Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 4
— ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 10. janúar 1962 Afi „ FYLKJA NÝJII Á GAMLAN ©@ VOLL Það var engin stund milli stríða Auðstéttin í landinu og mál- gögn hennar treysta sér ekki til áð mótmæla því, að kjör ckkar launþeganna hafi versn- að stórum á síðari árum. Hún treystir sér heldur ekki til þess að bera brigður á að slík þró- un mála sé í ósamræmi við stóraukna framleiðslu og nálega byltingu á tæknisviðinu. En hverjar eru hinar raunverulegu orsakir þess, að slíkt hefur get- að átt sér stað? Auðstéttin mun ekki svara því. Vinnustéttin verðu.r sjálf að gefa svarið. í>að kemur í hennar hlut að kryfja þetta til mergjar alveg afdráttarlaust og hreinskilnis- lega. Það er enginn vafi á því að orsakanna er að leita hjá okk- ur sjálfum. Um leið og hungur- vofan þokaði frá dyrum og launastéttirnar tóku að geta lit- ið bjartari augum til næsta dags, var sem þeim fyndist hlut sínum ekki slík hætta búin, sem honum áður var, meðan um lífið sjálft var að tefla. Við uggðu.m ekki að okkur um eðli auðvaldsins, sem aldrei lætur af þeirri iðju sinni að finna allar mögulegar leiðir til aukins gróða. Og máski hefur líka dofnað vitund okkar um það, að gróði eignastéttarinnar verður ekki annarsstaðar auk- inn en á vinnu þeirra sem framleiða. Það var því enginn stund milli stríða og hún fæst ekki meðan eignastéttin hefur öll ráð þeirra tækja, sem unnið er með. Þegar ekki reyndist unnt að beita gömlu aðferðunum einum: sífelldum opnum átökum við launþegasamtökin, völdu auð- menn þá leið að leggja á það megináherzlu að slæva hugi launastéttanna með þindarlaus- um áróðri og vinna þær þann- ið til fylgis við sig. Ýmist var það fagurgali og loforð, eða þá hótanir, en oftast hvað með öðru, en ævinlega var það nýr og breytilegur rógur um aðal- flokk launþegasamtakanna — Sósíalistaflokkinn. Þessi rógs- iðja hefur nú, að því er virð- ist náð hámarki, svo mjög tefla blöð peningavaldsins á tæpasta vaðið um það, hvort betur megi, heilbrigð skynsemi fólks, eða árangur afvitkunar. Ei^endaskiptin á Alþýðuflokknum En það er fleira, sem skoða ber en talhýðni fólksins, þeg- ar metinn er árangur eigna- stéttarinnar í því að rýra kjör Jaunþeganna og auka gróða sinn. Þar er meira að segja stærsti vinningurinn ónefndur, sá sem ríður baggamuninn í þessum efnum: íslenzku auð- mannsstéttinni tókst að vinna stórsigur innan samtaka laun- þeganna sjálfra, henni tókst að kaupa upp þann flokkinn, sem gtór hópur alþýðumanna hafði frá fyrstu dögum alþýðusam- taka hér á landi lært að treysta til allra góðra hluta. Eigenda- skiptin á Alþýðuflokknum er stærsta áfall, sem íslenzk al- þýða hefur orðið fyrir síðan hún myndaði samtök sín. Og það eru engin undur, þótt það taki hana tíma að vinna upp það tjón. En það er aðeins eitt ráð til þess að það takist og takist fljótt: það er að horfast í augu við gerðan hlut. Það er að dæma mennina af verk- um þeirra, en fylkja síðan „nýju liði á gamlan völl“. Og þetta nýja lið er allt það fólk, sem ekki á annarra hagsmuna að gæta en íslenzki launþeginn. Þetta nýja lið er fólkið, sem varðveita mun hæfileikann til þess að láta skynsamlega íhug- un ráða meiru um afstöðu sína;- heldur en holróma áróður eignastéttarinnar. Einnig í þeim flokknum, sem seldur var í hendur Mogunblaðsfólkinu, Al- þýðuflokknum, eru enn til menn, sem ekki hafa