Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 5
Andstaða gegn Efnahagsbandalaginn íer vaxandi í Danmörku og Noregi Ansta'ðan gegn aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu fer stöðugt harðnandi bæði í Danmörku og Noregi og hafa nú verið settar á laggirnar nefndir kunnra manna í báðum löndunum til að skipuleggja baráttuna gegn aðild að bandalaginu. Auk þess eru gerðar kröfur um að málið verði lagt undir þjóðaratkvæði, áður en því verði ráðið til lykta. Á sunnudaginn var hér í blað- inu sagt írá ávarpi sem 150 kunnir Norðmenn hafa gefið út þar sem þeir vara landa sína við hættunni af því að ganga í bandalagið, en áður höfðu sextán prófessorar og kennarar við hagfi'æðideild Oslóarháskóla birt slíka aðvörun. Nefndir skipaðar Nú hafa þessir 150 sett á lagg- imar nefnd sem skipuleggja á baráttuna gegn aðild Norðmanna og eiga í henni sæti m.a. Hákon Bingen, ritari fjárveitinga- og tollanefndar norska Stórþings- ins, prófessor Ragnar Frisch og Karl Evang heilbrigðismálastjóri. Á sunnudaginn var haldinn mikill fundur andstæðinga Efna- Loren „bezta kvikmyndcleik- kon? ár$insu NEW YORK — Kvikmyndagagn- rýnendur iblaðanna í New York komust að þeirri niðurstöðu að Sophia Loren hefði verið „bezta kvikmyndaleikkona ársins 1962'“, og hlaut hún það sæmdarheiti fyrir leik sinn í' kvikmyndinni „La Ciociara“ eftir De Sica. Þetta er 'i fyrsta sinn sem léikari eða leikkona í erlendri kvikmynd hlýtur þennan sóma. Á það er bent að frá leiklistarsjónarmiði sé dómur gagnrýnendanna miklu mikilsverðari en dómnefndar Oscars-verðlaunanna og má því telia betta mikinn sigur fyrir hina ítölsku leikkonu, sem í upp- jiafi var kunnari fyrir líkams- þokka sinn en leiklistargáfu. — Myndin er af Loren í hlutverki „La Ciociara". hagsbandalagsins í Arósum, og var þar einnig ætlunin að kjósa nefnd til að skipuleggja barátt- una gegn aðild Dana. Einn helzti frumkvöðull að fundinum var dr. Jörgen Dich, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla og einn kunnasti menntamaður danskra sósíaldemókrata. Uagfræðingar andvígir Það er athyglisvert hversu andsnúnir ýmsir af kunnustu hagfræðingum Dana og Norð- manna eru aðild að Efnahags- bandalaginu. Fylgismenn banda- lagsins í Danmörku og Noregi hafa haldið því fram að af efnahagsástæðum einum væri löndunum aðeins sú leið fær að gerast aðilar að því og hafa þeir þá viðurkennt, a.m.k. margir hverjir, þá ókosti sem aðild myndi hafa í för með sér, eins og t.d. skerðingu á sjálfstæði landanna. En hagfræðingar þeir, sem andstæðir eru aðild að bandalaginu eru það hins vegar fyrst og fremst af þeim ástæð- um að þeir telja enga tryggingu fyrir því að löndin yrðu £ fram- tíðinni betur sett efnahagslega innan bandalagsins en utanr Það er að vísu engurn blöðum um það að fletta að Danir myndu standa verr að vígi en ella með sölu á landbúnaðarafurðum sín- um ef helzta viðskiptaþjóð þeirra, Bretar, gerðust aðilar að Efnahagsbandalaginu. Athugnn á tekjumissi Annar hagfræðiprófessor í Ár- ðsum, dr. polit. Jörgen H. Gelt- ing, hefur gert á því athugun hver tekjumissir Dana myndi verða af því að standa utan bandalagsins og kemst að þeirri