Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1962, Blaðsíða 1
yiLilNN Miðvikutlagur 10. janúar 1962 — 27. árgangur — 6. tölublað Sósíalistar Orðsencling frá Skemmtinefnd Sósíalistafélags Reykjavíkur. Jólafríum er lokið og n. k. sunnudagskvöld hefjast spila- kvöldin í Tjarnargötu 20 aftur af fullum krafti. FJÓR- BURAR I.itlu krilin í fósturkössun- •Jf um cru fjórburar, sem sáu •ft dagsins ljós á Bretlandf skömmu cftir áramótin, 4- tveir drengir og tvær * •Jf stúlkur og hafa venl® •Jf skírð: Kristófer, I.úsill, ■Jr Jana og Játvarður. Móðir- in er 33 ára gömul, Phoebe •Jr Meachain, faðirinn Ron- ald 28 ára. Eínkamá Eimskips umséknir um for stjórastarf Sl. föstudag, 5. janitar, rann út frcstur til þess að sækja um starf fram- kvæmdastjóra Eimskipafé- lags fslands h.f. Þjóðviljinn sneri sér í gær til formanns hlutafé- lagstjórnarinnar, Einars B. Guðmundssonar hæstarétt- arlögmanns, og spurðist fyrir um, hverjir hefðu sótt um starfið. Fékk blað- ið það svar, að stjórnin liti á þetta sem algert einkamál. enda væri þetta ekki opinbert fyrirtæki, og yrðu blöðum eða öðrum óviðkomandi aðilum engar upplýsingar gefnar um nöfn eða fjöida umsækjenda. Formaðurinn sagði enn- fremur, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um það, hvenær starfið yrði veitt, en blöðum yrði til- kynnt um veitinguna, þeg ar er hún hefði farið fram. Þjóðviljinn hefur fregn- að eftir öðrum leiðum að meðal umsækjenda séu Óttar Möller fulltrúi hjá Eimskipafélagi íslands og Thor Ó. Thors. Sundrung og þrœtur innan Etnahagsbandalags Evrópu BRÍÍSSEL 9/1 — Ráðherranefnd hins svonefnda Efnahagsbanda- lags Evrópu heldur áfram fund- um sínum í Brússel. Mikið ósam- komulag rikir um landbúnaðar- mál. Rifizt er af hörku og mið- ar ckkert í átt til samkomulags. Vestur-Þýzkaland leitast við að þvinga sínum sjónarmiðum upp á hin aðildarrikin. en stend- ur eitt uppi. I gær stóð vestur- þýzki fulltrúinn einn gegn hin- um öllum varðandi stigbundna jöfnun á kornverði. í dag heimt- aði fulltrúinn að ±'á heimild til að stanza innflutning á ávöxtum og grænmeti til V.-Þýzkalands, ef eríiðleikar væru á heima- markaði, en hinir stóðu allir gegn þeirri kröfu. En þetta er aðeins ein hliðin á ágreiningn- um milli Vestur-Þýzkalands og hinna aðildarríkjanna. Yfirráðastefna Fréttaritarar i Brússel eru á einu máli um að Vestur-Þýzka- land berjist eitt og einangráð fyrir þvi að vernda eigin land- búnað gegn erlendum innflutn- ingi. Hinsvegar hafa Vesturþjóð- verjar engan áhuga á að veita einstökum atvinnuvegum ann- arra aðildarríkja heimild til að verja sig erlendum innílutningi. Kröfur V.-Þýzkalands brjóta líka í bága við regluna um algera fríverzlun innan Efnahagsbanda- lagsins. Þrætan um landbúnaðarmálin hefur þegar vaidið því, að taf- izt hefur um níu daga upphafið á framkvæmd annars tollalækk- unarstigs bandalagsins. Ráðherra- nefndin hefur neyðzt til að gera þá ákvörðun. að við fyrsta stig- ið skuli sitia eitt ár í viðbót, ef ekki náist samkomulag i vikunni. Viðskiptastefna ríkisstjórnarinnar lokar mörkuðum fyrir frysta síld Síldin heldur áfram að veiðast; en síldarfrysting er stöðvuð vegna þess að bankarnir hafa frá áramótum neitað að lána út á frysta síld. Ástæðan til að svo er komið er við- skiptastefna ríkisstjórnarinnar. Unnt væri að selja verulegt magn af frystri