glatað sjón á markmiðum frumherj- anna, enda þótt meginhluti for- ustunnar hafi framið á þeim lúalegri kaupmangsrefjar, held- ur en hægt er að benda á hliðstæður um í nokkru ná- lægu landi. Stórhugur vinnandi fólks — og' hinna Á næstunni mun það sjást hve sterkar rætur íslenzk verkalýðshreyfing á í hinum vinnandi manni, hvað sjálf- stætt mat hann hefur á gildi sínu, hvað háu verði hann met- ur það. Þessi öld hefur fært íslenzku erfiðisfólki stórfelldari mögu- leika til öflunar lífsnauðsynja, heldur en aldir á undan. Og tveir síðustu áratugirnir hafa gjörbylt vinnubrögðum hins stritandi manns á íslandi. Það er sama hvar gripið er niður. Verkamaðurinn bendir á loft- borinn í stað grjótfleyganna, eða lyftarans í stað manns- handar og blakkar, ýtu í stað skóflu; smiðurinn bendir á öll hin vélgengu smíöaáhöld í stað handsagar og hefils, prentarinn á setningarvélina í stað letui- kassans; járnsmiðurinn hefur sömu sögu að segja, einnig sjómaðurinn og bóndinn, alls- ■•staðav hafá' "-'orðið stórstígar framfarir í vinnubrögðum. Það sem aðeins ekki hefur breytzt til jafns við framfarirnar er kaup, kjör og vinnutími hins stritandi manns, hlutur hans í þróun tækninnar og aukinni framleiðslu. Blöð eignastéttarinnar tala mikið um stórhug, —■ ,að brjót- ast úr einangrun, og fylgjast með tímanum. En aldrei heyr- ist þetta tal, þegar hinn vinn- andi maður gerist stórhuga fyrir sína hönd, fjölskyldu sinnar og stéttar. Þegar hann vill meta afköst sín á hinn nýja kvarða tækninnar svo hann geti bhotizt úr einangrun Öflugur krani reisir geymsluhús Áburðarverksmiðjunnar. Vclar sem flaka og roðíletta þorsk vinna margra manna verk frystihúsunum. B'JP og fylgzt með tímanum, þá kveður ævinlega við annan tón í tálknum peningamanna, þá er stórhugurinn fjörráð við þjóðfélagið, þá er hann frá Rússum eða kommum eða mönnum, sem voru svo vondir að þeir trúðu ekki illvirkjum á aðra menn að fyrra bragði. Nei, stórhugurinn, sem brýtur einangrun og fylgist með tím- anum er bara fyrir þá ríku, svo þeir hafi óbundnar hend- ur að meðhöndla vinnustéttir íslands og auðlindir á þann hátt að þeir gæti orðið enn- þá ríkari. Þeir tímar eru nú framund- an, að tækniframfarir, sem við þekkjum og eigum vangoldinn arðinn af, munu reynast lítil- vægar miðað við þau risaskref, sem stigin verða í heiminum nasstu áratugina. með -hag-nýt- ingu kjarnorku, raforku og sjálf- gengra véla. En fyrst og fremst verða þau spor þó stigin með nýtingu mannlegrar skynsemi í skipulagi og vísindum, sem hin- ir sósíalísku framleiðsluhættir munu knýja fram, ekki aðeins í þeim hluta heims, sem tekur þá upp, heldur einnig að meira og minna leyti í auðvaldsheim- inum, svo fremi hann hafi vit til þess að semja um líf sitt í stað þess að tortíma því. Vangoldinn arður til vinnandi fólks Þessa tíma sjá forustumenn auðstéttarinnar á íslandi nú ir vita hve mikils virði vonin er, það veit Bjarni líka og drengskapinn efar enginn, þeg- ar búið er að binda andstæð- inginn, sem á að líkna. Gamalt kjörorð og nýtt Komandi ár verður vissulega mikill prófsteinn á siðferðis- þrek og stéttarþroska, en fyrst og fremst á heilbrigða skyn- semi vinnandi fólks í landinu. Nú verður úr því skorið hvað barátta áranna hefur gefið ís- lenzka launþeganum af sjálfs- virðingu og reisn. Hvort stór- hugur hans endist honum til þess að heimta sinn hlut af því sem vit og vinna hafa fært okkur að