Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 6
iHÚÐVILJINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýSu — Bósiallstaflofckurinn. — Ritstióran Magnús Kiartansson (áb.), Magnús Torfl Olafsson, SigurSur GuSmundsson. — Préttaritstiórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjórl: GuSgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgrelSsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bíml 17-500 (5 línur). ÁskriftarverS kr. 50.00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Sjálfhelda jpramleiðsla íslendinga og verðmæti hennar skera úr um lífskjör og framkvæmdir í landinu. Þetta á ekki sízt við um útflutningsframleiðsluna, svo mjög sem landsmenn eru háður vöruskiptum við aðrar þjóðir. Þess vegna ber hverri ríkisstjórn, sem vill sinna verkefnum sínum af alvöru, að tryggja sem mesta framleiðslu, sem öruggasta markaði og sem hæst verð. Þetta þarf að vera fyrsta boðorð hverrar ríkisstjórn- ar og ætti naumast að vera umtalsvert. En stjórn sú sem nú fer með völd hefur allt annan hátt á. í aug- um hennar er útflutningur landsmanna ekki frumat- riði, 'heldur innfiutningurinn. Hún hefur gefið heild- sölum frelsi til þess að haga innflutningi samkvæmt einkahagsmunum sínum og geðþótta án tillits til þess hvað útflutningsframleiðslunni hentar. Ríkisstjórnin hegðar sér eins og fjölskylda sem þykist tryggja af- komu sína með því að kaupa sem mest af neyzluvör- um án tillits til þess hverra tekna hún getur aflað sér. ) ITeildsalarnir hafa notað frelsi öitt til þess að ein- skorða vörukaup sín að verulegu leyti við auð- valdsríkin, einnig þegar um er að ræða vörur sem hægt er að fá jafngóðar eða betri og á hagkvæmara verði í vöruskiptalöndum. Ástæðan er sú að í auð- valdsríkjum hafa heildsalarnir tök á að falsa faktúr- ur og reikninga og hirða umboðslaun í gjaldeyri án þess að íslenzk yfirvöld fái um það nokkrar skýrsl- ur. Afleiðingin hefur orðið sú að viðskipti okkar við sósíalistísku ríkin í Austur-Evrópu hafa dregizt stór- lega saman, en þar hefur verið öruggur markaður fyr- ir ýmsar mikilvægustu útflutningsvörur okkar. Hefur þetta valdið miklum og vaxandi erfiðleikum fyrir sjáv- arútveginn og aftur og aftur leitt til þess að fram- leiðslan hefur verið takmörkuð vitandi vits. A ð undanfömu hefur síldarafli verið óvenjulega mik- ill. Ef allt hefði verið með felldu hefðu stjórnar- völdin átt að kappkosta að þessi afli yrði hagnýttur sem bezt í þágu þjóðarheildarinnar. En sú hefur ekki orðið raunin; þvert á móti lýstu bankarnir yfir því um áramót að þeir myndu ekki lána meira fé út á frysta síld. Það á þannig að stöðva framleiðsluna, og ástæðan er sú að stjórnarvöldin segjast ekki geta selt síldina. í frétt sem Morgunblaðið birti í gær frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna er nánar skýrt hvernig á því stendur: ..Rúmenar hafa látið í ljós áhuga á að kaupa 1.000 tonn af frystri síld fái þeir að greiða and- virði hennar í rúmenskum vörum. Er nú verið að at- huga möguleika á að flytja inn vörur frá Rúmeníu, sem andvirði síldarinnar nemur. Einnig hafa Tékkar og A.-Þjóðverjar látið í Ijós áhuga sinn á iað kaupa ótil- tekiö magn aj frystri síld. Hið keypta magn jer ejt- ir greiðslumöguleikum þeirra, en þar sem skuld þeirra á vöruskiptareikningum á íslandi er í hámarki, eru litlar sem engar líkur jyrir að unnt verði að selja jrekara magn nú á næstunni.