niðurstöðu, að hann myndi verða „sáralítill", eins og hann kemst að orði, enda þótt þarna sé um að ræða lönd sem kaupa þrjá fimmtu af útflutningsvörum Dana (fjóra fimmtu, ef Bretland reiknast með). Ekki að búast við örum efnahagsvexti í grein sem prófessor Gelting birti í Kaupmannahafnarblaðinu Information í síðasta mánuði (en það er vel að merkja fylgjandi aðild Dana að bandalaginu) seg- ir hann frá niðurstöðum athug- unar sinnar. En hann byrjar grein sína með því að vísa á bug einni aðalröksemd stuðnings- manna bandalagsins, þeirri að með þátttöku í því muni Danir verða áðnjótand.i þeifra kosta sem því fyjgir áð verá í nánurn tengsium við lönd sem eru í örri efnahagslegri framþróun. Hann segir í upphafi greinar sinnar: „Ef sérhver efnahagsávinning- ur — hvort sem hann er mikill eða lítill — er þyngri á meta- skálunum en allt annaö sem til greina kemur þá er það rétt, að enga umllugsun þurfti áður en sótt var urn upptöku í Efna- hagsbandalagið. Það er auðskiljanlegt, að þegar lönd, sem saman kaupa þrjá Prófessor Jörgen H. Gelting fimmtu htuta af útflutningi okk- ar, gera með sér efnahagsbanda- tag ©g byggja um sig sameigin- legan tollmúr, þá verða útflutn- ingamöguleikar okkar hag- stæðari ef við verðum með en ef við stöndum fyrir utan. En fyrir utan þennan við- skiptalega hagnað í reiðufé af aðild í bandalaginu sem ég skal 1929. Það er því hvorki hægt að þakka framleiðsluaukninguna í Frakklandi né Þýzkatandi stofnun Efnahagsbandalagsins, heldur sérstökum tímabundnum aðstæðum. — Og hvernig hefur vaxtarmáttur bandalagsins gert vaif við sig í Belgíu?" „Fylkið DÁNEMARK“ Prófessor Gelting bendir einn- ig á að jafnvel þótt framvind- unnar mu.ni áfram gæta í lönd- um Efnahagsbandalagsins muni þróunin í „fylkinu Dánemark“ (eins og hann orðar það) verða hægari en í öðrum hlutum þess og það muni leiða til þess að lífskjör Dana sem nú séu betri en aðildarþjóða bandalagsins muni versna að tiltölu. Hins veg- ar muni þeir standa að ýmsu leyti betur að vígi ef þeir fái einir að ráða málum sínum. Þeg- ar hamrað sé á miklum vaxtar- mætti Efnahagsbandalagsins, þá sé þar síður um að ræða „skyn- samlegar röksemdir, heldur fremur frumstæðar hugmyndír um að allt sem stærra sé hljóti líka að vera betra — og þær eiga aðeins við í hugmynda- heimi, þar sem takmarkið er víkja að síðar, hafa menn talið sér trú u.m að aðild myndi hafa aðra kosti í för með sér. Það er búið að segja það svo oft að það er að verða trúaratriði, að sexveldin séu búin einhverjum sérstökum vaxtarmætti á efna- hagssviðinu og að Danmörk verði að gerast aðili að Efna- hagsbandalaginu til að geta not- ið þessa lífselixírs. Enkum er bent á hinn öra vöxt efnahags- lífsins í Frakklandi og Þýzka- landi eftir stríðið. En hins vegar var framvindan í báðum lönd- unum örari áður en Rómarsamn- ingurinn var gerður og í báðum löndunum var framleiðslan til- tölulega mjög lítil áður en aukn- ine hennar hófst. Þær alveg sér- r.töku aðstæður. sem vatdið hafa bróuninni í Vestur-Þýzkalandi, eru vel kunnar. Þegar um þróun- ina í Frakklandi er rætt, verður að hafa í hu.ga hið langa stöðn- unarskei.