaland. AFP-fréttastofan segir að orð- sendingin hafi skvndilega verið birt vegna þess að blaðafulltrúi Bonnstjórnarinnar von Eckard, hafi beitt sér fyrir því. í gær- kvöldi lýsti Adenauer yfir þvi að hann vildi ekki birtingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.