“ Það er þannig nægur markaður fyrir síldina í Austur-Evrópulöndunum; þau vilja kaupa af okkur eins mikið magn og okkur hent- ar, ef við viljum aðeins kaupa af þeim hliðstætt magn í staðinn. Vandinn er því ekki sá að við getum ekki selt síldina, heldur hinn að við neitum að taka greiðslu fyrir hana! Ijessi sjálfhelda er skilgetið afkvæmi af viðreisnar- stefnunni. Sú stefna er ekki miðuð við þjóðarhag, heldur annarlega hagsmuni einstakra forréttindamanna og kennisetningar um að þá vegni þjóðfélaginu bezt ef stjórnleysi sé sem algerast. Slík vinnubrögð hljóta að enda með ósköpum. — m. I E I Gamoll sjéir.aðsir skýrir frá aðbúnaði opnu bátanna í Reyiqavékur höfe Er þetta hægt, hafnarstjóri? n >»5 1 I Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum birtust fyrir nokkru myndir, sem gefa til kynna að ekki' muni allt vera sem skyldi í Reykjavíkurhöfn. Þar sem þeir einir þekkja það ófremd- arástand sem þar eiga verð- mæti og athafnasvæði, þykir mér* rétt að bregða upp dálít- ið gleggri mynd fyrir hina mörgu sem þar eru öllu ókunn- ugir. í fornsögum vorum er getið 'landnámsmanna sem hingað komu, og öllum var það sam- eiginlegt að koma á skipum. Sá þeirra sem fyrstur er tainn nema land og allir íslendingar kannast við byggði sér bæ við Reykjavíkurhöfn. Margir munu nú halda að eftir allar þessar aldir séú íbú- ar þessarar kæru borgar ekki í neinum vandræðum þó þeir leiíi sér að eignast bát, ann- aðhvort til gagns eða gamans. Við sundin blá er létt og ljúft að vaka, segir þar, og undir það taka víst allir. En svo eru sumir sem ekki þykir það nóg að vaka við sundin. Þeir reyna að komast út á sundin, og enn aðrir út úr sundunum. Af þessum ástæðum og ýms- um öðrum er hér allstór smá- bátafloti af ýmsum stærðum og gerðum. Þegar Faxaflói var friðaður fyrir botnssköfum urðu menn bjartsýnir á framtíðina, og sumir létu smíða sér vand- aða fiskibáta sem því miður hafa nú brugðizt í bili fyrir tilkomu dragnótarinnar. Frá fyrstu landnámsárum og fíam á vora daga voru hér ýmsar lendingar, sem menn lentu í eftir búsetu og ýmsum aðstæðum. Þessar lendingar margar hverjar bjuggu menn til sjálfir. Allar höfðu þær það sameiginlegt að þar var hægt að bjarga bátunum undan sjó, sem kallað vai;. Þar höfðu menn líka í næsta nágrenni smákofa fyrir afla og veiðar- færi eftir efnum og ástæðum. En svo kom tæknin og ýms- ar hafnarframkvæmdir, og ber því sannarlega að fagna útaf fyrir sig. Allar þessar gömlu lendingar hurfu. Sú síðasta og einnig þekktasta nú á seinni tímum, Selsvör, er nú fyrir nokkru uppfyllt. Valdamenn bæjarins á þeim árum höfðu fullan skilning á að eitthvað betra ætti að koma í stað þess- ara .lendinga. Var bátunum þá valinn staður við gamla vei'ka- Myndin er tekin í roki í haust við Reykjavíkur höfn. Báturinn til vinstri á myndinni slitnaði upp. mannaskýlið, þvi það var ein- hver öruggasti staður hafnar- innar fyrir þá í þá daga. En svo héldu hafnarfram- kvæmdir áfram og Krókurinn var fylltur upp, og enn höfðu valdamenn bæjarins fullan skilning á þörf bæjarfélagsins fyrir þessa báta, svo þeim var ætlaður framtíðarstaður í vest- urhöfninni. Allrífleg fjárhæð var áætluð til fyrirhu.gaðra framkvæmda til að koma upp fullkominni bátahöfn og upp- sátursplássi fyrir bátana að loknum leigutíma á svokölluð- um Daníelsslipp. En svo skeður það sem fáir skilja, nema ef vera kynni hafnarstjórinn í Reykjavík. Leigusamningur við þetta litla fyrirtæki er framlengdur til margra ára og smábátarnir reknir úr sinni fyrirhuguðu bátahöfn. Ef til vill verður