höndum. Iivort nú sé ekki tíminn kominn til þess að fylkja ,,nýju. liði á gamlan völl“ og reisa við það merkþ sem Alþýðuflokkurinn gaf ís- lenzkri alþýðu fyrir fjórum tugum ára, tíminn til að fram- kvæma kjörorð hans: YFIR- RÁÐIN TIL ALÞÝÐUNNAR. St. framundan. Þess vegna boða þeir nýja framkvæmdaáætlun, sem jafnframt því að vera gott áróðursgagn og vitna um „stór- hug“, sem brýtur af sér ein- angrun og fylgist með tíman- um, á að tryggja það, að gróð- inn af framförum og tækni falli þeim enn sem fyrr einum í skaut. Stærsta viðfangsefni íslenzka auðborgarans í dag er að koma í veg fyrir að stór’- hugur hins vinnandi manns fái notið sín. Enn er gullnáma fundin, vandinn er bara sá að láta vinnustéttirnar nema hana, án þess þær fái nokkuð af gullinu sjálfar. Þessvegna er nú hver lagafjöturinn af öðrum lagður á íslenzkan launþega. Það á að temja hann til hlýðni. Það á að láta hann vita, að stórhugur fátæks manns, er sá sem atvinnurekandi hans og ríkisvald ákveður. Nú síðast hafa yngstu og efnilegustu búrrakkar íhaldsins í Alþýðu- flokknum boðizt til þess enn á ný að binda verkalýðssamtökin með vinnulagafjötrum, bara ef peningamennirnir lofi því að standa ævinlega að baki þeirra og tryggja það að verkalýðs- samtökin losni ekki aftur. Á sama tíma boðar æðsti prestur peningavaldsins frið og sann- girni, að hætt verði þrátefli, hann boðar jafnvel drengskap, og svo náttúrulega vaxandi lífsgæði vinnandi fólks eftir því sem fyrirtækið þolir, tími vinnst til og ástæður leyfa. All- „Grundvöllurinn undir efna- hagskerfi auðvaldsins gerist æ ótraustari. Enda þótt fram- leiðsla kunni að aukast að vissu marki í sumum auð- valdslöndum, fara mótsagnir auðvaldsins harðnandi, bæði á þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Nokkur auðvalds- lönd sjá þegar fram á ný stór- vandræði efnahagslífsins, enda þótt þau séu ekki ennþá kom- in út úr ógöngum síðustu efnahagskreppu. Stjórnleysið i framleiðsluskipulagi auðvalds- ins verður æ augljósara. Sam- dráttur auðvaldsins er kominn á slíkt stig, að einstætt er, og gróði einokunarauðvaldsins eykst, einnig þar sem áður var um ofsagróða að ræða. Einok- unarauðvaldið fremur stórauk- ið arðrán á verkalýðsstéttinni með nýjum aðferðum, einkan- lega 'með því að auka vinnu- hraðann. Sjálfvirkni og „gjör- nýting" leiða enn frekari þrengingar yfir verkalýðinn. 1 nokkrum löndum hefur vgrkalýðsstéttinni því aðeins tekizt að knýja fram sumav af brýnustu nauðsynjakröfun. sínum, að háð var hörð o{ þrálát barátta fyrir þeim Hins vegar er það enn svo, 1 mörgum auðvaldslöndum, ac lífskjör almennings ná ekk: marki þess, sem var fyrii styrjöldina. Þrátt fyrir loforf borgarastéttarinnar er ekki urr. að ræða fulla atvinnu nema 1 sumum auðvaldslandanna, og jafnvel það er aðeins slundar- fyrirbæri ... ... Markaðsmálið cr nú orð- ið ísjárverðara en nokkru sinni fyrr. Hin nýju ríkjasam- tök, er stofnsett hafa veriö undir merki kjörorðsins um ,markaðsheildir“, hafa í raun og veru í för með séf harðnandi árekstur og barátti’ hinna heimsvaldasinnuðu ríkja. Samtök þessi eru ekkert ann- að en nýjar aðferðir til aö skipta heimsmarkaði auðvalds- ins upp á milli stærstu auð- vafdssamtakanna, aðferðii þeirra, sem öflugust eru aíí ríkjum heimsvaldasinna, ti'i að tryggja sér áhrifavald í efnahagslífi hinna, sem veik- : ari eru. (Réttur 1961).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.