síld til Austur-Evrópu, en skilyrði fyrir þeim viðskiptum er að við kaupum þaðan vörur í staðinn. I»að vill ríkisstjórnin ekki, og þess vegna er þessi markaður fyrir síld- ina lokaður vegna tilverknaðar ís- lenzkra valdhafa. Stefna ríkisstjórnarinnar er að beina viðskiptum Islands sem mest til vestrænna ríkja, en hængurinn á því er að þar er mjög erfitt og jafnvel ógerlegt að selja ýmsar íslenzkar útflutn- ingsvörur, eins og nú kemur á daginn með frystu síldina. Markaðir Iokaðir 1 jafnkeypislöndunum eru markaðirnir okkur hins vegar lokaðir vegna þess að ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í við- skiptamálum hafa dregið stórlega úr innflutningi þaðan. Er nú svo komið að skuld vöruskiptareikn- inga sumra þessara ríkja er kom- in í hámark, og því tekið fyrir útílutning þangað nema vöru- kaup frá þeim séu aukin. Frá þessu er greint á þessa leið í fréttatilkynningu frá Sölu- miðstöð hraði'rystihúsanna um fund síldarframleiðenda í Reykja vík á föstudaginn, þar sem rædd voru vandamálin sem skapazt hafa við lánabann bankanna. Sölumiðstöðin segir: „Rúmenar hafa látið í ljósi áhuga fyrir að kaupa 1.000 tonn af frystri síld íái þeir að greiða andvirði hennar í rúmenskum vörum. Er nú verið að athuga möguleikana á að flytja inn vör- ur frá Rúmeníu, sem andvirði síldarinnar nemur. Einnig hafa Tékkar og A-Þjóðverjar látið í ljósi áhuga sinn fyrir að kaupa tiltekið' magn af frystri síld. Hið keypta magn fer eftir greiðslumöguleikum þeirra, en þar fem skuld þeirra á vöru- skiptareikningum á Islandi er í hámarki. eru litlar sem engar líkur fyrir að unnt verði að selja frekara magn nú á næst- unni“. Fyrr í fréttatilkynningu SH er frá því skýrt aö búið sé að frysta 11.140 ttonn af síld. Búið er að selja 3250 tonn til Vestur- Þýzkalands og 2500 tonn til Pól- lands. Reynt var að selja 5000 tonn til Sovétríkjanna þegar síldin lá fyrir, en þá vildu sov- ézkir aðilar ekki kaupa. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu á sunnudag höfðu Sovétríkin vilj- að gera samning um kaup á frystri síld ef fslendingar á- byrgðust afhendingu á ákveðnu magni. en það vildu íslenzkir að- ilar ekki gera. Niðurstaðan á. fundi síldar- framleiðenda var samþykkt um að gera beri frystihúsunum kleift að frysta 5000 tonn af síld í við- bót með því aö bankarnir láni kr. 2.50 á hvert kíló og hrá- efnisverð á síld sem nýtt er verði ekki yfir kr. 1.20 á kg. Verið er að leita fyrir sér hvort unnt er að selja frysta síld til Bretlands og fleiri landa 91 fórust - 79 slasaðir / UTRECHT 9/1 — Hersjúkrahús- ið í Utrecht í Ilollandi tilkynntl að 91 maður hefði farizt í jám- brautarslysinu mikla í gær. ÖH líkin hafa verið flutt til sjúkra- hússins til að rannsaka af hverj- um líkin séu. Aðeins tvö lífe hafa enn ekki þekkzt. Sjúkrahússtjórnin tilkynnir aft einn hinna slösuðu hat'i látizt i kvöld. Þrír eru lífshættulega slasaðir. Alls slösuðust 79 manns^, Molotoff á förum til Vínarborgar I < MOSKVU 9/1 — Sovézka utan- ríkisráðuneytið tilkynnti í kvöld. að Molotoffi fyrrv. utanríkisráð- herr.a, væri á förum til Vínar. Mun hann sennilega leggja at stað n.k. föstudag eða laugar- dag. Heldur hann þá áfran* starfi sínu sem formaður sov- ézku sendinefndarinnar við al« þjóðlegu kjarnorkumálastofnun» ina í Vínarborg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.