hafnarstjórinn svo vinsamlegur að lofa okkur að heyra hver nauðsyn krafði að breyta þess- ari fyrri ákvörðun, svo að við megum nú ekki einu sinni tylla smábát við næstu bryggju. Þessi staður var sá eini í höfn- inni, þar sem smábátarnir vbru nokkur veginn öruggir í flest- um áttum. Þar munu fá óhöpp hafa komið fyrir bátana hjá þeim mönnum sem um þá hirtu. Ymsir munu að vísu hafa vakað nótt og nótt yfir bátum sínum, og þá jafnframt gætt annarra, en það voru svo fáar nætur að engum fannst ástæða til að gera hávaða út af slíku. Með litlum tilkostnaði hefði mátt gera þennan stað algjör- lega öruggan fyrir smábátana og að fyrirmyndar bátahöfn, Reykvíkingum til yndisauka, okkur og komandi kynslóðum til hagsbóta og þeim til sóma sem það hefðu framkvæmt. Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma? Þó svo sé ástatt um suma okkar sem þessa báta eigum, að við höf- um eytt miklum hluta af kröft- um okkar á stærri fiskiskip- um, þá skal hafnarstjórinn líka athuga að það er líka fríður hópur ungra log uppvax- andi manna sem eiga fulian rétt til lífsins. Og við í sam- einingu munum ekki öllu leng- ur una því ástandi sem nú er. Ef svo þröngt væri í höfninni sem af er látið, væru varla lát- in liggja þar skip mánuðum og jafnvel árum saman, sem ekk- sumir teija eitt og hið sama) ert er gert við a® fá krókinn milli Örfiris- eyjargarðs og Faxaverksmiðj- unnar afgirtan, svo bátarnir væru cruggir að minnsta kosti tíma af árinu. En því var hafn- að vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. Mér er ókunnugt um hvort þær framkvæmdir eru fleiri bátahræ og meira spýtna- rusl en þama er nú. Næst var svo farið fram á að skjólþil yrði sett milli Ingólfs- garðs og Löngulínu. Því var einnig hafnað á þeirri" fbrsendu að þar væri ekki hægt að ramma niður. Trúi nú hver sem trúa vill. Þeir munu ekki svo 'fáir Reykvíkingarnir sem muna eftir bryggju þar, sem í daglegu tali var nefnd Titlingur. Þá kem ég að þeirri einu úrlausn sem hafnarstjóri hefur séð sér fært að leyfa, og segi og skrifa leyfa en ekki gera. Bátafélaginu var nefniega leyft . að setia niður baujur á mesta bersvæði hafnarinnar; og geta menn séð lítið sýnishom þeirr- ar uppskeru á áður umtöluðum Séð yfir aðalduflasvæði trillubátanna í höfninni. Fyrir mörgum árum stofn- uðu nokkrir menn með sér fé- lag sem þeir nefndu Bátafélag- ið Björg. Tilgangur þess var að vinna að bættum skilyrðum fyrir félagsmenn og jafnframt að þeir auki öryggi sitt sjálfir með bættum útbúnaði bátanna. Félagið hefur reynt að hafa nána samvinnu við hafnaryfir- völdin en árangur orðið sára- lítill. Það hefur komið með ýmsar uppéstungur til að auka öryggi smábátanna í höfninni, en þeim verið hafnað jafnharð- an. Skal ég minnast á tvennt, svo menn geti séð hvern áhuga hafnaryfirvöldin hafa á því að bæta úr öryggisleysi bátanna í höfninni. Eftir að öll sund virtust lok- uð með að fá bátahöfn þá sem ákveðið hafði verið að útbúa í Króknum hjá Fiskiðjuverinu, fór félagið þess á leit við hafn- arstjóra eða hafnarstjórn (sem myndum. Leiga fyrir hverja bauju er nú kr. 500.00 sem að vísu rennur til bátafélagsins en það er hvergi nærri nóg til að bera kostnað við þessar bauju.r. Við þurfti að bæta öllum fé- lagsgjöld.um, en það dugði ekki að heldur. Leitaði félagsstjórnin því til bæjarstjórnar eftir láni að upphæð 70 þúsund krónur. Ber að þakka og virða undir- tektir bæjarstjórnar. Auk þessa kostnaðar verður svo hver fé- lagsmaður að leggja sér til