ð sem þar hafði farið á undan. Það var ekki fyrr en á árunum eftir 1950 að iðnaðar- framteiðslan í Frakkandi varð svipuð og hún hafði verið árið ekki frelsi einstaklingsins, held- ur dýrð og veldi ríkisins". 5 prósent minnkun þjóðartekna Prófessor Gelting sem starfað heíur hjá ýmsum alþjóðastofn- unum við statistíska útreikninga gerir síðan lauslega grein fyrir athugun sinni og niðurstöðum hennar, en hún byggist á því að Bretar gangi í bandalagið, en Norðmenn og Svíar ekki. Megin- niðu.rstaðan er sú, að ef Danir verði fyrir utan bandalagið muni þeir verða fyrir framleiðnitapi (vegna breytinga á framleiðslu- háttum) sem nemi um tveim prósentum af þjóðartekjunum. Tap þeirra af völdum lakari verzlunarkjara með landbúnað- arvörur muni hins vegar nema 3—4 prósentum og heildartapið | þannig rúmlega fimm prósentum | af þjóðartekjunum. Og um það tap segir hann: „Þegar haft er í huga hve mik- il óvissa er jafnan varðandi á- gizkanir um efnahagsþróunina langt fram í tímann er hið út- reiknað tap sáralítið („af saare beskedne dimensioner“)“. Mikið fjármálahneyksli komið upp i Wall Street WASHINGTON — Komið hefur verið upp um mikið fjármála- hneyksli á verðbréfamarkaðnum í Wall Street og eru forstöðu- menn annarrar kauphallarinnar þar við það riðnir. Þessi kauphöll „The American Stock Exchange“ er minni en „The New York Stock Exchange“ enda stofnuð miklu síðar, en verðbréfaviðskipti á henni hafa farið ört vaxandi í seinni tíð. Nú hefur stjórnarnefnd sú sem annast eftirlit með verðbréfa- sölu í Bandaríkjunum birt skýrslu um rannsókn sína á starf- semi kauphallarinnar og segir þar að forstöðumenn hennar hafi leyft „margvíslegustu misnotkun og brot“ á reglum og lögum sem sett hafa verið í þeim tilgangi að vernda almenning sem kaup- ir og selur verðbréf. Fjórir menn, segir í skýrslu nefndarinnar, þ. á m. Joseph Reilly, sem hefur gegnt for- mannsstöðu í kauphallarstjórn- inni, hafa ráðið þar lögum og lof- um og beitt valdi sínu í persónu- legu hagnaðarskyni. Þetta er ein- hver harðorðasta skýrsla sem nefndin hefur gefið út, en hún var stofnuð eftir hið mikla kaup- hallarhrun í kreppunni miklu. Milton Cohen, sem stjórnað hefur rannsókn á framferði þeirra félaga, segir að nefndin muni ekki geta látið hjá líða að höfða mál gegn þeim. Ýmsir aðrir að- ilar eru viðriðnir hneykslið, þ. á. m. ýmsir verðbréfasalar. Þar sem fyrirhugað er að breyta til um vöruval verzlunarinnar, vegna þrengsla í búöinni, veröa sumir vöruflokkar seldir út meö miklum afslætti meöan birgöir endast og skulu hér tilfærð aöeins nokkur dæmi: Alú'liaf Töhdr buxnaefhl áffwr"-"9 kr. 302:50 nú' 200.00 köfl. do — einl. kjólaefni — einl. do — 188.50 240.00 110.00 150.00 Einl. strigaefni Rönd. do — Nokkur einl. gervisilkiefni á Ullarbarnapeysur á Prjónasilkiunairkjólar smágallaðir á — 215.00 — 120.00 — 93.65 — 70.00 — 65.00 — 45.00 35.00 65.00, 75.00 og 85.00 75.00 Nylonsokkar á 30 ki\, upphúir barnasokkar 6—8 kr. A(h.:t)tsalan rerður cingöngu á Skólavörðustíg 8. V E R Z L U N H. Skólavörðustíg 8. T O F T Miðvikudagur 10. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Jjj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.