blökk og band, sem láta mun nærri að kosti 800 til 1000 kr., ef tryggt á að vera. Þetta heit- ir á máli hafnarstjóra að við borgum engin hafnargjöld. Þá er eftir að gefa ofurlitla hugmynd um hvernig er að komast í bátana ef eitthvað er að veðri. Það er í mörgum til- fellum ómögulegt nema með mannafla, því þessi bönd sem bátamir eru festir með eru svo útötuð í olíu og tvistdrusl- um að slíkur óþrifnaður mun vart fyrirfinnast í nbkkurri annarri höfn í heiminum, og væri starfsmönnum hafnar- stjórans sem eftirlit hafa á brvggjum nær að-líta eftir að slíkum óþrifum sé ekki fleygt í höfnina. en að vera að ónot- ast við okkur smábátamenn ef við þurfu.m að bregða okkur frá bát okkar við bryggju. Þess skal getið sem gert er. Hafnarstjóri hefur látið setja allgóða stiga án kostnaðar fyr- ir bátafélagið eða einstaka menn, en þessir stigar eru oft illkleifir vegna óþrifa í höfn- inni, og hver sú flík sem við þá eða böndin kemur er varla nothæf framar. Þá er nú eftir að minoast á uppsátursplássið. Það er í fæst- um orðum sagt ekki skorið við nögl hjá blessu.ðum hafnar- stjóranum. öll flatneskjan úti á örfirisey er okkur velkomin. Hann er víst að hugsa um út- sýnið fyrir okkur blessaður, varla skjólið eða bi.rtuna. All- mikið hefur borið á því að undanförnum árum að bátarn- ir hafa verið brot.nir imp og Framhald á 10. síðu. Samband við íbúa annarra hnatta r talið bjargráð á örlagastund Þýzkur sfiörnufrcsðingur setur fram hugmyndir nauðalíkar kenningum dr. Helga Pjeturss Dr. Helgi Pjeturss. Fyrir fjórum áratugum setti íslenzki jarðfræðingurinn dr. Helgi Pjéturss fram þá kenn- ingu að okkar jarðarbúum væri brýn nauðsyn að ná sambandi við lífverur á öðrum hnöttum sem náð hefðu hærra þroska- stigi en við mennirnir. Nú nýskeð hefur þýzkur stjörnu- fræðingur, Sebastian von Hörner, varpað sömu hugmynd fram í grein í Science, einu víðlesnasta vísindariti hins enskumælandi heims.' Samkvæmt frásögn af skrif- um von Hömers í Time eru hugmyndir hins þýzka vísinda- manns svo líkar þeim sem dr. Helgi hélt fram í hverri bók- inni af annarri að furðu gegn- ir. Heimsstyrjöldin fyrri sann- færði dr. Helga um að mann- kyninu væri glötun búin e£ áfram væri haldið á sömu braut skefjalausrar valdabar- áttu háðrar með fullkomnustu drápstækjum sem ört vaxandi vísindaleg þekking getur feng- ið mönnum í hendur. Kallaði dr. Helgi Pjeturs þessa þró- un helstefnu og taldi mesta von um að menn sæju að sér og hyrfu frá henni ef samband næðist við vitibornar verur á öðrum hnöttum sem lengra væru komnar á þróunarbraut- inni en mennirnir og hefðu lagt að baki slíka villimennsku sem styrjaldir. Síðan dr. Helgi tók að flytja Islendingum hugmyndir sínar hefur ný stórstyrjöld verið háð, enn ægilegri hinni fyrri, og í lok hennar var beitt kjarnorkuvopnum, vopni sem eflaust getur lagt í rúst sið- menningu á jörðinni og jafn- vel afmáð mannkynið, ef ekki allt líf á jörðinni. Hættan á kjarnorkustyrjöld hefur beint hugsun þýzka stjÖrnufræðings- ins inná þaér brautirósem ís- lenzki jarðfræðingurinn hafði áður troðið. Dr. Helgi Pjeturss bjó ekki hugmyndir sínar í búning strangrar vísindarannsóknar, heldur líkjast rit hans skáld- sýnum með heimspekilegu í- vafi. Hann taldi til dæmis drauma geta verið boðskap frá íbúum annarra hnatta til mannlegrar vitundar. Sebosti- an von Hömer fer öðruvísi að. Hann kemst að þeirri niður- stöðu. eftir f lókna, stærðf ræði- lega röksemdafærslu að reiki- stjörnur byggilegar lífverum muni vera írekar algengar í geimnum. Því sé óhætt að gera ráð fyrir að líf hafi verið Sebastian von Hörner. til eða sé til miklu víðar en á jörðinni. En þar með er ekki sagt að áliti híns þýzka stjcrnufræðings, að úti í geimnum sé fullt af samfélög- um skyni gæddra vera á svo háu þroskastigi að þær séu færar um að leita eftir sam- bandi við íbúa annarra hnatta með útvarpsmerkjum. Reynsl- an hér á jörðinni sýnir að þróunin frá frumstæðum líf- verum til skyni gæddra teg- unda tekur milljaröa ára, en siðað samfélag getur átt sér mjög skamma sögu. Á nokkr- um þús. árum hefur maðurinn hafizt af steinaldarstigi á þá tröppu tækninnar að honum er orðið fært að útrýma sjélf- um sér. von Hörner er böl- sýnn og gerir rað fyrir að flest slðmenntuð samfélög eigi sér örskamman aldur miðað við þann óratíma sem stjarn- fræðin fjallar um. Hann telur vel ílagt að ætla hverju sið- menntuðu samfélagi að meðal- tali nokkur þúsund ára til- veru áður en það líður undir lok sökum úrkynjunar eða vígaferla. Sé þetta rétt er samkvæmt útreikningi hans ó- líklegt að uppi séu samtímis á mörgum hnöttum lífvgrur sem eru færar um að taka upp fiai'skipti sín í milli um óra- fjarlægðir geimsins. Enn tekur Sebastian von Hörner að reikna, og nú er 1 útkoman sú að líkindi séu fyr- ir að siðmenntaðar verur séu á þessari stundu uppi á tíu hnöttum innan 1000 ljósára fjarlægðar frá jörðinni. Þetta er ekki mikið á slíkri óravídd, en von Hörner er sannfærður um að séu einhverjir geim- búar að reyna að ná sambandi við sína líka á framandi hnött- um, ráðum við mennirnir yfir tækni og vitneskju sem dugi til að ná merkjum frá þeim og þýða þau. Það sem til þarf er samræmt átak stjörnufræð- inga um allan hnöttinn, nógu margir og öflugir útvarps- stjörnukíkjar. Aðrir stjörnufræðingar hafa lagt til á undan von Hörner að komið verði á um allan hnöttinn stöðugri vakt við móttökutækin. ef vera mætti að greind yrðu í útvarpsbylgj- unum sem stöðugt berast utan úr geimnum merki frá sendi- tæk.ium skyni gæddra lífvera á öðrum hnöttum. Það sern. er nýstárlegt að sjá í heims- kunnu vísindariti er hað sem sameiginlegt er y. verjans og ritum dr. Helga Pjeturss. hugmyndin um að samband við lífverur á öðrum hnöttum geti megnað að forða mannkyninu frá tortímingu fyrir eigin hendi. Álit. von Hcrners er að íbúar fjölda stjarna haff útrýmt sjálfum sér með vísindalegum hernaði, á öðrum stiörnum hafi ein- ungis æðri lífverur liðið und- ir lok í slfkum hildarleikjum en lægri lífverur lifað áfram og af beim getað þróazt nýjar tegundir vitiborinna vera sem reist hafi' ný.ia siðmenningu. Loks er ekki óhugsandi. seg- ir von Hörner, að á reiki- stiörnu úti í geimnum búi skyni gæddar verur, sem eigi sér ævaforna siðmenningu, vegna þess að þeim hafi tek- izt að sigla fram hjá öllum skerium drápstækni og úr- kyn.iunarhættu. Sé svo ríður nú á fyrir mannkynið að ná sambandi við þessa hámenn- ingu, segir hann, því bar kann að vera að sé þau ráð að fá sem mannk.ynið þarfnast á þessurn tímurn, þegar maður- inn hefur í fyrsta skipti í sögu sinni fenaið í hendur tækni sem gerir hann færan um að tortfma siálfum sér. Ekki verður séð að hinn bvzki stiörnufræðingur hafi huamynd um að íslenzkur jarðfræðingur setti meginhug- myndina í grein hans fram fvrir okkrum áratugum og út- Hstaði hana síðan í mörgum bókum. — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. janúar 1962 Miðvikudagur 10. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.